Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JUNI 1987 51 Minmng: Þórður Halldórs- son frá Laugalandi Fæddur 22. nóvember 1891 Dáiiin 26. maí 1987 Löngum starfsdegi tengdafðður míns, Þórðar Halldórssonar frá Laugalandi, er lokið. Útför hans verður gerð í dag frá Melgraseyri í Nauteyrarhreppi. Faðir hans, Halldór Jónsson, Rauðamýri, Nauteyrarhreppi, var einn þeirra bænda af aldamótakyn- slóð sem var í flestu nokkuð á undan sinni samtíð. Afi hans, Jón Halld- órsson, Laugabóli, var einnig mikilsvirtur bændahöfðingi. Það voru því styrkar stoðir og sterkar kenndir til búskapar í sveit sem réðu því að Þórður ákvað að gerast bóndi. Þegar Laugaland í Skjald- fannadal losnaði úr ábúð ákvað hann að fala jörðina til kaups og árið 1919 hóf hann þar búskap með konu sinni Helgu Maríu Jónsdóttur. Laugaland var fremur lft.il jörð og illa hýst, tún Iéleg en engjar og fjárbeit sæmileg. Honum leist því ekki meira en svo á að bjóða hinni ungu og glæsilegu konu sinni vetr- ardvöl í bæjarhúsunum. Hjá þeim hjónum dvöldust um vorið og sum- arið bræður Helgu til hjálpar við vorverk og heyskap. Svo var það kvöld eitt að hann tilkynnti þeim að þeir skyldu rífa gömlu baðstof- una til grunna daginn eftir. Hann væri að fara til ísafjarðar til þess að sækja timbur í nýja baðstofu. Við annan mann reri hann svo um nóttina til ísafjarðar, hitti kaup- mann og sagði að sig vantaði timbur til að byggja baðstofu. Kaupmaður- inn sem Þórður þekkti ekki neitt varð hálf hvumsa við og vildi vita hvernig hann ætlaði að borga og sagðist Þórður myndi borga það um haustið. Kaupmaðurinn þagði góða stund en sagði síðan: „Farið og leggið ykkur, ég skal sjá um að láta spýturnar í bátinn". Undir morgun næsta dag tóku þeir land við Armúla, en þá stendur þar í fjörunni nágranni hans, Jóhann frá Skjaldfönn með hesta til þess að flytja timbrið fram að Laugalandi. Þetta atvik var eiginlega dæmigert fyrir allt hans líf. Aræði, bjartsýni, tiltrú annarra og vinátta nágrann- anna. Búskapurinn á Laugalandi gaf ekki mikið af sér fyrstu árin, en smátt og smátt stækkaði túnið og nýjar byggingar sáu dagsins ljós, m.a. stórt og vandað íbúðarhús, laust eftir síðustu heimsstyrjöld. Börnin urðu sjö. Halldór, Ingi- björg, Ólafur, Jóhann, Kristín, Jón og Guðrún. Það þurfti því nokkuð til að sjá heimilinu farborða. Til þess að drýgja tekjur stundaði Þórð- ur í mörg ár rjúpnaveiðar á vetrum og grenjavinnslu á vorin. Smám saman hlóðust á hann margvísleg störf fyrir sveitina. Hann var odd- viti í yfír 30 ár, sýslunefndarmaður, fulltrúi á þingi Stéttarfélags bænda og formaður búnaðarfélagsins í fjölda ára eða allt til þess að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. ÖH þessi störf rækti hann af mik- illi prýði og samviskusemi og ávann sér hylli sveitunga sinna. Á þingum og fundum var hann ekki myrkur i máli og fylgdi skoðunum sínum fram af mikilli festu og harðfylgi. En undir niðri sló stórt og heitt hjarta. Hann var oft fljótur að skipta skapi, ákafamaður sem hann var, sérstaklega ef honum þótti hallað á störf bóndans. Hann trúði á gróð- urmátt jarðar og allt sem honum fylgdi. En jafhfljótur var hann að skipta yfir ( þá einlægu hlýju sem honum var svo eðlileg. Það má segja að skap hans hafi mótast af hinu