Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 9

Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 9
V8GJ S5JAM .V JíUOAOÍIAOTIA,! GTOA.IHMTJOOOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 8 9 Innflytjendur athugið! Ms. Combi Alfa jestartil íslands: Næsta lestun: í Rotterdam 9. mars Rotterdam í 15. viku í Bremerhaven 11. mars í Kaupm.höfn 13. mars Kaupm.höfn í 16. viku Nánari upplýsingar í síma 96-27035. Ath. framvegis verður siglt til Kaup- mannahafnar í stað Esbjerg. Umboðsmenn erlendis: Kaupmannahöfn: E. A. Bendix, Adelgade 17, telex: 15643, sími: 1113343 Rotterdam: Oil Shipping, St. Jobsweg 30, telex: 22149, sími: 10425239. Bremerhaven: Karl Mestermann, Kalkstrasse 2, telex: 244166, sími: 421170431. Kaupskip hf. Box 197 Strandgötu 53, 602 Akureyri HUGBÚNAÐUR BHMHUHHHRHHmCESHBi ri SÖLUAÐILAR: EINAR J. SKÚLASON GRENSÁSVEGI10 SKRIFSTOFUVÉLAR HF HVERFISGÖTU 33 ÖRTÖLVUTÆKNI HF. ÁRMÚLA 38 TÖLVUTÆKI SF. AKUREYRI HUGSJÓN HF. ÍSAFIRÐI GÍSLI J. JOHNSEN SF. NÝBÝLAVEGI 16 RÁÐGJAFASTOFAN BÍLDSHÖFÐA 18 HEIMILISTÆKI HF. SÆTÚNI 18 r: HUGBUNADUR SOFTVER SF £ SKEIFAN 17 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-687145 Lesefni í stórum skömmtum! Uppgjörnýja oggamla tímans Hagsmunabarátta eða pólitík? Hinar árlegu kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs verða 12. mars nk. Þrír listar eru í framboði: Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, Félag vinstri manna og Félag umbótasinnaðra stúdenta. í vetur hefur Vaka haft forystu í stúdentaráði og lagt áherslu á það, að setja hagsmunamál stúdenta á oddinn og halda flokkspólitískum ágreiningsefnum utan ráðsins. Kosning- arnar snúast um það, hvort þessari farsælu stefnu verður áfram fylgt eða vinstri stefna með öllum sínum fylgikvillum verður hafin til vegs á ný. Sveinn Andri Sveins- son, laganemi, skipar efsta sætið á lista Vöku til stúdentaráðs. Hann segir í viðtali við Vöku- blaðið, sem nýkomið er út: „Ég lít svo á, að núna eigi sér stað ákveðið upp- gjör; uppgjör á milli gamla og nýja tímans. Gamli tíminn er sú óöld, þegar stúdentaráð sat i sínum fílabeinstumi úr öllum tengslum við hinn almenna ' stúdent og ályktaði um alla mögu- lega og ómögulega hluti, en vanrækti algerlega lúna eiginlegu hags- munabaráttu. Nýi tíminn er sú stefna, sem haldið hefur verið uppi undan- farin misseri; öflug hagsmunabarátta óháð flokkspólitískum hags- munum.“ Og Sveinn Andri segir ennfremur: „Að minu mati hefur stúdentaráð tvenns konar hlutverki að gegna, annars vegar er það stéttarfélag stúd- enta við Háskóla Isiands en hins vegar er það sam- einingarafl í félagslífi liinna ýmsu deilda. Sumir vilja þó stundum halda því fram, að stúdentum sé fátt óviðkomandi og má það sjálfsagt til sanns vegar færa. Hins vegar er stúdentaráð ekki rétti vettvangurinn fyrir mál, sem ekki snerta stúdenta beint. Ráðið hefur fyrir það fyrsta alls ekkert umboð til þess að álykta um slík mál, auk þess sem slík umræða hlyti alltaf að gera störf ráðsins ómarkviss. Gætu menn t.d. ímyndað sér stjóm Strætisvagna Reykjavík- ur álykta um kosningam- ar á Filippseyjum?