Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 ÍÞROTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Andrés Pétursson Knattspyrnuskólar FLEST félög reka nú svokallaða knattspyrnuskóla fyrir krakka og unglinga. Þaö voru nokkur Reykjavfkurfélög sem riðu á vaðið með þetta fyrirkomulag og varð fljótlega mjög vinsælt. Þess má geta að nú eru að koma upp f meistaraflokka félaganna fyrstu leikmennlrnir sem tóku þátt í fyrstu knattspyrnuskólunum. Flestir þáttakendurnir í þessum skólum eru á aldrinum 6-12 ára.og ennþa ' mun fleiri strákar en stelp- ur. Venjulega eru það útlærðir íþróttakennarar sem sjá um kennsluna en þeim til aðstoðar eru oft leikmenn úr meistaraflokkum viðkomandi félaga. Unglingasíðan leit inn á æfingu hjá þremur félög- um á höfuðborgarsvæðinu. Á Fífuhvammsvelli var knattspymu- skóli ÍK í fullum gangi og ræddum við þar við þrjár stúlkur sem taka þátt í sínu öðru námskeiði. Á Fram- vellinum var mikið um að vera og var þar rættt við tvo unga og efni- lega markmenn. Á KR-vellinum við Frostaskjól var glatt á hjalla og tókum við þar tali fjóra unga KR- inga. Allur hópurinn hjá iK. Hvergi bangnar Á Fífuhvammsvelli í knatt- spyrnuskóla ÍK hittum við að máli þær stöllur Jónu Pálsdóttur, Hrund Sverrisdóttur og Sigurborgu Reyn- isdóttur. Þær eru allar úr Kópavog- inum og er þetta í fyrsta skipti sem þær fara í knattspyrnuskóla hjá ÍK. Hinsvegar hafa þær farið á nám- skeið hjá Breiðablik og Fylki áður. Morgunblafilð/Andrés Pátursson • Stúlkurnar hjá ÍK: Jóna Pálsdóttir, Hrund Sverrisdóttir og Sigur- borg Reynisdóttir. KR-ingarnir knáu, Jónas, Indriði, Árni og Einar. Hrund og Sigurborg æfa líka knatt- spyrnu hjá Breiðablik þar sem ÍK er ekki með kvennaknattspyrnu innan sinna raða ennþá. Þær sögð- ust vera miklar áhugamanneskjur um knattspyrnu og ekki æfa neina aðra íþrótt. Uppáhaldsfélag íslenskt er að sjálfsögðu ÍK en þær sögðust ekki halda með neinu sér- stöku félagi í útlöndum. Námskeið- ið hjá þeim stendur yfir í tvær vikur og sögðust þær ekki vera bangnar þó að þær væru miklu færri en strákarnir. Friðrik er bestur Við Framheimilið var mikið um að vera og voru tveir hópar yngri og eldri að spila af fullum krafti. A grasbalanum við Fram heimilið voru hinsvegar markmennimir tveir Tómas Ingason og Gunnar Sveinn Magnússon með séræf- ingu. Þeir gáfu sér smá tíma til að ræða við blm. Þeir hafa báðir æft mark í tvö ór og uppáhaldsleik- maður þeirra beggja er að sjálf- sögðu markvörður meistaraflokks- ins Friðrik Friðriksson. Af útlendum leikmönnum heldur Gunnar mest upp á markvörð Bay- ern Munchen Jean Marie Pfaff en Tómas upp á lan Rush. Þeir voru svona hæfilega bjartsýnir á gengi meistaraflokks Fram í sumar og sögðu að erfitt væri að fylla upp í skarð Guðmundana tveggja í framlínunni. Þeir spáðu því Fram 2.-3. sæti en ef heppnin væri með þeim myndu þeir ná að verja meist- aratitilinn. KR verður meistari Þeir félagarnir Jónas Haraldsson, Indriði Sigurðsson.Ámi Hrafn Gunnarsson og Einar Dagur voru sannfærðir um að KR-ingar yrðu íslandsmeistarar í ár. Þeir sögðu að tími væri til kominn og nú þeg- ar uppáhaldsleikmaður þeirra Pétur Pétursson væri genginn yfir í raðir þeirra KR-inga hlytu þeir að verða meistarar. Þeir sögðu að mjög gaman væri í skólanum enda var þetta í annað skiptið sem þeir taka þátt í honum. Nema Indriði sem er að taka þátt í fyrsta skipti enda ekki nema 5 ára. Hinir allir eru 7 og 8 ára. Þeir sögðust allir ætla á leikinn um kvöldið til að styðja ísland. • Frfður hópur ungra KR-inga • Yngri hópurinn hjá Fram. • Það verður að kunna að skalla. Fram-markverðirnir Tómas Ingason og Gunnar Sveinn Ingason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.