Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 35 + Skoðana- leysi eldri borgaranna? eftir Garðar Jóhann Guðmundsson Morgunblaðið hefur undanfarið látið Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gera nokkrar skoðanakann- anir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ymsar niðurstöður hafa verið fengnar út úr þeim tölum, sem þar komu fram, þó ekki hafi Sjálfstæð- isflokkurinn haft þor til að birta þær allar. Ég ætla að láta liggja milli hluta allar þær rangtúlkanir, og beinar rangfærslur, sem Morgunblaðið hefur leyft sér að matreiða ofan í landsmenn, sem sannleik frá æðstu menntastofnun landsins. En — það væri verðugt rannsóknarefni fyrir Félagsvísindastofnun að kanna hvers vegna þessi stofnun, sem mér skilst að eigi að vera hlutlaus, hef- ur ekki mótmælt meðferð Morgun- blaðsins á þeim tölum, sem stofnunin hefur látið blaðinu í té. Slíkt mun kallað sjálfsgagnrýni, og Félagsvísindastofnun ætti að leggj- ast undir feld og hugleiða sinn gang. Stofnun sem kennir sig við vísindi getur ekki látið leggja nafn sitt við slík vinnubrögð. Ég gef mér þær forsendur að Morgunblaðið hafi túlkað niðurstöðumar. Ef túlk- animar em aftur á móti ættaðar frá Félagsvísindastofnun, er um miklum mun alvarlegra mál að ræða. Þetta var ekki það sem ég ætl- aði að fjalla um. í þessum skoðana- könnunum hefur verið sett hámark á aldur þeirra, sem spurðir hafa verið. í einu tilfellinu var hámarks- aldur 70 ár, og í öðm 75 ár. Nú er það alkunn staðreynd, að íslend- ingar leggjast almennt ekki í kör, hvorki á 70. afmælisdegi sínum, né heldur er þeir verða 75 ára. Þetta fólk hefur unnið hörðum höndum og hefur skilað okkur inn í tuttugustu öldina á einum manns- aldri — verk, sem tók aðrar þjóðir nokkra mannsaldra. En, samkvæmt skilgreiningu- Morgunblaðsins og Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands, er þetta fólk annað hvort skoðanalaust, eða ekki þess vert að leita eftir áliti þess. Nöturlegri dóm er erfítt að kveða upp yfír þeirri kynslóð, sem við eigum lífsmáta okkar að þakka. Nú er mér kunnugt um, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gert út hóp fólks til að bjóða fólki á elliheimilum „Persónulega þekki ég margt fólk á þessum aldri, og ég veit að þessi aldurshópur fylgist bet- ur með þjóðmálum, en margir þeir sem yngri eru.“ akstur á iqorstað. Þessi aldurshópur er sem sagt nógu góður til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en hann má ekki hafa skoðun á málunum. Þessi tvískinnungur er svo ógeðfelldur, að ég vil helst ekki hugsa þá hugs- un til enda, hvað að baki liggur. Persónulega þekki ég margt fólk á þessum aldri, og ég veit að þessi aldurshópur fylgist betur með þjóð- málum, en margir þeir sem yngri eru. Þetta er fólkið sem man Hannes Hafstein, Jón Þorláksson og Bjöm Jónsson. Þetta er fólkið sem kaus Ólaf Thors á þing. Þetta er fólkið sem fjölmennti til Þingvalla 1930 og 1944. Þetta er fólkið sem greiddi atkvæði um sambandsslit Dana og íslendinga. Þá hafði þetta fólk skoð- anir, og þær fastmótaðar. Þetta fólk hefur ennþá skoðanir, og þær eru líka fastmótaðar. Vandi Sjálf- stæðisflokksins er bara sá, að þetta fólk vill milda stefnu, einmitt þá stefnu, sem Borgaraflokkurinn boð- ar. Þetta fólk vill ekki ískalda ftjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Og þá erum við líklega komin að kjama málsins — Morgunblaðið er hrætt um að Borgaraflokkurinn eigi mikil ítök í hugum þessa fólks, og ‘þá er auðvitað hættulegt að inna það eftir skoðunum þess, því að það gæti gert enn erfiðara að hagræða niðurstöðunum eftir forskrift fijáls- hyggjunnar. Þessi aldurshópur telur það skyldu sína að greiða atkvæði á kjördag, og gerir það eftir sinni bestu sannfæringu — sannfæringu, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki þekkja. En á kjördag munu skoðan- ir þessa fólks koma upp úr kjörköss- unum, og ég er sannfærður um, að þá kemur í ljós, að skoðanir þess fara saman með hinni mildu mannúðarstefnu Borgaraflokksins. Höfundur er sölumaður í Reykjavík. Lagabreyt- ingum Vísina- ráð og Vísinda- sjóð staðfest FORSETI íslands staðfesti bráðabirgðalög um breytingu á lögum um Vísindaráð og Vísinda- sjóð, Rannsóknaráð ríkisins og Rannsóknasjóð á fundi ríkisráðs í Reykjavík hinn 14. apríl síðast- liðinn. Þá fullgilti forseti íslands eftir- greinda samninga: Þijá viðbótar- samninga við Mannréttindasátt- mála Evrópu. Samning um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðm norrænu landi og Stofnsamning Evrópustbfnunar fjarskipta um gervitungl „EUT- ELSAT“. MALLORKA Royal Jaixlin del IMar Gistislaður í sérflokki. moivm Fer&askrifslola, Hallveigarstfg I sfmar 28388 og 28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.