Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 45 Um lyfjakostnað eftir Sigurbjörn Sveinsson Komin er fram tillaga til þings- ályktunar um að stefnt skuli að því, að verzlun með lyf verði gefín frjáls og einokunaraðstöðu lyfja- fræðinga í þessum atvinnurekstri þar með aflétt. Fagna ber þessari þingsályktunartillögu, þó að mála- tilbúnaðurinn hafí gjama mátt vera vandaðri og betur fara með staðreyndir. Málstaðurinn er góður og verður að vona, að hnökrar á greinargerð með tillögunni verði ekki til að spilla framgangi hennar. Fyrirkomulag lyfjadreifingar- innar er í raun réttri alda gamalt og nær hér á landi tvö hundruð ár aftur í tímann, er Bjami Páls- son, landlæknir, fékk með kon- ungsbréfí leyfí til að reka lyfjabúð. Síðan hefur þessi háttur verður á hafður að mestu óbreyttur nema hvað sérmenntuð stétt lyfjafræð- inga hefur í æ ríkara mæli fengið lyfjadreifínguna í sínar hendur. Má heita að hún sé nú öll á þeirra vegum. Má með nokkrum rétti líkja þessum verzlunarháttum við það, sem tíðkaðist fyrrum, áður en menn komu auga á mikilvægi ftjálsrar verzlunar og þær hags- bætur, sem henni fylgdu. Nú á dögum brýtur þessi einok- unaraðstaða mjög í bága við almenna venju í þjóðfélaginu og stríðir gegn þeirri þróun, sem við- skiptahættir em í. Að vísu em gerðar ákveðnar faglegar kröfur í ýmsum atvinnurekstri, en engar sérstakar skorður em settar eign- arhaldi einstaklinga á fýrirtækjum eða við hvað þeir fást í þeim efn- um. Hverjum dettur í hug að gera kröfu um flugstjómarréttindi, þeg- ar um eign og rekstur í flugfélagi er að ræða, eða um skipstjómar- réttindi, þegar um útgerð er að ræða, eða iðnréttindi við rekstur skipasmíða, eða hefur nokkur vak- ið máls á því, að það þyrfti lækni til að eiga og reka spítala. Það sama ætti í raun að gilda um lyf- sölu. Fyrirtækið ætti einungis að uppfylla það skilyrði, að lyfjafræð- ingur beri faglega ábyrgð á rekstri þess. Að öðm leyti ætti hver sem er að geta fest fjármuni sína í þessum rekstri eins og öðmm. Umræðan um kostnað við lyfja- kaup er sjálfsögð. Hún kemur alls ekki illa við okkur lækna. Ef pott- ur er brotinn í þessu efni, er sjálfsagt að velta upp öllum hliðum þess. Allt tal um atvinnuróg látum við okkur í léttu rúmi liggja. Málið er miklu mikilvægara en það, að reynt sé að slá á umræðuna með slíkum uppblæstri. Margvísleg önnur atriði en verð- lagsmál lyQa eða einkaréttur á lyfjadreifíngu koma upp í hugann, þegar fjallað er um lyfjakostnað. Óllum hlýtur að vera kappsmál að lyfja sé neytt í hæfílegu magni í þjóðfélaginu, og alls ekki umfram það, sem hver og einn þarf til að bæta heilsu sína og líðan. Lyfja- neyzla að nauðsynjalausu er böl, sem stríðir gegn markmiðum þeim, er lúta að því að auka heilbrigði manna og líkamlega og andlega velferð. Líf í skugga lyfja, þegar aðrir þættir mættu duga betur til að bæta heilsu og tryggja langlífí, ber að forðast. Upplýsingar og bein fræðsla til almennings, hvað þetta varðar, er verkefni heilbrigð- isstjómarinnar og hlýtur að tengj- ast verkefni hennar: „Heilbrigði allra árið 2000.“ Eins og oft hefur verið bent á og m.a. tekið upp í leiðara hér í blaðinu fyrir u.þ.b. ári, er lyfja- kostnaður á hinum ýmsu svæðum landsins furðu misjafn. Mynd 1 sýnir lyfjakostnað sjúkrasamlaga landsins árið 1985 og er þeim rað- að í landfræðilegri röð. Það er vitað, að hávaðinn af lyfjakostnaði fellur á elztu kynslóðina. Má nefna, að á einu þessara samlagssvæða hefurverið áætlað, aðtíðni lyfjaáví- sana í hópnum eldri en 65 ára sé um níu á ári á hvem einstakling en einungis tvær á hvem íbúa í aldurshópnum 0-14 ára. Styður þetta áðumefnda vitneskju, að ly- fjaneyzlan sé mest í elztu hópum þjóðfélagsins. Ef við nú notum upplýsingamar úr mynd 1 og röðum sjúkrasamlög- unum upp eftir hlutfallslegum íjölda 65 ára og eldri, kemur í ljós, að lítið samband virðist milli þess hlutfalls og lyfjakostnaðar samlag- anna (mynd 2). Hér ráða því aðrir þættir lyfjakostnaðinum. Þetta kemur á óvart og er íhugunarefni. Einnig er fróðlegt að athuga lyfjakostnað í áranna rás innan sama læknishéraðs, hvemig hann breytist milli ára í einstökum