Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
43
AFGANISTAN
Erlendar baekur
Siglaugur Brynleifsson
Doris Lessing: The Wind Blows
Away Our Words and other Docu-
ments Relating to the Afghan
Resistance. Picador 1987.
Heitið á þeim landsvæðum sem
afganska ríkið spannar, Afganistan,
er fyrst notað 1747. „Afganistan er
tæplega 650 þúsund ferkílómetrar
að flatarmáli, hæð landsins yfir sjáv-
armáli er að meðaltali um 2000
metrar. íbúafjöldi um 14.500.000.
Af þeim fjölda hafa 5.000.000 flúið
land eftir innrás Rússa 1979 ...“
(Knaurs Weltspiegel 1986).
Innrásir hófust í Afganistan á 19.
öld. Tvö heimsveldi kepptu um áhrif
þar, Rússar og Bretar. Afganir
hröktu breska innrásarheri þrisvar
af höndum sér og stóðust ágengni
Rússa. Eftir byltinguna 1917, hófst
ásælni Sovétríkjanna, þau lögðu und-
ir sig íslömsk ríki sem lágu að landinu
og eftir valdarán kommúnista 1979
hófust bein afskipti Sovétríkjanna
af málefnum Afganistan. Þeim lauk
með beinni árás sovéska heija inn í
landið í desember 1979 og stofnun
leppstjómar Sovétríkjanna þar. Afg-
anir vörðust innrásarheijunum og
kommúnískum landráðamönnum og
gera enn.
Nú hefur þessi barátta staðið á
áttunda ár, barátta illa vopnaðrar
þjóðar við tæknivædda heri eins vold-
ugasta herveldis okkar tíma. Þetta
er ójafn leikur, en þótt svo sé, hefur
sovéska veldinu ekki tekist að „friða"
landið að sovéskum hætti. Mikill hluti
landsins er á valdi þjóðfrelsisaflanna
og öll þjóðin stendur gegn innrásar-
liðinu og afgönskum þýjum þess.
Þessi barátta hefur kostað afgönsku
þjóðina rúmlega milljón myrtra og
flótta 5 milljóna úr landi og eyðingu
blómlegra byggða. Hemaðartækni
sovésku heijanna er meðal annars
fólgin í því að limlesta og drepa sem
flesta óbreytta borgara og ekki síst
böm með því að dreifa „sprengjuleik-
föngum" og „sprengjusælgæti" úr
flugvélum á götur og stígi, þar sem
vænta má umferðar bama. Afleið-
ingamar má sjá í sjúkrahúsum og
sjúkraskýlum, sem hefur verið komið
upp í flóttamannabúðum innan
landamæra Pakistans.
Doris Lessing hefur stutt and-
spymuhreyfingu Afgana allt frá
upphafi baráttunnar gegn „friðar-
sókn“ sovéska hersins. Hún fór til
Peshawar í Pakistan í september
1986, en þar em aðalstöðvar and-
spymuhreyfíngar Afgana staðsettar
og þar era flölmennustu flótta-
mannabúðimar. Hún átti tal við
fjölda „mujaheddina", foringja og
óbreytta liðsmenn, sem heimsækja
fjölskyldur sínar í Peshavar, þegar
færi gefst frá styijöldinni í Afganist-
an. Hún talaði við konumar, sem
vora ómyrkar í máli um þær þjáning-
ar og hörmungar sem þær og þjóð
þeirra mátti og má þola. Einnig
ræddi hún við forystumenn helstu
flokka andspymuhreyfinganna og
þeirra pólitísku flokka sem mest
kveður að.
Frásögn Lessing skiptist fjóra
hluta. í fyrsta hlutanum segir frá
Kassöndra grískra goðsagna, Tróju-
borg og sorglegum örlögum. Kas-
sandra gat sagt fyrir óorðna atburði,
sem gengu eftir spádómum hennar,
en sá var hængurinn, að enginn trúði
henni. Lessing líkir goðsögunum um
Kassöndra við þá, sem nú á tímum
benda á ískyggileg einkenni, sem
benda til ömurlegrar framtíðar.en
fáir taka mark á þeim ábendingum.
