Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Þeyttist út af vegi á 120 km hraða BIFREIÐ gjöreyðilagðist þegar hún endastakkst út af Vestur- landsvegi á Kjalarnesi á fimmtu- dagskvöld. Einn piltur var í bifreiðinni og slapp hann með nokkur meiðsli. Pilturinn fékk ökuréttindi fyrir einum mánuði. Eitthvað hefur hann lært fræðin sín illa, því hann ók norður eftir Vesturlandsvegi á um 120 kílómetra hraða. Við Skraut- hóla á Kjalamesi, upp af Hofsvík, missti hann stjóm á bifreiðinni, með þeim afleiðingum að hún þeyttist út af veginum og endastakkst 4-5 sinnum. Loks stöðvaðist bifreiðin upp á einum hólnum. Hún er gjör- ónýt, „ekki nýtanleg skrúfa í henni", eins og lögreglumaður orð- aði það. Ökumaðurinn ungi þykir hafa sloppið furðu vel frá óhappinu. Sjólastöð- in festir kaupá Karlsefni SJÓLASTÖÐIN hf. f Hafnar- firði hefur fest kaup á skuttog- aranum Karlsefni RE 24. Kaupsamningurinn var undir- ritaður síðastliðinn fimmtudag. Sjólastöðin gerir út skuttogar- ann Otur HF 16, sem er um 451 tonn. Fyrirtækið seldi í fyrra bát- inn Reka og hefur að sögn Haralds Jónassonar fram- kvæmdastjóra um nokkurt skeið verið að svipast um eftir nýju skipi. Auk útgerðar hefur Sjóla- stöðin með höndum alhliða físk- vinnslu, en leggur þó mest upp úr frystingu. Haraldur kvaðst gera ráð fyrir því að togarinn yrði gerður út frá Hafnarfírði. Karlsefni er 731 tonn að stærð. í samtali við Morgunblaðið sagði Ragnar Thorsteinsson framkvæmdastjóri Karlsefnis hf., að sala togarans kæmi ekki til vegna erfíðleika í rekstri, hins vegar er ekki ákveðið hvort fyrir- tækið verði sér út um annað skip. Ekki var unnt að fá uppgefíð kaupverð togarans. Morgunblaðið/Kr.Ben. Frá fyrstu útskipun laxaseiða hjá Silfurgen hf. i Höfnum á Suðumesjum. Flutn- ingabill með 10 kör ekur undir rör, sem tengist körunum inni i stöðinni og um það renna seiðin milli húss og bíls. Á innfelldu myndinni fylgist Júlíus B. Kristinsson, framkvæmdastjóri, með mælingu á súrefnisinnihaldi vatnsins í einu karinu. Suðurnes: Laxaseiðum fyrir um 18 milljónir króna skipað út Norðmenn að kaupa upj) ársfram- leiðsluna af laxaseiðum Islendinga Grindavík. ÞESSA dagana er verið að skipa út tæplega 200.000 laxaseiðum frá Suðumesjum, en þau hafa verið seld til írlands og Noregs. Verðmæti seiðanna er um 18 milljónir króna. Fyrir skömmu samdi íslandslax hf. i Grindavík um sölu 160.000 seiða til Nor- egs að verðmæti um 11 milljónir króna og Silfurgen hf. í Höfnunum er að ljúka við gerð samninga á sölu allra sinna seiða þangað. Mikil hörgull er á laxaseiðum í Noregi og em Norð- menn um þessar mundir að kaupa upp ársframleiðslu íslendinga af seiðum í gegnum Landssamband íslenzkra fiskeldisstöðva. í Höfnunum var á sama tíma verið að skipa út hjá Silfurgen hf. 120.00 seiðum til Noregs að verðmæti 12 milljónir króna í Njarðvíkurhöfn. Stöðin var tekin í notkun um miðjan maí, þegar þangað var ekið 150.000 seiðum frá Silfurlaxi hf. til að sjóvenja þau. Að sögn Júlíusar B. Kristins- sonar, framkvæmdastjóra, verður stöðin fyllt aftur um helgina, en í vor á að sjóvenja í stöðinni 400.000 seiði. Mikið af því er þegar selt og er verið að ljúka við samninga um sölu á því, sem eftir er. Nærri lætur að heildar- verðmæti sölusamninganna sé um 40 milljónir króna. Kr.Ben. Hjá íslandslaxi hf. var í gær verið að skipa út síðasta farmin- um, sem seldur var til írlands í vetur, alls 70.000 gönguseiðum í norska skipið Böe-Junior að verð- mæti um 6 milljónir króna. Að sögn Jóns Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra, tókst fyrir skömmu að ná samningum um sölu á því, sem eftir var af um- fram seiðum fyrirtækisins til Noregs, alls 160.000 seiði og verður þeim skipað út á næst- unni. Þessi samningur er að verðmæti 12 milljónir króna og lætur nærri að alls selji fyrirtæk- ið seiði fyrir 40 milljónir