Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 \ .
31
QUARANTINE
MANHATTAN
ISLAND...
0WB
THE
CAPITAL OF
THE WOPLD!
Vopnasala Bandaríkjastjórnar til Iran:
Oliver North
gert að mæta
til yfírheyrslu
Reuter
Oþekktur mótmælandi bregður kröfuspjöldum á loft í miðdegisverðarboði blaðamanna í Washington,
rétt áður en Elizabeth Taylor kom á fundinn til að ávarpa hann. Taylor sagði að útbreiðsla alnæmis
og viðbrögð við sjúkdómnum myndi sannreyna hvort samfélagið gæti kallast siðmenntað.
Alnæmi:
Deilt um skyldu-
bundna könnun
Washington, Reuter.
TILLÖGUM Reagans Bandaríkjaforseta um skyldubundna leit að
alnæmissýkingu hjá föngum, innflytjendum og fólki sem sækir um
leyfi til hjónavigslu, hefur verið tekið illa af háttsettum manni í
bandarisku heilbrigðisþjónustunni, Donald Hopkins.
meðhöndlun við geðsveiflum er al-
næmisóttinn veldur.
Waahington, Reuter.
ÞINGNEFND sem rannsakar
vopnasölu Bandaríkjastjórnar til
íran og leynilegan stuðning við
kontra-skæruliða f Nicaragua
hefur afráðið að Oliver North
ofursti verði undanþeginn máls-
sókn. Nefndin er skipuð fulltrú-
um beggja deilda þingsins og var
þessi ákvörðun tekin til að skylda
North til að bera vitni.
Oliver North, sem talinn er einn
höfuðpaurinn í vopnasölumálinu,
hefur neitað að svara spumingum
þingnefnda og borið fyrir sig stjóm-
arskrárákvæði sem heimilar
mönnum að neita að bera vitni ef
það getur leitt til sakfellingar
þeirra. Nefndin hefur ákveðið að
North verði yfírheyrður fyrir lukt-
um dyrum þann 15. júní. Almenn-
ingur mun aftur á móti ekki fá
tækifæri til að heyra hvað North
hefur fram að færa fyrr en í fyrsta
lagi þann 16. júlí. Lawrence Walsh,
sérlegum rannsóknardómara í
vopnasölumálinu, mun því gefast
tækifæri til að safna saman sönnun-
argögnum gegn North ef ákæra
verður birt á hendur honum.
Albert Hakim, sem hafði milli-
göngu um leynleg viðskipti Banda-
ríkjastjómar við stjómvöld í íran
sagði að North ofursti hefði lagt
Oliver North
mikla áherslu á að fá gísla í Líban-
on leysta úr haldi áður en gengið
var til kosninga til beggja deilda
Bandaríkjaþings þann 4. nóvember
síðastliðinn. Sagði Hakim að til-
gangur Norths með þessu hefði
verið sá að styrkja stöðu Ronalds
Reagan Bandaríkjaforseta fyrir
kosningaranar. Demókratar, and-
stæðingar Reagans, sigruðu í
kosningunum og náðu meirihluta í
báðum deildum.
Hopkins, sem er varaforstjóri
CDC, alríkisstofnunar til baráttu
gegn sjúkdómum, sagði á alþjóð-
legri alnæmisráðstefnu í Washing-
ton í vikunni, að margir, sem
óttuðust að vera smitaðir, væru
hræddir við könnun vegna þeirrar
skelfínga sem tengdust sjúkdóms-
heitinu í hugum fólks og einnig
vegna hættunnar á niðurlægjandi
meðferð samfélagsins á sjúkling-
unum.
Leikkonan Elizabeth Taylor,
sem hefur unnið að §ársöfnun til
aukinna rannsókna, lét sömuleiðis
í ljósi andúð á skyldukönnun. A
blaðamannafundi sagði hún að
sjálfviljugar kannanir, þar sem
farið væri með niðurstöður sem
trúnaðarmál, gætu orðið til að
hefta framgang alnæmis en aðeins
ef gengið yrði úr skugga um að
kannanimar væru áreiðanlegar,
sjúklingum ekki mismunað og þeir
Sovétríkin:
ekki beittir félagslegu harðrétti.
A ráðstefnunni kom fram að
ekki yrði mögulegt að útiloka al-
gerlega hættu á smitun með
blóðgjöfum. Enn fremur var upp-
lýst að samkvæmt könnun á
bandarískum vændiskonum væru
12% þeirra sýktar alnæmi. Flestar
þeirra voru taldar hafa smitast af
fíkniefnasprautum en ekki kyn-
mökum.
Lennart Wetterberg frá Karol-
inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
sagði alnæmi hafa fætt af sér nýja
tegund geðræns sjúkdóms, alnæm-
isótta. Sífellt fleiri koma í bráða-
deildir sjúkrahúsanna til að fá
ERLENT
Flugmaður dæmd-
ur í 15 ára fangelsi
Moskva, Reuter.
SOVÉSKUR flugmaður var ný-
lega dæmdur í 15 ára fangelsi
fyrir að hafa reynt að lenda
farþegavél blindandi.
Flugmaðurinn, Klyuyev að
nafni, ákvað í samráði við aðstoð-
arflugmann sinn að reyna að lenda
blindandi til að prófa flugmanns-
hæfíleika sína. I 400 metra hæð
lét hann hylja rúður vélarinnar,
sem var af Topulev-gerð og tók
um 80 farþega. En hann misreikn-
aði hæð og fallhraða hennar. Vélin
brotlenti, valt og loks kviknaði í
henni.
Tugir manna létu lífíð, þar á
meðal þtjár flugfreyjur og aðstoð-
arflugmaðurinn, sem fékk hjartaá-
fall þegar hann reyndi að bjarga
farþegum úr flaki vélarinnar.
Samkvæmt reglum má aðeins
reyna að lenda vél blindandi á
sérstökum æfíngasvæðum með
reyndan leiðbeinanda við hlið sér.
Á Vesturlöndum eru þessar æfing-
ar nú gerðar í sérstökum flug-
hermum enda er það í senn
ódýrara og hættuminna.
Bára er fullkomin þvottavél, sér-
hönnuð fyrir íslenskar aðstæður.
Bára tekur inn á sig bæði heitt
og kalt vatn.
Bára hefur 18 fullkomin þvotta-
kerfi og íslenskar merkingar.
Sérhver Bára er tölvuprófuð fyrir
afhendingu.
Bára vindur bæði 400
snúninga á mínútu og
sparnaðarrofa.
bára GÆÐAVÉl
Á ÓTRÚLEGU VERÐI
og 800
er með
Verð
29470,'
Eiöistorgi 11 - sími 622200
Amm 691140
BiTT
691141
Með einu símtali er hæqt að
breyta innheimtuaðferðinni.
Eftir það verða áskriftargjöld
in skuldfærð á viðkomandi
greiðslukortareikning mánað-
VERIÐ VELKOMINI ----
GREIÐSLUKORTA-
VIÐSKIPTI.