vestfirska veðurfari. Hann fór held- ur ekki varhluta af þvi. Eitt haustið þegar bylur skall á, eins og hendi væri veifað, missti hann obbann af fénu í síkin fyrir neðan túnið. Það voru dapurlegir dagar að draga á sleðum dautt og hálfdautt féð heim að bænum. En Þórður tók þessu sem öðru með æðruleysi og barm- aði sér ekki og yfir þetta áfall komst hann með því hugarfari að náttúru- hamfarir væru ofar mannlegum mætti. Þegar Þórður, hátt á áttræðis- aldri, lét af búskap mætti halda að hann hefði sest fyrir og hvílst að löngum starfsdegi loknum, búinn tvisvar að byggja íbúðarhús á jörð- inni, stækka túnið margfalt svo að frá því að byrja með fáeinar kindur og kú var nú hægt að hafa á fóðr- um 15—16 nautgripi og milli 4—500 fjár. En nú byggði hann í þriðja sinn snoturt hús á nýbýli sem hann nefndi Laugarholt í túnjaðrinum og þangað fluttu þau hjónin í skjól dóttur sinnar, Guðrúnar, sem af mikilli fórnfýsi og umhyggju hefur annast þau öll þessi ár. Verður verk hennar f þessu sambandi lfklega aldrei metið sem vert er. Þórður lést 26. maí sl. eftir rúm- lega ársdvöl f Sjúkrahúsi ísafjarðar. Ég vil hér með koma á framfæri bestu þökkum til starfsfólks sjúkra- hússins, sem að því er ég best veit, annaðist hann af stakri prýði. Þetta eru fátækleg orð um ein- stakan heiðursmann. Á þessum rúmlega fjörutíu ára ferli, sem ég átti samleið með Þórði, tengdaföður mínum, minnist ég hans fyrst og fremst fyrir það með hve mikilli hl£ju og einlægni hann umgekkst sitt samferðafólk. En einnig fyrir áræði hans, bjartsýni, heiðarleika og einlæga trú á störf bóndans og sveitina. Með þessum orðum kveð ég tengdaföður minn með fullvissu um að hann hefur fengið góða heim- komu. Tengdamóður minni, Helgu, bið ég blessunar svo og öllum þeirra nánustu. Ólafur S. Ólafsson í hinum fagra Skjaldfannadal í Nauteyrarhreppi við Isafjarðardjúp er gott undir bú. Þrátt fyrir nábýli við Drangajökul er jörð þar gras- gefin og umhverfið allt blómlegt. Þar rennur Selá, eitt mesta vatns- fall á Vestfjörðum, til sjávar út í Djúpið. í þessum fagra fjalladal bjuggu hjónin Þórður Halldórsson og Helga Jónsdóttir búi sínu. Þar undu þau glöð við sitt f blíðu og stríðu, komu upp stórum og mannvænlegum barnahóp og voru sveit sinni og héraðinu öllu til sóma. En nú er bændahöfðinginn Þórð- ur á Laugalandi fallinn, en við það býli var hann lengstum kenndur. Hann lést í sjúkrahúsinu á ísafirði 26. maí, 95 ára að aldri. Skjald- fannadalurinn drúpir höfði, frændur og vinir sakna mikilhæfs athafna- manns sem í dag er kvaddur hinstu kveðju í Melgraseyrarkirkju. Þórður Halldórsson fæddist á Rauðamýri 22. nóvember 1891. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jóns- dóttir frá Barmi á Skarðsströnd og Halldór Jónsson á Laugabóli í ísafirði. Voru þeir Laugabólsmenn skörungsbændur og frægir útvegs- menn. Áttu þeir Laugabólsbúð í Bolungarvík og sóttu þaðan sjó eins og fleiri Djúpbændur fyrr á árum. Ingibjörg móðir Þórðar var af Burstafellsætt. Röktu þeir ætt sína m.a. til dr. Guðbrands Vigfússonar í Oxford, Guðbrands Hólabiskups, Arna Gíslasonar á Hlíðarenda og fleiri merkismanna. Halldór á Rauðamýri var mikill framfaramað- ur. Hann stundaði búnaðarnám í Noregi og naut þar atbeina Jóns Sigurðssonar forseta. Er mér