Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 59 VELVAKANDI SVARAR í 8ÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI I TIL FÖSTUDAGS ÉWHitiiyUW Skráning bifreiða: Ástæðulaust að leggja niður umdæmisskráningarkerfið Til Velvakanda A síðasta starfsdegi Alþingis voru samþykkt ný umferðarlög. Um þessi lög má vissulega margt segja, en hér langar mig til að staldra við einn þátt þeirra þ.e. skráningu bif- reiða. Þingmenn efrideildar höfðu ákveðið að tekið yrði upp nýtt skráningarkerfi þar sem númerin skyldu fylgja bílunum alla tíð og landið allt yrði eitt umdæmi. En í neðrideild var flutt breytingartil- laga um þetta efni, og var samþykkt að halda áfram með núverandi skráningarkerfi, umdæmisskrán- ingu. Við þetta brugðust nokkrir þingmenn efrideildar ókvæða við og hefur sjálfsagt fundist óþarfi af neðrideild að hafa aðra skoðun á þessum málum og a.m.k. einn þeirra Karl Steinar Guðnason, Al- þýðuflokki, tilkynnti að hann myndi flytja breytingatillögu strax í haust. Nú er ekkert við það að athuga að gerðar séu breytingar á lögum um þetta sem annað, séu þær til bóta, en þær breytingar sem gera átti á skráningakerfinu eru það alls ekki. Það er einna Ifkast því að þær systur öfund og afbrýði, í garð þeirra sem hafa haft „lág eða falleg" númer, hafi ráðið þarna mestu um, eins og heyra mátti á umræðum í efrideild á lokadegi þingsins. Það hefur verið talað um að spara í þessu sambandi. Varla getur verið átt við þá bifreiðaeigendur sem hafa kosið að greiða 4.000 krónur fyrir þá þjónustu að halda bflnúm- eri sínu þegar þeir skiptu um bfl. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér þá kostaði núgild- andi kerfi um 20 milljónir fyrir ríkið síðastliðið ár en það var hið lang- mesta bílainnflutningsár sem hér hefur komið. En þetta sama ár hafði ríkið 78 milljónir króna tekjur af þessu sama kerfi svo hagnaður- inn hefur verið tæpar 60 milljónir króna. Meiri hluti þessara tekna var greiddur af bílaeigendum af fúsum „Þær breytingar sem gera átti á skráningakerfinu eru ekki tíl bóta" og frjálsum vilja fyrir það eitt að fá að halda sínu gamla bílnúmeri, sem þeir hafa jafnvel haft áratugum saman. Nú er það svo, að skylda er að skipta um númer sé bíll seldur á milli umdæma og kostaði það 1100 krónur á síðasta ári. En ef skipt var um númer innan sama umdæm- is kostaði það 4000 krónur sem þeir þurftu að greiða sem vill halda gamla númerinu sínu. Þá er og skylda að láta skoða bflinn við eig- endaskipti. Leggja má til að hætt verið að innheimta fyrrnefnda gjaldið en hækka það síðarnefnda sem því nemur, og greiddu þannig aðeins þeir sem vilja halda í gamla númerið sitt. Ég tel það vera rétt að bílar verði áfram skoðunarskyldir við númera- skipti. Það leiðir til þess að gamlir, lélegir bflar, sem oft eru jafnvel orðnir hættulegir í umferðinni, og gjarnan ganga orðið oft á milli eig- enda, eru fyrr teknir úr umferð en ella. En ef biðröðin við Ártúns- brekku þar sem Bifreiðaeftirlitið er til húsa verður of löng fyrir fram- sóknarþingmenn að austan og væntanlega fleiri, þá mætti sjálf- sagt hætta að skoða bfla við númeraskipti, enda hafi þeir þá áður verið skoðaðir fyrir yfirstand- andi ár. Það gæti sparað einhverjar krónur en ekki fækkaði „druslun- ura" á götunum við það. Sumir þingmenn efrideildar sök- uðu kollega sína í neðri deild um „hégómagirnd" í þessu máli og sögðust sjálfir hafa látið hagsýni og skynsemi ráða sínum gjörðum. Hvernig sú hagsýni og skynsemi fyrir ríkisins hönd lýsir sér skil ég ekki. En ætli þingmennirnir skilji það? Þeim hagnaði, væntanlega tugum milljóna króna, sem ríkið hefur af þessari „hégómagirnd" bfleigenda ætti að verja til að auka öfygg* í umferðinni og ættu þá all- ir að geta unað glaðir við sitt. Ég vil að lokum minna þessa sömu þingmenn efri deildar á þau orð forseta íslands sem hún sagði í ræðu er hún hélt yfir þingheimi á