Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 17 Jón Baldvin var spurður hvort það væri hans mat að umræðurnar um atvinnumálin, sem fram fóru í gær, réðu úrslitum um það hvort tækist að mynda ríkisstjórn:„Það fer ekkert á milli mála að land- búnaðarmálin eru trúlega með þeim erfiðari sem við fjöllum um. Þar eru sjónarmið flokkanna, annars vegar okkar og hins vegar fráfarandi stjórnarflokka það ólík og eftir þessar yfirlitsumræður þá setjum við undirnefnd í þetta mál og leggj- um fyrir hana þær hugmyndir um breytingar sem hér hafa verið reif- aðar." Að síðari viðræðufundinum lokn- um sfdegis í gær, sagði Jón Baldvin á fundi með fréttamönnum: „Það er búið að vera rífandi gangur á þessum viðræðum." Hann sagði hann hefði frestað umræðunni um sjávarútvegsmál, að ósk Steingríms Hermannssonar, sem er á förum til Portúgals í dag. Þau verða því rædd í dag, en í gær var í stað sjávarút- vegs rætt um tillögur um endur- skipulagningu ríkisútgjalda, húsnæðismál, umhverfismál og ut- anríkismál. „Það miðaði verulega í sam- komulagsátt," sagði Jón Baldvin og nefndi hugmyndir sem settar voru fram um endurskipulagningu ríkisútgjalda. Það hefði ekki verið umtalsverður ágreiningur um ný- skipan umhverfisverndarmála og utanrfkismál. „í stórum dráttum var samkomulag um þetta," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þyngra hefði verið undir fæti í húsnæðis- málunum og niðurstaðan hefði orðið sú að skipa þriggja manna nefnd úr þessum 9 manna viðræðuhópi til þess að fjalla um húsnæðismálin og kaupleiguíbúðir nú y fir helgina. „Þessar umræður eru ekkert í strand. Það dettur engum í hug að þrfr flokkar setjist við samninga- borðið og semji á nokkrum klukku- tímum," sagði Jón Baldvin. að vfsa kröfu varnaraðila, þeirri sem um er dæmt f þessu máli, frá hér- aðsdómi. Meirihluti dómara hefur komsit að gagnstæðri niðurstöðu, og mun ég því samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 75/1973, taka þátt í efnis- úrlausn málsins. Hvorki hefur verið sýnt fram á að ríkissaksóknari sé í neinum tengslum við varnaraðila máls þessa er mundu gera hann van- hæfan til þess að vera dómari f máli á hendur þeim, né heldur að hann mundi vera það af öðrum ástæðum. Það er eigi í verkahring dómstólanna að meta eða segja fyrir um hvernig haga hefði átt ákæru í þessu máli, svo sem hvort rétt hefði verið að saksækja aðra menn en gert hefur verið. Sam- kvæmt því tel ég að staðfesta ætti hinn kærða úrskurð. færðar hafa verið fram af hálfu kærenda fyrir kröfum þeirra um að ríkissaksóknari vfki sæti, gefa ekki tilefni til frekari gagnaöflunar um það atriði. Samkvæmt því verða kröfur kærenda f máli þessu ekki teknar til greina, og er hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Sératkvæði Halldórs Þorbjörns- sonar hæstaréttardómara. Varnaraðilar sýnast styðja kröf- ur sínar um öflun gagna þeim rökum að þeim sé þörf á gögnum þessum til styrktar kröfu sem þeir hafa gert í sakadómi Reykjavíkur um frávísun málsins, en krafa þessi bíður úrlausnar. Égtel að eigi verði leitað dómsúr- lausnar um það að máli verði vísað frá dómi af þeim ástæðum að ríkis- saksóknari mundi vera vanhæfur til þess að vera dómari í því. Með þessum rökum er ég sammála nið- urstöðu meirihluta dómara um það að kröfur varnaraðila verði ekki teknar til greina. Morgunblaðið/Emilla Hin nýja srjórn Arkitektafélagsins. F.v. Málfriður Klara Kristiansen, Guðmundur Gunnarsson, Egill Guðmundsson og Guðlaugur Gauti Jónsson. Arkitektafélagið: Guðlaugur Gauti Jóns- son kjörinn formaður NÝ STJÓRN var kjörin á aðal- fundi Arkitektafélagsins fyrir skömmu. Formaður er Guðlaugur Gauti Jónsson, ritari Málfrfður Klara Kristiansen, gjaldkeri Egill Guðmundsson og meðstjórnandi Guðmundur Gunnarsson. Félagar f Arkitektafélaginu eru nú 227 og í fréttatilkynningu frá þvf kemur fram að starfsemin hefur ver- ið lífleg á sfðasta starfsári. íslenskir og erlendir arkitektar hafa haldið fyrirlestra um byggingarlist og haldnar hafa verið ráðstefnur og sýn- ingar á verkum starfandi arkitekta og nýútskrifaðra arkitektanema. í fréttatilkynningunni segir að menntamál hafi töluvert verið rædd innan félagsins og séu uppi ýmsar hugmyndir um kennslu í arkitektúr hérlendis. Vonir standi til að þau mál skýrist á þessu ári. Bleiki pardusinn hugsar vel um # 0 i luyoai vci uiii SMAFOUOD Barnaboxin eru frábær fyrir smáfólkiö Allt í einu boxi, heil máltíöog margskonar leikir og gátur. Einnig einhver óvæntur glaðningur í hverju boxi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.