Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
5
Y erkfræðingar í verkfalli
Krefjast 32% hækkun á launalið
VERKFALL tæplega 80 verk- störf og getur því verkfallið haft
fræðinga, sem vinna á verk-
fræðistofum sem eiga aðild að
Félagi ráðgjafarverkfræðinga,
hófst á miðnætti aðfaranótt
föstudags. Nýr sáttafundur
hefur ekki verið boðaður í deil-
unni.
Verkfræðingar þeir sem nú eru
í verkfalli sjá aðallega um eftirlits-
í för með sér seinkun á fram-
kvæmdum vegna tafa á útboðs-
gögnum.
Egill Harðarson formaður
samninganefndar verkfræðing-
anna sagði að aðalágreiningsefnið
i samningaviðræðunum væri
launaliðurinn. Verkfræðingar
krefðust 31-32% hækkunar á
launalið í samningi til eins árs og
væru þeir með þessu að vinna upp
að þeir hefðu fengið minni hækk-
anir en aðrar stéttir á síðasta ári.
Vinnuveitendur hefðu boðið um
24% á móti. Að auki væru kröfur
um að launabil milli aldursþrepa
í launatöflu haldi sér, en vinnu-
veitendur vilja stokka upp launa-
töfluna. Einnig er krafa um
endurmenntunarréttindi.
Lágmarkslaun samkvæmt
samningi þessara verkfræðinga
voru samkvæmt upplýsingum
Egils 49.755 í janúar á þessu ári.
Samkvæmt kröfu verkfræinga um
32% launahækkun myndu þessi
laun hækka upp í rúmlega 65
þúsund krónur en tilboð vinnuveit-
enda um 24% hækkun þýddi
rúmlega 61 þúsund króna lág-
markslaun.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Atvinnuleysi
0,7% af mannafla:
Mikil atvinna
á höfuðborg-
arsvæðinu
SAMKVÆMT Hagtiðindum hefur
skráð atvinnuleysi siðustu 12 mán-
uði (frá aprilmánuði sl. talið)
dregizt saman um 27% frá sama
tima árið áður — og atvinnulaus-
um fækkað úr 0,9% i 0,7% sem
hlutfall af mannafla (fólki á vinnu-
aldri). Á timabilinu janúar- marz
1987 vóru að meðaltali 1.192
manns á atvinnuleysisskrá hér-
lendis en 1.431 á sama tíma 1986.
„Langmestan hluta þessarar
fækkunar á atvinnulausum má rekja
til mikillar eftispumar eftir vinnuafli
á höfuðborgarsvæðinu," segir í
Hagtíðindum.
Aætlaður mannafli í marz 1987
er 118.600 einstaklingar. Samkvæmt
reiknireglu Hagtiðinda (samanlagður
flöldi atvinnuleysisdaga hvers mán-
aðar deilt með meðalfjölda vinnudaga
í mánuði) var meðalfjöldi atvinnu-
lausra í marz sl. 570, þar af 303
karlar og 267 konur. Af þessum 570
vóru 158 á höfuðborgarsvæðinu
(Reykjavík, Seltjamames, Kópavogi,
Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfells-
hreppi), en 412 utan höfuðborgar-
svaeðisins.
Ungverskur ráð-
herra í heimsókn:
Lýstí áhuga á
samstarfi um
jarðvarma
IMRE Dunai, aðstoðarutanríki-
sviðskiptaráðherra Ungveija-
lands hefur undanfama daga
dvalið hér á landi til viðræðna við
íslenska ráðamenn um viðskipti
landanna. Hefur ungverski ráð-
herrann lýst áhuga Ungveija á
að skiptast á upplýsingum við ís-
lendinga um nýtingu jarðhita, svo
og á samstarfi þjóðanna á þessu
sviði.
Viðskipti íslands og Ungveija-
lands hafa ekki verið mikil að vöxtum
á undanfömum árum. Segja má að
nærri láti að hlutdeild viðskiptanna
sé innan við 0,1% af heildarútflutn-
ingi og innflutningi. Helstu útflutn-
ingsvörur íslendinga til Ungverja-
lands hafa verið þorskalýsi, lagmeti
og kísilgúr. Þar að auki var eitthvað
flutt út af fískimjöli á áram áður en
ekkert framhald hefur orðið þar á.
Uppistaðan í vörakaupum íslendinga
frá Ungveijalandi hefíir verið ávext-
ir, vín, veftiaðarvara, rafmagnstæki
og fatnaður.
Á dagskrá ungverska ráðherrans
í íslandsheimsókninni vora m.a. við-
ræður við Matthías Bjamason
viðskiptaráðherra, iðnaðarráðu- ney-
tið, Orkustofnun og Virki h.f.,
Verslunarráð íslands, Útflutningsráð
íslands og einstaka viðskiptaaðila,
m.a. SÍS og Álafoss hf.
Efþig hefur dreymt um að eignast einkaþotu,
kemstu næst því að láta drauminn rætast með
Knáasta smátröllið á götunni, sem nær flug-
takshraða, (á svo fáum sekúndum) að
segjum ekki frá því.
, iiœstss
__ Æm
.
Konfektmoli fyrir bílasælkera, sem
vilja gera meira en keyra.
FRUMSÝNiNG KL. 13-17
DAIHATSUUMBOÐIÐ
Ármúla 23, s. 685870 - 681733.