Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
45
Um lyfjakostnað
eftir Sigurbjörn
Sveinsson
Komin er fram tillaga til þings-
ályktunar um að stefnt skuli að
því, að verzlun með lyf verði gefín
frjáls og einokunaraðstöðu lyfja-
fræðinga í þessum atvinnurekstri
þar með aflétt. Fagna ber þessari
þingsályktunartillögu, þó að mála-
tilbúnaðurinn hafí gjama mátt
vera vandaðri og betur fara með
staðreyndir. Málstaðurinn er góður
og verður að vona, að hnökrar á
greinargerð með tillögunni verði
ekki til að spilla framgangi hennar.
Fyrirkomulag lyfjadreifingar-
innar er í raun réttri alda gamalt
og nær hér á landi tvö hundruð
ár aftur í tímann, er Bjami Páls-
son, landlæknir, fékk með kon-
ungsbréfí leyfí til að reka lyfjabúð.
Síðan hefur þessi háttur verður á
hafður að mestu óbreyttur nema
hvað sérmenntuð stétt lyfjafræð-
inga hefur í æ ríkara mæli fengið
lyfjadreifínguna í sínar hendur.
Má heita að hún sé nú öll á þeirra
vegum. Má með nokkrum rétti líkja
þessum verzlunarháttum við það,
sem tíðkaðist fyrrum, áður en
menn komu auga á mikilvægi
ftjálsrar verzlunar og þær hags-
bætur, sem henni fylgdu.
Nú á dögum brýtur þessi einok-
unaraðstaða mjög í bága við
almenna venju í þjóðfélaginu og
stríðir gegn þeirri þróun, sem við-
skiptahættir em í. Að vísu em
gerðar ákveðnar faglegar kröfur í
ýmsum atvinnurekstri, en engar
sérstakar skorður em settar eign-
arhaldi einstaklinga á fýrirtækjum
eða við hvað þeir fást í þeim efn-
um. Hverjum dettur í hug að gera
kröfu um flugstjómarréttindi, þeg-
ar um eign og rekstur í flugfélagi
er að ræða, eða um skipstjómar-
réttindi, þegar um útgerð er að
ræða, eða iðnréttindi við rekstur
skipasmíða, eða hefur nokkur vak-
ið máls á því, að það þyrfti lækni
til að eiga og reka spítala. Það
sama ætti í raun að gilda um lyf-
sölu. Fyrirtækið ætti einungis að
uppfylla það skilyrði, að lyfjafræð-
ingur beri faglega ábyrgð á rekstri
þess. Að öðm leyti ætti hver sem
er að geta fest fjármuni sína í
þessum rekstri eins og öðmm.
Umræðan um kostnað við lyfja-
kaup er sjálfsögð. Hún kemur alls
ekki illa við okkur lækna. Ef pott-
ur er brotinn í þessu efni, er
sjálfsagt að velta upp öllum hliðum
þess. Allt tal um atvinnuróg látum
við okkur í léttu rúmi liggja. Málið
er miklu mikilvægara en það, að
reynt sé að slá á umræðuna með
slíkum uppblæstri.
Margvísleg önnur atriði en verð-
lagsmál lyQa eða einkaréttur á
lyfjadreifíngu koma upp í hugann,
þegar fjallað er um lyfjakostnað.
Óllum hlýtur að vera kappsmál að
lyfja sé neytt í hæfílegu magni í
þjóðfélaginu, og alls ekki umfram
það, sem hver og einn þarf til að
bæta heilsu sína og líðan. Lyfja-
neyzla að nauðsynjalausu er böl,
sem stríðir gegn markmiðum þeim,
er lúta að því að auka heilbrigði
manna og líkamlega og andlega
velferð. Líf í skugga lyfja, þegar
aðrir þættir mættu duga betur til
að bæta heilsu og tryggja langlífí,
ber að forðast. Upplýsingar og
bein fræðsla til almennings, hvað
þetta varðar, er verkefni heilbrigð-
isstjómarinnar og hlýtur að tengj-
ast verkefni hennar: „Heilbrigði
allra árið 2000.“
Eins og oft hefur verið bent á
og m.a. tekið upp í leiðara hér í
blaðinu fyrir u.þ.b. ári, er lyfja-
kostnaður á hinum ýmsu svæðum
landsins furðu misjafn. Mynd 1
sýnir lyfjakostnað sjúkrasamlaga
landsins árið 1985 og er þeim rað-
að í landfræðilegri röð. Það er
vitað, að hávaðinn af lyfjakostnaði
fellur á elztu kynslóðina. Má nefna,
að á einu þessara samlagssvæða
hefurverið áætlað, aðtíðni lyfjaáví-
sana í hópnum eldri en 65 ára sé
um níu á ári á hvem einstakling
en einungis tvær á hvem íbúa í
aldurshópnum 0-14 ára. Styður
þetta áðumefnda vitneskju, að ly-
fjaneyzlan sé mest í elztu hópum
þjóðfélagsins.
Ef við nú notum upplýsingamar
úr mynd 1 og röðum sjúkrasamlög-
unum upp eftir hlutfallslegum
íjölda 65 ára og eldri, kemur í ljós,
að lítið samband virðist milli þess
hlutfalls og lyfjakostnaðar samlag-
anna (mynd 2). Hér ráða því aðrir
þættir lyfjakostnaðinum. Þetta
kemur á óvart og er íhugunarefni.
Einnig er fróðlegt að athuga
lyfjakostnað í áranna rás innan
sama læknishéraðs, hvemig hann
breytist milli ára í einstökum sam-
lögum og hvað hann getur verið
mismunandi á milli nágrannasam-
lagssvæða. (Sjá mynd 3—5.)