“ í viðtalinu er Sveinn Andri spurður um helstu hagsmunamál stúdenta og hann svarar: „Þau mál em vitaskuld mörg, sem brenna á stúdentum, en það mál sem ég tel mestu varða er leiðrétt- ing á framfærslunni. Stúdentar verða einnig að standa vörð um hags- muni sina varðandi breytingar á lögum um Lánasjóðinn; það er all- sendis óvíst að okkur takist jafnvel upp í vam- arbaráttunni og nú i vetur. Lánamálin em þau mál sem mér em mest hugleikin, enda er ég einn af þeim ólánsömu mönnum, sem skrimta verða á 22.000 krónum á mánuði. Það hefur mér tekist það illa, að ég verð að vinna með námi. Eins og nútímakröfur em í háskólanámi, er það afar hæpið að stunda vinnu samhliða nárni." Virk hags munabarátta Valborg Snævarr skip- ar efsta sætið á lista Vöku til háskólaráös. Hún er spurð að því í Vökublaðinu, hver sé ástæðan fyrir framboði hennar. Valborg segir: „Ef farið hefði verið fram á það við mig fyrir 3 árum, að ég færi í framboð, hefði ég sjálf- sagt hlegið mig vitlausa. Mér fannst stúdenta- pólitíkin hreint fáránleg. Menn vom þar að leika „Mini-Alþingi“, og ályklta um mál, sem ekki koma stúdentum við og eyddu í það tíma í stað þess að vinna að virkri hagsmunabaráttu. í vet- ur a.m.k. hefur allt annað verið upp á teningnum. Gamla pólitíkin er komin út og farið að gera eitt- hvað í málum og á breiðari grundvelli. Há- skólaráð heillar mig, enda miklir alvöruhlutir að gerast þar og mjög gott ef manni tækist að hafa álirif á mótun og þróun þessarar stofnun- ar, sem er manni í raun mjög kær.“ Síðar í viðtalinu segir Valborg Siiævarr: „Há- skólaráð er fjölmennt stjómvald, þar sem full- trúar námsmanna em í minnilduta. Því getur það verið erfitt að gefa stór fyrirheit. Mitt fyrir- heit er hins vegar, að gæta hagsmuna stúdenta í hvívetna og til þess að það verði vel gert og til að hagsmunamál stúd- enta öðlist hljómgrunn meðal annarra háskólar- áðsliða, þarf að undirbúa vel allar tillögur og kynna. Þetta er ég reiðu- búin að gera.“ Stefna Vöku I Vökublaðinu er birt stefnuskrá Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, í hagsmunamálum stúdenta og málefnum háskólans. I lánamálum námsmanna leggur fé- lagið mesta áhersiu á, að jafnir möguleikar til náms verði tryggðir. Fé- lagið viU síðan, að framfærslugmndvöUur lánanna tengist verðlagi, vöxtum á námslán er hafnað svo og lántöku- og innheimtugjaldi. Þá er hvatt til þess, að end- urgreiðslur verði sveigj- anlegar og 1. árs neniar sitji við sama borð og aðrir. Vaka viU, að Félagss- stofnun stúdenta veiti góða og fjölbreytta þjón- ustu, en Ieggur jafnframt áherslu á lxagkvæman rekstur er standi undir sér. I málefnum stúdent- aráðs er það, sem fyrr segir, eitt aðalmál félags- ins, að ráðið verði fyrst og fremst vettvangur hagsmunamála stúdenta, en landsmála- og ut- anríkispólitík finni sér annan farveg. í málefn- um Háskóla íslands fylgir Vaka þeirri stefnu, að öflugur háskóli sé for- senda framfara. Félagið viU standa vörð um sjálf- stæði skólans og leggur áherslu á, að skólinn afli sér eigin tekna í auknum mæli. í því sambandi bendir félagið á sam- vinnu við atvinnulífið, t.d. á sviði ýmissa þjón- usturannsókna. „Gæta verður þess þó í slíku samstarfi að hvergi sé vegið að sjálfstæði skól- ans sem akademískrar rannsóknar- og vísinda- stofnunar," segir orðrétt í stefnuskránni. ÚRUALS FILMUR Kvnninaarverö bensínstöðvum m Konur Konur Kvennadeild Fáks heldur sitt árlega skemmtikvöld í félagsheimilinu 14. mars kl. 19. Matur og skemmtidagskrá. Munum eftir sparihöttunum. Miðar seldir á skrifstofu Fáks 9.-13. mars. Ath! Miðar ekki seldir á laugardag né við inngang. Húsið opnað fyrir karlmenn kl. 24. Kvennadeildin. i 1 s Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.