Annar hluti bókarinnar heitir „Orð
vor berast burt með vindunum“. Hún
hefur eftir kunnum mujaheddin- for-
ingja: „Það versta er, að í fyrstu
virtist allur heimurinn standa með
okkur, nú vitum við að við beijumst
einir."
Lessing segir að Afganir og af-
Doris Lessing
staða þeirra verði ekki skilin nema
að menn hafi það í huga að Afganir
séu mestu einstaklingshyggjumenn í
heimi. Þess vegna er erfitt að sam-
eina afganska andspymuhreyfingu í
samstillta hreyfingu undir einni
stjóm. Sjálfræðið er þeim jafn nauð-
sjmlegt og loftið. „Hver og einn
þessara manna er fæddur til for-
ystu.“ í viðtali höfundar við leiðtoga
Hariqat-flokksins, • Amir Mohamedi,
segir: Hann taldi, að tala kommún-
ista í Afganistan eftir valdaránið
1978 hafi e.t.v. verið um 75 þúsund,
„við höfum drepið um fimmtíu þús-
und og afganginn drepum við innan
tíðar." Amírinn er af kunnri ætt
skálda og kappa, en „það er ekki
óalgengt í Afganistan að slíkt fari
sarnan".
Taisverður hluti þeirra 5 milljóna
flóttamanna, sem flúið hafa land,
hafa leitað griðastaðar í íran. Þótt
kjör flóttamanna í Pakistan séu erf-
ið, þá er aðstaða þeirra í íran að
sumra áliti vonlaus, eftir að Kho-
meini komst að vissu samkomulagi
við ríkisstjóm Sovétríkjanna. Muhja-
heddinar sem heimsækja Qölskyldur
sínar þar era nú handteknir og af-
hentir Rússum.
Við valdatöku kommúnista og
innrás sovéska hersins hófust hreins-
anir, einkum í röðum menntamanna,
„heil kynslóð skálda, rithöfunda, leik-
ritaskálda og menntamanna hefur
horfið inn í fangelsin og síðan hefur
ekkert heyrst um þá“. Afganir vora
og era þjóð skálda, en skáldið er
hættulegasti andstæðingur þursanna
í Kreml og sporgöngumanna þeirra
vítt um heim..
í þriðja kafla er viðtal við Tajwar
Kakar. Hún á sér langa sögu í and-
spymuhreyfingunni og þoldi bæði
andlegar og líkamlegar pyntingar
þegar hún var í fangelsi Sovét-
manna. Saga hennar er gott dæmi
um þær aðferðir sem notaðar era til
að bijóta niður sjálfsvirðingu og vilja-
stýrk. Saga þessarar konu og reynsla
er samskonar og þeirra sem sættu
svipuðum aðferðum í pyntingaklef-
um Gestapo og sæta enn í dag vítt
um heim í pyntingaklefum kommúní-
skra gerræðisstjóma og annarra
gerræðisstjóma. En í Afganistan
mun pyntingaiðjan vera rekin af
mestum krafti og þar era fóm-
arlömbin flölmennust.
í lokakaflanum fjallar höfundur
um viðbrögð fjölmiðla á Vesturlönd-
um við baráttu andspymuhreyfing-
arinnar í Afganistan. Hún segin
„Það munu vera um tíu milljónir
flóttamanna í heiminum, (þá miðað
við síðustu áratugi) af þeim fl'ölda
era 5 milljónir Afgana. Það má lesa
í fyrirsögnum stórblaðanna að svo
og svo margar þúsundir hafi flúið
Eþíópíu og Súdan, en flóttamanna-
tölum frá Afganistan er aldrei slegið
upp sem stórfyrirsögn." Lessing seg-
ir síðan frá viðbrögðum helstu
stórblaða í Bandaríkjunum og á Bret-
landi við þeim greinum sem hún
skrifaði um ástandið í Afganistan
og í flóttamannabúðum Afgana í
Pakistan. Hún nefnir í þessu sam-
bandi „Washington Post“ og viku:
blöðin „Time" og „Newsweek". (í
eftirmála segir hún, að eftir ritstjóra-
skipti við „The New Yorker" hafi það
blað ákveðið að birta greinamar).
