Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987 Eyjabátar mok- veiða ufsa á Víkinni Vestmaniiaeyjum. TOGBÁTAR frá Vestmannaeyj- um hafa undanfarna daga mokveitt ufsa og hver báturinn af öðrum komið drekkhlaðinn að landi. Þennan góða afla hafa bátarnir fengið austur á Vík og í bland við ufsann, sem er stór og góður, hefur fengist dágott af þorski og ýsu. Bátarnir hafa fyllt sig- á tvehnur til fjórum dögum. Nú síðari hluta vikunnar landaði t.d. Smáey 75 tonnum, Andvari 60 tonnum, Helga Jóh. 60 tonnum og Frár 50 tonnum. Á föstudagsmorg- un voru skipverjar á Stefni að landa 85-90 tonnum sem þeir innbyrtu á tæpum fjórum sólarhringum austur á Vík. Um 15 tonn af aflanum voru þorskur og ýsa, restin góður ufsi. Allur aflinn fór til vinnslu hjá Hrað- frystistöðinni. „Svona eiga túrar að vera, það er gaman að þessu þegar svona vel gengur. Þetta var strembinn túr hjá okkur, við fengum 25 tonna hal í restina og vorum þá búnir að fylla lestina. Við urðum því að forfæra á millidekkinu," sagði J6n Bondó Pálsson, skipverji á Stefhi, í bryggjuspjalli við fréttaritara Morg- unblaðsins. Jón sagðist vonast til að eitthvað áframhald yrði á þessari góðu veiði. „En hann er brellinn þessi ufsi og ekki alltaf á vísan að róa þegar hann er annarsvegar. Þegar við fengum 25 tonna halið voru bátarn- ir við hliðina á okkur að taka 4-5 tonn. Við erum að vona að vertíðin sem brást í vetur sé nú að koma," sagði hann og sló um leið frá lönd- unarmálinu og gljáandi ufsinn fyllti vörubílspallinn. Vegna lélegs verðs á ufsanum erlendis hafa menn dregið úr gáma- sendingum og mestur hiuti aflans farið til vinnslu í frystihúsunum. Mikil vinna er því hjá þeim þessa dagana. Mikill fiskur berst að landi og humarvertíðin er nú í fullum gangi. - hkj. Morgunblaðiö/Júlíus Víti til varnaðar í hönd fer nú ein mesta ferðahelgi ársins og er umferð um vegi landsins jaf nan mikil um hvítasunn- una. Samtökin Fararheill '87 hafa komið fyrir bílum, sem illa eru farnir eftir árekstra, við stórmarkaðina Hagkaup, Miklagarð og Fjarðarkaup. Vegfarendum til varnaðar, er minnt á að 42 bifreiðir eyðileggist eða skemmist á dag. Veigamiklar athugasemdir við flestar sumarbúðanna Ástandio^enn^veiraen égbjósfcviðr segir Guðjón Bjarnason fram- kvæmdastjóri Barnaverndarráðs BRUNAMÁLASTOFNUN hefur lokið úttekt sinni á húsnæði um það bil helmings umsækjenda um leyfi tíl reksturs sumarbúða í ár. Guðjón Bjarnason framkvæmda- stjóri Barnaverndarráðs íslands sagði í samtali við blaðamann í gær að ástand brunavarna í þeim húsum sem skoðuð hafa verið væri enn verra en hann hefði búist við. „Nánast hver einasti staður sem skoðaður hefur veríð Mál bankastjóra Útvegsbankans: Vann að málinu af sann- f æringu og heilindum - segir Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari „ÉG vann að þessu máli sam- kvæmt bestu sannfæringu minni og af heilindum, en það koma alltaf upp réttarfarsleg álitaefni, sem dómstólar einir eru færir um að skera úr," sagði Hallvarð- ur Einvarðsson, ríkissaksóknari. Á fimmtudag komst meirihluti Hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að Hallvarður hafi ekki verið hæfur til að