Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 48
v«pf vp frnoAfTíJ/ r>TTa ( niaA mi/noííoM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JUNI 1987 HINN MANNLEGI ÞÁTTUR / Ásgeir Hvítaskáld Morð á Skúlagötunni Tómas Tómasson brunaði eftir Lækjargötunni á gamla fólks- vagninum sínum. Það var liðið fram yfir miðnætti og hann var að koma heim úr vinnunni. En hann var leikari í Iðnó. Nú hafði verið frumsýning á leikhúsútgáfu af Vesalingunum eftir Viktor Hugo og hann lék aðalhlutverkið. Tómas var ungur og ólærður leik- ari sem hafði komist fljótt upp metorðastigann með ýmsum ráð- um. Hann hafði fallegt andlit sem allir hrifust af. Svo hafði hann sofið hjá dóttur flínkasta leikstjór- ans og smjaðrað fyrir leikhússtjór- anum. Þetta kvöld hafði hann ekki ætlað að taka þátt í frumsýning- arpartýinu, því konan hans var ólétt. En hann hafði ekki staðist að fá sér tvö rauðvínsglös, það var svo gott til að róa sig niður eftir sýninguna. Svo hann passaði sig að keyra ekki of hratt, til að vekja ekki athygli lögreglunnar. Heima beið konan, á steypimum og gat átt bamið á hverri stundu. Hann sveigði gamla bílnum inn á kuldalega Skúlagötuna. Það var úrhellis rigning, ljósastauramir stóðu bognir og niðurlútir á sjáv- arkambinum og lýstu daufri birtu. Fáir bílar voru á ferli. Það var háflóð og ein og ein gusa skvett- ist yfir vamargarðinn. Rigningin helltist yfir í gusum svo dauf ljós fólksvagnsins náðu varla að lýsa upp götuna. Verksmiðjumar voru lífvana og útvarpshúsið virtist sjónlaust og heymarlaust. Tómas gaf í. Skyndilega fannst honum eins og hann sæi skugga bregða fyrir. Gul bílljósin vom slöpp út af lé- legri hleðslu í bílnum. Það em ekki góð laun í leikarabransanum. Og nú efaðist Tómas um að rétt hefði verið að fara út í þessa at- vinnugrein. Flestir leikaramir vom á ónýtum bflum. Allt í einu stökk skuggavera þvert yfir bflinn. Tómas steig bremsuna í botn. Um leið sá hann mannvem í fráhnepptum frakka veifa, með angistarsvip í gulum ljósgeislanum. Það vældi er gúmmídekkin mnnu eftir blautu malbikinu. Svo heyrðist óp. Tómas fann hnykkinn sem kom á bflinn. Augnabliki síðar rankaði hann við sér fram á stýrinu, allt var hljótt en hann heyrði enn óminn af angistarópi mannsins. Tómas hafði fengið skrámu á ennið og sárverkjaði í hálsinn og hnén. Hann staulaðist út úr bflnum. Maðurinn lá á grúfu á blautu malbikinu og glerbrot dreifð um götuna. „Halló þú,“ sagði Tómas og stjakaði við manninum. En maðurinn hreyfði sig ekki. Andlitið lá á glerbrotunum. Blóðið lak úr vitum hans og leystist upp í regnvatninu. „Halló, maður,“ sagði Tómas, óttasleginn. En það var ekkert lífsmark með manninum. Það fór kaldur hrollur um Tómas. Ef lögreglan kæmi þá yrði hann tekinn fyrir ölvun við akstur. Bfllinn var klesstur að framan og annað ljósið brotið. „Maður minn, nú verður þú að standa á fætur,“ sagði Tómas og lyfti öxl hans. Á gagnauganu var stórt opið sár sem blóð rann úr. Búið var að rífa allar tölur á skyrtunni og frakkinn grútskítugur eins og maðurinn hefði legið í drullupolli. Tómas gerði ráð fyrir að þetta væri róni sem lent hefði í stimp- ingum. „Andskotans fyllibyttur," sagði Tómas og byijaði að drösla þung- um manninum út af götunni. Úr fjarska heyrði hann flissandi bflhljóð. Ótti kom í hjarta hans og hann vissi varla hvað hann gerði. í flýti lagði hann manninn í sitjandi stellingu