Lessing nefnir einnig dæmi um aðra
fjölmiðla, sjónvarpsstöðvar og út-
varpsstöðvar, sem virðast leitast við
að draga sem mest úr eða hylma
yfir þjóðarmorðin, sem Sovétríkin
stunda nú í Afganistan. Hún vitnar
í einn muhajeddina, sem sagði við
hana: „Blöðin myndu minnast á bar-
áttu okkar ef við væram svartir í
framan." Misræmið í fréttamati er
oft undarlegt en það er fleira sem
kemur til varðandi Afganistan. Fríð-
aramræður, sem eiga sér stað bæði
í samningaumræðum milli stórveld-
anna og á almennum vettvangi,
leggja takmarkaða áherslu á það sem
þar fer fram. í „friðarsókn" róttækra
friðarsinna er málefnum Afganistatw ~
sleppt eða að litlu getið nema til
málamynda. Friðarfræðslan er sama
marki brennd. Það er líkast sem
þessir grátklökku friðarsinnar
gleymi af ásettu ráði því þjóðar-
morði, sem þar fer fram og auðvitað
villimannslegum aðföram sovéskra
innrásarheija. Þegar Gorbachev
kvaðst mundu láta kalla heim nokk-
um hluta sovéskra heija í Afganist-
an, þá töldu margir friðarsinnar að
þar með væri styijöldinni lokið, og
Gorbachev myndi farsællega sjá um
afganginn, Afganistan væri sem sé
afgreitt mál. Allar yfirlýsingaríT'
Gorbachevs reyndust lygi einber.
Morðæðinu hefur síður en svo
linnt, en „friðarsinnar" fara um í
hópum, grátklökkarí en nokkru sinni
fyir og fullir þakklætis fyrir friðar-
yfirlýsingar forystumanna hinna
friðelskandi Ráðstjómarríkja. Þeim
er lagið að hafa uppi hugsjónavaðal
um frið og frelsi og hafa nógu hátt
til þess að sem fæstir heyri neyðaróp
þjóðar, sem er verið er að myrða.
Frásagnir Lessing um viðbrögð
fjölmiðla og blaða við upplýsingum
hannar um Afganistan minna á upp-
lýsingar Malcolm Muggeridge um
hungurdauðann í Úkraínu á ijórða
áratug þessarar aldar. Muggeridge^-
ætlaði að setjast að í Sovétríkjunum
og flutti þangað ásamt eiginkonu
sinni. Honum nægði árið til þess að
sjá hvers kyns var og hann kynntist
ástandinu í Ukraínu af eigin raun.
Öll skrif hans um atburði og ástand
í Sovétríkjunum vora fryst og talinn
afturhaldsáróður. Löngu löngu síðar
losnuðu menn undan þeim álögum
lyga og hræsni, sem áróðursmeistar-
ar og fylgihnettir þeirra höfðu lagt
á almenningsálit vestrænna ríkja.
Þessar greinar Doris Lessing ættu
að ýta við samvisku einhverra og til —
þess era þær skrifaðar.
Guöspjall dagsins:
Jóh. 14.: Hver sem elskar mig.
ÁRBÆJARPREST AKALL: Hátíð-
arguðsþjónusta í Árbæjarkirkju
hvítasunnudag ki. 11.00 árdegis.
Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta og alt-
arisganga hvítasunnudag kl.
14.00. Fermdir verða Jónbjörn
Óttarsson, p.t. Hraunbæ 64 og
Ólafur Guðjónsson, Sunnuvegi 5.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 11 á hvíta-
sunnudag í Bústaðarkirkju. Ath.
breyttan messustað. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Ingibjörg
Marteinsdóttir syngur stólvers.
Sr. Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 11 á hvítasunnudag.
Ath. breyttan messutíma. Organ-
isti Guði Þ. Guðmundsson. Ingi-
björg Marteinsdóttir syngur
stólvers. Sr. Gísli Jónasson mess-
ar. Sóknarnefnd.
