Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
Megindrættir RockaUmálsins:
Islendingar, Færeyingar og Danir fara
að lögum og vænta hins sama af Bretum
Á kortinu sjást Ifnur þœr sem siglt verður eftir f sumar til rann-
sókna. Þœr eru á svœói, sem fjögur rfki gera tilkall til.
Á Reykjaneshrygg hafa (slendingar helgað sór hafsbotnsráttfndl út
í 350 mflur sem enginn getur vófengt. Á Hatton-Rockall svœöinu eru
íslendingar þeir einu sem dreglö geta beina Ifnu í samræmi við 76.
gr. hafróttarsáttmálans suöur yfir allt svæöið án þess aö fara yfir
gjá eða klifra hlfðar. Sú Ifna liggurfrá SuAausturlandl. Þeirgeta því
gert tilkall til svæðisins alls. VIA óskum samninga og sameignar en
fengjum allt HattonsvæðiA ef miðlína gihi. Danir og Fræeyingar gera
tilkall til nokkuð minna svæðls. Bretar og írar reyna að teygja sig inn
á háslóttuna, sokkið land sem er álfka stórt og ísland en klofnaði frá
Bretlandseyjum fyrir um 200 milljónum ára og var þá áfast Grænlandi.
í 100 milljónirára hafa sömu jarðfræðilegu umbrotin, sem ekkert
hafa snert Bretlandseyjar, sett elnkenni sitt á jarösögu Rockall-
háslóttu, (slands og Færeyja.
eftirEyjólf
Konráð Jónsson
Athygli vakti þegar Bretar sögð-
ust ekki geta samþykkt rannsókn-
arleiðangur sem íslendingar, Danir
og Færeyingar gera út í sumar í
sameiningu á svæði sem þjóðimar
hafa gert tilkall til og vilja sameig-
inlega skoða nánar. Þessari lög-
lausu íhlutun Breta mótmæltu
utanríkisráðherrar Dana og íslend-
inga auðvitað. Eins og að líkum
lætur gerir hafréttarsáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna ráð fyrir því að
ágreiningur geti risið um „afmörk-
un landgrunnsins milli ríkja með
mótlægum eða aðlægum ströndum"
eins og segir í 83. grein, en slíkan
ágreining á að leysa „með samningi
á grundvelii þjóðaréttar . . . svo
að sanngjamri lausn verði náð“. í
samræmi við þessi lagafyrirmæli
hafa fslendingar frá upphafí starf-
að, hvatt Færeyinga til að gera hið
sama í samræmi við réttindi þeirra
og ótal sinnum óskað samningavið-
ræðna við Breta frá því að Alþingi
ályktaði fyret um málið 22. desem-
ber 1978. Á fundum hafréttarráð-
stefnunnar féllust Bretar ýmist á
formlegar eða óformlegar umræð-
ur, og orðsendingar hafa gengið á
milli ríkjanna, en svör af Breta
hálfu hafa verið rýr og öll órök-
studd. Engu að síður hafa Danir
og íslendingar verið sammála um
að veita þeim margsinnis fram-
lengda fresti til að koma að
samningaborðinu. Um rannsóknim-
ar sem gerðar verða í sumar á
umræddu svæði er það að segja að
við tilkynntum Bretum þær og buð-
um þeim þátttöku í þeim, sem þeir
raunar hafa hafnað. En um leyfí
báðum við þá auðvitað ekki þar sem
við emm í fullum rétti að alþjóða-
lögum til þessara athafna. En nú
upplýsa Bretar að þeir hafí verið
að rannsóknum á svæði sem við og
Danir höfum gert tilkall til án þess
að veita um það upplýsingar eða
óska leyfis og ætli að halda þeim
áfram.
Af ofansögðu ætti að vera ljóst
að íslendingar, Danir og Færeying-
ar hafa í einu og öllu farið að
alþjóðalögum og þjóðimar ætlast
til hins sama af Bretum. En við
getum auðvitað ekkert annað gert
en haldið til haga þeim réttindum
sem við teljum að okkur beri og
sameinast um réttargæsluna, enda
hafa íslendingar alla tíð virt rétt-
indi Færeyinga og óskað þess að
Bretar (og írar) kæmu til viðræðna
um málið og ákvarðana um lög-
mæta meðferð þess ef ekki næðist
samkomulag um einhvers konar
sameign eða sameiginlega nýtingu
eins og gerðist í Jan Mayen-málinu.
Þrátt fyrir þverlyndi Breta og ein-
kennileg viðbrögð þeirra við rann-
sóknarleiðangri okkar held ég að
allir íslendingar séu sammála um
að „deilumar" megi enn leysa á
framangreindan hátt í mesta bróð-
emi og hið sama á áreiðanlega við
um Færeyinga og Dani, enda vafa-
laust að engin þjóðanna hefur
minnsta áhuga á að agnúast út (
einhveija hinna.
