Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 Kistufell séð frá Leirvogstungumelum. Eyjafjöm. SandfeU í baksýn. SVÍNASKARÐSLEIÐ eftírÞórunni Lárusdóttur Ferðaféiag íslands verður sextíu ára á þessu ári, nánar tiltekið 27. nóvember. Þessara tímamóta hyggst félagið minnast með ýmsum hætti. Félagið var stofnað fyrst og fremst til að kynna Islendingum eigið land. Arið 1927 voru skemmtiferðalög nánast óþekkt hér á landi. Einn þátturinn í að kynna landið er að fara gangandi fornar þjóðleiðir og feta þannig í fótspor feðranna. Akveðið hefur verið að fara fótgangandi frá Reykjavík og upp í Borgarfjörð að Reykholti. Leiðin verður gengin í sex áföngum á sex sunnudögum. Að vísu verður ekki öll leiðin gengin heldur farið í bílum hluta leiðarinnar. Hér á eftir verður reynt að lýsa svonefndri Svínaskarðsleið, fornri þjóðleið, sem lá af Kjalarnesi yfir Svínaskarð og áfram yfir Reyni- Áslóðum Ferðafélags íslands vallaháls, fyrir Hvalfjörð og áfram upp í Borgarfjörð, vestur eða norð- ur í land. Þetta var alfaraleið meðan ferðast var fótgangandi eða á hestum. Þessi leið var mikið styttri heldur en að fara fram fyrir. Ferðin hefst með því að ekið er sem leið liggur upp úr Reykjavík. Brátt er komið að rótum Úlfars- fells eða Hamrahlíðarinnar eins og fjallið kallast næst veginum. Neðan vegar, nær sjónum, blasir við stór- býlið Korpúlfsstaðir sem nú má muna sinn fífil fegri. í stað stórbón- dans Thórs Jensen, sem byggði þar upp í herragarðsstíl, hýsa bæjar- húsin nú listamenn að starfi og í stað þess að áður fyrr var heyjað handa yfir hundrað kúm eða meir, er túnið nú notað sem golfvöllur og er hvort tveggja nauðsynlegt í nútímaþjóðfélagi. Þegar komið er upp fyrir Leirvogsá er sveigt af þjóðvegi nr. 1 og ekið um melana fyrir ofan Varmadal, fram hjá bæjunum Völlum og Norður-Gröf. Skammt innan við Norður-Gröf er Grafará, sem venjulega er lítill og meinlaus lækur, en getur orðið á skömmum tíma hið mesta forað. Síðast drukknaði maður í ánni 1954, bóndinn í Þverárkoti, Oddur Einarsson, er hann var einn á ferð með kerruhest. Grafardalurinn er stuttur en djúpur dalur sem gengur inn í Esjuna austan við Kistufellið. Þverárkotsháls gengur fram úr Esjunni milli Grafardals og Þverár- kotsdals.og gengur langt fram á Leirvogsáreyrar. Iðulega er gengið á Esju upp Þverárkotsháls og er þá komið beint upp á Hátind, 909 m. Þegar komið er inn fyrir hálsinn tekur við all mikið undirlendi og flatar áreyrar, sem Þveráin hefur myndað með framburði sínum, en nú hefur verið breytt í ræktað land. Séð yfir Meðalfellsvatn inn í Flekkudal í Kjós. Þverárkot var áður fyrr all góð jörð, en hefur nú verið í eyði um árabil. Þegar komið er inn fyrir Þverá hefst hin eiginlega Svínaskarðsleið, sem lá yfir Svínaskarð niður Svínadal, yfir Laxá og áfram yfir Reynivallaháls upp frá Vindáshlíð um Seljadal og kom niður í Hval- fjörð hjá Fossá. Svínaskarðið liggur á milli Móskarðshnjúka og Skála- fells. Þetta er auðveld leið að sumarlagi þegar veðrið er gott og bjartur dagur, en að vetri til er öðru máli að gegna. Þarna er mik- ið vetrarríki og snjóþungt, sérstak- lega norðan í skarðinu og allra veðra von. Ekki er oft getið um mannskaða á þessari leið, þó var það snemma á þessari öld að ungur maður frá Hækingsdal í Kjós varð úti í skarð- inu. Var það rétt fyrir jól að hann var á leið upp í Kjós ásamt nokkr- um öðrum ferðamönnum en kenndi lasleika á leiðinni og varð eftir í Fitjakoti þegar samferðamennirnir héldu áfram. Hann gisti í Fitjakoti og hélt svo áfram einn síns liðs daginn eftir, en þá var kominn aðfangadagur. Heimilisfólkið í Hækingsdal átti von á honum þá um kvöldið en þegar hann kom ekki var sent suður daginn eftir og kom þá