Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
7
MEÐAL EFNIS
í KVÖLD
SYNDAJATNINGAR
(True Confessions). Tveir
bræður velja sér ólikt ævistarf.
Annar gerist prestur en hinn
lögregluforingi. Leiðir þeirra
skerast þegar velgjörðarmað-
ur prestsins er bendlaður við
morð. Aðalhlutverk: Robert De
Niro, Robert Duvall og Charles
Duming.
Á NÆSTUNNI
18:00
BHasérfræðingar Stöðvar 2 fylgj-
ast með þvi markverðasta sem
erað gerast á bilamarkaðinum.
íþessum þætti er Ford Bronco
reynsluekið, fjallaö um nýjan
Citroen AX og tveir fombilar eru
skoðaðir nánar.
21:55
Sunnudagur
CLEOPATRA
Fjórföld Óskarsverðlaunamynd
frá 1963. Með aðalhlutverk fara
Elisabeth Tayior, Richard Burton
og Rex Harrison. Hún fjallar um
samskipti Sesars, Antóníusarog
Kleópötru, ástirþeirra og valda-
baráttu.
0ll
Auglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lyklllnn fsorð
þúhjá
Heimilistsokjum
Heimilistæki hf
17 manna nefndin skilar frumvarpi um lífeyrissjóðina:
Lágmarksiðgjald verður 10%
af öllum greiddum launum
Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á lífeyrisréttindum aflögð
Morgunblaðið/ÓlafurK. Magnússon
Formenn nefnda þeirra sem unnið hafa að endurskoðun lifeyrissjóðakerfísins: Hallgrímur Snorrason
hagsýslustjóri formaður 8 manna nefndarinnar og Jóhannes Nordal seðlabankastjóri formaður 17
mnnnn nefndarinnar. T0 hægri er Steingrímur Pálsson einn ritara 17 manna nefndarinnar.
FRUMVARPI um starfsemi
lifeyrissjóða var skilað til fjár-
málaráðherra i gœr, en 17 manna
nefnd fulltrúa helstu samtaka
aðila vinnumarkaðarins, sam-
taka lífeyrissjóða og frá stjórn-
völdum var skipuð til að
endurskoða lifeyriskerfið árið
1976. í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að löggjöf um starfsemi
allra lifeyrissjóða verði sam-
ræmd og sérstök stofnun sett á
laggimar til að hafa eftirlit með
sjóðunum. Þá er miðað við að
sjóðimir verði jafnan að geta
staðið undir lifeyrisloforðum
með ávöxtuðum iðgjaldstekjum
og lágmarksiðgjald verði 10% af
öllum greiddum launum en ekki
eingöngu af dagvinnutekjum
eins og nú er. Þá er gert ráð
fyrir að lífeyrir verði tryggður
miðað við lánskjaravísitölu i stað
þess að fylgja breytingum á laun-
um. Allir nefndarmenn nema
fulltrúi Bandalags háskóla-
manna stóðu að endanlegri
samþykkt þessa frumvarps 29.
maí síðastliðinn.
Á fréttamannafundi í gær sagði
Jóhannes Nordal formaður 17
manna nefndarinnar að frumvarpið
væri lokaáfangi vinnu annarsvegar
17 manna nefndarinnar og hins
vegar 8 manna nefndar aðila vinnu-
markaðarins. Þessi vinna hefði
staðið yfir í rúman áratug og frá
nefndinni hefðu komið ýmis gögn,
þar á meðal hefði verið unnið að
margháttaðri lagasetningu um
lífeyrismál. Nú hefði nefndin gengið
frá lokatillögum sínum og heildar-
skipulagi lífeyrismála og það væri
í formi i'rumvarps til laga um starf-
semi lífeyrissjóða. Jóhannes sagði
að að frumvarpinu stæðu allir
nefndarmenn nema fulltrúi BHMR.
Allir launþegar í
lífeyrissj óðum
Jóhannes rakti síðan helstu atriði
frumvarpsins. Gert er ráð fyrir að
lífeyriskerfi landsmanna verði í
framtíðinni byggt á tveimur þátt-
um. Annarsvegar grunnlífeyri sem
kemur frá almannatryggingum og
fenginn er í gegnum skattkerfið,
og hinsvegar starfsemi lífeyrissjóð-
anna. Þessir lífeyrissjóðir skuli
starfa samkvæmt samræmdri lög-
gjöf og skylt sé að allir launþegar
í landinu, sama á hvem hátt þeir
fá sín laun, séu aðilar að llfeyris-
sjóði.
