Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hörgshlíð12 Samkoma í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.00. Jólafundur Húsmaaðrafólags Reykjavfkur verður haldinn i Domus Medica við Egilsgötu fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Lesin verður jólasaga. Unglingar sýna dans. Harmonikkuleikari kemur í heim- sókn. Glæsilegt jólahappdrætti og kaffiveitingar. Allar konur velkomnar. Stjómin. O Helgafell 598612107IV/V — 2 O Glitnir 598612107 = 1. I.O.O.F. 7 = 16812108'/í = I.O.O.F. 9= 16812108'/2 = FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Frá Ferðafélagi íslands — myndakvöld Miðvikudaginn 10. desember verður myndakvöld á vegum Ferðafélagsins i Risinu, Hverfis- götu 105 og hefst stundvislega kl. 20.30. 1. Ólafur Sigurgeirsson sýnlr myndir frá dagsferð meðfram Laxárgljúfrum, myndir frá Sval- vogum og Lokinhömrum (ferð nr. 9 í áætlun ’86), ferð í Vonar- skarð, dagsferð í Ósabotna og víðar. 2. Höskuldur Jónsson sýnir myndir úr vinnuferðum F.l. og dagsferðum. Kynnist Ferðafé- laginu í leik og starfi. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Að- gangur kr. 100. Ath.: Þeir sem eiga frátekna miða í áramótaferð tfl Þórs- merkur eru vinsamlegast beðnir að greiða þá fyrir 16. des. nk., eftir það verða ósóttir mlðar seldir öðrum. Ferðafélag fslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Áramótaferð til Þórs- merkur 30. des. — 2. jan. 87 (4 dagar) Brottför kl. 07.00 þrlðjudaginn 30. de8. Fararstjórar: Einar Torfi Finns- son og Leifur Örn Svavarsson. Vegna mikillar aðsóknar I ára- mótaferð F.f. eru þeir sem eiga frátekna miða vinsamlegast beðnir að greiða þá fyrir 15. des. nk., eftir það verða ósóttir miöar seldir öðrum. Ath.: Ferðafólk ó eigln vegum getur ekki fengið gistlngu f Skagfjörðsskála — Þórsmörk — um áramótin. Ferðafélag fslands. Frá Sálarrannsóknar- félaginu í Hafnarfirði Jólafundur félagsins verður fimmtudaginn 11. desember nk. í Góötemplarahúsinu og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Guðrún Bjartmarsdóttir cand. mag. fiyt- ur erindi: Huldufólk í þjóðtrú og þjóðsögum. Þórdís Asg. Alberts- son fiytur jólahugvekju. Tónlist. Stjórnin. I O G T St. Einingin nr. 14. Fundur í kvöld kl. 20.30 í Templ- arahöllinni við Eiríksgötu. „Jóla- fundur i umsjá hagnefndar.” Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Æ.T. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Raflagnir—Viðgerðir S.: 687199 og 75299 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Til sölu peningakassi, kæliborð, innréttingar í mötu- neyti (borð og bekkir) og ýmislegt smádót fyrir veitingahús. Upplýsingar í síma 10340. Flygill Vandaður notaður flygill óskast keyptur. Ekki minni en 1,80 cm. Nánari uppl. í síma 82687. Auglýsing Ráðuneytið vekur athygli útgerðarmanna á því að frestur til að sækja um staðfestingu ráðuneytisins á færslum aflakvóta milii skipa rennur út 29. desember nk. Umsóknir sem síðar berast verða ekki teknar til greina. Jafnframt vekur ráðuneytið athygli á því, að ekki verður unnt að gefa út leyfi til botn- fiskveiða 1987 til þeirra skipa, sem ekki hafa sent afla- eða sóknarmarksskýrslur fyrir árið 1986. Tekið skal fram að nauðsynlegt er að senda skýrslurnar þó skipið hafi ekki stundað veið- arnar. Sjávarútvegsráðuneytið, 9. desember 1986. Frá Vísindasjóði Vísindasjóður auglýsir styrki ársins 1987 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Umsóknareyðublöð, ásamt upplýsingum, fást hjá deildarriturum, menntamálaráðu- neytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. Deildarritarar eru: Sveinn Ingvarsson Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir raunvísindadeild og Þorleifur Jónsson bókavörður á Landsbókasafni fyrir hugvísindadeild. Vísindasjóður. