Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 plnrfmi! Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Talsmenn vísindaveiða töpuðu í Boumemouth KYNLÍF OG D A Alþingi íslendinga ályktaði á þann veg 2. febrúar 1983, að íslendingar ætluðu ekki að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni á árunum 1986 til 1990 í sam- ræmi við samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins. í ályktun Al- þingis fólst einnig, að endurmeta ætti hvalastofna fyrir árið 1990. Við stefnumörkun Alþingis var byggt á þeirri forsendu, að rann- sóknir á hvalastofnum yrðu auknar, enda yrðu þær grundvöll- ur ákvarðana um veiðar eftir 1990. Alþjóða hvalveiðiráðið hef- ur heimilað veiðar í þágu vísinda- rannsókna. Með vísan til þess gerði Hafrannsóknastofnunin þjónustusamning við Hval hf. um að afla þeirra hvala sem nauðsyn- legir eru til að stunda fyrir- hugaðar rannsóknir. Vegna vísindaveiða á hvöium hafa íslensk stjómvöld lent í úti- stöðum við stjómvöld í öðmm löndum. Er skemmst að minnast þess, að vegna bandarískra laga, sem sett vom í því skyni að vemda dýrastofna, lá við í fyrra, að Bandaríkjastjóm yrði að grípa til viðskiptaþvingana gagnvart okkur. Var unnt að afstýra því með ráðherraviðræðum. Nýlega lentum við svo í útistöðum við stjómvöld í Vestur-Þýskalandi, þegar lagt var hald á gáma með hvalkjöti á leið til Japans. Jafnt austan hafs sem vestan standa stjómmálamenn frammi fýrir öflugum samtökum friðunar- og náttúmvemdarsinna, sem hafa tekið hvalina undir sinn vemdar- væng. Höfum við kynnst því til hvaða ráða þessir baráttumenn grípa. Nægir þar annars vegar að minna á skemmdarverkin, þegar hvalbátunum var sökkt, og hins vegar þá ákvörðun íslands- vinarins Sir Peter Scott að endursenda fálkaorðuna. Þótt ólíku sé saman að jafna er hvort tveggja sprottið af sömu rót. Mótmæli af þessu tagi eiga að sjálfsögðu ekki að stjóma gerðum einstaklinga eða þjóða, þótt eng- inn komist hjá því að glíma við afleiðingar þeirra. í stuttu máli má segja, að í áróðursstríðinu um hvalinn höfum við og aðrar hval- veiðiþjóðir tapað. Hinir mega sín meira, sem vilja nú seija skorður við vísindaveiðum, eins og sann- ast hefur á þingi Alþjóða hval- veiðiráðsins í Boumemouth nú í vikunni. Þrátt fyrir einarða og málefnalega baráttu íslensku fulltrúanna urðum við undir, meira að segja Danir, Finnar og Svíar greiddu atkvæði gegn okk- ur. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, hefur sagt, að hann telji skynsamlegt fyrir ís- lendinga að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Þar með hlytum við að hætta hvalveiðum í vísindaskyni vegna brostinna for- sendna. Sjávarútvegsráðherra hefur jafnframt gefíð til kynna, að stofnuð yrðu ný samtök þeirra þjóða, sem hafa svipuð sjónarmið og við. Ástæða er til að velta öllum þessum kostum rækilega fyrir sér og hljóta ákvarðanir í þessu efni að verða meðal fyrstu verkefna nýrrar ríkisstjómar. Þegar rætt er um hvalveiðam- ar og framtíð Alþjóða hvalveiði- ráðsins er nauðsynlegt að hafa í huga, hveijir það em, sem knýja á um aðgerðir gegn þeim, sem enn veiða hvali. Þar eru á ferð vel skipulögð samtök áhuga- manna. Þótt ekki sé unnt að fallast á röksemdir Sir Peter Scott um að hvali megi rannsaka án þess að veiða þá, höfða þær til fjölda fólks og móta almenn- ingsálit, sem gæti orðið hags- munum okkar skeinuhætt. Ekki bætir úr skák að lenda í mála- skaki vegna kjöts af vísinda- hvölum, sem selt hefur verið til Japans. Allt slíkt er vatn á myllu hinna öfgafyllstu í hópi hvala- vemdunarmanna. Morgunblaðið hefur hvað eftir annað ítrekað eftirfarandi í forystugreinum sínum um hvalamálið: „Við meg- um alls ekki gefa höggstað á okkur með því að fara í kringum