Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 31 Ellefu ára flugkappi Reuter John Kevin Hill lítur hér yfir kort af leiðinni, sem hann flaug frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Denver á miðvikudag. Þessi ellefii ára gamii fiugkappi hvfldi sig einn sólarhring í Denver. Hann ætlar sér að fljúga þvert yfir Bandaríkin og standist hann áætlun lýkur förinni í Washingtonborg 1. júlí. Ekki fylgir sögunni hvort Hill flýgur einsamall eða nýtur aðstoðar sér eldri og rejmdari manns, en ætla má að einhver sitji í sæti aðstoðarflugmannsins þegar flogið er um loftin blá. Bandaríkin: Stjómin uggandi vegna fljúgandi furðuhluta? Waahington, Reuter. FLJÚGANDI furðuhlutir (FFH) Ástralía: Howard sækir í sig veðrið hafa sést á sveimi yfir banda- rískum herstöðvum og vakið áhyggjur í varnarmálaráðuneyt- inu, að þvi er segir í skjölum bandariskra stjórnvalda, sem birt voru í gær. Dale Goudie, forseti upplýsinga- þjónustunnar um fijúgandi furðu- hluti, sem aðsetur hefur í Seattle í Bandaríkjunum, sagði á fundi með blaðamönnum að hann hefði fengið skjölin samkvæmt þeim réttindum, sem bandarískir borgarar eiga til að fá upplýsingar, og ákveðið að birta þau við upphaf þriggja daga ráð- stefnu um fyrirbærin. í skjali frá bandaríska flughem- um, sem dagsett er 9. september 1980, segir að öryggisverðir í Kirt- land-flugstöðinni í Nýju Mexíkó hafi mánuði fyrr séð fljúgandi furðuhlut. Segir þar að þrír verðir, sem yfir- heyrðir voru í sitt hverju lagi hafi séð „torkennilegt ljós á himni", sem lýsti upp vopnageymsluna skömmu fyrir miðnætti 8. ágúst 1980. Ljósið „fór yfir á miklum hraða og nam skyndilega staðar á himninum. í upphafi héldu mennimir þrír að um þyrlu væri að ræða, en eftir að hafa fylgst með hreyfingum ljóssins (stöðvað og tekið af stað) sannfærð- ust þeir um að slíka hluti væri ekki hægt að gera í þyrlu . . . þeir sáu ljósið taka af stað og halda beint upp til himna á miklum hraða," sagði í skýrslunni. Segir þar að hálftíma síðar hafi varðmaður á annarri herstöð kveðist hafa séð svipað fyrirbæri. „Hann ók nær og sá þá hringlaga hlut . . . Hann gekk nær vopnaður hagla- byssu, hluturinn tók af stað og fór nú lárétt. Vörðurinn var fyrrum flug- virki í bandaríska hemum og stað- hæfði að hlutur þessi hefði ekki verið þyrla. Goudie sagði að atvikið í Nýju Mexíkó væri eitt margra en gaf ekki fleiri dæmi. í öðm skjali, sem samtökin sendu frá sér og dagsett er 17. nóvember 1980, segir að kvikmynd hafi verið tekin af fljúgandi furðuhlut á mikilli ferð og virtist myndin vera ófölsuð. Sagt að að myndin sé algert trúnað- armál og vísað til „Aquarius-áætlun- arinnar“, sem kanna ætti fljúgandi furðuhluti. Goudie sagði að flugherinn hefði ekki viljað ábyrgjast sannleiksgildi þessa skjals. Þó væri víst að herinn hefði haft einhvers konar áætlun á pijónunum, sem varðaði fljúgandi furðuhluti. Hann kvaðst skilja að menn efuðust um tilvist geimskipa og óskilgreindra loftfara og sagði við blaðamenn: „Þið þurfið ekki að taka mín orð trúanleg. Skoðið einfaldlega þau gögn, sem til eru.“ Hann sagði að bandarísk stjóm- völd reyndu að hylma yfir vitneskju sína um fljúgandi furðuhluti til að koma í veg fyrir að skelfing og ring- ulreið brytist út. Þess má aftur á móti geta að efa- hyggjumenn á borð við Philip Klass, sem um langt skeið hefur fordæmt frásagnir af fljúgandi furðuhlutum, segir að aldrei hafi verið lögð fram óvefengjanleg sönnunargögn um að verur frá öðrum hnöttum hafi komið til jarðar. f september árið 1939 handtóku Sovétmenn 15.000 yfirmenn i pólska hemum og vora þeir flutt- ir í þrennar fangabúðir í vestur- hluta Sovétríkjanna. í maí 1940 fengu fjölskyldur þeirra síðustu bréfin frá þeim. Tæpum þremur árum síðar grófu þýskir her- menn upp 4,321 lfk pólskra hermanna í Katyn- skógi á bökk- tun Dnépr. Enn er ekki vitað hvað varð um hina 10.000 en atburður þessi er talinn valda miklu iim andúð alipennings í Póllandi í garð Sovétrikjanna. Sovétmenn héldu því lengi fram að hersveitir nasista hefðu myrt Pólveijana en