Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 + t Eiginmaður minn og faöir okkar, SVEINN ERLENDSSON, fyrrv. hreppsstjóri, Garðshorni, Álftanesi, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði aöfaranótt 9. desember. Erlendur Sveinsson, María Sveinsdóttir, Auður Sveinsdóttir. Júlíana Björnsdóttir, t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA EIRÍKSDÓTTIR, Langeyri, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. desember sl. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 12. desember kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag (slands. Guðbjörn Þórarinsson, Engilráð Óskarsdóttir, Sigríður Guðbjörnsdóttir, Anna Björk Guðbjörnsdóttir, Almar Grímsson, Þórunn Guðbjörnsdóttir, Einar Runólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn langömmu, um móöur okkar, tengdamóður, ömmu og DÝRFINNU INGVARSDÓTTUR frá Kirkjubœ í Vestmannaeyjum, Álftamýri 10, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. desember kl. 13.30. Útförin verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 13. desember kl. 14.00. Ingunn Sigurðardóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Þorstainn B. Sigurðsson, Oddhildur Guðbjörnsdóttir, Snorri D. Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar og bróðir, HAUKUR KJARTANSSON, blfvólavlrki, Áslandi 4A, Mosfellssveit, er andaðist á Reykjalundi 2. desember verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miövikudaginn 10. desember, kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Hjördís Guðmundsdóttir, Matthildur Ásta Hauksdóttir, Gunnar örn Hauksson, Ægir Valur Hauksson, Þorvaldur Kjartansson, Ágúst Kjartansson, Rafn Kjartansson. t Jarðarför KJARTANS PÁLSSONAR, Eskifirði, verður frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 12. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á "Nýbygginga- sjóð Dvalarheimilis aldraðra Eskifirði". Minningarspjöld eru m.a fáanleg á símstöðinni, sími 97-6140. Systkinin frá Veturhúsum og Karl Friðriksson, Bleiksárhlfð 66. t Útför föðurbróður míns, GfSLA STEINGRf MSSONAR frá Húsavflc fer fram frá Fossvogskapellunni fimmtudaginn 11. desember kl. 10.30. Fyrir hönd vina og vandamanna, Vigdfs Birgisdóttir. t öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og vináttu viö fráfail föður okkar, tengdafööur og afa, AÐALBJARNAR KRISTBJARNARSONAR, fyrrv. flugstjóra, sendum viö innilegar þakkir, sérstaklega til félaga hans í Odd- fellowreglunni og Flugleiöa fyrir veitta aðstoð. Ellen Aðalbjarnard. Maastad, Svain Maastad, Jóhann Aðalbjarnarson, Yordanos Aferwok, Unnur, Erik og Morten. Sigurjón Ó. Gísla- son - Minning Fæddur 22. ágúst 1910 Dáinn 28. nóvember 1986 Að loknum þungbærum veikind- um síðustu mánaða lauk hans lífsferli að kvöldi hins 2. nóvember. Genginn er drengur góður, hollvin- ur og félagi sem alltaf var búinn til að gleðja aðra, og veita hjálp og uppörvun, hverjum sem til hans leit- uðu. Uppvaxtarárin á öðrum og þriðja áratug aldarinnar buðu ekki upp á lífsgæðin umfram nauðþurftir, en að veganesti var hann búinn eðlis- greind og bjartsyni æskumannsins, eiginleikum, er dregið hafa drjúgt í lífsbaráttu viðsjálla tíma og tak- t Utför ELÍSABETAR JÚ LÍU ÁRNADÓTTUR, Furugorði 1, er andaðist þann 28. nóvember sl. fór fram frá Fossvogskapellu 8. desember í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristín Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS SÍMONARSONAR, Bárustíg 78. Óla Guðrún Magnúsdóttir, Margrét Halldórsdóttir', Axel Jónsson, Bergljót Halldórsdóttir, Leifur ísleifsson, Ásdís Halldórsdóttir, Kristján Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför LÁRU GUÐBJARTSDÓTTUR, Mýrum 11, Patreksfirði. Helgi Jakobsson og aðrir aðstandendur. SVAR MITT eftir Billy Graham Getur drykkjumaður vænst hjálpar? Eg hef eyðílagt heilsuna og sundrað fjölskyldu minni með ofdrykkju. Mig langar til að rísa upp aftur, en eg veit ekki einu sinni hvernig eg á að byrja. Vinsamlegast segið mér hvort Guð getur hjálpað mér. Já, Guð getur hjálpað þér, og eg trúi því að hann vilji hjálpa