þær samþykktir sem leyfa vísindalegar hvalveiðar. Það gæti stefnt mikium hagsmunum svo sem á Bandaríkjamarkaði í hættu fyrir minni hagsmuni; engri þjóð, síst af öllu smáþjóð, líðst það að byggja stefnu sína og ákvarðanir á tvöföldu siðgæði." Þessi orð era enn í fullu gildi. Málstaður hvalveiðiþjóða varð undir á fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Boumemouth. Undan þeirri staðreynd verður ekki vikist. Ráðið er gallagripur, sem við höfum þó notast við tii þessa. Fyrir þjóðir sem verða undir í atkvæðagreiðslu í alþjóðasam- tökum er sú leið ávallt fyrir hendi að yfírgefa samtökin og halda sína leið. Hitt gera þó flestir, sem telja sér hag af alþjóðlegri sam- vinnu, að vinna málstað sínum fylgis innan alþjóðlegra samtaka. íslendingar hafa bent á alvarleg- ar lögfræðilegar veilur í aðför Alþjóða hvalveiðiráðsins að vísindaveiðum og rannsóknum. Það kann að vera rétt að skjóta þeirri deilu til Alþjóðadómstólsins eins og sjávarútvegsráðherra hef- ur neftit. Embættismenn hljóta að vinna að því að fá hinni röngu niðurstöðu hnekkt og stjórn- málamenn að móta stefnu, sem leiðir til minnsta tjóns miðað við nýjar aðstæður. eftirAnthony Burgess Bræðumir Eros og Þanatos voru holdgervingar kynlífs og dauða samkvæmt goðafræði Fom- Grikkja. Á tímum Elísabetar 1. Bretadrottningar merkti orðið „die“ að ná stigi kynferðislegrar fullnæg- ingar. Þegar „Rómeó og Júlía" er lesið með sérstöku tilliti til fjöl- skrúðugra tilvísana til dauðans fjallar leikritið jafnt um kynferðis- legar nautnir sem sálarraunir þær sem ástinni em samfara. Dauði og kynlíf em tengd fyrir- bæri því bæði fela þau í sér afnám persónuleikans og uppgjöf gagn- vart afli sem er mönnunum æðra og skapar tilfínningu fyrir návist óskilgreinanlegs guðdómleika. Grikkimir vissu hvað þeir sungu þegar þeir gerðu guði og gyðjur að holdgervingum lystisemda mannlífsins — Bakkus var guð drykkjunnar og Venus og sonur hennar Eros vom vemdarar ást- arlffsins. Guðimir létu sig ekki verslun og viðskipti eða matseld varða (hins vegar nutu þjófar vemdar Merkúr). Samkvæmt fomri speki fólst kynlíf í uppgjöf sálarinn- ar og sjálfsfóm til handa gyðjunni miklu hvort heldur hún hét Diana, Venus eða Ashtaroth. Þess vegna reistu Efesusmenn musteri til dýrð- ar Díönu og þess vegna reyndi Páll postuli hvað hann gat til að hrifsa frá henni völdin í nafni kristindóms- ins. Þegar ég var staddur á Man- hattan fyrir nokkmm ámm heyrði ég konu eina segja við elskhuga sinn: „Veistu, þegar við emm sam- an í bólinu fínnst mér ég vera í návist Guðs.“ Konan sagði Guðs en ekki gyðju. Gyðingdómur og hin kristna hefð barði niður guði og gyðjur Grikkja og Rómveija og Je- hóva einn gat lagt blessun sína yfír kynlífíð. En par sem liggur nakið í rúminu finnur ekki til sérstakrar sælu- kenndar í návist guðdómsins. Konan á Manhattan var undantekn- ing. Gyðingar og kristnir menn lögðu hömlur á kynlífíð. Það hætti að vera gleðifóm til dýrðar Afródítu og hlutverk þess varð hið sama og innan dýraríkisins — að viðhalda kynstofninum. Böm Israels urðu að fjölga sér til að uppfylla fyrirheitna landið og til að halda velíi gagnvart óvinun- um. Kynferðislegar nautnir vom settar skör lægra og urðu harla ómerkilegar í Ijósi þeirrar skyldu sem lögð var á kynstofninn. í hug- um kristinna manna er kynlífíð til þess fallið að geta böm sem koma til með að byggja annað fyrirheitið land — hið rúmtakslausa konung- dæmi almættisins. Sá páfí sem nú situr að völdum er ekki einungis talinn íhaldssamur heldur argasta afturhald hvað varð- ar kenningar katólikka um kynlífíð. Mannssæðið er heilagt og það er hin versta synd að eyða því í óþarfa. Sjálfsfróun er eyðsla á sæði í þeim tilgangi að kalla fram