Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
28
Ræðst á garðinn þar
sem hann er hæstur
Askhenazy tekur við Konunglegn
Lundúnafílharmóníunni
KAFLASKIL urðu nýlega lýá
píanósnillingnum Vladimir
Askhenazy þegar hann tók við
stöðu tónlistarstjóra hjá Kon-
unglegu fílharmóniuhljóm-
sveitinni í Lundúnum . Hann
hyggst brydda upp á ýmsum
nýjungum í starfi sinu.
Hvers vegna langar einn af
dáðustu og hæstlaunuðu píanólei-
kurum heims til að stjóma
hljómsveit?
„Eg veit ekkert gott svar við
þeirri spumingu", segir Ask-
henazy sem verður fímmtugur á
þessu ári. Hljómsveitarstjóm var
aldrei nein þráhyggja hjá mér.
Þetta bara gerðist! En nú, þegar
ég er fær um að standa á pallinum
og lifa mig inn í þetta, veitir það
mér ótrúlega fullnægingu.
Fullnægingu sem frábær píanó-
leikur getur ekki veitt?
„Þetta er af sama toga spunnið
og samt ekki.Þetta veitir meiri
fullnægju af því að ég gef meira
af sjálfum mér“.
Askhenazy sveiflaði sprotanum
fyrst fyrir um l7 árum og var svo
hygginn að læra starfíð Ij'arri
sviðsljósi heimsins (oft með Sin-
fóníuhljómsveit Islands).
„Eg hef ekki stjómað stórum
hljómsveitum fyrr en allra síðustu
ár“, segir hann.„Aður var þetta
nánast tómstundagaman".
„Tómstundagamanið" verður
stundað í fyllstu alvöru á næst-
unni því að hin nýja staða
Askhenazys í Lundúnum flytur
hann inn í miðju ólgandi hljóm-
sveitarlífs áem nú stendur á
tímamótum. Hann veit þetta en
heldur samt fullkomlega ró sinni
og yfírvegun.
„Ef til vill eru erfiðleikar hjá
hljómsveitum Lundúna en þannig
er ástandið alltaf“.
Samt sem áður endurspeglar
ráðning hans óbeint þá jámhörðu
samkeppni sem ríkir milli sjálf-
stæðu hljómsveitanna. Þar til fyrir
skömmu stjómaði Askhenazy
öðm hverju Fflharmóníunni, en
ekki Konunglegu fflharmóníu-
hljómsveitinni. Hann var reyndar
helsti gesta-hljómsveitarstjóri
Fflharmóníunnar snemma á þess-
um áratug og fór með hljómsveit-
ina í mikla ferð til Ameríku. Það
er opinbert leyndarmál að hann
hefði tekið við hlutverki aðal-
stjómanda hljómsveitarinnar ef
hann hefði fengið slíkt tilboð. En
Sinopoli fékk stöðuna og fáleikar
urðu með Askhenazy og Fflharm-
óníunni.
Þetta er ástæðan fyrir því að
fyrir nokkrum mánuðum urðu
fáheyrðar, opinberar deilur út af
6000 punda þóknun sem Ask-
henazy fór fram á fyrir að leika
Paganini-tilbrigðin eftir Rach-
maninov með Fílharmoníunni.
A meðan þetta gerðist vofðu
annars konar hættur yfír Konung-
legu fílharmóníuhljómsveitinni.
Tveim árum fyrr hafði André Pre-
vin verið lokkaður aftur til
Lundúna til að verða tónlistar-
stjóri og aðalstjómandi hljóm-
sveitarinnar. Síðastliðið haust
sagði hann upp fyrmefndu stöð-
unni og gaf þá í skyn að hann
teldi útilokað að gegna stöðu af
þessu tagi við ríkjandi aðstæður
í tónlistarlífí Lundúna.Fram-
kvæmdastjóm hljómsveitarinnar
bauð (ef til vill með nokkurri
ánægju) Askhenazy þegar í stað
starfið en hann er einn af nán-
ustu vinum Previns.
Hvemig líst Askhenazy á að
inna af hendi starf sem sumir
segja að sé illframkvæmanlegt?
„Eg var hrifínn af yfírlýsingu
Andrés; hún var eðlileg og skil-
merkileg. Gleymum ekki að hann
þarf einnig að gegna óhemju viða-
miklu starfí í Los Angeles", -
Previn varð aðalstjómandi
Fflharmoníuhljómsveitar Los
Angeles fljótlega eftir að hann tók
við þeirri Konunglegu -„Það er
óskapleg vinna að stjóma tveim
hljómsveitum án þess að slá af
neinum kröfum, sérstaklega þeg-
ar fjarlægðin á milli þeirra er svo
mikil.