hið sanna í ljós. Fannst lík hans ekki fyrr en nokkrum vik- um seinna. Þegar komið er upp í háskarðið opnast mikið útsýni. Til vesturs sér yfir Álfsnesið, eyjarnar og til Reykjavíkur. í norðri blasa við Kjöl- urinn, Hádegisfjallið og írafellið. í Skarðinu er all stór varða eins og víða á gömlum alfaraleiðum. Slíkum vörðum eru yfirleitt tengdar ein eða fleiri þjóðsögur. Hér áttu tveir smalar frá bænum sitt hvoru megin við skarðið að hafa drepið hvorn annan og verið dysjaðir þarna, enda slíkar sögur miklu áhrifameiri en sú skýring að ferða- menn hafi stansað þar sem vegur- inn Iá hæst, hvílst þar um stund og kastað steinum í vörðu til að merkja leiðina. Segja má að í háskarðinu sé leið- in um Svínaskarð hálfnuð. Héðan er stutt að ganga á Móskarðs- hnjúkana en milli skarðsins og Skálafells er all mikið gil eða gljúf- ur. Tvær ár eiga upptök sín í skarðinu, til suðurs rennur Skarðsá og til norðurs rennur Svínadalsá. Svínadalurinn er langur og nokkuð brattur efst. Þegar neðar dregur er hann breiður og grösug- ur. Aldrei hefur verið búið í dalnum. Þegar haldið er niður í dalinn verð- ur fyrst fyrir all djúpt gil á vinstri hönd og nefnist það Móskarðsgil og skilur á milli Móskarðshnúks og Trönu. Trana er all mikið fjall, sem gengur út úr Esjunni til norð- urs og tranar sér þar fram. Svínadalsáin kemur úr Svína- skarði eins og áður segir og rennur niður Svínadalinn. Ekki er hún vatnsmikil að jafnaði en í leysing- um getur hún orðið að all mikilli á. Þegar neðar dregur breikkar dalurinn og landslagið breytist. Framundan blasir Sandfellið við þar sem það situr á Reynivallaháls- inum austast. Austan við dalinn er Hádegisfellið og neðar er svo írafellið, lítið fjall og stendur sam- nefndur bær undir því. Bær sem er frægur fyrir írafellsmóra, draug sem var all magnaður í fyrstu, en er nú að öllum líkindum útdauður. Neðarlega í Svíandalnum er komin þó nokkur sumarbústaðabyggð enda er landið vel fallið til slíkrar búsetu. Þegar komið er niður úr Svína- dalnum er komið á Kjósarskarðs- veg og skammt frá veginum er fjárskilarétt Kjósaringa, Möðru- vallarétt. Áður var skilaréttin í landi Eyja við endann á Meðalfells- vatni og hét þá Eyjarétt. Meðan að sauðfjárbúskapur var stundaður að marki í Kjósinni var líf og fjör á réttardaginn í Eyjarétt, en nú er öldin önnur og lítið um að vera á þeim degi. Svínaskarðsleið lá áður fyrr þvert yfir Laxá, fram hjá Vindáshlíð og upp á Reynivalla- háls. Nú er farinn vegurinn til austurs, yfir Svínadalsá á brú og síðan yfir Laxá, sem líka er brúuð. Skammt frá brúnni er sveigt af teið til hægri og er þá komið aftur á hina fornu leið yfir Reynivalla- háls, sem kallaðist þjóðvegur. Svínadalsáin og Laxáin renna hér í dálitlum gljúfrum, sem þær hafa grafið í gegnum holtin í áranna rás. Hér er snoturt um að Iitast og sjálfsagt að gefa sér góðan tíma til að litast um. Hér sér niður að Möðruvöllum og út á Meðalfellið, sem skiptir Kjósinni. Að sunnan er Krókurinn og að norðan er Lax- árdalurinn. Mál er að linni lýsingunni að sinni. I næstu grein verður haldið áfram göngunni upp í Hvalfjörð. Vlkurbraut 13 Slmi 92-2121 Pósthóll 32 230 Keflavlk Lions- félagar áþingi ÞING Lionshreyfingarinnar á íslandi verður sett að Hótel Sögu í Reykjavík laugardaginn 6. júní kl. 10.00. Allt að 500 Lionsfélagar víðsvegar að af landinu munu sækja þingið. Heiðursgestir á þinginu verða Svíinn Sten A. Akestam og Martha kona hans, en Sten A. Akestam er alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar þetta starfsár. Lionsfélagar eru 1.400.000 í heiminum í 160 löndum. Á ís- landi er að finna 3.500 Lions- félaga karla og konur í 102 klúbbum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.