Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 46
46 •4—— MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 ANTHCXDGY OF THE ICELANDIC INDEPENDENT MUSIC SCENE OF THE EIGHTIES p BUBBI & DAS KAPITAL ÞEYR Z MEGAS & ÍKARUS HOH SVEINBJORN BEINTEINSSON JONEE JONEE PURRKUR PILLNIKK STANYA VONBRIGÐI MICKEY DEAN & DE VUNDERFOOLZ Paul Weller Mick Talbot Vince Neil, Nikki Sixx og Tommy Lee í Mötley Criie. BUBBIOG MOLARIMIR Plötudómur Árni Matthíason Tónlistin úr kvikmynd Frið- riks Þórs Skytturnar er smám saman að sjá dagsins Ijó, fyrst Ornamentals með Stavinsky- diskóið og nú síðast Bubbi og Sykurmolarnir. Bubbalagið á varla eftir að koma neinum á óvart, það hefur verið mikið spilað í útvarpi und- anfarið og hafa menn heyrt að það það er eitt hans besta lag frá upphafi. Hljófæraleikurinn er áberandi góður, og Steini sker sig úr eins og svo oft áður. Text- inn er líka fyrsta flokks og vel það, en engin nýjung. Meiri athygli á kannski eftir að vekja tónlist Sykurmolanna, en hún á einkar vel heima í kvik- myndinni, hæfilega mystísk með spennu undir niðri. Verður eftir- væntingin eftir stóru plötunni æ meiri, altént hjá yfirrituðum. Farið í Vesturvíking Spurnir bárust af því að fyrir dyrum stæði að gefa út þrjár íslenskar hljómplötur í Banda- ríkjunum, á vegum bandarískra aðila. Það er Grammið sem á útgáfurétt á efni því sem á piötunum verður og því var leitað til Ása í Gramminu og hann beðinn að segja aðeins frá útgáfunni. Hvernig fór þetta allt af stað? Eigandi Enigma, sem gefur plöturnar út ytra, kom hingað til lands 1982 og hreifst mjög af gróskunni sem var þá í tónlistinni. Þó hreifst hann einna mest af Þey. Hann er búinn að ganga með þetta í maganum síðan. Þess má geta hér að Enigma er með dreifingarsamning við EMI/ Capitol í Bandaríkjunum sem tryggir það að platan verður til um öll Bandaríkin. Hvað heitir platan, hvað er á henni og hve- nær kemur hún út? Platan heitir eina alþjóðlega íslenska orðinu, Geysir, og á henni eru lög frá Rokk í Reykjavík tímanum og nýrra efni. Hljómsveitirnar sem lög eiga á plötunni eru Þeyr, Purrkur Pillnikk, Das Kapital, Vonbrigði, Jonee Jonee, Kukl, Vunder- foolz, sem á áður óútgefið lag á henni, og síðan á Hilmar Örn eitt lag og eitt lag er af plötunni Lif eftir Þorstein Magnússon. Útgáfudagur verð- ur 20. apríl. Er eitthvað meira í vændum hjá Gramminu og Enigma? Já, í maí/júní kemur síðan út safnplata með Þey og Kuklplatan Holidays in Europe, e.t.v. með einhverju áður óútgefnu efni því tii viðbótar. Nú eru hljómsveitirnar Þeyr og Kukl ekki lengur til, hvernig verður þessu fylgt eftir? Plötunum verður fylgt eftir með myndbönd- um, m.a. úr Rokk í Reykjavík og upptökum af tónleikum. Einnig mun hópurinn sem stóð að bæði Þey og Kuklinu, sem nú mynda m.a. Sykur- molana, fylgja þessu eftir með nýrra efni. Er stefnt á Biliboard-listann? Það er alltaf stefnt á hann. Fyrst var það Independent-listinn (óháði listinn), nú Billboard. Árni Matt. Umslag plötunnar er þjóðlegt mjög eins og sjá má. Myndin er verðlaunamynd úr Surtseyjar- gosinu. Quo Vadis? Plötudómur Árui Matthiasson Ekki getur verið þörf á að rekja sögu Paul Weller og þeirra sveita sem hann hefur staðið fyrir í gegn um tíðina, The Jam og The Style Coun- cil. Flestir töldu það óðs manns æði þegar hann ákvað að leysa The Jam upp á hátindi frægð- arinnar og stofnaði The Style Council með Mick Talbot. Fyrsta breiðskífa The Style Council, Cafe Bleu, sýndi þó að hann vissi vel hvað hann var að gera. Eða svo virtist vera a.m.k. Ekki var dampurinn eins mikill á Our Favorite Shop, Wellér virtist vera að tapa átt- um i nostaigiu og ekki batnaði það á Home and Abroad. Nýj- asta plata The Style Council (eða plötur, í stað einnar 33 snúninga eru tvæ 45 snún- inga), The Cost of Loving, er því marki brennd að Weller hefur ekki gert það upp við sig hvert hann ætlar, hvort hann ætlar stíga skrefið til fulls í átt að soultónlistinni, eða hvort hann ætlar að halda sig við poppið. Barnalegur texti í Right to Go er til vansa. Annað á plöt- unni (plötunum) er venjulegt. Titillagið er það eina sem sker sig úr. rofck§íðan MÖTLEY CRUE í STARTHOLUIMUM HIN kaliforníska þungarokk- sveit, Mötley Criie, er nú að leggja lokahönd á næstu plötu sína, „Girls, Girls, Girls“, en gert er ráð fyrir að hún komi á markað um mánaðamótin mars-apríl. Miðað við hraða í plötuinnflutningi hér gæti hún hæglega orðið jólaplatan í ár. Grínlaust er hermt að hér verði um töluvert fjörlegri afurð að ræða en fyrri plötur, sem þó voru ekki beinlínis dauðyflisleg- ar. „Þetta er letileg, ógeðsleg rokkplata, sem gerir litlar sem engar kröfur til áheyrenda, og með góðri keyrslu", er haft eftir Nikki Sixx, foringja og bassaleik- ara hljómsveitarinnar. „Þetta er eins og ef þú blandaðir saman því besta frá Led Zeppelin, Aerosmith og Rolling Stones, nema töluvert betra!" Sama gamla hógværðin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.