Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987
Hvítasunnumáltíð
Nú þegar nálgast hásumarið skulum við nota hvert tækifæri til útivistar.
Hvítasunnuhelgina nota margir til þess að fara inn til heiða og ganga á
fjöll og jökla. Vonandi verður þeim, sem ganga á Snæfellsjökul, að ósk
sinni um að'vera þar á hábungu í sól og blíðu og horfa norður yfír spegil-
sléttan Breiðaflörðinn til hvítra fjalla Vestfjarðakjálkans og snúa sér síðan
til suðurs og horfa í Faxaflóaspegilinn með blárri Reykjanesumgjörð.
En hvar sem við erum, eða hvert sem við förum, skulum við líta til
fugla, segja bömunum hvað þeir heita og að þá megi þekkja af lit þeirra og fluglagi og
þeim hljóðum sem þeir gefa frá
sér. Mikið vantaði í sumarið ef
ekki heyrðist í fugli. Nú er sá tími
er flestar fuglategundir liggja á
eggjum sínum og við skulum fara
með gát þar sem við vitum um
hreiður.
Stelkur hafði gert sér hreiður
við vegbrúnina heim að kofa okk-
ar hjónanna í Garðaholti. Einn
daginn er við komum þangað,
voru þrír ungar skriðnir úr eggj-
um — Htið gat var komið á það
fjórða og það tísti innifyrir og
hátt lét í foreldrunum. Við flýttum
okkur að kofanum, sem var í um
60 metra fjarlægð og höfðum
hægt um okkur það sem eftir var
dags. Við sólsetur, þegar hugað
var að hreiðrinu, voru ungamir
þrír horfnir ásamt foreldrunum,
en eggið fjórða óbrotið og hljótt
inni fyrir. Foreldramir höfðu talið
hyggilegast að koma þeim þrem-
ur, sem skriðnir voru úr egginu,
úr návist manna, en falið þann
fjórða örlögunum.
Eitt faliegasta hreiðurstæði,
sem ég hefi séð var hjá spóahjón-
um. Þegar beygt er af Landbrots-
veginum inn á afleggjarann til
Seglbúða, er hraungrýtishleðsla
undir girðingunni meðfram vegin-
um, og þama í hleðslunni höfðu
þau byggt sinn bæ með útsýni
bæði til norðurs og suðurs, og þó
þau gætu ekki speglað sig f haf-
fletinum, þá eru Landbrotshólam-
ir vinalegir og stutt í mýramar
meðfram Skaftá og svo er Gren-
lækur skammt undan.
Víðast hvar er ennþá fermt til
sveita á hvítasunnu og gaman
hefði verið að vera við fermingu
í Prestbakkakirkju og gleðjast
með þeim bömum, sem staðfesta
þar skímarheit sitt. Þótt við séum
víðs fjarri, leitar hugur okkar
þangað þann dag.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
-gfllillll1ll 'lll
^180 DÝRLEGT kemur sumar meS sól og blóm,
senn fer allt að vakna með lofsöngsróm,
yængjaÞytur heyrist i himingeim,
hyrnar yfir iandi’af Þeim fuglasveim.
Th Fr.
Forréttur
Pönnukökur
með grænmeti
12 radísur
nokkrar steinseljugreinar
3 eggjarauður
'Atsk salt
2 dl hveiti
2>/2 dl mjólk
1 msk matarolía
3 eggjahvítur
nokkur graslauksstrá
1 msk kapers (má sleppa)
1 meðalstór blaðlaukur
1 stór rauð og önnur
græn paprika
1 stór gulrót
30 g smjör til að sjóða græn-
metið í örlítið salt á grænmetið
nýmalaður pipar á grænmetið
1. Byijið á að skera þunnt upp
í radísumar eins og sýnt er á
meðfylgjandi mynd.
2. Leggið radlsumar síðan í
ísvatn. Setjið í kæliskápinn og
látið vera þar í 3 klst.
3. Þeytið eggjarauðumar með
salti.
4. Setjið hveiti og mjólk út í og
hrærið saman.
5. Setjið matarolíu út í og hrær-
ið saman.
6. Þeytið hvítumar og setjið
út í.
7. Meijið kapersið með gaffli.
Klippið graslaukinn. Setjið þetta
út í pönnukökusoppuna.
8. Hitið pönnukökupönnu og
bakið 6 þykkar pönnukökur úr
deiginu. Staflið þeim upp. Setjið
síðan álpappír yfir og haldið heit-
um.
9. Kljúfíð blaðlaukinn. Skerið
síðan í sneiðar.
10. Takið steinana úr papr-
ikunum og skerið í sneiðar.
11. Skafið gulrótina, skolið en
rífið þá gróft á rifjámi.
12. Hitið smjörið í potti. Setjið
blaðlauk, papriku og gulrót út í
og sjóðið við hægan hita í 15
mínútur.
13. Setjið salt og pipar út í og
hrærið vel í.
