Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 29

Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 29 Sovétríkin: ■ Nyir menn taka sæti í stjórnmálaráðinu Moskvu, Reuter. ALEXANDER Yakovlev, einn nánasti samstarfsmaður Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga, hefur verið hækkaður í tign og gerður að fullgildum meðlimi í stjórnmálaráði sovéska kommúnistaflokksins. Fyrir átti hann sæti í forsætisnefnd miðstjórnar flokksins og hefur haft áróðursmál með höndum. Hann er einn helsti talsmaður umbóta- herferðar Górbachevs og hefur haft með höndum skipulagningu hennar. Sfjórn Thatcher hyggst umbylta húsnæðismálunum. Stjómarandstæðingar halda því einnig fram að hugmyndir ríkis- stjómarinnar um að draga úr valdsviði borgarstjóma séu síður en svo fallnar til að auka raunvemlegt lýðræði og valfrelsi einstakling- anna. Hér sé þvert á móti á ferðinni stórfelld aðgerð í þveröfuga átt, í átt til aukinnar miðstýringar og samsöfnunar valds á hendi lands- stjómarinnar í málefnum sem snerta daglegt líf manna heima í héraði. Varaði til dæmis Neil Kinnock, leiðtogi Verkamanna- flokksins, við fyrirætlunum ríkis- stjómarinnar er hann sagði að hinn raunverulegi tilgangur þeirra væri hinn sami og allra annarra aðgerða þessarar ríkisstjómar, að sundra bresku þjóðinni enn frekar, láta þá sem best em settir leika lausum hala, en skilja stóran hóp eftir í annars flokks samfélagi, þar sem félagsleg þjónusta og allt sem lýtur að sjálfsögðu tilliti til náungans er fýrir borð borið. Healy úr skugga- ráðuneyti Verka- mannaflokksins Denis Healy, sem verið hefur í hópi helstu forystumanna breska Verkamannaflokksins um þriggja áratuga skeið, hefur nú ákveðið að draga sig nokkuð í hlé og gefa ekki lengur kost á sér í skuggaráðu- neyti flokksins. Healy hefur að undanfömu verið helsti talsmaður Verkamanna- flokksins í utanríkismálum og utanríkisráðuneytið hefði fallið hon- um í skaut hefði Verkamanna- flokknum tekist að bera sigur úr býtum í nýafstöðnum þingkosning- um. Þessi fyrrum ráðherra í ýmsum ríkisstjórnum flokksins er nú 69 ára að aldri og hefur hann um langt skeið sett sterkan svip á bresk stjómmál, enda litríkur stjórnmála- maður sem mikið gustar að. Ákvörðun Healys nú veldur því að sæti er skilið eftir autt í skugga- ráðuneytinu, en hinn 8. júlí næst- komandi mun Verkamannflokkur- inn velja þann hóp sem skipa mun það ráðuneyti á næstunni. Nokkrar væringar hafa gert vart við sig inn- an flokksins að undanfömu vegna þessara fyrirhuguðu kosninga. Hafa vinstri menn til dæmis verið að reyna að stilla saman strengi sína en ekki tekist það sem skyldi, vinstriarmur Verkamannaflokksins á nú þijá af þeim fimmtán sem nú skipa skuggaráðuneytið og er útlit fýrir að sökum óeiningar í sínum röðum muni þeim ekki takast ac bæta hlut sinn þar að lútandi. 14 menn sitja í stjómmálaráðinu sem er æðsta valdastofnun flokks- ins. Með þessu er talið að Gorbachev vilji koma að manni til mótvægis við Yegor Ligachev, helsta hugmynda- fræðing flokksins, sem er talinn íhaldssamur og mótfallinn ýmsum hugmyndum umbótasinna. Yakovlev var skipaður áróðurs- meistari flokksins í júlí árið 1985 sem er ein mesta ábyrgðarstaða valdakerfisins sovéska að frátöldu stjómmálaráðinu. Þá hafði Gorb- achev setið að völdum í fjóra mánuði. Hann hefur jafnan verið með í för er Gorbachev hefur sótt erlenda þjóðhöfðingja heim. Alexander Yakovlev er að auki einn helsti