upp við vamar- garðinn og faldi sig á bak við bflinn. Leigubíll blússaði hjá. „Reyndu að vakna,“ sagði Tóm- as og hristi manninn. Það lak blóð í stríðum straum úr andliti mannsins og nú var komið blóð í skyrtu hans. Allt í einu fannst Tómasi eins og mað- urinn andaði ekki. Tómasi sortn- aði fyrir augum. Ef þetta kæmist upp væri leikferli hans lokið. Hann sá fyrirsagnimar fyrir sér í blöð- unum. Keyrði fullur og drap mann. Hann langaði að hlaupa burt. Því meir sem Tómas horfði á manninn, því betur sá hann að lungun lyftust ekki. Titrandi settist hann upp í bflinn, rak í gír og ók af stað. Er hann var kominn hundrað metra burt steig hann bensíngjöf- ina í botn. Um leið fann hann að eitthvað illt tók sér bólfestu í líkama hans. Rigningin helltist yfír einmana ljósastaura. Þeir vom jafn niðurlútir og áður, eins og þeir hefðu ekkert séð. Tómas vaknaði á hádegi næsta dag. Honum fannst svo bjart, svo bjart, að hann dró fyrir alla glugga. Þau bjuggu á sjöundu hæð í blokk, tveggja herbergja leiguíbúð. Með útsýni yfír stór umferðarljós og mslagáma vöm- húss. íbúðin var fátæklega búin af mublum. Konan hafði farið út. Á eldhúsborðinu var bréf frá henni: „Ástin, fer út að labba, gæti haft góð áhrif á bamið. Vona það komi í dag. Þú svafst illa í nótt.“ Tómas strauk sér um höfuðið, var með dúndrandi hausverk. Úti var grátt skýjaþykkni og rigning- arsuddi. Hann fór inn á bað og leit í spegil. Hann hafði ekki sagt konunni frá neinu. Hann ætlaði ekki að segja neinum. Stór skráma var á enninu og skinnið var flagnað af á stóm svæði. Hann gat sminkað yfír það svo sæist ekki á sýningum. En hann var þungur í höfðinu og hafði óþægilega tilfínningu. Andlitið var þreytulegt. Hann hellti upp á rótsterkt kaffí. Er hann fann kaffilyktina mundi hann eftir Dagblaðinu sem ömgglega var komið í póstkas- sann. Á sama hátt og aðrir gátu ekki startað deginum án kaffí- bolla, þá gat hann ekki startað án þess að lesa blaðið. Hann fór á nærbolnum niður í lyftunni og sótti blaðið. Hann var ekki vanur að mæta fólki að degi til, því þetta var týpísk svefnblokk. Hann stakk mkkunarbréfum og auglýsingabæklingum undir hendina og fór aftur inn í lyftuna. Lyftan lagði af stað upp. Lyftan var skítug og búið var að teikna hauskúpur og hakakross á vegg- ina. Tómas opnaði blaðið. Hann hrökk í kút. Fyrirsögnin var: „Forstjóri Ríkisútvarpsins myrtur í nótt.“ Óþægileg tilfínning læstist um hveija taug í Tómasi og hann las meira. „Forstjóri Ríkisútvarpsins var rændur á Skúlagötunni í nótt skömmu eftir miðnætti og keyrð- ur niður af bfl.“ Tómasi varð þungt um andar- drátt og blóðið fraus í æðum hans. Hann rúllaði blaðinu saman og hljóp inn í íbúðina, eins og hann væri hræddur við að einhver sæi hann. „Olgeir Fjellsted, leynilögregla, rannsakar málið og hefur lofað að koma upp um morðingjann," stóð líka í blaðinu. Tómas lokaði sig inni á bað- herbergi. Helst vildi hann að enginn sæi sig, aldrei, aldrei. Þetta var hræðilegt. En skyndi- lega varð honum litið í spegilinn og þá sá hann hvemig andlitið var að afmyndast. Húðin varð gömul og hmkkótt og augun fengu manndrápsaugnaráð. „Eg skil ekki hvers vegna þú lest aldrei neinar bækur,“ sagði konan mín, þar sem við lágum í rúminu seint um kvöld. „Til hvers?