Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 64
Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Ferðaslysa ' trygging LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Morgunblaðið/Kr.Ben. Éta úrlófa og fá klapp á bakið Lúðueldið, sem íslandslax stendur að, í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun, gengur vel. í gær var Sigurður Alfreðsson „lúðupabbi" að gefa stærstu lúðunum, en þær eru svo gæfar, að þær éta loðnu úr hendi hans og fá síðan klapp á bakið um leið og þær þakka fyrir sig með sporðakasti. Drög að lagafrumvarpi um lífeyrissjóði: Iðgjöldin fjár- magni lífeyris- greiðslur alfarið SAUTJÁN manna nefnd fulltrúa helstu aðila vinnumarkaðarina, samtaka lífeyrissjóða og ríkisins skilaði i gær drögum að frumvarpi til nýrra lífeyrissjóðslaga til fjármálaráðherra. í drögunum er gert ráð fyrir þvi að löggjöf um hina ýmsu lífeyrissjóði verði samræmd og að sérstakri stofnun, „Lífeyrissjóðaeftirliti", verði komið á lagg- imar, er hafi reglubundið eftirlit með starfsemi lifeyrissjóðanna. Við það er miðað í þessum drög- um, að lífeyrissjóðimir geti staðið undir skuldbindingum sínum með iðgjaldstekjum sínum, þ.a. þær tekj- ur og skuldbindingamar standist á. í þessu skyni er lagt til að lág- marksiðgjald verði 10% af öllum greiddum launum, en ekki eingöngu af dagvinnutekjum eins og áður hefur verið. Beinar greiðslur vinnu- veitanda verði því aflagðar. Gert er ráð fyrir því að ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á lífeyrisrétt- indum, svo sem er hjá lífeyrissjóð- um opinberra starfsmanna, starfsmanna sveitarfélaga og bankamanna falli niður, tii sam- ræmis við aðra sjóði. Fulltrúar BHMR stóðu einir nefndarmanna gegn tillögum þess- um og skiluðu álitsgerð, þar sem ofangreindum tillögum var mót- mælt. Sjá nánari frásögn á bls. 7. Hrossin sjö frá Þverá fundust dauð Skinnastað. HROSSIN sjö, sem hurfu frá Þverá í Oxarfirði f janúarbyrjun og mikið hefur verið Ieitað að, fundust f gær. Fundust þau öll dauð í fjalli skammt austan við bæinn. Gunnar Bjömsson, bóndi í Sand- fellshaga, fann hrossin, er hann var að huga að fé sínu eftir hádegi í gær. Fundust þau í skriðu norðan- til í Sandfelli, bröttu Ijalli skammt austan bæjanna. Svo virðist sem þau hafi klifrað allhátt upp í fjallið og hrapað til dauða í hóp. Er helst haldið að þau hafi lent fram af snjóhengju eða jafnvel í snjóskriðu. Nánar er ekki vitað um afdrif hross- anna enn sem komið er. Umfangsmikil leit hafði verið gerð að þessum hrossum og þótti hvarf þeirra dularfullt. Höfðu spunníst um það ýmsar sögur víða um land. Sigurvin Konurí meirihluta stúdenta Góður skriður á stjórnarmyndunarviðræðum: Skattamál og tekjuöfhin ríkis- sjóðs helztu ágreiningsmál GOTT hljóð var í viðræðunefndarmönnum I stjórnarmyndun- arviðræðunum að fundi loknum í gær. Ljóst er af máli manna að mestir erfiðleikar munu verða í viðræðunum að ná sam- komulagi um skattamál, aðgerðir í ríkisfjármálum og tekjuöfl- un ríkisins, en þó telja menn ekki að erfiðleikamir séu óyfirstíganlegir. Þá herma heimildir Morgunblaðsins að and- inn í viðræðunum í gær hafi verið góður og að vilji framsókn- armanna til þess að reyna myndun svona ríkisstjómar sé ekki síðri en alþýðuflokks- og sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, kemur ekki til greina af hálfu Sjálfstæðisflokksins að ákveða hækkun tekju- og eigna- skatts, sem Alþýðuflokkurinn mun leggja til. Sjálfstæðismenn telja að aðgerðir í peningamálum til að slá á þensluna eigi að vera með þeim hætti að halda óbreyttri gengisstefnu, þ.e. að gengið verði áfram fast, og framsóknarmenn munu einnig vera þeirrar skoðun- ar. Sjálfstæðismenn telja að hækka beri vexti á ríkisskuldabréfum og spariskírteinum ríkissjóðs. Jafn- framt vilja þeir aðgerðir til þess að takmarka erlendar lántökur. Líklega ber mest á milli í ofan- greindu atriði, en ágreiningurinn er einnig mikill i landbúnaðarmál- um. Viðræðuaðilar telja að það muni skýrast nokkuð um helgina, hvort þessi stjómarmyndunartil- raun tekst eða ekki og það eigi að geta legið fyrir alveg skýrt, eigi síðar en um miðja næstu viku. Sjá frétt af viðræðunum í gær á bls. 16. Skólaárið 1985-1986 braut- skráðust 1.647 stúdentar hér á Iandi, þar af 962 konur en 685 karlar. Samsvarandi tala skóla- árið 1984-1985 var 1.593, þar af 929 konur og 664 karlar. Fleiri konur hafa brautskráðst stúdent- ar en karlar, allar götur siðan skólaárið 1977-78, samkvæmt aprilhefti Hagtiðinda 1987. Sem hlutfall af tvítugum íslending- um útskrifuðust 43,3% kvenna sem stúdentar skólaárið 1985-86 en 30,2% karla. Samsvarandi tölur skólaárið 1084-85 vóru 42,3% kvenna en 28,4% karla. Fjöldi skipa til viðhalds og breytinga erlendis ÞRJU isiensk fiskiskip a.m.k. eru nú i slipp í Þýskalandi til við- halds, breytinga og viðgerða. Liklegt má telja að um 5 skip til viðbótar komi til Þýskalands í sömu erindagjörðum á næstu mánuð- um. Auk þess hafa fleiri skip farið til annarra landa til viðgerða. Börkur NK og Sveinn Jónsson GK eru nú til viðhalds og viðgerða í skipasmíðastöð Pohl & Joswiak í Hamborg, og Hrafn GK er í Brand- werft við Weser. Tilboð frá þýskum skipasmíðastöðvum eru nú talin hag- stæð skipaútgerð á íslandi. Skipa- smíðaiðnaður í Þýskalandi hefur barist í bökkum vegna verkefna- skorts síðustu misseri og því er reynt að fala verkefni til að halda starfseminni gangandi. Mikil um- ræða hefur verið um það hvemig styrkja megi skipasmíðastöðvamar og fá þær nú fjárstyrki frá þýska ríkinu og Evrópubandalaginu til nýsmíða a.m.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.