Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
37
Verðkönnun verðlagsstofnunar á Suðurlandi:
Lægsta vöruverð að jafn-
aði á Selfossi og Eyrarbakka
UM MIÐJAN maímánuð
kannaði Verðlagsstofnun
verð á vörutegundum í sautj-
án matvöruverslunum í
Þorlákshöfn, Hveragerði,
Eyrarbakka, Stokkseyri, Sel-
fossi, Flúðum, Þykkvabæ,
Hellu, Hvolsvelli, Vík og
Kirkjubæjarklaustri. Á sama
tíma og könnunin var gerð
fyrir austan var til saman-
burðar gerð verðkönnun í
matvöruverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu. í öllum tilvik-
um er í könnuninni borið
saman verð á vörumerkjum,
að sykri og eggjum undan-
skildum.
í fréttatilkynningu frá Verðlags-
stofnun segir um niðurstöður
könnunarinnar:
„Vöruverð í Höfn hf Selfossi,
Vöruhúsi KÁ, Selfossi, og útibúum
Kaupfélags Amesinga á Stokks-
eyri og Eyrarbakka var að jafnaði
lægra en í öðrum verslunum sem
könnunin náði til.
Hæst reyndist vöruverð að jafn-
aði vera í Kaupfélagi Rangæinga
Hvolsvelli og Kaupfélags Skaft-
fellinga, Vík. Vömverð í matvöm-
verslunum á Suðurlandi er að
jafnaði nokkm hærra en í
Hæsta og lægsta verð (1 þessari töflu sést hve oft hver verslun var með lægsta og hæsta verð). Hve oft Hve oft með með lægsta verð hæsta verð Fjöldi vörutegunda ikönnun
Kaupf. Árnesinga Þorlákshöfn 7 2 69
Kaupf. Árnesinga Hveragerði 8 5 68
Matvörumarkaður Olís Hveragerði 3 9 68
Kaupf. Árnesinga Eyrarbakka 13 6 73
Ólabúð Eyrarbakka 5 2 53
Verslun Guðlaugs Pálssonar Eyrarbakka 8 4 31
Kaupf. Ámesinga Stokkseyri 19 4 72
Hornið Selfossi 2 5 61
Höfn hf. Selfossi 13 2 71
Vöruhús KÁ Selfossi 11 0 76
Versl. Grund Flúðum 10 8 62
Versl. Friðriks Friðrikssonar Þykkvabæ 9 5 49
Þór hf. Hellu 5 10 68
Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli 3 9 74
Kaupf. Skaftfellinga Vík 5 13 62
Nýland Vík 10 12 57
Kaupf. Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustri 4 9 57
Verð fyrir neðan og ofan meðalverð
(I þessari töflu sést hve oft verð í hverri verslun var fyrir ofan og neðan meðalverð hverrar vöru). Hveoft Hveoft Fjöldi fyrir neðan fyrir ofan vörutegunda meðalverð meðalverð i könnun
Kaupf. Árnesinga Þoriákshöfn 32 37 69
Kaupf. Árnesinga Hveragerði 39 29 68
Matvörumarkaður Olis Hveragerði 23 45 68
Kaupf. Árnesinga Eyrarbakka 45 27 73
Olabúð Eyrarbakka 27 26 53
Verslun Guðlaugs Pálssonar Eyrarbakka 17 14 31
Kaupf. Árnesinga Stokkseyri 46 26 72
Hornið Selfossi 22 39 61
Höfn hf. Sclfossi 52 19 71
Vöruhús KÁ Selfossi 52 24 76
Versl. Grund Flúðum 37 25 62
Versl. Friðriks Friðrikssonar Þykkvabæ 28 20 49
Þór hf. Hellu 26 41 68
Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli 22 52 74
Kaupf. Skaftfeliinga Vik 17 45 62
Nýland Vik 31 26 57
Kaupf. Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustri 20 37 57
Ekið á bíl
ogburtu
EKIÐ var á kyrrstæðan bíl á
bílastæðinu við sundlaug
Breiðholts mánudaginn 25.
maí síðastliðinn. Sá sem það
gerði ók á brott án þess að
láta vita um óhappið.
Bfllinn sem ekið var á er
grænn, af gerðinni Mazda 929.
Ohappið mun hafa átt sér stað
milli kl. 17 og 19 þennan dag
og er bíllinn dældaður á aftur-
bretti á hægra homi. Ökumaður
sá, er tjóninu olli, er beðinn um
að hafa samband við slysarann-
sóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík hið fyrsta. Þá em
vitni að ákeyrslunni einnig beðin
um að gera slíkt hið sama.
Reykjavík. Ef gerður er saman-
burður á vömverði kemur m.a.
eftirfarandi í ljós: Meðalverð á
vöram í verslunum á Suðurlandi
var hærra en meðalverð á höfuð-
borgarsvæðinu í 63 tilvikum af 76.