lokadegi þingsins er hún sleit Al- þingi — að menn skyldu virða skoðanir annara, til að geta lifað saman í sátt og samlyndi og varð- vett hið dýrmæta lýðræði. Sjómaður Um morðið á Olof Palme Til Velvakanda. Það var kvöld eitt í febrúar, fyr- ir rúmlega ári, að maður að nafni Olof Palme og hans frú voru að koma úr kvikmyndahúsi einu í Stokkhólmi og um það sem síðar skeði þarf ég sjálfsagt ekki að skrifa um. En eitt er klárt og það er að það var morð og sá sem var myrtur var ein hvít friðardúfa. Nú er morðinu á Olof Palme líkt við morðin á Kennedy og Martin Luter King og var hann ekki minni maður en þeir, að mínu áliti. En mun morðgatan leysast eða þurfum við alltaf að lifa við orðin af hverju? Gæti verið að einhver sem veit meira en aðrir komi fram í dags- ljósið og segi eins og er — kannski í von um að hljóta þau verðlaun sem heitið hefur verið þeim sem komið getur með upplýsingar sem leysi málið? Fyrir nokkrum mánuðum voru verðlaunin hækkuð úr 500.000 sænskum krónum í 5.000.000, sem eru um 30 milljónir íslenskra króna. Hafi Palme verið að stöðva vopna- smygl til íran frá Svíþjóð held ég að við fáum aldrei að vita sannleik- ann og verðum að láta okkur nægja ágiskanir í blöðum og sjónvarpi. Þann 15. janúar síðastliðinn féll Carl Algernon sem var „krigsmat- erielinspektör" fyrir lest og lést samstundis. Ekki var vitað hvort um slys, morð eða sjálfsmorð var að rasða. En nú segja yfirvöld að hann hafi framið sjálfsmorð. En hvers vegna framdi hann þá sjálfsmorð? Það virðist enginn vita. Hann var vanur að yfirgefa skrif- stofu sína kl. 17.00, en snemma þennan dag var hann með fund eftir skrifstofutíma og var fundur- inn aðeins 15 mínútur. Þegar Algernon yfirgaf skrifstofu sína, sögðu vinnufélagar hans að hann hefði verið mjög undarlegur og rauður í andliti. Hvað rætt var um þessar fimmt- án mínútur veit ég ekki, Algernon Carl-Fredrik Algernon var vanur að taka lest heim, en að þessu sinni gerði hann það ekki, hann féll fyrir lestina sem kom kl. 17.15 og lést samstundis. Getur verið að hann hafi verið kominn á sporið um vopnasmygl og hafi ef til vill verið farinn að vita meira en gott var fyrir hann sjálfan? Við verðum víst að sætta okkur við að fá seint eða aldrei úr þessu skorið. En ef við eigum að lifa góðu lífi, verðum við sjálf að standa sam- an og fá kerfinu breytt svo atburðir sem þessir þurfi ekki að gerast. Trausti Björgvinsson Elias B. Halldórsson. Morgunblaðið/KGA SýniraðVesturgötul7 ELÍAS B. Halldórsson opnar málverkasýningu i Galleri íslensk list, Vesturgötu 17, i dag, laugardaginn 6. júní kl. 15.00. Sýningin er opin til kl. 17.00 virka daga og kl. 14.00-18.00 um helgar fram til 21. júní. Vatnsholt við Apa Til sölu sumarbústaðalönd á nýskipulögðu svæði í landi jarðar- innar Vatnsholts við Apavatn í - Grimsnesi. 90 km frá Reykjavík, þar af 80 km bundið slitlag. Seldir eru hálfir hektarar (50Q0 fm) eða stærra. f Apavatni er mlkið af silungi og er það talið eitt besta veiðivatn landsins skv. skýrslum Veiðimálastofnunar. Veiðileyfi fylgja ekki en eru fáanleg ef vill. Apavatn er kjörið fyrir seglbrettasport og siglingar, fyrir utan silungs- veiðina. Verslun, sundlaug, banki og félagshelmili (Aratunga) eru í Reykholti, Bisk. (8 km); verslun og heilsugæslustöð í Laugarási (8 km) og verslun, sundlaug, sauna, banki, seglbretta-, báta- og hestaleiga (Miðdal) á Laugarvatni (22 km). Að Skálholti eru 6 km. Jarðvegur er er mjög góður til skógræktar. Fjallasýn er stórkostleg frá Vatnsholts- landi, og sést m.a. til Kerlingarfjalla. Kjörið gönguland. Upplýsingar: Ingþór Haraldsson, Hrafnkell Ásgeirsson, hrl., Ármúla 1. S:. 84845. Strandgötu 28. S.: 50318. Blaóburðarfólk óskast! x00 W $& VESTURBÆR AUSTURBÆR Fálkagata Laugavegur 1 -33 o.fl. Dunhagi Leifsgata Hjarðarhagi Gnoðarvogur Nesvegurfrá 40-82 pfotgtutMaMfc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.