Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 fMtrigiui Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringian 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Framvindan í Sovétríkjunum au skref, sem stigin hafa ver- ið í fijálsræðisátt í Sovétríkj- unum á undanfomum mánuðum, hafa hlotið verulega umflöllun í fjölmiðlum á Vesturlöndum. Þar hafa menn einkum staldrað við ákvörðun Sovétstjómarinnar að láta lausan Ijölda nafnkunnra pólitískra fanga, fyrirheit Mikhails Gorbachev á síðasta flokksþingi kommúnistaflokksins um að al- menningur í Sovétríkjunum fái í framtíðinni að velja að einhveiju marki um frambjóðendur til opin- berra embætta, og loks frjálsleg skrif í sovéskum fjölmiðlum þar sem gagnrýni er beint að opinberri spillingu og ýmsu öðm, sem miður fer í þjóðlífínu. Þessi breyting er að sjálfsögðu til batnaðar og frá- leitt annað en að kannast við hana sem veruleika sem taka verður til- lit til. En hafa verður ríkulega í huga, að það sem enn hefur gerst á þessu sviði í Sovétríkjunum er ákaflega takmarkað. Fýrirheit um frjálsari kosningaskipan (og þá er alls ekki átt við lýðræði í okkar skilningi) er enn sem komið er orðin tóm. Fjöldi manna situr enn í fangelsum, á geðsjúkrahúsum eða dvelst í þrælkunarbúðum fyrir póli- tískar skoðanir sínar. Frægasti andófsmaðurinn, sem sleppt hefur verið úr haldi, Andrei Sakharov, hefur nýverið látið í ljós þá skoðun að Sovétstjómin muni ekki láta fleiri pólitíska fanga lausa á næst- unni. Loks er ljóst að ffelsi fjölmiðl- anna eru sett skýr mörk enda lúta þeir allir yfírstjóm og ritskoðun kommúnistaflokksins og beina aldrei aðfínnslum sínum að æðstu yfírstjóm ríkisins, heldur að þeim mönnum og málefnum, sem stjóm- völd hafa vanþóknun á. Lítið en lýsandi dæmi um vinnubrögð sov- éskra fíölmiðla er umfjöllun þeirra um mál Vestur-Þjóðverjans Mathi- as Rust, sem lenti flugvél sinni á Rauða torginu. Um það hefur sov- éskur almenningur ekkert fengið að vita. í rauninni hafa engar gmndvall- arbreytingar orðið á hinu sovéska alræðisþjóðfélagi síðan Gorbachev komst til valda. Sovétstjómin hefur breytt um áherslur í utanríkis- stefnu hvað kjamorkuvígbúnað varðar, en í Afganistan, þar sem hún hefur sjálf úrslitavöld um hvort friður ríki, heldur hún áfram skefjalausum hemaði gegn fátækri alþýðu. Engin breyting hefur orðið á stöðu og forréttindum valdastétt- arinnar í landinu. Hagur alls almennings er engu betri en áður en Gorbachev komst til valda. Hvað er þá að gerast í Sovétríkj- unum? Um það hefur tékkneski eðlisfræðingurinn og andófsmað- urinn FVantisek Janouch ýmislegt athyglisvert að segja í samtali sem birtist hér í blaðinu á fímmtudag- inn. Janouch segir, að á síðustu þremur áratugum hafí í rauninni ekki orðið nein framþróun í Sov- étríkjunum. Þar hafí ríkt stöðnun á öllum sviðum þjóðlífsins. Það sé fyrst nú, þegar nýir menn eru komnir til valda í Kreml, að Sovét- menn séu famir að gera sér grein fyrir því hversu hrikalegri kreppu sovéskt þjóðfélag er í. „Hinir nýju valdhafar, sem eru yngri, betur menntaðir og raunsærri en fyrir- rennarar þeirra, hafa áttað sig á því að hefjist þeir ekki handa um víðtækar breytingar á gervöllu þjóðfélaginu blasir hmn við því,“ segir Janouch. Og hann bætir við orðum, sem varða gmndvallarat- riði: „Menn kunna að hafa efa- semdir um það, hve langt Gorbachev vill í rauninni ganga, en það skiptir ekki höfuðmáli held- ur hitt, hvaða aðstæður umbóta- stefna hans mun óhjákvæmilega hafa í för með sér.