Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
Vor-
verk
keis-
ara
HIROHITO
Japanskeisari
gróðursetti í
gær
hrísplöntu í
hrísgijónakur
sem er fyrir
utan keisara-
höllina. Næsta
haust mun
hann færa
helgiskríninu
Ise þau að
fóm.
Reuter
Verkamannaflokkurinn á Bretlandi:
Vill rannsókn á
Koivisto verður
áfram í framboði
Helsínki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
Kosningabaráttan fyrir næstu forsetakosningar í Finnlandi
hófst fyrir alvöru sl. fimmtudagskvöld þegar Mauno Koivisto,
forseti, tilkynnti formlega að hann gæfi kost á sér sem forseta-
efni jafnaðarmanna. Gaf hann til kynna að hann hefði velt
því lengi fyrir sér hvort hann ætti að gefa kost á sér áfram
eða draga sig í hlé.
Nýtur forsetinn mikillar lýðhylli.
Kalevi Sorsa, formaður Jafnað-
armannaflokksins, og nokkrir
æðstu embættismenn flokksins,
hafa tilkynnt að þeir gefi ekki kost
á sér til endurkjörs. Ætla þeir að
einbeita sér að ráðherrastarfí í
ríkisstjóminni, sem flokkurinn
myndaði með hægrimönnum í vor.
Ráðherrar flokksins hrósuðu
stjómarsamstarfínu við hægrimenn
og sögðust vonast til þess að stjóm-
in sæti út kjörtímabilið. Flokks-
menn skiptast þó í tvennt í
afstöðunni til stjómarverunnar.
Kom það greinilega fram við um-
ræður á flokksþinginu, þar sem því
var m. a. haldið fram að finnski
Jafnaðarmannaflokkurinn væri á
góðri leið með að verða borgaraleg-
asti sósíalistaflokkurinn í Evrópu.
Tveir flokkar aðrir hafa útnefnt
frambjóðendur sína við forseta-
kosningamar. Miðflokkurinn hefur
útnefnt Paavo Vayrynen, flokks-
formann og fyirum utanríkisráð-
herra, og Harri Holkeri, forsætis-
ráðherra, verður frambjóðandi
hægrimanna.
Finnskir jafn-
aðarmenn sitja nú
á flokksþingi í
Helsinki þar sem
mótuð verður ný
stefna og ný
flokksforysta val-
in. Flokkurinn
tapaði í þingkosn-
ingunum í vor og
var þá endir bund-
inn á áratugalangt
stjómarsamstarf við Miðflokkin.
Miklar umræður og harðar deilur
um stefnumál urðu á fyrsta degi
flokksþingsins, fímmtudag. Telja
stjómmálaskýrendur að það hafí
verið tilraun af hálfu flokksforys-
tunnar að sameina flokkinn með
því að tilkynna ákvörðun Koivisto.
hvik-
Mauno Koivisto
sögum í kauphöllinni
íhaldsflokkurinn heldur hlut sínum í skoðanakönnunum
Lundúnum, Reuter.
TALSMENN Verkamannaflokks-
ins kröfðust þess að opinber
rannsókn færi fram á uppruna
sögusagna í kosningabaráttunni,
en í fyrradag féllu verðbréf um
sex milljarða sterlingspunda á
hálftíma eftir að sá orðrómur
komst á kreik að íhaldsflokkurinn
hefði tapað miklu fylgi samkvæmt
óbirtri skoðanakönnun. Það sam-
svarar rúmlega 360 milljörðum
islenskra króna. George Foulkes,
sem er talsmaður Verkamanna-
flokksins um utanríkismál, gaf í
skyn að einhverjir óprúttnir fjár-
málamenn væru að reyna að
hagnast á þessum fölsku fregnum
og margir verðbréfasalar sögðust
telja að einhveijir hefðu af ásettu
ráði hrundið þessum sögusögnum
af stað.
Samkvæmt sögunni átti Verka-
mannaflokkurinn að vera að vinna á
íhaldsflokkinn og áttu aðeins tvö
prósentustig að skilja flokkana að í
skoðanakönnuninni, en kosningar
fara fram næstkomandi fimmtudag.
Sannleikurinn var hins vegar sá að
íhaldsflokkurinn hefur enn gott for-
skot á keppinauta sína, eða um 10%,
en téð könnun, Marplan-könnunin,
birtist í dagblaðinu The Guardian í
gær.
Verðbréfamarkaðurinn náði sér
þó að nokkru aftur, þegar þeir sem
framkvæmdu könnunina upplýstu í
fyrradag að jafnvel þeir væru ekki
komnir með niðurstöðuna, hvað þá
aðrir. „Aukin áhrif skoðanakannana
er vaxandi áhyggjuefni", sagði Foul-
kes. „Þær eru svo áhrifamiklar að
þær hafa nú ekki einvörðungu áhrif
á kosningaúrslit, heldur eru þær nú
misnotaðar til þess að komast yfir
illan feng.“
Anne Coleman, talsmaður verð-
bréfamarkaðarins, sagði að fram-
kvæmdastjóm markaðarins teldi
hugsanlega rannsókn engum tilgangi
þjóna, þar sem ekki væri hægt að
amast við orðrómi. „Sögusagnir eru
það sem veldur sveiflum á verðbréfa-
markaðinum og hvemig í ósköpunum
á að rannsaka orðróm?"
Samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
unum er íhaldsflokknum enn sigur
vís. í áðumefndri Marplan-könnun
var íhaldsflokknum spáð 44% fylgi,
Verkamannaflokknum 34% og
Bandalaginu 21%. í Harris-skoðana-
könnuninni, sem gerð er daglega
fyrir óháð morgunverðarsjónvarp
ITV, var íhaldsflokknum einnig spáð
44% fylgi, en Verkamannaflokknum
33% og kosningabandalag frjáls-
lyndra og Bandalags jafnaðarmanna
rak lestina með 21% fylgi þeirra sem
svöruðu.
Að undanfömu hefur borið á að
Verkamannaflokkurinn sé eitthvað
að sækja í sig veðrið, og skildu að-
eins 4% flokkana að í einni skoðana-
könnun. Talið er þó að íhaldsflokkur-
inn þurfí lítið að óttast því að
samkvæmt báðum skoðanakönnun-
um að ofan mun hann bera sigurorð
af Verkamannaflokknum með 80
þingsæta meirihluta.
Samkvæmt nýjum skoðanakönn-
unum fengi Koivisto 60% atkvæða
ef kosið yrði nú, en kosningamar
fara fram í janúar 1988. Finnska
þingið samþykkti á dögunum
stjómarskrárbreytingu sem hefur
það í för með sér að þjóðin á þess
kost að kjósa forsetann beinni
kosningu. Hingað til hefur þjóðin
einungis kosið kjörmenn, sem síðan
hafa valið forseta. Samkvæmt
stjómarskrárbreytingunni kjósa
menn nú bæði forseta og kjör-
menn. Hljóti einn frambjóðenda
hreinan meirihluta verður kjöri
hans lýst án þess að kalla til kjör-
menn.
Astralía:
Dingo-málið
enn óútkljáð
Reuter
Lindy og Michael Chamberlain, foreldrar barnsins sem hvarf.
Sydney, Reuter.
í ÁSTRALÍU er mikið rætt um
sérkennilegt dómsmál sem oft-
ast er kallað Dingo-málið.
í ágúst árið 1980 fór Chamber-
lain-§ölskyldan 1 tjaldútilegu til
Ayers Rock sem er talinn heilagur
staður af frumbyggjum Ástralíu.
Yngsta bam hjónanna Lindy og
Michaels Chamberlain, Azaria,
var ekki nema níu vikna gömul
þegar hún hvarf að kvöldi 17.
ágúst. Móðirin sagðist hafa séð
dingo, sem er ástralskur villihund-
ur, hrifsa bamið og draga það
burt.
Málið vakti gífurlega athygli
og umræður. Sagan um að dingo
hefði tekið bamið þótti ótrúleg
og var höfð að háði og spotti.
Margir Ástralir halda því fram
að villihundar geri einfaldlega
ekki svona hluti. Fólk fór að segja
ósmekklega dingobrandara og
sögusagnir komust á kreik um
að baminu hefði verið fómað af
djöfladýrkendum.
Lögreglan sagðist geta sýnt
fram á það að Lindy, sem þá var
31 árs, hefði skorið nýfætt bam
sitt á háls, inni í bfinum þeirra,
og falið svo líkið sem hefur aldrei
fundist. Ekki var þó hægt að finna
neina ástæðu fyrir því hvers
vegna hún hefði átt að gera þetta.
Réttarhöld vom í málinu árið
1982 og þá var Lindy dæmd í
lífstíðarfangelsi, m.a. vegna þess
að lögreglan gat bent á bletti sem
líktust blóði, undir mælaborði
bílsins.
Síðar kom í ljós að það sem
talið var vera blóð, var efni sem
hafði verið sprautað á til hljóðein-
angrunar. Einnigfannstjakki sem
Azaria var í þegar hún hvarf.
Hann var rifinn og tættur og allur
út í mold. Niðurstöður rannsóknar
á jakkanum vom þær að miklu
sennilegra væri að bamið hefði
verið dregið eftir jörðinni af villtu
dýri heldur en að það hefði verið
skorið á háls, grafið og jakkanum
komið fyrir seinna á þeim stað
sem hann fannst.
Almenningsálitið fór nú að
breytast, enda þótti dómurinn um
lífstíðarfangelsi fullharður. Opin-
ber rannsóknamefnd var skipuð.
Formaður nefndarinnar lýsti því
yfír að ef þessi nýju sönnunargögn
hefðu verið komin fram í réttar-
höldunum þá hefði frú Cham-
berlain verið sýknuð. Hún var
látin laus í febrúar á síðasta ári
og náðuð fyrir stuttu.
En náðun er ekki það sama og
sýkna. Þess vegna heldur barátta
Chamberlain-hjónanna áfram.
Michael Chamberlain fékk skil-
orðsbundinn dóm fyrir að vera í
vitorði með konu sinni. Ekki síst
vegna bama þeirra þriggja, ætla
þau ekki að gefast upp fyrr en
nafn þeirra hefur verið hreinsað.