gefa út ákæru í máli ákæru- valdsins gegn sjö bankastjórum Útvegsbanka íslands, vegna setu bróður hans í bankaráðinu frá árs- byrjun 1985. Hann hafi því verið svo tengdur málinu. eða aðilum þess, að hann hafi ekki getað gegnt störfum saksóknara í því og hefði því átt að víkja sæti og óska eftir því við dómsmálaráðherra, að annar saksóknari yrði skipaður til að fara með málið. „Meðan ég vann að málinu naut ég aðstoðar hinna reyndustu og færustu lögfræðinga hér við emb- ættið," sagði Hallvarður. „Því tel ég að eins vel hafi verið unnið að þessu máli og frekast var unnt. Það er líka ástæða til að benda á að Hæstiréttur var ekki einhuga í úr- skurði sfnum." Hallvarður kvaðst hafa sent dómsmálaráðherra, Jóni Helgasyni, bréf í gær vegna niðurstöðu Hæsta- réttar og með því endurrit af úrskurði dómstólsins í máli banka- stjóranna sjö. „Það er dómsmála- ráðherra að taka nú ákvörðun um það hvort sérstakur saksóknari verður skipaður til að vinna að þessu máli að nýju," sagði Hallvarð- ur Einvarðsson, ríkissaksóknari. Dómsmálaráðherra mun að öllum líkindum taka ákvörðun í málinu eftir helgina. Sjá dóma Hæstaréttar í heild á blaðsíðum 16 og 17 þarfnast einhverra lagf æringa, í flestum tiivikum veigamikilla," sagði Guðjón. Télur haim líklegt að á næstunni taki Barnavernd- arráð afstöðu til þess hvort farið verði á leit við menntamálaráð- herra að starfsleyfi þeirra sumarbúða sem ekki standast kröfur um brunavarnir verði aft- urkölluð. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í síðustu viku tóku hertar reglur um sumardvalarheimili barna og sumarbúðir gildi á síðasta ári. Þess er nú krafist að vottorð slökkviliðsstjóra f viðkomandi sveit- arfélagi um fullgildar brunavarnir fylgi umsókn. Barnaverndarráð er umsagnaraðili til ráðherra og getur brot á reglum valdið leyfissviptingu. í ljós kom að stór hluti umsækj- enda i ár uppfyllti ekki skilyrði. Einnig voru brögð að því að slökkvi- liðsstjórar vottuðu að brunavarnir væru ákjósanlegar án þess að hafa heimsótt viðkomandi stað. Guðjón nefndi sem dæmi að læknir og slökkviliðsstjóri hafi fallist á notkun húss undir sumardvalarbúðir á grundvelli teikninga. Við eftir- grennslan kom í ljós að meint viðbygging hússins hefði aldrei ris- ið. Að tilmælum ráðsins~tók Bruna- málastofnun að sér úttekt á húsnæði umsækjenda. Hún hófst hinsvegar ekki að marki fyrr en í apríl og fyrstu skýrslur um niður- stöður úttektarinnar litu ekki dagsins ljós fyrr en í gær. Guðjón sagði að þetta hefði sett jafnt umsækjendur og umsagnarað- ila í erfiða aðstöðu. Rekstur væri þegar hafinn á nokkrum staðanna. „Við þurfum hugsanlega að setja einhverjum þeirra skilyrði um úr- bætur sem þeir þurfa að uppfylla innan tímamarka og afturkalla leyfi þeirra ella. En á meðan endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir getum við ekki tekið þessar ákvarðanir og þeir sem reka sumarbúðirnar ekki hafist handa um nauðsynlegar úr- bætur," sagði hann. Barnaverndarráð hefur þegar hafnað átta umsóknum af þeim tuttugu sem þvf bárust f vetur. EIl- efu leyfi voru veitt með fyrirvara er. einar sumarbúðir fengu leyfi athugasemdalaust. Þá er nokkur