sérfræðingur Kremlveija um málefni Vesturlanda og er það talin vera aðalástæða þess að hann hefur tekið sæti í stjómmálaráðinu. Hann hefur gagnrýnt afstöðu Bandaríkjamanna í afvopnunarmál- um harðlega og jafnframt hvatt til breytinga á utanríkisstefnu Sovét- stjómarinnar. Hann var sendiherra Sovétrikjanna í Kanada um tíu ára skeið. Þangað var hann sendur eftir að hann hafði starfað í átta ár í áróðursmáladeild miðstjórnarinnar. Fór það orð af honum að hann væri sérlega hreinskilinn og ávann hann sér virðingu erlendra sendimanna. Það vakti nokkra athygli er Yak- ovlev var óvænt skipaður sendiherra í Kanada. Vestrænir sovétsérfræð- ingar töldu ástæðuna vera grein er hann ritaði þar sem hann gagnrýndi vaxandi þjóðemishyggju meðal rússa. En hagur Yakovlevs tók að batna er Gorbachev tók við völdum. Fjórum mánuðum eftir valdatökuna var hann skipaður yfirmaður áróð- ursdeildarinnar og í mars á síðasta ári tók hann sæti í forsætisnefnd miðstjómarinnar. Yakovlev fýlgdi Gorbachev til Genf er hann átti þar fund með Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta Hann var einnig með í för er leiðtogar stórveldanna fund- uðu í Reykjavík í október á síðasta ári. Fundi miðstjómarinnar var fram- haldið í gær og vom tillögur Gorbachevs um endurskipulagningu efnahagsmála teknar til umfjöllunar. I ræðu sinni í fýrradag boðaði hann aukna sjálfsstjóm ríkisfýrirtækja og minni miðstýringu. Mun miðstjómin fjalla um lagafmmvarp um breytt rekstrarfýrirkomulag ríkisfyrir- tækja. Verður það lagt fyrir æðstar- áð Sovétríkjanna í næstu viku og mun líklega taka gildi í janúar á næsta ári. Auk Yakovlevs vom þeir Nikolai Slyunkov og Viktor Nikonov gerðir að fullgildum meðlimum í stjóm- málaráðinu. Báðir em þeir í yngri kantinum, innan við sextugt. Sly- unkov hefiir átt sæti í stjómmálaráð- inu og haft þar með höndum skipulagningu efnahagsmála en ekki haft atkvæðisrétt. Nikonov hefur á hinn bóginn hlotið skjótan frama og tekur nú við stjóm landbúnaðar- mála. Hann hefur ekki áður setið í stjómmálaráðinu. Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi á blaðamannafundi í Haskólabíoi eftir fund hans og Ronalds Reagan Bandaríkjaforseti. Til hægri á myndinni er Alexander Yakovlev áróðursmeistari flokksins sem nú hefur tekið sæti i stjórnmálaráði kommúnistaflokksins. Spánn: Rætt við Banda- ríkin án árangfurs Madrid. Reuter. ^ ^ Madríd, Reuter. SJÖTTU lotu viðræðna Banda- ríkjamanna og Spánverja um að fækka bandarískum hermönnum á Spáni lauk í gær án þess að árangur næðist, utan hvað ákveð- ið var að ræðast við að nýju í haust. „Við vinnum sem vinir og banda- menn að því að ná samkomulagi, sem er hvorum tveggja í hag og Atlantshafsbandalaginu í heild sinni,“ sagði Reginald Barholomew, sendiherra Bandaríkjamanna, í sam- tali við blaðamenn. Helsti samningamaður Spánverja, Maximo Cajal, var jafnvel snubbótt- ari: „Viðræðumar voru vingjarnleg- ar og við ætlum að hittast aftur.