lögðu aldrei fram fulinægjandi sönnunargögn í mál- inu. Almenningur í Póllandi er sannfærður um að sovéskir her- menn hafi myrt Pólveijana en pólskum sagnfræðingum hefur ekki Sydney, Reuter. JOHN Howard, leiðtogi ástr- ölsku stjórnarandstöðunnar, hlaut í gær stuðning ýmissa helstu kaupsýslumanna í Ástralíu vegna áætlana sinna um að draga úr völdum verkalýðshreyfingar- innar, nái hann kjöri í kosningun- um 11. júlí. Howard, sem er formaður Fijáls- lynda flokksins, hefur ráðist á tengsl Verkamannaflokksins við verkalýðshreyfinguna og lagt fram róttækar tillögur í iðnaðarmálum. Stjómmálaskýrendur segja að þess- ar tillögur Howards séu fyrstu aðgerðir stjómarandstöðunnar, sem komið geti Bob Hawke forsætisráð- herra í klípu. Howard lýsti því yfír á fímmtu- dag að ef flokkur hans ynni sigur í kosningunum, myndi hann draga stórlega úr völdum verkalýðsfélaga, efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort skylda eigi menn til að vera í verkalýðsfélagi og leggja nið- ur skatta á ágóðahlut starfsmanna í fyrirtækjum. Helstu samtök kaup- sýslumanna hafa fagnað þessum málflutningi og í skoðanakönnun, sem dagblaðið Financial Review gerði meðal kaupsýslumanna, sögð- ust 80% þeirra ætla að kjósa Howard. Stefna Frjálslynda flokksins byggist á „uppörvun, hvatningu og aukinni framleiðslu", segir í yfirlýs- ingu sem gefin var út er flokkurinn verið leyft að rannsaka atburð þennan. Nú virðist sem Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi sé reiðubú- inn að heimila umræður og rann- sóknir á örlögum pólsku hermannanna. Gorbachev er ljóst að morðin í Katyn-skógi eru ein helsta ástæðan fyrir landlægri an- dúð Pólveija í garð Sovétmanna. Gorbachev ræddi mál þetta við Jaruzelski, leiðtoga pólska kom- múnistaflokkins, er þeir komu saman til fundar í síðasta mánuði. Urðu þeir félagamir ásáttir um að tími væri kominn til að „fylla upp í eyður pólskrar sögu“ og flalla um þau mál sem legið hefðu í þagnar- gildi. Gorbachev virðist telja að opinská umræða um samskipti ríkjanna tveggja í gegnum tíðina geti upprætt heiftina í bijóstum manna. hóf kosningabaráttuna formlega. Stjómmálaskýrendum kemur sam- an um að með þessum nýju tillögum hafi Howard skapað sér möguleika á að veita Hawke forsætisráðherra og flokki hans harða keppni í kosn- ingabaráttunni. Gengi gjaldmiðla London, Reuter. GENGI Bandaríkjadals hélst nánast óbreytt á gjaldeyrismörk- uðum í Evrópu í gær. Ýmsir verðbréfasalar telja að dalurinn hafi nú náð stöðugleika í bili. Verð á gulli hélst einnig óbreytt. Sterlingspundið kostaði 1,6130 Banaríkjadali á hádegi í gær i London. Gengi annarra gjald- miðla var þannig háttað að dalurinn kostaði: 1,3305 kanadíska dali, 1,8250 vestur-þýsk mörk, 2,0540 hollensk gyllini, 1,5135 svissneska franka, 37,85 belgíska franka, 6,0900 franska franka, 1322 ítalskar lírur, 146,05 japönsk jen, 6,3750 sænskar krónur, 6,6900 norskar krónur og 6,8950 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 441,40 dali. Á sjöunda áratugnum lagði Nik- ita Khmschev til að skipuð yrði nefnd til að rannska morðin í Kat- yn-skógi. Wladyslaw Gomulka, þáverandi leiðtogi pólska komm- únistaflokksins, sýndi málinu engan áhuga. Reiði almennings vegna óhæfuverksins styrkti þjóðemis- kennd pólskrar alþýðu og Gomuika taldi sig geta fært sér hana í nyt. Nú hafa stjómvöld í Póllandi fall- ist á tillögu Gorbachevs og hefur verið afráðið að koma á fót nefnd pólskra og sovéskra sagnfræðinga til að §alla um sögu samskipta ríkjanna. Munu nefndarmenn hefja störf í haust. Sumir Pólveijar telja að ný alda andúðar í garð Sovét- manna muni rísa ef sannleikurinn um grimmdarverkin í Katyn-skógi verður opinberaður. Úr The Economist Skipuð nefnd sovéskra og pólskra sagnfræðinga: Fjöldamorðin í Katyn- skógi verða rannsökuð IMISSAN PATROL Eigum til afgreiöslu strax flestar geröir af NISSAN PATROL bæði díesel og bensín. Verð á NISSAN PATROL JEPPUM frá kr. 840.000.- Verö á NISSAN PATROL PICK-UP kr. 746.000.- ^ Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.