Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 142. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsíns Júgóslavía: Þjóðemisátök í Kosovo-héraði Belgrad, Reuter. MILLI eitt og tvö þúsund manns söfnuðust í gær saman fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni í gær til að mótmæla ofsóknum á hendur sér í héraðinu Kosovo. Mikili meirihluti ibúa þar er af albönskum ættum og minnihlutinn, sem aðallega eru Serbar eða Svartfellingar, telja sig beitta ofríki af Albönunum. Miðstjórn kommúnistaflokks landsins fundar nú í þinghúsinu til að reyna að finna lausn á vandamálinu. „Ef miðstjóm flokksins finnur ekki örugga leið til að vemda líf okkar og eignir gagnvart albönsk- um aðskilnaðarsinnum verður aðeins um tvennt að ræða fyrir okkur — taka upp vopnaða baráttu eða flytjast á brott frá héraðinu,“ sagði einn mótmælenda, Bogosav Bandaríkin: Reagan við góða heilsu Washington, Reuter. LÆKNAR Reagans forseta sögðu I gær að heilsa hans væri með ágætum. Pjarlægðir voru tveir separ úr ristli forsetans og tókst aðgerðin vel. Einkalæknir Reagans sagði að framkvæmd hefði verið ristilspeglun á forset- anum til að ganga úr skugga um að krabbamein, sem hann var skorinn upp við fyrir tveim árum, hefði ekki tekið sig upp. Síðast er Reagan fór í allshejjar- skoðun voru fjarlægðir fjórir separ úr ristlinum en þeir reyndust góð- kynjaðir. Einnig hafa verið gerðar minni háttar aðgerðir á andliti hans vegna húðkrabba. Árið 1981 þurfti að skera Reagan upp til að fjarlægja byssukúlu eftir að rejmt var að ráða hann af dögum. Bacic, við fréttamenn. Sumir mót- mælenda sögðu að eignir þeirra hefðu verið brenndar eða þeim stol- ið og böm þeirra orðið fyrir aðkasti og jafnvel verið nauðgað. Árið 1981 hrandu albanskir þjóð- emissinnar af stað blóðugum óeirðum í Kosovo til þess að reyna að hrekja á brott íbúa af öðra þjóð- emi. Markmið Albananna var að stofna „Lýðveldið Kosovo“, ein- göngu byggt Albönum. Síðan hafa meira en 22 þúsund Serbar og Svartfellingar flúið héraðið og borið við ofsóknum Albananna. Suður-Kórea: Óeirðalögregla skýtur táragassprengjum að mótmælendum við ráðhúsið í Seoul i gær. Reuter Fjöldahandtökur eftir blóðugar róstur í Seoul TUGÞÚSUNDIR mótmælenda ruddust um götur að minnsta kosti tólf borga í Suður-Kóreu í gær, börðust gegn lögreglu með Reuter MEÐ TVÆRITAKINU Hér að ofan sjáum við þijár stjömur úr nýjustu James Bond-mynd- inni, The Ldving Daylights, en hún verður framsýnd í næstu viku. Lengst t.v. er Maryam d’Abo sem leikur aðal kvenhetjuna, Köra, þá Timothy Dalton, sem leikur sjálfan James Bond og loks Caroline Bliss, sem leikur ungfrú Moneypenny, einkaritara M. Myndin var tekin þegar þau kynntu myndina í London á fímmtudaginn. gijóti og bensínsprengjum og lögðu undir sig byggingar. Hörð- ust urðu átökin í höfuðborginni Seoul en í borgunum Pusan og Kwangju var einnig mikið barist. Tilraunir stjórnvalda til að stöðva uppþotin mistókust en eftir fimm klukkustunda óeirðir færðist ró yfir að nýju. Óeirðimar hófust í Seoul á mesta umferðartímanum er hópur stúd- enta safnaðist saman og hrópaði slagorð gegn Chun forseta. Þúsund- ir bílstjóra þeyttu bílhomin og klöppuðu til að sýna stuðning sinn við stúdentana. Óeirðalögregla kom fljótlega á vettvang og dreifði hópn- um eftir mikið stímabrak en far- þegar strætisvagna og lesta leituðu skjóls í nærliggjandi neðanjarðar- brautarstöðvum og jafnvel síma- klefum. Fjölmargir vora handteknir, flestir þeirra vora ungt fólk. í yfir- lýsingu frá stjómvöldum sagði: „Lögreglan forðaðist að nota tára- gas nema í ýtrastu neyðartilvikum." Sjónarvottar segjast hafa séð lög- reglumenn varpa fjölmörgum táragassprengjum í þröng af fólki. Stjómarandstæðingurinn Kim Young Sam sagði í gær við frétta- menn: „Ég hef hvatt landa mína til að forðast ofbeldi en þeir áttu ekki annars kost gegn ruddalegum lögreglumönnum sem slösuðu fyölda stúdenta og óbreyttra borgara.“ Sjá „Linnulausar götuóeirð- ir ...“ á síðu 30. Miðstj órnarfundur sovéskra kommúnista: Gorbachev vill auka sjálfstæði fyrirtækja Moskva, Reuter. Embættismenn sovéska kommúnistaflokksins létu í ljós mismun- andi skoðanir á því, hvemig endurreisa ætti efnahag landsins á fundi miðstjórnar flokksins í gær, að sögn eins helsta hagfræðings Sovétmanna. Abel Aganbegyan, sem er einn helsti ráðgjafi Gorbachevs, leiðtoga kommúnistaflokksins, sagði að hin- ir 300 meðlimir miðstjórnarinnar væra sammála um að úrbóta væri þörf, en menn greindi á um leiðir- nar . Gorbachev og bandamenn hans vilja setja lög sem draga úr miðstýringu verksmiðja og fyrir- tækja og hvetja forsvarsmenn þeirra til að eiga eigið framkvæði að rekstrarúrbótum. Skriffínnar í Moskvu óttast hins vegar valda- missi þann, sem þeir yrðu að þola ef lögin yrðu sett. A miðstjómarfundinum var einn nánasti bandamaður Gorbachevs, Alexander Yakovlev, hækkaður í tign og gerður að fullgildum meðlim í stjómmálaráðinu (Politbiiro). Sjá einnig „Nýir menn bls. 29. á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.