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. desember nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem van- greitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Höfn Hornafirði Sjálfstæðismenn á Höfn halda almennan félagsfund um sveitarstjórn- armál miövikudaginn 10. des. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Sveitarstjómarmenn mæta á fundinn, reifa málln og svara fyrirspurnum. Stjómin. Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjarðar heldur aðalfund fimmtudaginn 11. desember nk. kl. 21.00 (Sjálfstæð- ishúsinu í Borgarnesi. Dagskrá: 1 . Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin Akranes Sjálfstæðiskvennafélagið Bára heldur sinn áriega jólafund miövikudag- inn 10. desember nk. kl. 20.00 í Sjálfstæöishúsinu við Heiðarbraut. Dagskrá: 1. Jólamatur og jólaöl. 2. Skemmtiefni. Konur eru hvattar til að mæta vel og stundvislega og hafa með sér gesti. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Vestlendingar Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisfé- laganna í Vesturlandskjördæmi veröur haldinn í Hótel Stykkishólmi laugardaginn 13. des. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjömefnd og stjóm leggja fram tillögu að framboöslista fyrir komandi Alþingis- kosningar. 3. Formaður Sjálfstæðisflokksins Þor- steinn Pálsson, fjármálaráðherra, mætir á fundinn og ræðir um stjórnmálaviö- horfin. 4. Önnur mál. Stjómin. Aðalfundur Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavik verður haldinn miðvikudag- inn 10. desember nk. kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Á dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Ræða Friðriks Sophussonar varafor- manns Sjálfstæðisflokksins um kosninga- baráttuna framundan. 3. Önnur mál Stjórn fuiitrúaráðs. Stykkishólmur: Þetta hefir ekki verið margbrotið en farsælt Stykkishólmi. ÉG FER oft inn í spítalann hérna að ræða við vistfólkið þar. Eldri kynslóðin skipar þar stóran sess, fólk sem unnið hefir hörðum höndum við lélega og litla tækni, orðið að bjarga sér eins og best gengur. Einn af þeim mönnum sem alltaf er gaman að heilsa upp á er Snæbjörn Einarsson frá Hellissandi, oftast hress og glað- ur. Hann verður 93 ára 11. desember, faeddur á Hellissandi 1893. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir Guðmundssonar frá Haga á Barðaströnd og Einar Hákonarson. i1 Morgunblaðið/Árm Snæbjörn Einarsson frá Hellis- sandi „Ég var snemma látinn gera gagn,“ segir Snæbjöm mér, „fór á sjóinn 16 ára, þá var bjargast við handaflið, áramar og seglin. Þetta var 10 manna far. Við vorum 9 skipverjar. Oftastnær með línu og stundum með handfæri. Ég var svo víðar en á Hellissandi t.d. 12 ár á ísafirði bæði á útilegubátum og svo var ég einnig á sfldveiðum, jú, víðar var ég, var á skútum og svo einnig á vélbátum þegar vélamar komi til sögunnar. Það var nú meiri tæknin, taka inn árarnar og láta vélamar hafa fyrir að drífa bátinn fram og til baka. Ég reri einnig á útvegi í Stykkishólmi og Patreksfirði." Ég spyr hann um réttindi. „Ekki fór maður í skóla, en ég var skipstjóri að mig minnir í sex ár og kannski lengur. Já, ég var farsæll, svo er hamingjunni fyrir að þakka og forsjóninni. Við feng- um oft barning og oft var ekki lengi að skipast veður í lofti, en þetta gekk allt. Svo stofnaði ég heimili. Konan mín hét Steinunn Bjama- dóttir við áttum 2 böm, dreng og stúlku, sem eru á lífi, dóttirin bú- sett á Hellissandi og sonurinn við verslunarstörf í Reykjavík. Ég hætti að mestu á sjó 1926 og hóf þá búskap á Hellissandi og var við hann meðan kraftar entust. Og í 3 ár hefí ég svo dvalið hér á sjúkra- húsinu við góða umönnun. Já, liðið vel. Það er ágætt að vera hér. Ævin er ekki margbrotin, en hún hefír verið farsæl og það er þakkar- efni.“ Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.