14. Skiptið grænmetinu jafnt á
pönnukökumar, vefjið upp og
skerið í tvennt. Setjið síðan 2
helminga á forréttardisk.
15. Leggið steinseljugrein og 2
radísur á hvem disk og berið
fram.
Aðalréttur:
Svínaliindir með app-
elsínusósu og sveppum
Handa 4—5
1 kg svínalundir
IV2 tsk salt
nýmalaður pipar
15 gsmjör + 1 msk matarolía
safi úr 2 appelsínum
rifínn börkur af 1 appelsínu
1 dl vatn
1 msk ijómaostur án bragðefna
1 dl ijómi
250 g ferskir sveppir
15 g smjör til að steikja svep-
pina í
Vs tsk salt
*/8 tsk karrý
1. Þerrið lundimar, takið af
þeim fitu ef einhver er.
2. Hitið pönnu þar til rýkur úr
henni. Bregðið lundunum á pönn-
una og snúið á allar hliðar þannig
að kjötið lokist. Minnkið hitann,
setjið smjör og olíu á pönnuna og
brúnið lundimar.
3. Stráið salti og pipar yfir kjö-
tið.
4. Setjið 15 g smjör í pott ásamt
karrý og salti.
5. Þerrið sveppina vel, þvoið
ekki. Skerið síðan í sneiðar. Sjóð-
ið sveppasneiðamar í smjörinu í
5—7 mínútur.
6. Setjið sveppina ásamt þeim
vökva sem er á þeim á pönnuna,
setjið síðan appelsínubörk, app-
elsínusafa, tjómaost og ijóma út
í og jafnið soðið vel. Ef ykkur
finnst þetta of þunn sósa, er hægt
að setja ögn af hveitihristingi eða
sósujafnara út í.
Meðlæti: Soðnar eða bakaðar
kartöflur og appelsínu/lauksalat
sem uppskrift er af hér á eftir.
Appelsínu/lauksalat
4 appelsínur
1 stór rauðlaukur
1 dl matarolía
safi úr 1 stórri sítrónu
1 msk hunang
V2 tsk paprikuduft
V2 tsk sinnepsduft
l/i tsk salt
salatblöð
1. Afhýðið appelsínumar með
hníf, þannig að hvíta húðin fari
með. Skerið appelsínurnar síðan
í örþunnar sneiðar. Takið úr þeim
steina. Setjið appelsínusneiðarnar
í skál.
2. Afhýðið laukinn, skerið hann
einnig í örþunnar sneiðar. Losið
síðan hringina í sundur. Setjið
saman við appelsínumar í skálina.
3. Setjið matarolíu, sítrónusafa,
hunang, paprikuduft, sinnepsduft
og salt í aðra skál. Þeytið saman
með þeytara þar til þetta þykkn-
ar. Hellið þá yfir appelsínumar
og laukinn í skálinni. Blandið sam-
an með tveimur göfflum. Setjið
plastfilmu yfír skálina og látið
standa í kæliskáp í minnst 2 klst.
fyrir notkun. Þetta má geymast
til næsta dags.
4. Raðið salatblöðum á grunna
skál eða fat. Takið síðan app-
elsínusneiðamnar og laukinn úr
leginum og setjið á miðju fatsins.
5. Takið löginn sem situr eftir
og ausið honum með skeið yfír
salatblöðin, sem standa út fyrir
appelsínumar/laukinn.
Súkkulaðiábætisréttir
200 g suðusúkkulaði, 2 pk.
6 eggjarauður
IV2 tsk duftkaffi
1 msk sjóðandi vatn
3 eggjahvítur
1 peli ijómi
3 msk romm (má sleppa)
nokkrar makkarónukökur
1. Hitið bakaraofninn í 80°C.
Setjið súkkulaðið í einfalda röð á
eldfast fat. Setjið fatið í ofninn.
Súkkulaðið bráðnar á 7 mínútum.
Takið þá úr ofninum og látið
standa í 5 mínútur á eldhúsborð-
inu.
2. Hrærið eggjarauðumar vel.
Athugið, það er enginn sykur sett-
ur í þær.
3. Setjið súkkulaðið varlega út
\ eggjahræruna, og hrærið vel
saman.
4. Leysið kaffiduftið upp í vatn-
inu, kælið örlítið en setjið þá út
í eggja/súkkulaðihræruna.
5. Setjið rommið út í, ef þið
notið það.
6. Þeytið eggjahvítumar stífar.
Setjið síðan út í hrærana. Setjið
skálina í kæliskáp og látið kólna
vel. Um 1 klst.
7. Þeytið ijómann. Takið ská-
lina úr kæliskápnum. Setjið
helming ijómans saman við hrær-
una. Skiptið síðan í 6 skálar.
Sprautið því sem eftir er af ijó-
manum ofan á.
8. Stingið makkarónukökum
ofan í skálamar og berið fram.