Hvað mér viðkemur þá er ég
ekki bundinn annarri hljómsveit
og þegar ég fékk þetta tilboð
hugsaði ég með mér að ef ég
gæti veitt starfí þeirra og lífí eitt-
hvað jákvætt myndi ég gera það
með ánægju. Tónlistarstjóri
hljómsveitar verður að stunda
starf sitt af lífi og sál.“
Askhenazy fer ekki með fleipur
þegar hann talar um bætt lífskil-
yrði hljóðfæraleikaranna. Hann
upplýsir að Konunglega sé í þann
veginn að taka fyrstu skref í átt
til nokkurs sem rætt hefur verið
um í Lundúnum í 30 ár.
„Framkvæmdastjómin og ég
erum alveg sammála; við viljum
gera fastan starfssamning við
hljóðfæraleikarana.Við viljum
gera þetta sjálfír en ekki bíða
eftir því að einhveijir aðrir komi
færandi hendi."
Askhenazy bætir við:„I hrein-
skilni sagt þá var fjárhagslegt
öryggi hljómsveitarinnar tryggt
síðastliðinn áratug( að loknu
miklu erfíðleikatímabili) með því
að hún var látin leika ýmis verk
sem hún var ekki öfundsverð af.
Þessu fylgja kostir: Það tókst
að bjarga hljómsveitinni og hún
er nú sæmilega efnum búin. Oko-
stimir eru einnig miklir: Þegar
fólk sættir sig við að leika tón-
list, sem ekki er af hæsta
gæðaflokki, hættir það að gæta
fyllstu vandvirkni.
Hljóðfæraleikaramir segjast
ekki sætta sig við ástandið eins
og það er; tvennir eða þrennir
tónleikar á dag, vikum saman.
Gæðum hrakar og helstu hljóð-
færaleikarar annaðhvort þjást af
ofþreytu eða verða hreinlega að
hætta um stundarsakir og það
kemur líka niður á gæðunum!"
Ekki er ráðgert að samningar
verði gerðir strax og þeir verða
aðeins um hluta starfsins. Þetta
mun he^'ast á næsta ári og að
sögn Askhenazys munu þeir gilda
„einn og einn mánuð í senn, hugs-
anlega í tengslum við störf Andrés
og mín. Þann tíma fá þeir greitt
jafn mikið og þeir fá venjulega
eftir gamla furðu-fyrirkomulag-
inu en þurfa nú aðeins að inna
af hendi takmarkaðan fjölda æf-
inga og tónleika."
Hvað hindrar hljóðfæraleikar-
ana í að vinna á frídögum sínum
og hvemig á að fjármagna áætl-
unina?
Askhenazy telur að þetta muni
krefjast „ mikillar vinnu af öllum,
þ.á.m. André og mér sjálfum.
Hvað fjármagn snertir verðum við
að ganga á sjóði hljómsveitarinnar
og þar að auki beita okkur af
meira kappi fyrir því að einkaaðil-
ar styrki okkur."
Askhenazy hefur lagt mikla
vinnu í að fullkomna tækni sína
við stjómun og stórkostlegir tón-
listarhæfíleikar hans ásamt því
að hann kemur fram við hljóð-
færaleikarana eins og félaga
vekur ávallt velvild þeirra í hans
garð.Þessi nýja samvinna lofar
því góðu.
En hvað með píanóleik Ask-
henazys? Hversu lítið sem gæði
hans rýma yrði það ófyrirgefan-
legt. Askhenazy álítur þetta
ekkert vandamál.
„Jafnvel þótt um verði að ræða
tvenna tónleika með hljómsveit-
inni sama daginn get ég samt
sest niður á kvöldin og æft mig
í tvær eða þijár stundir. Ekki
stundað erfíðar æfíngar, aðeins
nóg til að missa ekki allt samband
við nótnaborðið."
(Byggt á The Times)
Washington:
Nýja-Sjáland
sett skör lægra
Washington, Reuter.
REAGAN-stjórnin ákvað í gær
að styðja frumvarp á Bandaríkja-
þingi þess efnis að Nýsjálending-
ar skyldu ekki lengur skilgreind-
ir sem bandamenn Banda-
ríkjanna. Var ákvörðun þessi
svar Bandaríkjastjórnar við laga-
samþykkt á Nýja-Sjálandi í gær,
en þá var allt kjamorku viðkom-
andi bannað á eyjunum. Deilur
hafa nú verið með ríkjunum um
afstöðu Nýja-Sjálands til kjarn-
orkumála í tvö ár.
Charles Redman, talsmaður ut-
anríkisráðuneytisins, sagði að þrátt
fyrir þetta væri alls ekki loku fyrir
það skotið að Nýja-Sjáland gengi á
ný í ANZUS,_ vamarbandalag
Bandaríkjanna, Ástralíu og Nýja-
Sjálands, en Nýja-Sjáland hefur
verið óvirkt í því allt frá því að laga-
frumvarp þetta var lagt fram af
stjóminni.