sam- lögum og hvað hann getur verið mismunandi á milli nágrannasam- lagssvæða. (Sjá mynd 3—5.) En hvað er þá til ráða? Hvemig verður bezt unnið að því, að koma þessum málum í heilbrigðara horf? Eftirtalin atriði em sett fram til umhugsunar: ★ Skilgreina þarf ástandið á þeim samlagssvæðum, þar sem lyfjakostnaður er lágur m.t.t. aldursdreifingar, algengis sjúkdóma og þeirra lyfja, sem dreift er. Svara þarf þeirri spumingu, hvort færa megi lyfjaneyzluna í landinu til þess, sem tíðkast á þessum svæðum. ★ Athuga þyrfti, hvort lyfja- neyzla okkar sé frábrugðin neyzlu nágrannaþjóðanna. Ef svo er og að því gefnu að neyzluþörf okkar sé hin sama, þyrfti að gera markvert átak til að færa neyzluna í sama horf. ★ Treysta þarf samfellda læknis- þjónustu á þéttbýlissvæðum. Gera má ráð fyrir, að hinn mikli lyfjakostnaður í Reykjavík, svo dæmi sé tekið, sé að hluta til orðinn vegna minni tengsla sjúklinga og lækna og þess, að sjúklingar njóti þjónustu úr margra hendi vegna sömu vandamála. Sigurbjöm Sveinsson ★ Símlyfseðlar em algengir á ís- landi. Athuga þarf, að hve miklu leyti rekja má ónauðsyn- lega lyfjagjöf til þeirra. Má t.d. benda á, að ábendingar fyrir útgáfu ávísana á sýklalyf í síma em fáar. ★ Til greina kemur að setja skorður við auglýsingastarf- semi lyljafyrirtækja, þannig að tekið verði fyrir óbeinar greiðslur til lækna eins og nú tíðkast. ^ ★ Gefín verði út samheitalyfja- verðskrá, þannig að aðgengi- legt verði fyrir lækna að bera saman verð samskonar lyfja. Þessu verði fylgt eftir með reglubundnum upplýsingum frá heilbrigðisstjóminni með samanburði á verði samskonar lyfja í einstökum lyfjaflokkum. Einnig kemur til greina að benda læknum á verðmun skyldra ly§a með svipaða verk- un. ★ Auka þarf verðskyn almenn- ings, þannig að læknum sé veitt aðhald við útgáfu lyfseðla. Nú hefur hvorki læknirinn né sjúklingurinn neinn hag af mis- munandi verði einstakra lyfja. Verð lyfsins þyrfti með e-m hætti að endurspeglast í gjaldi því, sem sjúklingurinn greiðir, þó þannig að heildarálögur á sjúklinga aukist ekki. Heimild: Félagsmál, tímarit Trygginga- stofnunar rfldsins, S. tbl. 1986. Höfundur er heilaugæalulæknir í Búðardal. MYND 1:* Sjúkrasamlagskostnaður 1985 LYFJAKOSTNAÐUR 500 1000 2000 2500 3000 3500 4000 Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabaer Hafnarfjörður Kjósarsýsla Akranes Mýra-og Borgarfjs. Snaef.-og Hnappad. Dalasýsla A-Barðastrandars. V-Barðastrandars. ísafjarðarsýslur ísafjörður Bolungarvik Strandasýsla V-Húnavatnss. A-Húnavatnss. Skagafjarðars, Sauðárkrókur Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Akureyri Eyjafjarðars. Þingeyjarsýslur Húsavík N-Múlasýsla S-Múlasýsla Seyðisfjörður Neskaupstaður A-Skaftafellss. V-Skaftafellss. Rangárvallas. Árnessýsla Vestmannaeyjar Gullbringusýsla Gringavik Keflavík Njarðvík l“ í —■*— mámmmvámimÆÉ - " . ::j « S3S n r —’-í=i T SB8' " 'J 1 . . S . . ' , —5 .... *** "V "A v 1 ' ”J v'r.V' i wmmm kmi 1 1 U,....L.„,.Í :::& * 1*3 ...,..............................,; —............................................................ ..................ssll:;:1.;; v;:;:;;:1::::-::::1. ...........*.......................1......................1........... — *■...................... 1 "■ ..........................................| MYND 2:----------------------------------------------------------------- Sjúkrasamlagskostnaður 1985 LYFJAKOSTNAÐUR Raðað eftir laekkandi ellibyrði. Hæst í V-Skaftafellssýslu laegst í Garðabæ. kr/mann 500 1000 1500 2000 2500 3000 V-Skaftafellss. Dalasýsla Sigluförður Reykavík Þingeyarsýslur Skagafarðars. A-Barðastrandars. Strandasýsla V-Húnavatnss. Rangárvallas. Ólafsfjörður Dalvik N-Múlasýsla A-Húnavatnss. Mýra- og Borgarfjs. Eyjafjarðarsýsla Akureyri Sauðárkrókur tsafjarðarsýslur A-Skaftafellss. Neskaupstaður S-Múlasýsla Árnessýsla Akranes ísafjörður Húsavik Seyðisfjörður Snæf.-og Hnappad V-Barðastrandars. Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Gullbringusýsla Bolungarvik Keflavík Kópavogur Seltjarnarnes Grindavik Njarðvik Kjósarsýsla Garðabaer 3500 4000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.