DIGRANESPRESTAKALL: Hátíð-
arguðsþjónusta í Kópavogskirkju
hvítasunnudag kl. 11. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson.
Annan hvítasunnudag: Guðs-
þjónusta kl. 11 í Kópavogskirkju.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Hvítasunnudag:
Kl. 11. Hátíðarmessa. Ingólfur
Helgason bassasöngvari syngur
stólvers. „Bæn úr Biblíuljóðum"
eftir Dvorák. Hátíðarsöngvar
sungnir. Sr. Þórir Stephensen. Kl.
13:00. Messa i Landakotsspítala.
Organleikari Birgir Ás Guðmunds-
son. Sr. Þórir Stephensen. Kl.
14:00. Messa í Hafnarbúðum.
Organleikari Birgir Ás Guðmunds-
son. Sr. Þórir Stephensen. Annan
hvítasunnudag: Kl.11. Hátíöar-
messa. Sr. Þórir Stephensen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta hvítasunnudag kl. 10. Sr.
Ólafur Jóhannsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 11 á hvíta-
sunnudag. Organisti Guðný
Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn
Hjartarson.
FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Hátíð-
arguðsþjónusta á hvítasunnudag
kl. 14. Fríkirkjukórinn syngur. Org-
anisti Violetta Smidova í fjarveru
organistans. Sr. Gunnar Björns-
son.
Annan hvítasunnudag: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið í
myndum. Barnasálmar og smá-
barnasöngvar. Afmælisbörn boðin
sérstaklega velkomin. Framhalds-
saga. Sr. Gunnar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11 á
hvítasunnudag. Organisti Árni Ar-
inbjarnarson. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Annan hvítasunnudag: Messa kl.
18 í Furugerði 1. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag:
Setning kirkjulistahátíðar í Hallgrí-
mskirkju kl. 17. Hvftasunnudag:
Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Karl Sig-
urbjörnsson. Kór Neander-kirkj-
unnar og mótettukór Hallgríms-
kirkju syngja. Hátíöarmessa kl. 14.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Sólrún
Bragadóttir og Bergþór Pálsson
syngja einsöng.
Annan hvítasunnudag: Messa kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Altarisganga. Kór Neanderkirkj-
unnar syngur. Guðsþjónusta
heyrnarlausra kl. 14. Sr. Miyako
Þórðarson. Vortónleikar mótettu-
kórs Hallgrímskirkju kl 17. Þriöju-
dag: Fyrirbænamessa kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Munid dagskrá Kirkjulistahátíð-
ar.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 á
hvítasunnudag. Sr. Tómas Sveins-
son.
Annan hvítasunnudag: Messa kl.
11. Organleikari Orthulf Prunner.
Sr. Arngrímur Jónsson.
BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón-
usta kl. 10.00 á hvítasunnudag.
Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Hátíð-
arguösþjónusta í Kópavogskirkju
hvítasunnudag kl. 11. Sr. Árni
Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 11. Garðar Cortes syngur
stólvers og flytur hátíðarsöngva
sr. Bjarna Þorsteinssonar ásamt
kór Langholtskirkju. Prestur Sig.
Haukur Guðjónsson. Organisti Jón
Stefánsson. Sóknarnefnd.
LAUGARNESKIRKJA: Laugardag
6. júní: Guðsþjónusta í Hátúni
10b, 9. hæð kl. 11. Hátíöarguðs-
þjónusta á hvítasunnudag kl. 11.
Altarisganga. Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir syngur einsöng með
kirkjukórnum. Þetta er síðasta
messa fyrir sumarfrí sóknar-
prests. Næst verður messað 5.
júlí kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson þjónar Laugarnespre-
stakalli í fjarveru sóknarprests.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Frank M. Halldórsson. Annan
hvítasunnudag: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Frank M. Halldórsson.
Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
Aðalfundur Nessafnaðar verður
haldinn fimmtudag 11. júní kl. 18.
SELJASÓKN: Guðsþjónusta í Öld-
uselsskólanum hvítasunnudag kl.