hópur sumarbúða rekinn með leyfi frá því í fyrra, sem gildir til tveggja ára. Hluti þeirra hefur einnig verið skoðaður og hefur Brunamálastofn- un gert veigamiklar athugasemdir við þá staði. Átti von á þessari nið- urstöðu Hæstaréttar - segir Halldór Guðbjarnarson, fyrrum bankastjóri Útvegsbankans „ÉG er auðvitað mjög ánægður með þessa niðurstððu Hæstarét t- ar, en hún kemur mér ekkert á óvart," sagði Halldór Guðbjarn- arson, fyrrum bankastjóri Útvegsbanka íslands, en á fimmtudag visaði Hæstiréttur frá ákæru á hendur honum og sex ððrum fyrrum bankastjórum bankans. „Ég átti alltaf von á að Hæsti- réttur kæmist að þeirri niðurstöðu að Hallvarður hafi verið vanhæfur til að ákæra í málinu, þó það sé víst einsdæmi að ríkissaksóknari sé úrskurðaður vanhæfur," sagði Hall- dór. „Ef skipaður verður sérstakur saksóknari til að fara aftur yfir þetta mál, þá á ég ekki von á ákæru. Ef fínna á einhvern söku- dólg í þessu máli þá er það einna helst gamla bankakerfið í heild, uppbygging þess og verkefni. Ríkis- bankarnir hafa ávallt verið einu bankarnir sem tekið hafa þátt í ýmsum áhættusömum verkefnum. Sjálfur leit ég aldrei á mig sem ríkisstarfsmann á meðan ég gegndi starfi bankastjóra og það kom mér þvf á óvart að vera ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Ef um einka- banka hefði verið að ræða þá hefði bankaráð hans sjálfsagt tekið af- stöðu til málsins. Hefði ráðið komist að þeirri niðurstöðu að bankastjór- arnir bæru ábyrgð á því hvernig komið væri, þá hefði þeim einfald- Iega verið sagt upp störfurn. Það er því greinilegt að réttvísin lítur ekki alltaf sömu augum á mál, sem eru í eðli sínu eins," sagði Halldór Guðbjarnarson að lokum. Er tilbúinn að hætta þegar í stað — segir Olafur Guðmundsson „ÉG ER tilbúinn að hætta þegar f stað ef það Ieysir einhvern vanda. Á þessu stigi get ég ekki hugsað mér að sinna þessu starfi til lengdar," sagði Ólafur Guðmundsson settur fræðslu- stjóri Norðurlandsumdæmis eystra í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann var þá nýkominn af fundi með Reyni Krístinssyni aðstoðarmanni menntamálaráðherra og Þráni Þórissyni formanni fræðslu- ráðs Norðurlandsumdæmis eystra. Ólafur Guðmundsson sagði að sér væri meinað að starfa með eðlilegum hætti þar sem heima- menn vildu ekki starfa með honum. Starf fræðslustjóra væri með þeim hætti að ekki væri hægt að sinna þvf nema f fullri sátt og í samráði við heimamenn. Hann sagði að við þessar aðstæð- ur væri honum ómögulegt að sinna starfínu til lengdar eins og hann vildi og ætti því ekki ann- arra úrkosta völ en að losna úr embættinu. „Ráðuneytið verður að segja til um hvenær ég get farið, en þang- að til verð ég að sinna starfínu. Ég er settur fræðslustjóri og hef þvf skyldum að gegna sem opin- ber starfsmaður. En ég vil losna úr starfinu sem allra fyrst," sagði hann. Ólafur hefur verið boðaður á annan fund í menntamálaráðu- neytinu á þriðjudag. Hann var spurður hvort hann teldi að slfkur fundur hefði áhrif. „Ég sé ekki fram á að heima- menn gefí sig. Það verður þá eitthvað alveg nýtt að koma upp á teningnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.