Meðalverð á Suðurlandi var í 70
tilvikum af 76 hærra en meðalverð
í stórmörkuðum á höfuðborgar-
svæðinu. Meðalverð á Suðurlandi
var í 48 tilvikum af 75 hærra en
meðalverð í stómm hverfaverslun-
um á höfuðborgarsvæðinu. Meðal-
verð á Suðurlandi var í 16 tilvikum
af 76 hærra en í litlum hverfaversl-
unum á höfuðborgarsvæðinu.“
Dómsmálaráðuneytið;
• •
Oll timferð utan vega háð
náttúruverndarlögum
Samanburður á meðalverði á Suðurlandi
og á höfuðborgarsvæðinu
(Verslunum á höfudborgarsvæðinu er skipt í stórmarkaði, stórar hverfaverslanir og litlar hverfa-
verslanir. Meðalverð í hverjum verslanahópi er borið saman við meðalverð í öllum verslunum
á Suðurlandi.)
Stórmarkaðir Stórar hverfaversl. Litlar hverfaversl.
Lægra verð á
hófuðborgarsvæðinu.:
Hærra verð á
höfuðborgarsvæðlnu:
Verðmunur í % fjöldi vörutegunda fjöldi vörutegunda fjöldi vörutegunda
0-10% 54 46 13
10-20% 20-30% 15 1 2 3
Samtals 70 48 16
0-10% 6 27 56
10-20% 4
Samtals 6 27 60
„RÁDUNEYTIÐ leggur á það
áherslu að öll umferð utan vega
er háð ákvæðum náttúruvemd-
arlaga og náttúmvemdarreglu-
gerðar, en samkvæmt þeim skal
öllum skylt að sýna varúð svo
að náttúra landsins sé ekki spillt
að þarflausu og bannaður er all-
ur óþarfa akstur utan vega eða
merktra vegaslóða, þar sem hætt
er við að spjöll hljótist á náttúra
landsins," segir m.a. í yfirlýsingu
sem Morgunblaðinu hefur borist
frá dómsmálaráðuneytinu. í yfir-
lýsingunni heitir ráðuneytið á
ökumenn fjórhjóla, sem og öku-
menn annarra ökutækja að virða
þær reglur. Ráðuneytið bendir
hins vegar á, að lög banna ekki
alla umferð ökutækja utan vega
eða vegarslóða, svo sem t.d. akst-
ur bónda á jörð sinni.
Tilefni yfírlýsingar ráðuneytisins
er gagmýni, sem fram hefur komið
á reglur um skráningu og aksturs-
heimild svokallaðra íjórhjóla, en á
það hefur m.a verið bent, að reglu-
gerð, sem dómsmálaráðuneytið gaf
út i aprfl sl. um heimild til aksturs
flórhjóla utan vega, stangist á við
náttúravemdarlög, sem kveða á um
bann við akstri ökjutækja utan
vega. Um þetta atriði segir m.a. í
yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins:
„Reglur þær sem ráðuneytið setti
vom settar á gmndvelli gildandi
umferðarlaga með tilliti til umferð-
ar og umferðaröryggis og með
hliðsjón af ákvæðum í nýjum um-
ferðarlögum sem samþykkt vom á
síðasta Alþingi. Takmörkun á notk-
un þessara tækja á vegi er því
eingöngu gerð vegna umferðarör-
yggis. Reglumar fjalla hins vegar
ekki um akstur út frá öðmm sjónar-
miðum, svo sem gert er í náttúm-
vemdarlögum. Að því leyti gilda
um akstur fjórhjóla sömu reglur og
um önnur ökutæki."
í yfírlýsingunni segir ennfremur
að ráðuneytið telji að koma þurfí í
veg fyrir allan tilgangslausan og
óþarfan akstur um gróið land og
að gera beri þá kröfu til ökumanna
að þeir sýni tillitssemi og dómgreind
í akstri sínum og umgengni við
náttúm landsins. Telur ráðuneytið
að beita beri fyllsta aðhaldi og ein-
beitni við eftirlit á þessu sviði.
Ráðuneytið hvetur notendur tor-
fæmtækja til að temja sér nær-
gætni við gróður og náttúm
landsins þannig að eigi þurfí að
koma til afskipta lögreglu.
Það er sama hverrar
þjóðar bíllinn er.
Við eigum varahlutina.
SÆNSKAN EÐA
EIGUMÁ LAGER:
KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI,
STARTARA, ALTERN ATORA, SÍUR,AÐALLJÓS,
BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl.
KREDITKORTA ÞJÓNUSTA
FREMSTIR í VARAHLUTUM
AMERÍSKAN BÍL.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Góðar stundir
meö MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
sem er.
Mjólkursamsalan