Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Bamaafmæli Það er svo að börn jafnt sem aðrir eiga afmæli á öllum árstímum, en þau böm sem em svo lánsöm að eiga afmæli að sumri til geta í mörgum tilvikum haldið skemmtilega garðveislu. Að vísu er erfítt að áætla slíkt hér á landi fyrirfram, en það þýðir ekki annað en vera bjartsýnn og taka áhættuna. í versta tilfelli flytjum við þá bara veisluna inn. í slíkum veislum geta bömin farið í ýmsa leiki, en það er auðvitað líka hægt í þeim veislum sem haldnar eru innandyra. Þeir leikir em bara svolítið öðmvísi. Eg ólst upp á Seyðisfírði og þar var algengt að halda garðveislur. Hefur það sennilega verið vegna áhrifa frá Norðmönnum, sem mikið var af og byggðu upp samfélag „betri borgara" í bænum. Tals- verð stéttaskipting var á Seyðisfírði á þeim ámm og fínnst mér hálf spaugilegt það sem manni fannst sjálfsagt þá. Seyðisfjörður hefur þá sérstöðu að þar verður veðrið stundum sérstaklega gott, sólskin og sunnanþeyr með allt að 30° hita og hafa Seyðfirðingar jafnt sem aðrir Austfírðingar kynnst því nokkur undanfarin ár. A r/ I Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON En svo er aftur norðan- og austanáttin nöt- urleg og þokan oft niður í miðj- ar hlíðar. Það er svo langt síðan ég fluttist frá Seyðisfirði, að ég man bara eftir björtu sólsk- insdögunum, og þar var oft besta veður í heimi, enda er sjálfsagt að geyma þá í minningunni. Mér fínnst ég hafa verið allt sumarið í stuttum léreftskjól og hálfsokk- um, þó man ég að stundum rigndi samfleytt marga daga í röð, og það var rigning í lagi, .ekkert reykvískt skúraveður. Það flóði bókstaflega úr loftinu. Var slíkt veður alltaf kallað vatnsveður og er það áreiðanlega réttnefni. En það var afmælisveislan — garðveislan, sem átti að vera til umræðu. Þá reynum við að setja borð út í garð og setja á það skrautlegan dúk og er ágætt að hnýta spotta í homin og binda smásteina í hann til þess að dúk- urinn haldist á sínum stað. Svo förum við út með kolla og stóla, skreytum borðið með villtum sumarblómum, sóleyjum og fíflum og borðum af pappadisk- um og drekkum gos úr flöskum með skrautlegu röri í, eða aðra drykki úr skrautlegum einnota glösum. Svo þurfum við að hafa nóg af skrautlegum pappírsserví- ettum, en þær er best að setja ofan í skál og leggja stein ofan á þær svo að þær fjúki ekki út í buskann. Og steininn er sjálf- sagt að bömin máli með skraut- legum litum, eins þá steina sem hnýtt er í homin á dúknum. Snúðar 25-30 stk. 500 g hveiti ‘Msk. salt ■Adl sykur 1 msk. þurrger 2 egg 30 g smjörlíki í deigið 2 ‘Adl mjólk 40 g mjög mjúkt smjör eða smjörlíki 4 msk. kanil/sykur 1. Setjið hveiti, salt og þurr- ger í skál. 2. Þeytið eggin með sykri í annarri skál. 3. Bræðið smjörlíkið, hellið því heitu í skál og setjið kalda mjólk- ina út í. 4. Setjið eggjahræruna og mjólkina með smjörlíkinu í mjölið og hnoðið vel saman. Óþarfi er að hnoða lengi. 5. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn. Setjið skálina með deiginu ofan í vatnið og leggið hreint stykki yfir. Látið lyfta sér í 30 mínútur. 6. Takið deigið úr skálinni, skiptið í tvennt og fletjið út tvo ferkantaða búta, 25x40 sm. 7. Smyijið mjúku smjörinu jafnt ofan á deigbútana. Stráið síðan kanil/sykri yfír. 8. Vefjið upp langsum, skerið síðan í 3—4 sm þykkar sneiðar. 9. Raðið sneiðunum ofan á bökunarpappír á tveimur bökun- arplötum. 10. Leggið stykki yfir snúð- ana og látið lyfta sér meðan ofninn er að hitna. 