króna á þessu ári. Japanar borga 36 kr fyrir lambakjötið Norðmenn vilja hætta að kaupa íslenskt lambakjöt Kjötmiðstöðin hf. í samningum við Júgóslava um útflutning á kjöti LOKIÐ er gerð samnings nm sölu á 1.800 lestum kindakjöts tíl Jap- an. Fyrir farminn fæst nm 51 miiyón kr. Framleiðnisjóður á tæplega helming kjötsins. Þriðjungur kjötsins er innan fullvirðisréttar og er þvi á ábyrgð ríkisins en afgangurinn er kjöt sem bændur fá ekki greitt fyrir. Japanar borga á bilinu 15-36 krónur fyrir hvert kíló af kjötinu komnu nm borð f skip. Kíló af söguðum og úrbeinuðum dilk f fyrsta flokki kostar um 260 krónur f smásöluverslun á höfuð- borgarsvæðinu. Áætla má að rikið þurfí að greiða rúmlega 150 milljónir króna í út- flutningsuppbætur fyrir þann hluta farmsins sem framleiddur var með fullvirðisrétti. Það er þrisvar sinn- um hærri upphæð en nemur sölu- verðmæti japanska kjötsins í heild. Fyrir þær rúmu 800 lestir sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins ætlar að selja úr landi greiddi sjóð- urinn um 155 milljónir. Hér er um ærkjöt að ræða og fyrir hvert kíló af því greiða Japanar 15 krónur, eða 12 milljónir króna alls. Þær 300 lestir sem bændur fá ekki greitt fyrir gætu gefíð af sér um 10 millj- ónir króna. Sú stefna var tekin í þessum við- skiptum að selja meira magn úr landi en gert var ráð fyrir í búvöru- samningi. Að sögn Jóhanns Guðmundssonar fulltnía í land- búnaðarráðuneytinu gefur sölu- aukning mjólkur umfram það sem áætlað var, svigrúm til þess að nota hluta af fé sem ætlað var til niðurgreiðslu á mjólkurvörum í þessu skyni. Enn er ekki ljóst hvað mikið af kjöti fer til Noregs á þessu ári. Norðmenn skuldbundu sig til að kaupa árlega um 600 lestir af ís- lendingum í gömlum millirikja- samningi. Vilja þeir nú gjaman losna undan honum þar sem birgðir hlaðast upp á heimaslóðum. Sú tillaga hefur komið fram að Norðmenn greiði fyrir 1.200 lestir eða tveggja ára kvóta f einu lagi og losni síðan undan frekari kvöð- um. Þetta samkomulag er ekki frágengið. HRAFN Bachmann, fyrir hönd Kjötmiðstöðvarinnar hf. f Reykjavík, hefur undanfama mánuði staðið í samningum við Júgóslava um kaup á íslenskum afurðum, fiskimjöli, kjöti o.fl. í desember voru send þangað 30 tonn af skreið og f maí fór hann til Júgóslavfu með kokk og túlk og sýndi Júgóslövum hvemig matreiða mætti fslensku afurð- iraar. Hrafn sagði f samtali við Morgunblaðið að þetta mál væri enn f biðstöðu og erfitt að segja fyrir um útkomuna en hann efað- ist ekki um að hún yrði jákvæð. Það gerði þó málið mun erfíðara, en það ætti að þurfa að vera, hversu vont væri að fá nauðsynlega fyrir- greiðslu á íslandi. Kerfíð ynni frekar gegn þeim sem væru að reyna að flytja út heldur en með þeim. „Þetta sem ég hef verið að gera er kannski meira af hugsjón en ágóðavon, maður hefur verið að reyna að sýna að þetta sé hægt á einhveijum öðrum grundvelli en nú er,“ sagði Hrafn. „Sölulaunin sem maður fær fyrir þetta duga ekki einu sinni til þess að standa undir útlögðum kostnaði. Auðvitað ætti að byggja upp slíkt kerfí að þeir sem reyna að afla markaða erlend- is fyrir íslenskar vörur verði styrkt- ir. Þetta mætti gera með t.d. styrkjum til markaðsfræðinema er- lendis og möguleikum á skattafrá- drætti fyrir útflytjendur auk annarrar fyrirgreiðslu." Skemmt á skrifstofum BROTIST var inn í skrif- stofur Ríkisspítalanna aðfaranótt föstudagsins. Engu var stolið, en talsverð- ar skemmdir voru unnar á hurðum. Tilkynnt var um innbrotið til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins um kl. 6.30 í gærmorgun. Einhverjir höfðu farið um húsakynni Ríkisspítalanna á Rauðarárstíg 31 í Reykjavík og eyðilagt hurðir með því að sparka þeim upp. Tjónið nem- ur nokkrum tugum þúsunda, en í gær var talið að engu hefði verið stolið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.