“ „Þú lest engar bækur, eins og það er nú gaman. Samt ertu rit- höfundur," sagði hún. „Til hvers ætti ég að gera það. Ég bý bara til mínar eigin sögur, ef mér leiðist." „Mér finnst það svo skrítið," sagði hún og stalst til að kíkja á endinn í sinni bók. „Ekki mér,“ sagði ég, lokaði augunum og ég hélt áfram að svífa um í minni spennuveröld. [ raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Til sölu útihús á Laugarvatni Kauptilboð óskast í útihús Héraðsskólans á Laugarvatni þ.e. fjós og hlaða með áföstum viðbyggingum án sérstakra lóðarréttinda. Eignin verður til sýnis í samráði við Þóri Þorgeirsson, oddvita, Laugarvatni. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá oddvita og á skrifstofu vorri. Kauptilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 07.07. nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844. Leiga á hótelaðstöðu íheimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki Óskað er tilboða í rekstur sumarhótels í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki sumrin 1988-1990. Um er að ræða leigu á gisti- og veitingaað- stöðu. Gistiherbergjafjöldi í dag er 24 herbergi og á tímabilinu má vænta fjölgunar gistiher- bergja í allt að 38. Þeir sem áhuga hafa snúi sér til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Tilboðsfrestur er til 15. júlí nk. og skal til- boðum skilað á bæjarskrifstofuna á Sauðár- króki, merktum: „Tilboð í leigu á heimavist F. á S.“ Sauðárkróki22.júní 1987. Bæjarstjóri. BÁTALÓN hf SKIPASMÍÐASTÖÐ Simi 50520. Plastbátur Bátalón hf., Hafnarfirði óskar eftir tilboðum í nýjan 5,68 tonna dekkaðan plastbát, til- búinn til veiða. Upplýsingar gefa Hjalti og Jóhannes í símum 50520 og 52015. Qj ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. garðyrkjudeildar Reykjavíkur óskar eftir til- boðum í gerð leiksvæðis gæsluvallar við Frostaskjól 24. Verkið felst í frágangi lóðar gæsluvallarins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 14. júlí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Útboð Grandi hf., Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gerð um 550 fm bárustálsklædds þaks á hluta frystihúss félagsins við Norðurgarð. Útboðsgögn verða afhent hjá Forsjá hf., Skólavörðustíg 3, gegn 5000.- kr. skilatrygg- ingu. Frestur til að skila tilboðum er til 9. júlí nk. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 30. júní 1987 kl. 13.00-16.00 í porti bak við skrifstofu vora í Borgartúni 7, Reykjavík. Tegund: árgerð: 1 Volvo F-86, vörubifr. m/krana 1975 1 Volvo, fólks- og vörubifr., 10 farþ. 1966 1 Hino KM 410 vörubifr. 1980 1 Ford Club Van E 250,11 farþ. 1979 1 Mitsubishi Rosa Bus, fólksfl.bifr. 1980 1 Ford Econoline E 150, sendibifr. 1979 1 Toyota Hi Ace, sendif.bifr. 1983 1 Mitsubishi L 300 sendif.bifr. 1980 1 Chevrolet Van, sendif.bifr. 1977 2 Citroen C 25 s.f.bifr. m/lyftu, diesel 1984 1 Datsun Cherry Van 1981 1 Scout Pick-up m/húsi 4x4, diesel 1980 1 Scout 4x4, bensín 1980 1 Chevrolet pick-up 4x4 1980 1 GMC pick-up m/húsi 4x4 1978 1 Datsun pick-up 2200, diesel 1981 1 Lada Sport 4x4 1979 1 Subaru station 1800 1982 1 Subaru station 1800 1983 1 Subaru station 1600 1979 1 Mazda 929 station 1983 2 Mazda 929 station 1982 1 Mazda 929, fólksbifr. 1981 1 Volvo 244, fólksbifr. 1980 1 Volvo 244, fólksbifr. 1979 1 Suzuki Alto, fólksbifr. 1984 1 Lada station 1500 1983 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS B'JRGAi'.IUNI 7 ýi.V.I Vo844
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.