Raunar em það ekki bara íslend-
ingar og Danir sem telja að Bretar
eigi að fara að réttum lögum. Þann-
ig birtist I virtu bresku lögfræði-
tímariti í fyrra (Intemational and
Comparative Law Quarterly — Vol-
ume 32 - apríl 1986) ítarleg og að
flestu leyti merkileg grein eftir
Clive R. Symmons við Bristol-
háskóla. Hann lýkur henni á þeim
orðum að hyggileg leið (sensible
couree) virðist fyrir deiluaðila að
vísa málinu sameiginlega til gerðar-
dóms eða meðferðar eftir réttar-
farereglum. (Such is the present
tangle of sea-bed claims in the
Rockall Plateau area, however, that
multilateral reference of the dispute
to the arbitral or judical process
does seem a sensible couree for the
disputants to take.)
(Rétt er að skjóta því hér inn að
í fræðigrein Symmons er villa sem
byggist á eðlilegum upplýsinga-
skorti (bls. 362) ogþarf að leiðrétta.
Hann heldur að eitthvert ósam-
komulag hafi verið milli Dana og
íslendinga vorið 1985 þegar þjóð-
imar gerðu tilkail til Rockall-
svæðisins þar sem Danir birtu sína
yfirlýsingu 7. maí en íslendingar
ekki fyrr en tveim dögum síðar.
Um þetta var enginn ágreiningur
heldur talin heppileg vinnubrögð
a.m.k. af hálfu Islendinga).
Raunar er æði langt síðan annar
breskur fræðimaður efaðist um að
Bretar ættu réttindi á Rockall-
hásléttu. Árið 1978 birti prófessor
E.D. Brown, sérfræðingur í alþjóða-
lögum við Wales-háskóla langa og
mjög merkilega grein, sem raunar
Eyjólfur Konráð Jónsson
varð m.a. kveikjan að því að fyreta
mál Alþingis það haust var þings-
ályktunartillaga um réttargæslu
íslendinga á landgrunninu í suðri
ásamt tillögu um Jan Mayen-svæð-
ið. Prófessor Brown færði að því
gild rök að réttur Breta (og enn
frekar íra) væri meira en hæpinn
vegna Rockall-Trogs, 200 milljón
ára gamallar djúprar gjár, sem klyfi
hásléttuna alveg frá Skotlandi og
íslandi, en þar er um að ræða fyretu
klofnun landa þegar Atlantshaf var
að myndast. Þessi sjónarmið hafa
sfðan styrkst og verið meginrök
íslendinga og Færeyinga. Þau rök
hafa margsinnis verið rakin á ári
hveiju bæði hér í blaðinu, á Alþingi
og víða annare staðar en hafa þó
varla komist til eyrna eða augna
jafnvel ágætustu blaðamanna (nú
kallaðir flölmiðlamenn) hér á landi
þótt þau séu kunn I Bretlandi. (Þeim
sem vildu kynna sér rök íslendinga
frá upphafi má t.d. benda á greinar
í Mbl. 12. mare og 29. maí 1982
en þau rök hafa öll staðist til þessa
dags og mörg ný bæst við.)
I grein í The Times í fyrra þar
sem Ipallað var um málið er sagt
að Bretar gætu komist í vandræði
með afstöðu sína ef málið kæmi
fyrir dóm og greininni lýkur á þeim
orðum að gangi dómur í „ranga"
átt muni afstaða þeirra (og Ira)
birtast sem 200 milljón árum of
gömul eða úrelt „200 million yeare
out of date“.
Hér á landi eru enn til menn sem
halda að við séum að rejma að helga
okkur einhvem einskisnýtan klett
eða nibbu sem nefnist Rokkurinn
eða Rockall. Það höfum við aldrei
gert eða haft minnsta áhuga á enda
er skerið innan 200 mílna efnahags-
lögsögu Breta og hefur 12 mílna
réttindi eftir 121. grein hafréttar-
sáttmálans. Við börðumst hins
vegar gegn því af öllum mætti á
hafréttarráðstefnunni að Bretum
tækist að fá greininni breytt þannig
að óbyggilegir klettar nægðu til 200
mílna efnahagslögsögu og kannski
höfðum við einhver áhrif á það að
tilraunir Breta mistókust.
Kröfugerð okkar og Færeyinga
og Dana er mjög vel rökstudd og
geysimikil vinna hefur verið lögð í
málið, en ekki skal lengra út í það
farið nú. Ég vil aðeins endurtaka
það sem oft hefur verið sagt áður
að ísland og Færeyjar ættu að rétt-
um lögum og samkvæmt ákvæðum
76. greinar hafréttareáttmálans öll
hafsbotnsréttindi á Hatton-Rock-
all-svæðinu ef þau væru eitt ríki.
Hið sama ætti að gilda ef kröfu-
gerð Dana og íslendinga væri
sameiginleg. Hún er nú raunar að
verða það að mestu leyti. En hvað
sem því líður viljum við af mörgum
ástæðum leysa málið með Bretum
en ekki gegn þeim (og jafnvel írum
líka sem erfiðast eiga með að gera
tilkall á svæðinu og þess vegna
varla fengist til að ræða málið),
ekki bara vegna þess að við viljum
vináttu við þá og sanngimi á báða
bóga heldur líka vegna þess að
harðar deilur gætu hugsanlega orð-
ið til þess að alþjóðlegar stofnanir
gripu inn í gang mála og torvelduðu
öllum þjóðunum að ná réttindum. —
Þetta skulum við játa.
Höfundur er formaður utanríkh-
milanefndar Alþingis.