Rauðamýrarbóndinn í bamsminni. Ber þar margt til, m.a. höfðinglegt yfirbragð hans, ákaflyndi og dugn- aður. A Rauðamýri býr nú einn sona Þórðar góðu búi. Þórður Halldórsson starfaði fyrst á búi foreldra sinna. Hann stundaði nám í Heydalsárskóla í Stranda- sýslu árin 1909 til 1910. Þótti það ágætur skóli. Var Þórður snemma mikill áhugamaður um landbúnað eins og frændur hans og forfeður. Arið 1915 kaupir hann jörðina Laugaland í Skjaldfannadal, sem þá var nær húsalaus. Nytjaði hann hana fyrstu tvö árin frá Rauða- t Þökkum innilega samúö og vinóttu við frófall og útför KRISTBJARQAR SVEINBJARN ARDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Högnastöðum. Asta Guðmundsdóttir, Sigurf innur Sigurðsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðbrandur Kristmundsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ásgrímur GuSmundsson, Halldóra Þ. Guðmundsdóttir, Böðvar I. Inglmundarson, barnabörn og barnabamabörn. t Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu vegna frá- falls móður okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞURÍÐAR TRYGGVADÓTTUR MÖLLER, Austurbergl 38. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á deild 6A á BorgarspftaU anum fyrir frábæra umönnun. Gunnlaugur Birglr Danfelsson, Stelnunn Þorstalnsdóttir, Kristjana Halldóra Möllor, Björn Möller, Kristján Asgeir Möller, Blrna Sigríður Ólafsdóttir, Gelr Ragnar Gfslason, Guðf ríður Guðmundsdóttir, Stoinunn HJartardóttir, barnabörn og barnabarnaböm. mýri. En 1919, þ. 12. ágúst, stígur hann sitt mesta gæfuspor, er hann kvænist heitmey sinni, Helgu Maríu Jónsdóttur frá Skarði á Snæfjalla- strönd, síðar í Hraundal f Nauteyr- arhreppi. Má segja að hún hafi verið heilladís hans í lífinu, enda hin mesta mannkostakona. Var jafnan ánægjulegt að heimsækja þau og gista heimili þeirra. Hlýhugur og gestrisni mótaði framkomu þeirra hjóna og barna þeirra. Arið 1917 byggði Þórður íbúðar- hús. og hóf að reisa peningshús á Laugalandi að þeirrar tíðar hætti. Sfðar byggðu þau hjón nýtt og reisulegt fbúðarhús. Var mér mikil gleði að því að gista þar hjá þeim skömmu eftir að það var risið. Skömmu eftir að þau hófu bú- skap hóf Þórður miklar ræktunar- framkvæmdir á jörð sinni. Rak hann þar Iengi stórbú með 500 fjár og 12 kúm. Má segja að hann hafi breytt þar kotbýli í stórbýli. Þórður í Laugalandi naut mikils trausts meðal sveitunga sinna. Hann gegndi þar flestum trúnaðar- störfum. Hann var oddviti Nauteyr- arhrepps og sýslunefndarmaður um árabil, átti sæti í Sambandi fsl. sveitarfélaga, í skólanefnd Reykja- nesskólans, var formaður Búnaðar- félags Nauteyrarhrepps, fulltrúi á fundum Búnaðarsambands Vest- fjarða og á fundum Stéttarsam- bands bænda, svo nokkuð sé talið. 011 mótuðust trúnaðarstörf hans af áhuga og dugnaði. Þau Helga og Þórður áttu sjö börn. Elstur þeirra er Halldór, nú- verandi bóndi á Laugalandi. Kona hans er Ása Ketilsdóttir; Ingibjörg kennari, gift Ólafi S. Ólafssyni kennara í Reykjavík; Ólafur bóndi á Rauðamýri, kvæntur Jónu Ing- ólfsdóttur frá Hnífsdal; Jóhann lögmaður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur; Kristín húsfreyja á Melgraseyri, gift Guð- mundi Magnússyni bónda þar; Jðn Fanndal garðyrkjubóndi sem byggði nýbýlið Laugarás, kvæntur Margréti Maríusdóttur og Guðriín húsfreyja og bóndi í Laugarási, sem búið hefur þar með foreldrum sínum eftir að þau hættu búskap á Lauga- landi og verið þeim stoð og stytta. Öll eru börn þeirra Helgu og Þórðar mikið atorkufólk, vel gefin og ræktarsöm við heimahaga. Fimm.