“ Frantisek Janouch þekkir svo vel hið sós- íalíska alræðiskerfí og mennina sem stjóma því, að hann lætur afstöðu til einstakra valdamanna sýnilega ekki ráða mati sínu á líklegri þjóðfélagsframvindu. Hann fagnar umbótastefnu Gorbachevs vegna þess, að hann telur að með henni sé hrint af stað skriðu sem Kremlveijar fái ekki stöðvað. Það sem stýrir gjörðum Gorbachevs er með öðmm orðum ekki raunvemlegur áhugi á lýð- ræði og freisi eins og við þekkjum á Vesturlöndum. Hann gerir sér grein fyrir því, að valkostir Sov- étríkjanna em aðeins tveir. Annars vegar óbreytt stefna, sem leiða mun til þess að Sovétríkin komast á svipað stig og vanþróuð ríki em nú á. Hins vegar róttæk stefnu- breyting svo Sovétríkin geti keppt við vestræn ríki á sviði tækni og lífshátta. Síðari leiðin kostar að virða verður ýmis markaðssjónar- mið og leyfa aukið athafnafrelsi einstaklinga. Það verður líka að gefa skoðanafrelsi meira svigrúm. Þetta hefur hins vegar í för með sér miklar hættur fyrir valdastétt- ina og kommúnistaflokkinn og því er ekki að undra að ýmsir áhrifa- menn í Sovétríkjunum reyni nú að setja Gorbachev stólinn fyrir dym- ar. Það er mikilvægt að Vestur- landabúar geri sér grein fyrir ýmsum þeim möguleikum sem hin- ar nýju aðstæður í Sovétríkjunum skapa. En í ljósi sögunnar skiptir mestu að Vesturlönd sýni árvekni og festu í samskiptum við hina nýju valdamenn. Við hljótum að fagna öllu því er miðar að auknum réttindum og betri kjörum almenn- ings þar í landi, en í því efni skipta fögur orð og fyrirheit Kremlveija ekki mestu, heldur verkin sjálf. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 390. Nú skal þar til tekið, sem frá var horfíð í 387. þætti, að leggja út af góðu bréfí Haralds Guðna- sonar í Vestmannaeyjum. Ber nú svo vel í veiði að Magnús Óskarsson í Reykjavík hefur orð- ið við þeirri beiðni þáttarins um svör við spumingu Haralds um dóm og dómsmeðferð. Gef ég Magnúsi orðið: „Heill og sæll. I þætti þínum um íslenzkt mál í Morgunblaðinu í gær (16. maí) varpaði bréfritari fram þeirri spumingu, hvort ekki sé nóg að segja, að mál bíði dóms í stað þess að tala um, að mál bíði dómsmeðferðar. Þótt hvor- ugt orðalagið sé mjög nákvæmt, er því fljótsvarað, að orðin dóm og dómsmeðferð má ekki leggja að jöfnu. Dómur getur bæði þýtt dómstóll og niðurstaða í dómsmáli, málalok. „Félags- dómur hefur kveðið upp dóm í máli fjármálaráðherra gegn Fé- lagi flugumsjónarmanna," væri eðlilegt upphaf fréttar um það efni. Dómsmeðferð hefur ekki jafnákveðna merkingu en ef það er notað um einstakt dómsmál, merkir það allan feril málsins fyrir dómi. Ég undrast oft ónákvæmni og orðabrengl á þessu sviði, einkum hjá fjölmiðlafólki. I íslenzku lagamáli eru yfírleitt notuð einföld og auðskilin orð um gang mála fyrir dómstólum. Enga lögfræðikunnáttu þarf