En hvað er þá til ráða? Hvemig
verður bezt unnið að því, að koma
þessum málum í heilbrigðara horf?
Eftirtalin atriði em sett fram til
umhugsunar:
★ Skilgreina þarf ástandið á þeim
samlagssvæðum, þar sem
lyfjakostnaður er lágur m.t.t.
aldursdreifingar, algengis
sjúkdóma og þeirra lyfja, sem
dreift er. Svara þarf þeirri
spumingu, hvort færa megi
lyfjaneyzluna í landinu til þess,
sem tíðkast á þessum svæðum.
★ Athuga þyrfti, hvort lyfja-
neyzla okkar sé frábrugðin
neyzlu nágrannaþjóðanna. Ef
svo er og að því gefnu að
neyzluþörf okkar sé hin sama,
þyrfti að gera markvert átak
til að færa neyzluna í sama
horf.
★ Treysta þarf samfellda læknis-
þjónustu á þéttbýlissvæðum.
Gera má ráð fyrir, að hinn
mikli lyfjakostnaður í
Reykjavík, svo dæmi sé tekið,
sé að hluta til orðinn vegna
minni tengsla sjúklinga og
lækna og þess, að sjúklingar
njóti þjónustu úr margra hendi
vegna sömu vandamála.
Sigurbjöm Sveinsson
★ Símlyfseðlar em algengir á ís-
landi. Athuga þarf, að hve
miklu leyti rekja má ónauðsyn-
lega lyfjagjöf til þeirra. Má t.d.
benda á, að ábendingar fyrir
útgáfu ávísana á sýklalyf í
síma em fáar.
★ Til greina kemur að setja
skorður við auglýsingastarf-
semi lyljafyrirtækja, þannig að
tekið verði fyrir óbeinar
greiðslur til lækna eins og nú
tíðkast. ^
★ Gefín verði út samheitalyfja-
verðskrá, þannig að aðgengi-
legt verði fyrir lækna að bera
saman verð samskonar lyfja.
Þessu verði fylgt eftir með
reglubundnum upplýsingum
frá heilbrigðisstjóminni með
samanburði á verði samskonar
lyfja í einstökum lyfjaflokkum.
Einnig kemur til greina að
benda læknum á verðmun
skyldra ly§a með svipaða verk-
un.
★ Auka þarf verðskyn almenn-
ings, þannig að læknum sé
veitt aðhald við útgáfu lyfseðla.
Nú hefur hvorki læknirinn né
sjúklingurinn neinn hag af mis-
munandi verði einstakra lyfja.
Verð lyfsins þyrfti með e-m
hætti að endurspeglast í gjaldi
því, sem sjúklingurinn greiðir,
þó þannig að heildarálögur á
sjúklinga aukist ekki.
Heimild: Félagsmál, tímarit Trygginga-
stofnunar rfldsins, S. tbl. 1986.
Höfundur er heilaugæalulæknir í
Búðardal.
MYND 1:*
Sjúkrasamlagskostnaður 1985 LYFJAKOSTNAÐUR
500
1000
2000
2500 3000 3500 4000
Reykjavík
Kópavogur
Seltjarnarnes
Garðabaer
Hafnarfjörður
Kjósarsýsla
Akranes
Mýra-og Borgarfjs.
Snaef.-og Hnappad.
Dalasýsla
A-Barðastrandars.
V-Barðastrandars.
ísafjarðarsýslur
ísafjörður
Bolungarvik
Strandasýsla
V-Húnavatnss.
A-Húnavatnss.
Skagafjarðars,
Sauðárkrókur
Siglufjörður
Ólafsfjörður
Dalvík
Akureyri
Eyjafjarðars.
Þingeyjarsýslur
Húsavík
N-Múlasýsla
S-Múlasýsla
Seyðisfjörður
Neskaupstaður
A-Skaftafellss.
V-Skaftafellss.
Rangárvallas.
Árnessýsla
Vestmannaeyjar
Gullbringusýsla
Gringavik
Keflavík
Njarðvík
l“ í —■*— mámmmvámimÆÉ
- " . ::j « S3S
n
r —’-í=i T
SB8' "
'J 1 . . S . . ' , —5
....
*** "V "A v 1
' ”J v'r.V' i
wmmm
kmi
1 1 U,....L.„,.Í :::&
*
1*3
...,..............................,;
—............................................................ ..................ssll:;:1.;; v;:;:;;:1::::-::::1.
...........*.......................1......................1........... — *■...................... 1 "■ ..........................................|
MYND 2:-----------------------------------------------------------------
Sjúkrasamlagskostnaður 1985 LYFJAKOSTNAÐUR
Raðað eftir laekkandi ellibyrði. Hæst í V-Skaftafellssýslu laegst í Garðabæ.
kr/mann 500 1000 1500 2000 2500 3000
V-Skaftafellss.
Dalasýsla
Sigluförður
Reykavík
Þingeyarsýslur
Skagafarðars.
A-Barðastrandars.
Strandasýsla
V-Húnavatnss.
Rangárvallas.
Ólafsfjörður
Dalvik
N-Múlasýsla
A-Húnavatnss.
Mýra- og Borgarfjs.
Eyjafjarðarsýsla
Akureyri
Sauðárkrókur
tsafjarðarsýslur
A-Skaftafellss.
Neskaupstaður
S-Múlasýsla
Árnessýsla
Akranes
ísafjörður
Húsavik
Seyðisfjörður
Snæf.-og Hnappad
V-Barðastrandars.
Hafnarfjörður
Vestmannaeyjar
Gullbringusýsla
Bolungarvik
Keflavík
Kópavogur
Seltjarnarnes
Grindavik
Njarðvik
Kjósarsýsla
Garðabaer
3500 4000