Miðað er við að lágmarksiðgjald
til lífeyrissjóðanna sé 10% af öllum
greiddum launum, það er bæði föst-
um launum og yfírvinnu í hvaða
formi sem hún er greidd. Þetta
þýði að grundvöllur iðgjaldanna og
lífeyrisréttindanna hækkar veru-
lega. Lagt er til að heimilt verði
að þessari breytingu verði komið á
í áföngum en komi að fullu til fram-
kvæmda 1. janúar 1990 og er það
f samræmi við samninga almenna
vinnumarkaðarins frá í febrúar
1986.
Lifeyrisréttindi hjóna
skiptast við skilnað
Á móti þessu koma ákveðin lág-
marksréttindi til ellilffeyris, örorku-
lífeyris, bamalífeyris og makalí-
fejnis og em tillögur nefndarinnar
miðaðar við það sem reikningslega
er talið geta staðið á móti 10% ið-
gjaldi.
Gert er ráð fyrir að lífeyrisaldur
ellilífeyris verði samræmdur í öllum
sjóðum og verði almennt aldurs-
mark sett við 70 ár, en jafnframt
heimilt að fresta töku lífeyris og
njóta þá hærri greiðslna en ella eða
hefja töku lífeyris fyrr og þá yrði
hann lægri. Gert er ráð fyrir að
ellilífeyrisréttindi myndist með þeim
hætti að fyrir hvert iðgjalds-
greiðsluár ávinni sjóðfélagi sér
réttindi sem svari til 1,45% af upp-
færðum iðgjaldsstofni, þannig að
sjóðfélagi sem hefur 500 þúsund
króna árstekjur og greiðir iðgjald
af þeim í 40 ár fengi að jafnaði 290
þúsund krónur í ellilífeyri á ári frá
lífeyrissjóði eða 58% af fyrri tekjum
auk almannatrygginga. Þetta eru
minni réttindi en lofað er nú sam-
kvæmt reglugerðum flestra lífeyris-
sjóða og stafar af því að eins og
nú háttar skortir talsvert á að ið-
gjaldstekjur dugi fyrir lífeyrislof-
orðum. Þegar svo stendur á er
nauðsynlegt að hækka iðgjöld ef
halda á óbreyttum fyrri réttindum.
Dregið verður úr makalífeyri til
þeirra sem nú eru innan við miðjan
aldur svo fremi sem þeir hafí ekki
mikla framfærslubyrði eða eigi við
örorku að stríða. Þá er gert ráð
fyrir því að við skilnað skiptist
áunnin lífeyrisréttindi hjónanna til
helminga án tillits til hvort þeirra
hefur unnið til þeirra. Þá er gert
ráð fyrir að bamalífeyrir verði
hækkaður til mikilla muna.
Reglubundið eftir-
lit með sjóðunum
ítarleg ákvæði eru f frumvarpinu
um starfsemi lífeyrissjóðanna og
eftirlit með þeim, en slík laga-
ákvæði vantar að mestu í núgild-
andi lögum. Gert er ráð fyrir
sérstakri stofnun sem nefnd er
lífeyrissjóðaeftirlitið sem hafí reglu-
bundið eftirlit með starfsemi lífeyr-
issjóða. Jóhannes sagði að það væri
ákaflega mikilvægt að hafa gott
eftirlit með öryggi og starfsemi
sjóðanna þar sem lífeyriskerfíð
væri að verða einn stærsti þátturinn
í fjármálakerfi landsins og færi ört
vaxandi.
Jóhannes sagði síðan að eitt af
vandamálunum í lífeyriskerfínu
væri að þar væru tvenns konar sjóð-
ir. Annarsvegar sjóðir verkalýðs-
félaga og starfshópa sem eingöngu
byggja á iðgjaldagreiðslum og
ábyrgð atvinnurekenda er engin
gagnvart því að sjóðimir geti staðið
við skuldbindingar sínar þótt sjóð-
imir séu vanávaxtaðir. Hinsvegar
em sjóðir sem hafa notið ábyrgðar
vinnuveitenda, sjóðir ríkisstarfs-
manna, sjóðir starfsmanna sveitar-
félaga og sjóðir bankamanna. í
frumvarpinu er reynt að tryggja
að almennu sjóðimir séu reknir á
heilbrigðum grandvelli með þeirri
ávöxtun sem þeir þurfa til að standa
undir umsömdum réttindum. Jafn-
framt er gert ráð fyrir að hinum
sjóðunum verði breytt þannig að
ábyrgð vinnuveitendanna fellur nið-
ur en í staðinn kemur nægjanleg
hækkun á iðgjaldi sem þeir greiða
til að sjóðimir geti eftir sem áður
staðið við skuldbindingar sfnar.