til að læra merkingu flestra þeirra, aðeins álíka fyrirhöfn og það kostar að setja sig inn í orða- forða í öðrum starfsgreinum. Til þess að útskýra þetta, vil ég nefna nokkur dæmi um notkun orða í venjulegu dómsmáli. Hef ég þá t.d. í huga skuldamál fyr- ir undirrétti, (eða héraðsdómi sem þýðir það sama), en slík mál nefnast einkamál til að- greiningar frá opinberum málum, þ.e. sakamálum, sem ákæruvaldið höfðar vegna af- brota á refsilöggjöf. Sá sem einkamál höfðar, ger- ir það með stefnu, sem birt er þeim, er málið beinist gegn. Honum er stefnt fyrir dóm. Sá sem stefnir, nefnist stefnandi eða sækjandi, og sá sem stefnt er, stefndi eða veijandi. Oft sést þessum orðum ruglað saman við orðin kæra, kærði, ákærði o.s.frv., en þau eru einkum notuð í opinberum málum, þ.e. saka- málum. Meðferð málsins fyrir dómi hefst með því að stefnandi legg- ur fram stefnu og helztu gögn önnur. Heitir það þingfesting. Því næst fer fram gagnaöflun og að henni lokinni aðalflutning- ur málsins, oftast nær á einum og sama degi. Þá koma aðilar og vitni fyrir dóm og er algeng- ast að tala um skýrslur aðila og framburð (einnig vitnisburð og vætti) vitna. Loks fer fram munnlegur málflutningur, sem lögmenn annast yfírleitt, og ljúka þeir ævinlega máli sínu með því að segja, að þeir leggi málið í dóm og dómarinn lýsir því yfír að málið sé tekið til dóms. Á þessu stigi dómsmeð- ferðar væri hárrétt að segja, að mál bíði dóms eða, að beðið sé dóms í málinu." Þar með lauk þessu fróðlega bréfí og færi ég Magnúsi bestu þakkir fyrir það. ★ Mér leiðist, eins og Haraldi Guðnasyni, sá ofvöxtur sem hlaupið hefur í magnið, hvort sem það er fyrir áhrif frá e. quantity eða hefur magnast eftir öðrum leiðum. Kennslu- magn er einmitt eitt ömurleg- asta dæmið, komið úr einhverri stofnana- eða sérfræðingaís- lensku. „Gæmótt" var í mínu ung- dæmi talið til afglapamáls. Nóg er stundum að segja í nótt, svafstu vel í nótt? til dæmis, en þurfi að taka af öll tvímæli, má auðvitað segja í nótt sem leið. þáttur „Fyrragær" er samskonar glapamál, hvort sem það er not- að af vanmætti eða einhvers konar tilburðum til fyndni. Ein- hvem tíma lærði ég vísukom á þessa leið: Ó, Jón, Ó, Jón fullur í dag og gærfyrragær. Ekki nema það þó. Ekki nema það þó. Mér leiðist líka sögnin að staðsetja og nafnorðið stað- setning. Þeirra orða er líka sjaldan þörf. Hús er hér eða stendur hér, óþarfí að segja að það sé staðsett. Enn fráleitara er að tala um staðsetningu skips, sbr. bréf Haralds. Skip á ein- hvers staðar heima eða á heimahöfn eða er gert út héðan eða þaðan, en það „kemur hvergi til með að verða staðsett". Um ýmiskonar kveðjuorð vísa ég til þess sem ég hef áður skrif- að, t.d. í 167. þætti, og annað því skylt í þætti 310. Haraldur Guðnason endaði bréf sitt á samrunanum „nú er vorið að ganga í hönd“, en vorið gengur í garð eða fer í hönd. Og með því að vorið var komið, þá var það haft í fréttum á Bylgj- unni að í skólagörðum Reykja- víkur fengi hver krakki að „planta 38 útsæðum". En þetta mun merkja, þýtt á íslensku, að hver krakki megi setja niður 38 kartöflur. Eða hvað? Útsæði er safnheiti og af því er mynduð