11 árdegis. Elín Sigurvinsdóttir
syngur einsöng. Guðsþjónusta er
í Seljahlíð hvítasunnudag kl. 14.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESPRESTAKALL:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 á
hvítasunnudag. Organisti Sighvat-
ur Jónasson. Prestur Solveig Lára
Guðmundsdóttir.
FRÍKIRKJAN f Hafnarfirði: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 11 á hvíta-
sunnudag. Sr. Einar Eyjólfsson.
KIRKJA ÓHÁÐA safnaðarins:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 á
hvítasunnudag. Sr. Þórsteinn
Ragnarsson.
HVITASUNNUKIRKJAN Fflad-
elffa: Hátíðarguðsþjónusta kl. 20.
Ræðumaður Sam Daniel Glad.
Fórn til Ijóssins.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti: Hvítasunnudag: Lág-
messa kl. 8.30. Hámessa kl.
10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga
daga er lágmessa kl. 18 nema á
laugardögum, þá kl. 14. Annan
hvftasunnudag verður hámessa
kl. 10.30.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há-
mpcca U 11
HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam-
koma á Lækjartorgi hvítasunnu-
dag kl. 16 ef veður leyfir og
hátíðarsamkoma kl. 20.30. Annan
hvftasunnudag: Samkoma á
Droplaugarstöðum kl. 16.
NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háa-
leitisbraut 55: Messa kl. 11 og
kl. 17 hvítasunnudag.
GARÐAKIRKJA: Hvítasunnudag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.
Ferming. Altarisganga. Fermdur
verður Steinbergur Finnbogason,
Blikanesi 10, Garðabæ. Sr. Arnf-
ríður Guðmundsdóttir messar.
Garðakórinn syngur. Organisti
Þorvaldur Björnsson. Sr. Bragi
Friðriksson.
BESSASTAÐAKIRKJA: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. Álftaneskór-
inn syngur. Guðný Árnadóttir
syngur einsöng. Stjórnandi John
Speight. Organisti Þorvaldur
Björnsson.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hvíta-
sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 11. Annan hvítasunnudag:
Skírn kl. 14. Vakningasamkomur
þriðjudags-, miðvikudags- og
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Vegur-
inn, kristið samfélag, leiðir ásamt
sóknarpresti. Sr. Gunnþór Inga-
son.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Hátíð-
arguðsþjónusta hvítasunnudag kl.
11. Sr. Einar Eyjólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspftala:
Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
k| 3
ÚTSKÁLAKIRKJA: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14 hvftasunnudag. Sr.
Hjörtur Magni Jóhannsson.
STRANDARKIRKJA, Selvogi:
Messa annan hvítasunnudag kl.
14. Sr. Tómas Guðmundsson.
KAPELLA NLFÍ, Hveragerði:
Messa annan hvítasunnudag kl.
11. Sr. Tómas Guðmundsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Messa
hvítasunnudag kl. 11. Sr. Tómas
Guðmundsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa
hvítasunnudag kl. 10.30. Sóknar-
prestur.
GAULVERJABÆJARKIRKJA: Hátí-
ðarmessa annan hvítasunnudag
kl. 14. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta hvítasunnudag kl. 14.
Organleikari Einar Sigurðsson.
Sóknarprestur.
REYNIVALLAKIRKJA: Messa
hvítasunnudag kl. 14.
Brautarholtskirkja: Messa hvíta-
sunnudag kl. 11.
Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi:
Messa hvítasunnudag kl. 16. Sr.
Gunnar Kristjánsson.
AKRANESKIRKJA: Hátíðarguös-
þjónusta hvítasunnudag kl. 10.30.
Sr. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Hátíðar-
messa í Borgarneskirkju hvíta-
sunnudag kl. 11. Hátíðarmessa í
Borgarkirkju kl. 13 hvítasunnudag.
Ferming. Álftártungukirkja: Hátí-
ðarmessa kl. 13 hvitasunnudag.
Ferming. Messað á dvalarheimili
aldraðra annan hvítasunnudag kl.
14. Sóknarprestur.