þeirra hafa búið á ættarjörð- unum í Nauteyrarhreppi. Er það hreppnum og Djúpinu til sóma. Það er líka þessu fagra héraði sannar- lega til trausts og halds á erfiðum tímum í íslenskum landbúnaði, sem oft er ómaklega gagnrýndur á síðustu árum. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Þess má gjarnan minnast þegar óveðursský grufir yfir íslenskum sveitum. Margar jarðir hafa þó verið byggðar upp af frábærri atorku og trú á framtíð lands og þjóðar. f slenska þjóðin á bændum sínum miklar þákkir að gjalda. Þórður á Laugalandi var ekki aðeins mikill bóndi. Hann var drengskaparmaður og höfðingi. Hann gat verið skapharður á stund- um. En orð hans skildu ekki eftir sár f sál samferðamanna hans. Þvert á móti. Hann var jafnan mik- ils metinn. Þeir sem þekktu hann best vissu að hann var góðviljaður og hjartahlýr maður. Hann var mikill gæfumaður. Börn hans og Helgu Jónsdóttur reyndust þeim og héraði sínu vel. Guðrún dðttir þeirra í Laugarholti, sem lengst bjó með þeim naut mikillar ástúðar þeirra, eins og raunar öll þeirra myndar- legu börn. Kynni mín af Þórði á Laugalandi voru löng og farsæl. Við vorum ekki alltaf sammála. En það spillti ekki vináttu okkar. Ég sakna hans og mér finnst skugga hafa dregið yfir dalinn hans fagra þegar hann er allur. Helgu Jónsdóttur og börn- um þeirra votta ég innilega samúð við fráfall hans. En hann hafði heil- um vagni heim ekið. Hollar vættir vaki yfir Skjaldfannadal og fólkinu sem áfram lifir þar og starfar. Sigurður Bjarnason frá Vigur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MÖRTU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Laufásl. Sérstakar þakkir til læknis og hjúkrunarfólks sjúkradeildar Drop- laugastaöa fyrir umhyggju og hlýhug henni til handa. Þórhallur Guðmundsson, Margrét Þórhallsdótttr, Guðrún Þórhall8dóttir, Hólmfrfður Þórhallsdóttir, SigurAur Þórhallsson, Ragnar Þórhallsson, Krístbjörg Þórhallsdóttir, Guðmunda Þórhallsdóttir, Þorsteinn Þorstoinsson, Frímann Jóhannsson, Margrót Steingrímsdóttir, Óskar Maríusson, Snær Karlsson, barnabðrn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRfÐAR VILHJALMINU ÓLAFSDÓTTUR, Jökulgrunni 1, við Hrafnistu, Sigurjón Krístjánsson, Steinar Sigurjónsson, Oddný Ólaffa Sigurjónsdóttir, Benedikt Hermannsson, Hreiðar Hafberg Slgurjónsson, Krístján Stefán Sigurjónsson, Helga Kristjánsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Ólöf Hafdfs Guðmundsdóttir, Sigríður Steinarsdóttir, Einar Þórhallsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför bróður okkar og fósturfööur, GUÐNA ÓLAFSSONAR bónda, Flekkudal, KJós, er lést 8. maí síöastliðinn. Guðný Ólafsdóttir, Einar Ólafsson, Guðmundur Ólafsson. Ragna Llndberg, GuSný (varsdóttir, Sigurlína Jóhannesdóttlr, GuSni Ólafsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Ólöf Þorsteinsdóttlr. mmmmmmutmmim tí*t\M *.....ni Éii»imr*> M*m<w&m*&-MM^jiMmjt.-*i&*#mm<e****.*i* ¦iiiiuin aaximammvwammi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.