Redman lagði enn á það áherslu
að Nýsjálendingar hefðu „glatað
þeim sérstöku tengslum og áhrifum,
sem bandamaður nýtur vanalega“,
og lýsti yfír stuðningi stjómarinnar
við fmmvarp þingmannsins William
Broomfíeld, þar gert er ráð fyrir
að vinslit ríkjanna séu lögfest.
Embættismenn segja að lögin
muni hafa þau áhrif að minna tillit
verði tekið til stefnu og hagsmuna
Nýja-Sjálands, samband ríkistjóm-
anna verði mun minna, erfíðara
verði fyrir landið að kaupa hergögn
frá Bandaríkjunum, leynilegum
upplýsingum verði ekki komið á
framfæri við Nýsjálendinga nema
þess brýnni ástæða sé til og Nýsjá-
lendingar geta ekki vænst þess að
liðkað verði til fyrir þá á viðskipta-
sviðinu.
Deilur ríkjanna hófust fyrir
tveimur árum þegar stjóm Verka-
mannaflokksins undir stjóm Davids
Lange meinaði bandaríska tundur-
spillinum Buchanan um landtöku
þar sem Bandaríkjastjóm vildi
hvorki neita því né játa að um borð
væm kjamorkuvopn. „Við teljum
að stefna [Nýja-Sjálands], eins og
kveðið er á um í lögunum, sé ands-
núin vamarkerfí vestrænna ríkja“,
sgaði Redman meðal annars.
Bandaríkjastjóm gafst upp á til-
raunum til sátta milli ríkjanna í
fyrra, en þá hittust þeir George
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og David Lange, forsætis-
ráðherra Nýja-Sjálands. Þeim fundi
lauk með því að Shultz sagði: „Við
skiljum sem vinir, en við skiljum."
ERLENT
Airbus ákveður smíði
tveggja þotutegunda
París, Reuter.
AIRBU S-flugvélaframleiðend-
urnir ákváðu í gær að ráðast í
smíði tveggja fullkominna
þotutegunda, sem þær vona að
verði til að rjúfa einræði banda-
rískra flugvélaframleiðenda á
markaði fyrir langdrægar far-
þegaþotur.
Þotumar tvær verða af tegund-
unum A-340 og A-330. Sú fyrri
verður tilbúin til farþegaflugs í
maí 1992 og A-330 ári síðar. Með
Airbus A-340 verður hægt að
fljúga 260 farþegum 8.900 mflna
leið án millilendingar og mun flug-
vélin því keppa við þotur af
gerðinni Boeing-747 og McDonn-
ell Douglas MD-11. A-330 svipar
mjög til A-340, er meðal annars
með sömu vængi. Verður drægni
hennar 5.750 mílur og er henni
ætlað að keppa við Boeing-767.
Pantanir hafa nú þegar borizt
í 130 þotur af nýju tegundunum,
þar af 89 þotur af gerðinni Airbus
A-340. Að þessari ákvörðun te-
kinni framleiðir Airbus-fyrirtækið
farþegaþotur til notkunar á öllum
flugleiðum. Upphaflega stóð til
að taka ákvörðun um smíði flug-
vélanna í marz sl., en það'tafðist
þar sem ríkisstjóm Vestur-Þýzka-
lands, eins af fjögurra ríkja sem
eiga Airbus-fyrirtækið, dró á
langinn að leggja smíðinni til fjár-
magn.
Flug Mathias Rust:
Átti að koma af stað
milliríkjadeilu?
Moskvu, Bonn, Reuter.
MÁLGAGN sovézka kommúni-
staflokksins, Pravda, hélt því
fram i gær, að Vestur-Þjóðveij-
inn Mathias Rust hefði flogið inn
yfir Sovétríkin að undirlagi
manna, sem vonuðust til að hann
yrði skotinn niður með þeim af-
leiðingum að meiriháttar
milliríkjadeila hlytist af.
í grein í Pravda, sem bar yfír-
skriftina „Gálaus ævintýramennska
eða þaulskipulagður glæpur?“, er
því haldið fram að Rust hafí haft
meðferðis nákvæm siglingakort af
flugleiðinni frá Helsinki til Moskvu.
Segir blaðið það til marks um að
fleiri aðilar hafí verið viðriðnir flug-
ið.
Einnig heldur Pravda því fram
að brezkur ferðamaður, sem kvik-
myndaði aðflug og lendingu Rust á
Rauða torginu, hafí ekki verið þar
fyrir tilviljun. „Þessi ferðalangur
myndaði komu flugvélarinnar að
Rauða torginu, hringflug hennar
yfír torginu, aðflug og lendingu,"
sagði blaðið. Ferðalangurinn seldi
bandarískri sjónvarpsstöð fílmuna
og hefur kvikmyndin verið sýnt í
sjónvarpsstöðvum á Vesturlöndum
en ekki í Sovétríkjunum.