“ Talið er að krafa Spánverja um að sprengjuflugvélar af gerðinni F-16, sem Bandaríkjamenn telja nauðsynlegar öryggishagsmunum Atlantshafsbandalagsins, verði fjar- lægðar standi í vegi fyrir samkomu- lagi. Bandaríkin: Flugmálayfirf öld vilja nýj- ar reglur um handfarangur Þykir nóg komið af uppstoppuðum nautshausum, þríhjólum og bílhurðum FLUGMÁLAYFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað banda- rískum flugfélögum að koma sér saman um nýjar reglur um fjölda, stærð og lögun pinkla, sem farþegar mega hafa með sér sem handfarangur um borð í flugvélar. Reglurnar eiga að vera tilbúnar fyrir árslok, en eftir það verður dyrum flugvélanna ekki lokað, fyrr en allt verður þar í skorðum í samræmi við nýju reglurnar. og bílhurðum, sem dugmiklir far- þegar höfðu haft með sér serr handfarangur. Flugfélögin hafa enga löngun til að lenda í málssóknum (far- þega, sem fékk pinkil í höfuðið, voru dæmdir milljón dollarar í bætur), en í herbúðum þeirra ríkis viss ótti við, að nýju reglurnar kunni að hafa enn frekari tafir í för með sér við brottfarir en nú þekkjast. En flugmálayfirvöldin taka meira mark á því, sem flugþjón- ustufólkið hefur fram að færa, því að það er í verkahring þess að troða 100 pinklum inn í hillur og skápa, þar sem aðeins er pláss fýrir 20. Þetta fólk hefur einnig þurft að standa í samningavið- ræðum við farþega út af þríhjólum og ferðatölvum, sem skaga fram í þröngan gangveginn inni í flug- véljnni. í fyrra gaf landssamband flug- þjónustufólks í Bandaríkjunum flugmálayfirvöldum ítarlega skýrslu, þar sem greint var frá 1172 tilfellum, þar sem reglur um handfarangur höfðu verið brotn- ar. Öll atvikin höfðu gerst á einum mánuði. Þar gat m.a. að líta frá- sagnir af uppstoppuðum nauts- hausum, vélmennum, drifsköftum í BMW, stórum leikfangahestum Þeir höfðu bisast með gripina um borð í flugvélina til þess aé þurfa ekki að bíða í óratíma við færibandið og þurfa að stara á einmanalega ferðatösku fara hring eftir hring. Nýju reglurnar gætu orðið til að sú bið lengdist enn. En þær kunna einnig að verða þess vald- andi, að flugið verður öruggara. Alvarlegasta hættan í sambandi við handfarangur er sú, að hann getur orðið hindrun í vegi fólks, sem er að flýta sér út úr brenn- andi flugvél. Fólk hefur e.t.v. sloppið heilt, þegar flugvél hefur skollið til jarðar í flugtaki eða lendingu, en látist svo af völdum reyks eða elds, áður en það náði að komast út úr vélinni. Við slíkar aðstæður getur uppstoppaður nautshaus t.d. orðið erfiður farar- tálmi. Ein er sú breyting, sem flýtt gæti fýrir í millilandaflugi (fækk- að töfum), gert það ódýrara (minna eldsneyti) og öruggara (minni ringulreið), en hún er sú að leyfa farþegum að taka „toll- inn“ sinn við heimkomu fremur en brottför. Stundum virðist það néfnilega svo, að viskíið og ginið, sem byltist um í hillunum inni í farþegarýminu, hljóti að slaga hátt í eldsneytið í tönkum vélar- innar. Munurinn er bara sá, að eldsneytið er ómissandi, en vei- gamar ekki. Palmegata í Moskvuborg Moskva. Reuter. STJÓRNVÖLD í Moskvu hafa ákveðið að gata ein í Moskvuborg verði látin bera nafn Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóð- ar. Blaðið Moskovskaya Pravda sagði í gær að gatan, sem er í Lenin- hæðum, muni bera nafn hins myrta forsætisráðherra er hafi verið hinn merkasti maður, virtur um allan heim. Litlu minnismerki um Palme verður einnig komið fyrir við götuna. 19 bjargað af sökkv- andi togara London. Reuter. VESTUR-þýskur togari sökk í fyrrinótt norður af Skotlandi. Mannbjörg varð. Togarinn, er bar nafnið Hessen, var á siglingu á lygnum sjó er skyndilega kom að honum leki og sökk hann mjög fljótt. 19 manns voru um borð og bjargaði bresk her- þyrla einum manni úr sjónum en hinir, þar á meðal eitt barn, voru sóttir um borð í togarann af björgun- arbát breska herskipsins Ark Royal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.