Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 34
08 34 vsei ímúl xt mJOÁaaAOUAJ ,<aoAjawuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JUNI 1987 Knarrar- ósviti lagfærður (Jaulvcrjahæ. FRÍSKAÐ hefur verið upp á Knarrarósvita utan sem innan en viti þessi stendur 5—6 km austan við Stokkseyri. Húsið var sandblásið og hreins- að að utan, og gluggar lagaðir. Siðan voru veggir kústaðir með sterku þéttiefni. í september á siðasta ári kom rafmagnsheim- taug og rafmagn frá almenning- sveitu. Áður var keyrð dfsilraf- stöð. Að sögn Tómasar Sigurðssonar deildarstjóra var skeljasandurinn utan á húsinu orðinn talsvcrt mosavaxinn og vitinn farinn að láta á sjá vegna seltu og veð- runar. Ljóshús var lagfært og ýmislegt betrumbætt innandyra. Nú siðast var sökkull styrktur og stéttar steyptar upp á nýtt. Dísilr- afstöð fer nú sjálfkrafa í gang ef rafmagn fer. Aður var gas vara- afl. Vitinn hefur þjónað sæfarend- um hér um slóðir í 47 ár. Hann er 22 metra hár og 30 metra yfir sjó. Þannig að hér er enginn hálf- viti. Setur hann sinn svip á flat- lendið hér í Flóanum og er útsýni mikið úr honum. Vitavörður er Sigurður Pálsson á Baugsstöðum. -Valdim.G. Morgunblaðið/Valdim. G. Knarrarósviti eftir andlitslyftingu, sökkull og stéttar voru endur- steyptar. Anna Gulko ein ífyrstasæti Egilnstöðum. STAÐAN í 1. riðli á opna Austur- landsmótinu f skák eftir fjórar umferðir. 1. sæti Anna Gulko 4 vinningar 2.-4. sæti Dan Hansson 3 vinningar Antti Pyhala 3 vinningar Sævar Bjarnason 3 vinningar 5.-7. sæti Pálmi Pétursson 2V* vinningur Flestar versl- anir lokaðar ídag VERSLANIR í Reykjavík verða lokaðar í dag og framvegis á laugardögum til 1. september næstkomandi. Samkvæmt kjarasamningi Kaup- mannasamtaka íslands og Verslun- armannafélags Reykjavíkur verða verslanir í Reykjavík lokaðar á laugardögum í júní júlí og águst. Samningarnir heimila eigendum verslanna að hafa opið á laugardög- um með því skilyrði að þeir sjálfír eða aðrir fjölskyldumeðlimir af- greiði í versluninni. Keflavíkurflugvöllur: Herferð gegn sílamáf Keflavflc SÍLAMÁFUR í hundraðatali hef- ur verið aflffaður i nágrenni KeflavíkurflugvaUar á undanf- örnuin dögum. Fuglinum hefur verið gefið svefnlyf í æti og hann síðan rotaður. Skotvopnum var líka beitt og voru tvær skyttur við það verk. Flugumferð hefur stafað hætta af þessum fugluin og er daglegt brauð um varp- tímann að þeir lendi á flugvélum, sem leið eiga um flugvöllinn. Hverf asamtök stofnuð í Kringlunni: Reiknað með 800 bíl- um í gegnum hverfið á hverri klukkustund Fyrst var ætlunin að reka máf inn af hefðbundnum varpsvæðum með gashvellbyssum, en frá því var horf- ið, þar sem talið var að hann myndi venjast hvellnum og kæra sig koll- óttan. Pétur Guðmundsson flugvall- arstjóri sagði að hann hefði fengið færustu sérfræðinga til að taka á þessu máli. Páll Hersteinsson veiðimálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi herferð hefði ekki tekist eins og menn hefðu vonað. Mun minna hefði verið af eggjum en búist var við og svo virtist sem helst tómstundaiðja margra stars- manna á flugvellinum væri að nota kaffi - og matartíma til að týna egg. Fuglin hefði því ekki sótt eins á hreiðrin, þar sem æti með svefh- lyfjum hafði verið komið fyrir. Pál sagði enn fremur að sílamáfurinn verpti þarna nánast eins og „hæna" og þeir hefðu orðið að vísa fólki frá þegar á aðgerðum stóð. Egg síla- máfsins væru herramannsmatur og hann héldi áfram að verpa meðan að nóg æti væri að hafa. Samkvæmt upplýsingum Agnars Ingólfssonar prófessors við líffræði- deild Háskóla íslands, var sílamáfs fyrst vart hér á landi um 1920. Hann væri farfugl, sem hingað kæmi frá Bretlandseyjum og væri sflamáfurinn talsvert minni en svartbakur. Agnar sagði, að talning hefði farið fram árið 1974 í ná- grenni flugvallarins og síðan aftur í fyrra og hefði fuglafjöldinn hugs- anlega tvöfaldast á þessumárum. B.B. ÍBÚAR f Kringlunni hafa nú nýverið stofnað með sér hverfa-samtök. Á stofnfundin- um komu fram miklar áhyggj- um vegna umferðarmála í hverfinu, en eins og kunnugt er má búast við mikilli Umferð og fjölda fólks tíl að versla þarna. Guðrún Eyjólfsdóttir var ein . þeirra sem þátt tók í undirbúningi að stofnun samtakanna og situr nú í stjórn þeirra. Hún sagði í sam- tali við Morgunblaðið að margir hefðu verið farnir að hafa áhyggj- ur af allri þeirri umferð sem augljóslega ætti eftir