samsetningin útsæðiskartafla. Hvorki fyrr né síðar hef ég heyrt eða séð orðið útsæði í fleirtölu. Þá þótti mér heldur óbjörgu- legt að heyra í fréttum ríkisút- varpsins 20 f.m. talað um að „beijast á banaspjótum", hvorki meira né minna, í stað þess að menn berast á banaspjót, þ.e. bera banaspjót hvor á annan = beijast upp á líf og dauða. ★ P.s. Heimilisfang þáttarins er Smárahlíð 7 I Akureyri. Var mismunað milli kynja við styrkveitingar? SÚ ákvörðun íþrótta og tóm- stundaráðs að úthluta meistara- flokki karla i Knattspyrnufélag- inu Fram hærri upphæð, við úthlutun úr Afreksmannasjóði Reykjavíkur, en kvennaliðunum í handknattleik og körfuknatt- leik kom til umræðu i borgar- stjórn sl. fimmtudag en úthlutunin hafði áður valdið nokkrum deilum i borgarráði. Hilmar Guðlaugsson (S) kvaddi sér hljóðs vegna fyrirspumar Katrínar Fjeldsted (S) í borgarráði 2. júní sl. um hvers vegna farið hefði verið svona að við úthlutun styrlq'anna og bókunar fulltrúa Framsóknar- og Alþýðuflokks þar sem segir m.a. að við úthlutunina hafí verið greinileg mismunun milli kynja „sem lýsir sér í hærri úthlut- unum til karlaíþrótta en kvení- þrótta. Hilmar sagði að þegar úthluta ætti ákveðinni upphæð til margra aðila á sem sanngjamastan hátt væri oft mikill vandi á höndum. Margt yrði að athuga s.s. árangur, hvort úthlutað hefði verið til við- komandi áður - og þá hvenær - hversu mikið væri umleikis hjá hverri íþróttadeild og síðast en ekki síst unglingastarfið hjá félögunum. Það væri misskilningur að körl- um og konum væri ekki gert jafnhátt undir höfði með þessari styrkveitingu. Þegar borið væri saman hversu miklu væri til kostað varðandi kennslu og þjálfun hjá hinum mismunandi deildum kæmi í ljós að kostnaður hjá knattspymu- deild Fram vegna þessa hefði á síðastliðnu ári numið 4 milj. 244 þúsund en hjá handknattsleikdeild Fram 956 þúsund. Varðandi aðrar stjrrkveitingar úr sjóðnum sagði Hilmar að fíjálsí- þróttadeild IR fengi 200 þúsund kr. styrk en þar væri hlutfallið milli BORGARSTJÓRN samþykkti sl. fimmtudag, með 14 samhljóða atkvæðum, tillögu frá Páli Gísla- syni (S) um að fela gatnamála- stjóra að hefja í haust öfluga kynningu á skaðsemi nagla- dekkja fyrir malbikaðar götur. Einnig var samþykkt aukafjár- veiting úr borgarsjóði upp á 1,1 milljóna af þessu tilefni. karla og kvenna svipað, kannski frekar að konumar væm fleiri. Einnig hefði handknattleiksdeild Víkings fengið 300 þús. kr. styrk úr sjóðnum fyrr á þessu ári sem kæmi bæði konum og körlum í handknattleiksdeildinni til góða. Að auki hefði verði lagt til að KR- konum yrðu veittar sérstakar viðurkenningar fyrir félagsstörf. Þetta væri í fyrsta sinn sem veitt yrði viðurkenning fyrir störf í þágu íþróttafélags og konur hefðu orðnar fyrstar fyrir valinu. Gatnamálastjóra er um leið falið að auka og bæta hálkueyðingu gatna og taka þá með brattar íbúð- argötur og erfíðar aðkeyrslur. í tillögunni segir að eðlilegt sé, „að þessari kynningu verði tengd hvatn- ing til aðgæslu í umferðinni og áróður fyrir bættri umferðarmenn- ingu“. Borgarstjóm: Oflug kynning á skaðsemi nagladekkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.