Breyting á ábyrgð
ríkisins
Sérstakt ákvæði er í frumvarpinu
um hvemig skuli fara með þessa
breytingu. Fram að þeim tíma sem
lögin taka gildi helst ábyrgð um
allt sem sjóðfélagar hafa áunnið
sér. Eftir það kemur til breyting á
iðgjaldi og er gert ráð fyrir að sam-
ið verði um hvað iðgjaldið þarf að
vera hátt. Náist slíkir samningar
ekki skal gerðardómur úrskurða
hversu hátt iðgjaldið þarf að vera.
Jafnffamt er kveðið á um að launa-
greiðandi skuli bera iðgjald þetta
að frádregnum samningsbundnum
hluta starfsmanna, sem nú er 4%
af launum. Jóhannes sagði að með
þessu hefði náðst samkomulag um
veralegt ágreiningsefni sem verið
hefur f lffeyrissjóðskerfínu.
Jóhannes sagði að þetta fram-
varp leysti ekki vandamál það sem
margir sjóðir era komnir í vegna
ófullnægjandi ávöxtunar á síðustu
áram og skuldbindinga um hærri
réttindi en iðgjöldin standa undir.
Hinsvegar ætti framvarpið að
tryggja að frá þeim tíma sem fram-
varpið tekur gildi standist iðgjöld
og lffeyrisréttindi á.
Talsverð útgjalda-
aukning ríkissjóðs
Á fundinum kom fram að tals-
verð útgjaldaaukning fylgir því að
ríkissjóður fer að greiða reglulegt
iðgjald í stað þess að mæta skuld-
bindingum þegar þær koma upp.
Jóhannes sagði að búast mætti við
tvöföldun á iðgjaldi en ekki hefði
verið reiknað nákvæmlega hvað það
þýddi mikla útgjaldaaukningu.
Raunar væri þama ekki eingöngu
um útgjaldaaukningu að ræða held-
ur væri verið að flýta útgjöldum
og verið væri að dreifa þeim á
lengri tfma í stað þess að fá þau öll
f einu seinna þegar greiða þarf
opinberam starfsmönnum lffeyri.
Jóhannes sagði aðspurður á
fundinum að framvarpið, með þeim
auknu skyldum sem lagðar era á
lífeyrissjóðina, myndi sjálfsagt hafa
það í för með sér að þeim fækkaði
eða þeir tækju upp meiri samvinnu.
BHMR gagnrýnir
breyting-ar á
stöðu opinberra
starfsmanna
Á fundinum var lögð fram álits-
gerð Birgis Bjöms Siguijónssonar
fulltrúa BHMR í 17 manna nefnd-
inni þar sem segir að tillögur
nefndarinnar feli í sér þijár mikil-
vægar breytingar á stöðu opinberra
starfsmanna. Fyrst sé lagt til að
aðeins megi Qármagna lífeyrisrétt-
indi með iðgjöldum. Stór hluti
lífeyris opinberra starfsmanna sé
nú greiddur með beinum framlögum
launagreiðenda sem sé árangur af
áratuga samningsstarf stéttarfé-
laga opinberra starfsmanna og ef
þessi lagabreyting næði fram að
ganga væra opinberir starfsmenn
settir að nýju að samningaborði um
atriði sem um langan tíma hafí
verið sjálfsagður og lögbundinn
hluti starfskjara og Kjaradómur
hefur metið til launahækkunar í
dómum sínum.
í öðra lagi sé lagt til að felld
verði úr lögum um opinbera lífeyris-
sjóði ákvæði um ábyrgðir launa-
greiðenda opinberra starfsmanna á
lífeyrisgreiðslum sjóðfélaganna.
Þetta atriði sé einnig árangur af
ströngu samningsstarfí stéttarfé-
laga sem hefði gert starfskjör þeirra
álitlegri þrátt fyrir léleg laun.
í þriðja lagi sé gert ráð fyrir
opinberri stofnun sem hafí eftirlit
með lffeyrissjóðunum. BHMR telur
að slíkt sé óeðlilegt og í ósamræmi
við almennt réttarfar þar sem stofn-
unin eigi að hafa eftirlitshlutverk
eins og stjómvald með framkvæmd
laga og úrskurðarhlutverk eins og
dómsvald f öllum mikilvægum mál-
um og hafí jafnvel vald til að gefa
efnislega fullnaðarúrskurði.