einstaklings- bundna sælu. Kynvilla er svívirðileg afneitun á tilgangi sköpunarverks- ins. Lesbíur er ekki unnt að fordæma með sömu rökum þar sem mannssæðið kemur þar hvergi nærri en athæfí þeirra er litið hom- auga og það talið vera skmmskæl- ing á tilgangi og lögmálum getnaðar. Þar sem hlutverk kynlífsins er að geta böm er það eingöngu heim- ilt innan vébanda hjónabandsins en sú stofnun er tikomin til þess að afkvæmin fái tilhlýðilegan aðbúnað. Jafnvel innan til þess að afkvæmin fái tilhlýðilegan aðbúnað. Jafnvel innan hjónabands þykir ekki hæfa að kynlíf sé stundað vegna þess að það sé gildi í sjálfu sér þótt vita- skuld sé réttlætanlegt að það stuðli að ást og vellíðan. Þegar Jóhannes Páll páfí II var á Indlandi, þar sem hlutskipti mannfjöldans er almennt og yfirleitt sultur, fullyrti hann enn á ný að tilgangur hjónabandsins væri sá að geta af sér böm. Fá- tækt, bamadauði og næringar- skortur breytti þar engu um — sál sem hlotið hefði skím kæmist til himna og það væri mergurinn máls- ins. Katólikkar geta sjálfír ekki tekið slík viðhorf alvarlega. Þó svo mót- mælendur kunni að andmæla því em katólikkar mennskar vemr og mannskepnan sker sig frá dýra- ríkinu á þann hátt að hún býr yfír sterkri kynhvöt sem lætur til sín taka alla daga og nætur ársins en er ekki bundin ákveðnum árstíðum líkt og gildir um þær dýrategundir sem standa manninum neðar í þró- unarstiganum. Kanínur em vissu- lega haldnar óseðjandi kynhvöt líkt og mannskepnan en þær geta þó af sér kanínuunga. Maðurinn hefiir lært að aðskilja kynlífíð frá getnaði og það er almennt talið vera spor í framfaraátt líkt og smíði sjón- varpstækisins eða geimferðir. Katólikkar bíða þess að þeir í Páfagarði gefí út tilskipun þar sem lögð verði blessun yfír kynlíf sem miðar ekki að því að geta böm, en sú tilskipun mun aldrei líta dagsins ljós. Kenningar katólsku kirkjunnar em sóttar í smiðju Aristótelesar sem lagði að jöfnu kynferðislegar athafnir og kynbætur og þar við situr. Raunar munaði minnstu að þess háttar kynlíf yrði viðurkennt þegar menn komust að því að til væm „ömggir dagar“, sem nefnt hefur verið „rúletta að hætti Páfa- garðs". En þær reikningskúnstir gengu aldrei fullkomlega upp. Fjöldi katólskra bama, sem getin vora á óheppilegum tíma, hafa ver- ið skírð í höfuðið á páfum. Hefðbundnar kenningar gyðinga og kristinna manna virðast hafa ýmislegt til síns ágætis þegar tekið er tillit til gífurlegrar aukningar sárasóttartilfella og herpes-sýkinga svo ekki sé minnst á ógnvænlega Skíðað niður Öræfajökul: Lengsta og fallegasta skíðaleið landsins - segir Helg-i Benediktsson, einn leiðangurs- manna Á hvítasunnudag, þegar flestir höfðu það notalegt eftir veislu- matinn, hélt 17 manna hópur á Öræfajökul með þyrlu til að leggja hluta hans að baki á sldðum í tveimur áföngum. Slík íþrótt er aðeins fyrir reynda skiðamenn og alltaf hættulegri en venjuleg skíðamennska, að sögn Helga Benediktssonar sem skipulagði ferðina ásamt Arnóri Guðbjartssyni. Helgi kvað hópinn hafa beðið alla hvítasunnuhelgina í Skaftafelli eftir góðum veðurskilyrðum og þyrlan beið tilbúin á Homafirði, en skýjað var á tindum Öræfajökuls. Að kveldi hvítasunnudags rofaði til og þyrlan kom og selflutti mann- skapinn frá rótum Svínafellsjökuls upp á vestasta tind Hrútfellstinda í um 1.875 m hæð yfír sjávarmáli. Við jaðar Svinafellsjökuls, áður en lagt var i hann með þyrlunni upp „Við skíðuðum af tindinum niður á landsins, og þótt víðar væri leitað, Skaftafellsjökul í mjög fallegri er niður Svínafellsjökul, að sögn kvöldsól, hita og stillu." Heiga. Hún er um 11 km og hæð- Lengsta og fallegasta skíðaleið armismunur um 2.000 metrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.