að verða á þessu svæði eftir að Hagkaups- húsið nýja yrði opnað, og því myndu umferðarmálin verða ofar- lega á dagskrá samtakanna til að byrja með. „Við fengum þau Katrínu Fjeldsted, borgarfulltrúa, Þórarinn Hjaltason, yfirverkfræðing um- ferðarnefndar borgarinnar, og Gunnar Inga Ragnarsson, umferð- arráðgjafa Hagkaups, til að koma á stofnfundinn og fjalla um þetta mál," sagði Guðrún, og benti á að búist væri við að um 800 bflar færu í gegnum hverfið á klukku- stund, en ekki beint út á Miklu- braut eða Kringumýrarbraut. „Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir þessu fyrr en þetta kom fram í máli Gunnars Inga á fundin- um," sagði Guðrún, „og því teljum við mjög brýnt að einhverjar ráð- stafanir verði gerðar." „Fyrir- hugað er að breikka Listabrautina, en hún liggur fram hjá Borgarleik- húsinu og í átt að Háleitisbraut, og á fundinum kom Þórarinn Hjaltason fram með þá hugmynd að brautin yrði þrengd. Okkur líst vel á allar hugmyndir sem horfa til bóta á þessu máli og viljum leggja okkar að mörkum svo hægt sé að finna hentugar lausnir. Þarna er verið að skipuleggja frá grunni íbúða-og verslunahverfi, og það hlýtur að vera mjög spennandi, og um leið eftirsóknarvert, að leysa það svo vel fari," sagði Guðrún að lokum. Einnota umbúð- um sé ekki fleygt á víðavangi NOTKUN einnota umbúða, t.d. plastflöskur, ál og plasthúðarar, pappaumbúðir og áldósir, fyrir gos, öl og svaladrykki, hefur stór- aukist á undanförnum misserum. Bæði er hér um að ræða vörur sem framleiddar eru hér á landi og innfluttar vörur. Með tilkomu pökkunarvéla fyrir 81 og gos- drykki í áldósir hér á landi má gera ráð fyrir að notkun slíkra umbúða stóraukist á næstunni. Ekki er ólíklegt að árleg sala á gosdrykkjum verði um 25 milljón- ir áldósa, sem samsvarar um 300 tonnum af áli. Talsvert ber á þvi að neytendur fleygi umbúðum þessum á viðavangi. Hollustuvernd ríkisins, Náttúru- verndarráð og Landvernd beina þeim tilmælum til allra landsmanna að ganga vel um landið og fleygja ekki slíkum umbúðum né öðru rusli á víðavangi. Einnig er þeim tilmælum beint til framleiðenda og ínnflytjenda að þeir geri sér í ríkara mæli ljósa ábyrgð sína í þessu máli, meðal annars með því að ganga vel um landið og fleygja ekki slíkum umbúðum né öðru rusli á víðavangi. I flestum nágrannalöndum okkar hafa verið settar reglur um notkun einnota umbúða, endurnýtingu þeirra. og t.d. hváða: efni megi nota í slíkar umbúðir. Aldósir eru t.d. alfarið bannaðar í Danmörku, sem öl- og gosdrykkjaumbúðir. Hér á landi eru engar reglur um fram- leiðslu né notkun einnota umbúða fyrir umrædda vöruflokka,. Þröstur Arnason 2Vi vinningur Lárus Jóhannesson 2V« vinningur í 2. riðli eru efstu menn eftir fjór- ar umferðir: 1.-2. sæti Páll Á. Jónsson Branko Lovric 4 vinningar 4 vinningar 3.-9. sæti Þráinn Vigfússon Haraldur Baldursson Bjarni Einarsson Sverrir Gestsson Rade Lovric Arnar Ingólfsson FriðgeirHólm I dag, 6. júní, hefst 14.00. 3 vinningar 3 vinningar 3 vinningar 3 vinningar 3 vinningar 3 vinningar 3 vinningar keppni kl. — Björn 03$, s *a Skólablað MR komið út SKÓLABLAÐ Menntaskólans i Reykjavik, annað tölublað 62. árgangs kom nýlega fyrir augu lesenda. Blaðið er sjötiu og fimm síður að stærð. Gefur þar að líta úrval af smásagna og ljóðagerð nemenda auk greina um margvisleg efni. í blaðinu eru viðtöl við Söru Wachenheim skiptinema, Wil- helm Emilsson nema, Baltasar Kormák nema, Kristínu Guð- mundsdóttur þverflautuleikara og Guðrúnu Indriðadóttur leir- kerasmið. Ritstjórar Skólablaðsins voru Kristinn Pétursson, Margrét H. Blöndal og Melkorka Thekla Ólafsdóttir. GENGIS- SKRÁNING Nr.l04-5.júníl987 Kr. Kin.KI. 09.15 Kaup Dollari Stpiind Kan.dollari Dönskkr. Norskkr. Sænskkr. Fi.mark Fr.franki Beljj. franki Sv.fraiiki Holl. gyllini V-Þ.mark ít.líra Austurr.sch. Portescudo Sp.peseti Jap.yen íraktpund SI)R(Sémt.) 38,760 63,353 28,855 5,6937 5,7839 6,1441 8,8151 6,4024 1,0330 25,8193 18,9953 21,4014 0,02954 3,0460 0,2747 0,3072 0,27051 57,309 49,9936 ECU.Evrópum. 44,3899 Kr. Sala 63,549 28,945 5,7113 5,8018 6,1631 8,8424 6,4222 1,0362 25,8993 19,0542 21,4676 0,02963 3,0554 0,2755 0,3081 0,27135 57,486 50,1480 44,5273 ToU- gengi 38,990 64,398 29,108 5,6839 5,7699 6,1377 8,8153 6,4221 1,0327 26,7615 18,9931 21,3996 0,02962 3,0412 0,2741 0,3064 0,27058 57,282 50,0617 44,3901
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.