Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 34 Kór Öldutúnsskóla. 00 Kór Oldutúnsskóla til Færeyja KÓR Öldutúnsskóla heldur í tónleikaferð til Færeyja í dag. Þar tekur kórinn þátt í XV. þingi norrænna tónlistarkenn- ara (Nordisk Musikpædagogisk Union), sem fram fer i Norræna húsinu í Þórshöfn. Á þinginu kemur fram fjöldi kóra og hljómsveita frá öllum Norður- löndunum. Kór Öldutúnsskóla mun halda tónleika í Norræna húsinu og einnig í Suðurey. Á efnisskrá kórsins eru lög allt frá 16. öld til okkar daga. Stjómandi kórsins er Egill Friðleifsson. Kaupmannahöfn: Sýning á lágmyndum úr leir og járnskúlptúrum Jónshúsu Kaupmannahöfn. í NÝHÖFNINNI eru fjölmörg gömul hús eins og mörgum er kunnugt, falleg og vel við haldið, flest á vinstri hönd, þegar geng- ið er frá Kóngsins Nýjatorgi. En hægra megin „paa den pæne side“ leynast einnig dýrmætar minjar um þróun húsagerðarlist- ar. Meðal þeirra er bakhúsið við Nýhöfn 16, gulmálað með grænu bindingsverki frá 1770, upphaf- lega pakkhús rika kaupmanns- ins, sem bjó í húsinu, sem snýr út að götunni og síkinu. Þarna er nú sýning Sjafnar Haralds- dóttur og skólafélaga hennar frá Konunglegu listaakademíunni, Danny Severin Rasmussen. Fjöl- menni var við opnun sýningar- innar og barst listamönnunum fjöldi blóma. Sýningin mun standa út júnimánuð. Sjöfn Haraldsdóttir myndhöggv- ari er mjög vel þekkt meðal landa okkar hér og heima er nafn hennar kunnugt eftir sýningar í Gallerí Djúpinu 1980 ogGallerí Borg 1985. Þá vakti Sjöfn athygli fyrir vegg- skreytingar sínar í Víðistaðaskóla í Hafnarfírði og nú vinnur hún að lágmynd af heilögum Franz frá Assisi fyrir systumar á sjúkrahús- inu í Stykkishólmi, en Sjöfn er frá Stykkishólmi. Nýlega var lista- konan á íslandi að skila af sér Morgunblaðið/Sölvi Ólafsson Sjöfn Haraldsdóttir myndhöggv- ari við verk sin. leir og jámskúlptúrar. Þau stund- uðu nám hjá hinum fræga prófessor Robert Jacobsen í „Skolen for mur og rum“ á sama tíma. Lágmyndir Sjafnar em unnar úr steinleir, sem hún blandar_ sjálf og brennir við 1.260° hita. í leimum er fjörusand- ur og kemur hann fram á yfirborð- inu við brennslu og myndar gott samspil við hinn hvíta flöt. Sjöfn kallar myndimar Hvítar melódíur og em þær í settum nokkrar sam- an. „Þeir em leikur að formi," segir Sjöfn Haraldsdóttir, „og ég reyni að ná ákveðnum léttleika og halda þeim eins þunnum og léttum og kostur er“. Húsið númer 16 við Nýhöfn er nú í eigu tryggingarfélagsins Norsk Veritas og er danska deildin hér til húsa. Munu margir skipaeigendur á íslandi þekkja þetta nafn vegna endurtrygginga skipa og fleira. Það var auglýsingastofa undir forystu John Jörgensen, sem hóf viðgerð á húsinu, sem þá var í ömurlegu ástandi. Viðgerðinni lauk 1976 og stjórnaði prófessor Nils Fagerholt því verki svo glæsilega sem raun ber vitni. Síðan festi Norsk Veritas kaup á húsinu og notar neðstu hæðina til sýningahalds, en annars er hún móttökusalur fyrir skrifstof- umar. Frábært sýningarhúsnæði og mikið notað sem slíkt og mynda gömlu bitamir í loftinu og hinir sterklegu burðarstólpar skemmti- lega umgjörð um þessa sýningu skólafélaganna. — G.L.Ásg. Könnun Hagvangs: Fiskverð á uppboðsmörkuðum 25. júní FISKMARKAÐUR hf. f Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur — 31,50 33,61 17,756 596.713 Ýsa 50,00 20,20 27,52 6,16 169.661 Karfi — — 15,48 0,315 4.872 Koli — — Ufsi 15,60 13,00 15,23 1,37 20.894 Annað — — — — 56.198 Samtals 22,93 25,835 848.338 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hœsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verö verð (lestir) verð (kr.) Þorskur — — 39,40 1,98 78.000 Ýsa — — 50,00 0,66 33.000 Karfi — — 15,53 39,7 616.500 Koli — — 24,28 1.25 30.000 Ufsi — — 14,50 1.4 20.000 Annað — — — — — Samtals 28,44 44,99 777.000 Fiskverð á uppboðsmörkuðum 26. júní FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hssta Lsgsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur — - 32,77 94,4 3.950.296 