þér ef þú felur honum þessa erfiðleika af heilum huga og treystir honum. Það táknar ekki, að allt falli þegar í ljúfa löð, því að þú átt eftir að berjast við freistingar sem verða á vegi þínum. En þú munt öðl- ast nýjan kraft, kraft heilags anda, þér til hjálpar. Eg held að þú hafír þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt að rísa þá fætur, þar sem þú viðurkennir úrrasðaleysi þitt og þörfina á hjálp Guðs. Þeir sem starfa að staðaldri meðal drykkjumanna segja að erfiðasta hindrun margra sé sú að þeir vilja ekki kannast við að þeim sé um megn að ráða einir við vanda sinn. Gerðu þér síðan grein fyrir að Guð elskar þig. Vel má vera að þú eigir erfítt með að „elska sjálfan þig" eftir allt það sem þú hefur gert sjálfum þér og öðrum. En Biblían segir okkur frá dásamlegri staðreynd: Guð elskar okkur, þrátt fyrir syndir okkar og hirðuleysi gagnvart honum. Hvernig veit eg það? Eg veit að það er satt vegna þess að Jesús Kristur dó á krossinum. Guð ann þér svo heitt að hann sendi einka- son sinn í heiminn til þes að taka syndir þínar á sig. Hann tók á sig refsinguna sem eg og þú höfðum unnið til. Hann dó í þinn stað og hann reis aftur upp frá dauðum til þess að sýna að hann hefði unnið sigur á synd og dauða og helvíti. Nú býður Guð þér hjálpræði sitt. Það er óverðskulduð gjöf. Þú getur með engu móti unnið til hennar. Allt sem þú þarft að gera er að snúa þér til Krists í trú og iðríin og bjóða honum að koma inn í líf þitt sem frelsari og drottinn. Biblían segir: „Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans" (Jóh. 1,12). Þegar þú kemur til Krists fyrirgefur hann þér og hreinsar þig og gerir þig að barni sínu. Þú getur byrjað upp á nýtt með Kristi. Snúðu þér af einlægni til hans. Leitaðu líka hjálpar og styrks hjá öðrum kristnum, trúuðum mönnum. Þú getur breyst fyrirhjálp Guðs. markaðra veraldlegra efna. Störf sín til sjós og lands stundaði hann af atorku og trúmennsku. Hann sá fjölskyldu sinni farborða á kreppu- tímum, sem kynslóð, alin upp í allsnægtum eftirstríðsára á erfitt að gera sér grein fyrir — saga, er ekki verður rakin hér, enda flestum öðrum kunnari en þeim er þetta ritar. Þegar hjartahlýja, eigin afla- brögð og sönn gestrisni eru annars vegar hefur ávallt verið veitt af gnægð á því heimili, enda dyggilega studdur dugnaði og glaðværð eigin- konunnar yfir fimm áratuga skeið, Önnu Árnadóttur frá Nýlendu í Garði. Það er til marks um framtaks- semi hans og kunnáttu til allra verka að hann, fyrir rúmum áratug, smíðaði upp á eigin spýtur trillu, hið álitlegasta fley, súðbírta úr vatnsvörðum krossvið, efni, er hann taldi duga út sína sjómannstíð, en lögun hennar og handbragð allt ber órækan vott verkvits og lagni síns höfundar. Eftirminnileg er sjóferð með Sig- urjóni fyrir rúmu ári. Lagt var frá landi úr Grímsstaðavör við Ægis- síðu í blíðskaparveðri á miðin út af Akranesi. Hér þekkti hann land- mið öll og leiddi á vit þekkingar og reynslu kynslóðanna, er sótt hafa lífsbjörg í mið Faxaflóans. Af siglingatækjum hafði hann ekki utan kompás, sjókorta var hér eng- in þörf. Skjótt skipast veður í flóanum, það syrti í álinn og komið var suðvestan hávaðarok og hauga- sjór. Hægt miðaði upp undir Suðurnesið, en skyndilega breyttist hljóð í aflvélinni og bátinn tók að reka. Á örstuttum tíma var búið að lempa upp mastur og segl; hægt og örugglega náðist fyrir nesið og upp í lendingu við Ægissíðuna án aðstoðar. Hér mátti sín meir snar- ræði hins reynda sjómanns í viður- eign við náttúruöflin mitt í fallvaltleik nútímatækni. Hann bar að sönnu meitlaðan svip og stæltan kjark hins íslenska sjómanns, en í dagfari og þó sér- staklega í hópi góðra vina, bar hann þó fremur fas og yfirbragð aðals- mannsins. Af kynnum, er nú hafa varað í hálfan annan áratug, er okkur efst í huga hugprýði, hógværð, hjálp- semi og reisn, jafnt á tímum alvöru og gleðistunda. Við óskum honum heilla yfir ál- inn og vottum Önnu og fjölskyldu hennar okkar dypstu samúð. Halla og Sigurgeir Blómabúðin Hótel Sögu sími 12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.