11. Hitið bakaraofninn í 210°C, blásturofn í 190°C. Setjið plöturnar í ofninn og bakið í 15—20 mínútur. Athugið: Ef þið eruð ekki með blásturofn getið þið ekki bakað á báðum plötunum í einu. Þá er best að láta seinni plötuna ekki vera á mjög hlýjum stað meðan hin er að bakast. Þið getið smurt snúðana með súkkulaðiglassúr. Þá hrærið þið út kakó og flórsyk- ur og hrærið heitt vatn út í, einnig er hægt að bræða hjúp- súkkulaði í 80°C heitum bakara- ofni og smyija yfir snúðana. Brúnkur (brownies) 4 egg 2 bollar sykur 1 bolli brætt smjörlíki 2 bollar hveiti 1 bolli hnetur 1 bolli saxaðar rúsínur 3 msk. kakó 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. lyftiduft ’Msk. salt 1. Hrærið egg með sykri þar til það er ljóst og létt. 2. Bræðið smjörlíkið, kælið örlítið. 3. Setjið smjörlíki út í deigið. 4. Sigtið saman hveiti, kakó, og lyftiduft. Setjið út í deigið ásamt vanillusykri. 5. Saxið hnetumar og döðl- umar og setjið út í. 6. Setjið bökunarpappír á skúffuna úr bakaraofninum. Lát- ið hann ná upp á brúnir. 7. Setjið deigið í pappírinn. 8. Hitið bakaraofninn í 200°C, blásturofn í 180°c. Setjið skúffuna í miðjan ofninn og bak- ið í 20 mínútur. 9. Takið úr ofninum, skerið strax í bita, 4—5 sm á kant. Losið síðan strax af pappímum. Athugið: Gott getur verið að setja bráðið súkkulaði ofan á kökumar og skreyta með „smarties". Þá er best að bræða súkkulaðið í 80°C heitum bak- araofni. Eftirfarandi uppskrift er úr bók minni 220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir. Bananar með súkkulaðihúð 6 meðalstórir bananar 150 g hjúpsúkkulaði ‘Adl kókosmjöl 12 spýtur eins og notaðar em í íspinna (fást í föndurbúðum) 1. Skerið hvern banana í tvennt, stingið spýtu í hvem helming. Takið síðan hýðið af. Setjið bananahelmingana í kæli- skáp í hálfa til eina klst. 2. Ristið kókosmjölið á heitri, þurri pönnu. Kælið. 3. Setjið súkkulaðið á eld- fastan disk eða lítið fat í 80 °C heitan bakaraofn. Súkkulaðið bráðnar á 7—10 mínútum. 4. Takið banana úr kæli- skápnum. Smyijið súkkulaðinu utan á þá með sleikju og hníf. Dýfið síðan í kókosmjölið eða stráið því á. 5. Smyijið fat, leggið banan- ana á fatið og látið súkkulaðið stirðna. Rice-Krispies-kökur 25 stk. 100 g suðusúkkuiaði 50 g smjör 5 msk. syróp Vipk. Rice Krispies 1. Bræðið súkkulaði, smjör og syróp í potti. 2. Takið af hellunni og hrærið Rice Krispies út í. Blandið vel saman. 3. Smyijið 25 stór pappírsmót með smjörki, hellið síðan því sem er í pottinum í mótin. Betra er að þetta sé örlítið farið að kólna, þó ekki mikið. 4. Setjið í kæliskáp og látið stífna alveg. Eftirfarandi uppskrift er úr bók minni 220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir. Appelsínu/mjólkurhristingur 8 glös 'Mítri appelsínuís (eða annar ís) ’Alítil ferna appelsínuþykkni 1 'Alítri mjólk 2 litlar flöskur appelsín 1 appelsína í sneiðum til að setja á glasbrúnina 1. Notið blandara, ef þið eigið hann. Hægt er að nota hrærivél. 2. Skerið ísinn smátt, setjið í blandarann (hærivélina) ásamt appelsínuþykkni. 3. Setjið mjólkina saman við og hrærið vel saman, setjið síðan appelsínið út í og hrærið saman. 4. Hellið í glös, smeygið app- elsínusneið á glasbrúnina og berið strax fram. Setjið sogrör í glösin. Athugið: Ef þið notið hrærivél má ekki setja ísinn beinfrosinn í hana, heldur verður að skera hann niður og láta hann þiðna örlítið. Ávaxtadrykkur með mýrar- berjum og kanil V2 kanilstöng 12 mýrarber (cranberries) fást víða fersk eða frosin 1 dl vatn 1 dós Lindavía rifssafi (Jo- hannesbeere) 1 dós Lindavía eplasafi (apfel- saft) 1 appelsína 1 grænt epli 1 7-up risi ísmolar 1. Setjið vatn í pott ásamt kanilstöng og mýrarbeijum. Sjóðið við hægan hita í 5—7 mínútur. Hellið í stóra skál. 2. Hellið rifssafa og eplasafa út í. 3. Þvoið appelsínuna, takið af henni börkinn, skerið síðan í litla bita og setjið út í. 4. Þvoið eplið, stingið úr því kjarnann og skerið síðan í litla bita. Óþarfi er að taka börkinn af. 5. Látið þetta standa á köld- um stað í 3—4 klst. 6. Hellið drykknum í skálina, sem þið ætlið að bera hann fram í, setjið 7-up og ísmola út í. Tak- ið kanilstöngina úr og fleygið. Athugið: Gott er að setja skeið í glösin, sem drekka á úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.