Ýsa — - 39,89 1,7 70.156 Karfi — Koli — - 16,35 0.9 15.565 Ufsi — - 14,11 1.5 22.049 Annað - 12,72 2.3 29.764 Samtals 31,99 101 3.232.830 Aflinn í dag var að mestu úr togaranum Otri HF 16. Næsta upp- boð er a mánudag kl. 15 og verða boðin upp 150 tonn úr Ými HF 343, mest þorskur. Einnig bátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hœsta Lsgsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verðfkr.) Þorskur — - 36,0 7.5 239.000 Ýsa — - 42,58 3,4 141.000 Karfi — Koli — Ufsi — - 12,73 0,3 3.000 Annað — - 83,20 0,2 2.600 Samtals 32,19 13,2 430.000 Næsta uppboð er þriðjudaginn 30.6. kl. 7. Seldur verður þorskafli úr Engey. Stgörnubíó sýnir „Wisdom“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Wisdom“ með Emilio Estevez og Demi More í aðalhlutverkum. Estevez er einn- ig leikstjóri og höfundur hand- rits, aðeins 23 ára að aldri. Myndin segir frá John Wisdom, ungum og efnilegum manni, sem ætlar að ná langt í lífinu. Það reyn- ist honum þó erfitt, þar eð nafn hans er á sakaskrá vegna smáaf- brots og vinnuveitendur eru ekki ginnkeyptir fyrir slíkum manni. Hann ákveður því að verða það sem allir álíta hann vera, glæpamaður, segir í frétt frá kvikmyndahúsinu. Þrjú tímarit með svipaðan lestur Niðurstaða könnunar Hagvangs um lestur fimm tímarita. teikningum og efnisprufum, en myndin á að útfærast í m.a. mósaík og steypu. Sjöfn á nú í samningum við fyrirtækið Bræðumir Oidtmann í Linnich í Þýzkalandi, en þeir hafa útfært fjölmörg listaverk, bæði í mósaík og steinda glugga fyrir íslenska listamenn, m.a. Gerði Helgadóttur og Nínu Tryggvadótt- ur. Sjöfii er félagi í FÍM og Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur, en hún hefur verið búsett í Kaup- mannahöfn síðan 1977, er hún hóf nám við Listaakademíuna. Hún út- skrifaðist þaðan úr kennaradeild- inni 1984 og hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér og verið virk á vinnustofu sinni á Friðriks- bergi. Þá á hún lágmyndir hjá sparikassanum SDS á Kóngsins Nýjatorgi nr. 8 og er nú kennari við Konunglegu Listaakademíuna og stendur fyrir keramiska verk- stæðinu fyrir veggskreytingar í „Skolen for mur og rum“ hjá pró- fessor Poul Gemes, sem er arftaki prófessors Roberts Jacobsen. Á sýningu þeirra Sjafnar og Danny Severin eru lágmyndir úr SAM-ÚTGÁFAN, sem gefur út tímaritið Hús & Híbýli, lét nýlega gera könnun á lestri fimm tíma- rita í spumingavagni Hagvangs. Helstu niðurstöður voru þær að þrjú af þessum fimm tímaritum eru með svo til sama lesendafjölda. Það eru tímaritin Nýtt líf, Mannlíf og Hús & Híbýli. Næst á eftir kemur Gestgjafinn og loks Heimsmynd. Ástæða þess að Sam-útgáfan valdi þessi blöð til samanburðar við Hús & Híbýli er sú að fyrirtækið telur þau hafa hvað mesta út- breiðslu á almennum markaði. Sam-útgáfan hefur ákveðið að birta opinberlega niðurstöður könn- unarinnar hvað varðar lestur alls. Þá hefur útgáfan einnig selt Sam- bandi íslenskra auglýsingastofa upplýsingar úr könnuninni. I könnuninni kemur fram sama niðurstaða og úr eldri könnunum að konur eru duglegri tímaritales- endur en karlar. Lestur tímarita er sérstaklega mikill í yngri aldurs- hópunum, upp að fertugu. Hins vegar eru tímarit jafn mikið lesin í öllum tekjuhópum. Spurningavagn Hagvangs náði til eitt þúsund manna úrtaks úr þjóðskrá á aldrinum 18 til 67 ára. Þar af fengust svör hjá 780. í þess- um aldurshópi eru 149 þúsund manns, miðað við mannfjölda í landinu 1. desember 1986. Hlut- fallstölur tímaritanna sýna hversu stór fjöldi af þessum aldurshópi les hvert tímarit alltaf. Aðeins eitt þeirra tímarita sem lestrarkönnunin náði til, Gestgjaf- inn, tekur þátt í upplagseftirliti Verslunarráðs og SÍA. Staðfest upplag Gestgjafans er um átta þús- und eintök, sem þýðir þá samkvæmt lestrarkönnuninni að um 4,5 lesénd- ur eru um hvert tölublað. Sú útkoma kemur heim og saman við sambærilegar erlendar tölur. (Fréttatilkynning frá Sam-útgáfunm.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.