Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 H u Salzburg er sannarlega falleg á að lfta — jafnvel þó að tónlistina vanti á myndina. Tónleikar og óperur í útlendri sól og sumri tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir Norræn sagnfræði- ráðstefna í ágúst 10.—14. ágTÍst í sumar verður haldin í Reykjavík ráðstefna norr- ænna sagnfræðinga, sú tuttugasta af slíkum samkomum. Hér er það sagnfræðistofnun háskólans og Sögufélagið sem sjá um ráð- stefnuna. í undirbúningsnefndinni eru þau Gnnnar Karlsson, Ingi Sigurðsson, Anna Agnarsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson og Eg- gert Þór Bemharðsson. Þorsteinn Helgason er ráðstefnuritari. --------------------- Að venju skiptast fyrirlestrar ráðstefnunnar í þijá hluta, aðal- efni, hliðarefni og svo óháða fyrir- lestra. Aðalefnin eru þijú: Heimildir um fyrri hluta miðalda, þjóðemis- minnihlutar og þjóðarbrot og staða þeirra í norrænu samfélagi á 19. og 20. öld og svo lífskjör á Norðurl- öndum 1750—1918. Af íslending- Við íslendingar erum þekktir fyrir að taka hlutina föstum tökum þegar þeir fanga hug okkar. Einu sinni keyptu allir reiðhjól og fóta- nuddtæki, nú liggur straumurinn til útlanda, ef marka má tölur og ánægj ustunur ferðaskrifstofa og flugfélaga. Það er óþarfi að hafa mörg orð um hve margt er hægt að taka sér fyrir hendur í sumar- leyfi erlendis, en eitt af því er að fara á tónleika eða hlusta á óperu. Ekki endilega af því að þar sé allt svo miklu betra en hér heima, nei, alls ekki, heldur bara af því að það getur verið svo óvið- jafnanlega ánægjulegt og öðruvísi að reika inn í gamla höll og hlusta þar á góða tónlist og njóta svo eftiráhrifanna í hlýrri sumar- nóttinni. Aldeburgh þar sem Britten starfaði og bjó kom hann á fót tónlistar- hátíð, sem var haldið áfram eftir hans dag og þykir hin merkasta. Á Glyndeboume-hátíðinni em settar upp fímm ópemr og tónverk, alveg frá barokk og fram á okkar dag, á tímabilinu frá maí til ágúst. Hátíðin er ekki sízt fræg fyrir löng hlé, en í þeim dreifa gestir sér um grandir og móa og snæða nesti sitt úr körf- um, helzt eðalvín og reyktan lax, rælq'ukæfu, skonsur og annað brezkt lostæti. Það em nokkur áhöld um hvort það er tónlistin eða nestið, sem dregur gesti að, en hvort tveggja stendur fyrir sínu og vel það. Hér á eftir fer örstuttur listi og handahófskenndur yfír það sem er á seyði víðs vegar um Evrópu næstu mánuðina. Nánari upplýsingar er hægt að fá í tónlistartímaritum, sendiráðin geta veitt upplýsingar og auðvitað ættu góðar ferðaskrif- stofur að hafa þetta allt á taktein- um. Upplýsingamar hér á eftir em teknar úr bók um tónlistarhátíðir, en bókin er ekki alveg ný, svo list- inn er kannski ekki alömggur. Gefur ykkur þó hugmynd um, hvemig Evrópa endurómar af tón- list allt heila sumarið ... og auðvit- að líka árið um kring, ef út í það er farið. Byijum á músíklandinu Austur- ríki. í Bregenz er haldin listahátíð frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst. Þá sezt Vínar sinfónían þar að og spilar, þama em ópemsýningar, en líka leikhús. Til dæmis setti Ingmar Bergmann Tartuffe þar á svið 1979 og svo hafa Jörg Demus og Wilhelm Kempff spilað þar. í Salzburg er haldin heljarskinns tónlistarhátíð um ágústleytið, tónleikar og ópemr á hveiju kvöldi, bæði úti og inni. Miðar em kannski ekki auðfáanleg- ir á stærstu viðburðina, því það er hægt að panta löngu fyrirfram. Það þýðir þó ekki alltaf að allt sé löngu uppselt, bara að freista gæfunnar. Jónasi Hallgrímssyni leið vel í Soro í Danmörku og kom vísast oft í kirkjuna, sem var lokið við um 1200, þegar einhveijir vom kannski famir að gera uppkast að fyrstu fslendingasögunum hér heima. Þama halda Danir orgelhátíð í júní og fram í ágúst, höfðu tónleika á miðvikudögum, síðast þegar til fréttist. BBC Henry Wood Promenade Concerts, betur þekktir sem Proms, em haldnir í Royal Albert Hall í London frá miðjum júlí fram í miðj- an september. Man ekki einhver eftir ftirðulegum tónleikum í sjón- varpinu þar sem f stendur með skrítna hatta og syngur með. Alveg sérbrezk tónleikahefð í þessum stóra sal, sem tekur 7.300 manns. Vísast ekki að allra smekk, en ör- ugglega stórskemmtileg reynsla. I Pinnar bjóða líka upp á góða tónlist, til dæmis á kammermúsík- hátíðinni í Kuhmo. Þegar nokkrir ungir hugsjónamenn stofnuðu til hátíðar 1970, lengst inni í fínnsku skógunum, þótti fyrirtækið ekki björgulegt, en Hallormsstaðir heimsins em ekki alltaf eins af- skekktir og heimsborgaramir halda. Hátíðin er sumsé vel sótt og þykir hin merkasta. Hún er haldin seinni hluta júlí. í júlí er haldin óperahátíð í Savonlinna. í Frakklandi e_r fíma mikið af tónlistarhátíðum. í septemberlok og fram í desember er hausthátíð í París, mest boðið upp á nútímalist- ir, ekki aðeins tónlist. Festival estival de Paris stendur frá miðjum júlí og út september. Þá em haldn- ir tónleikar nánast á hveiju kvöldi í ýmsum merkum byggingum í borginni, ekki sízt gömlum kirlq'um, sem em óviðjafnanlegur rammi um góða tónlist. Á svipuðum tíma er haldin kammermúsíkhátíð í borg- inni. Þegar Ítalía er annars vegar koma ópemr upp í hugann og þá um leið ópemhátíðin í Veróna, þar sem ópemr em settar á svið á gömlu hringleikasviði, sem Rómveijar vom svo forsjálir að byggja sér og okkur til ánægju. Opemsýning þama ku vera stórbrotin upplifun, ekki bara vegna tónlistarinnar, heldur umhverfísins ekki síður. í Sviss hefur Menuhin komið upp tónlistarhátíð í ágúst og heldur hana í Gstaad, þar sem þykir smart á sjást á skíðum á vetuma. Hátíðin er haldin í ágúst og henni er einkum ætlað að koma ungu fólki á fram- færi. Þýzkaland ómar líka af músík allt sumarið, reyndar árið um kring auðvitað. Ópemhátíðin í Bayreuth er sú þekktasta sinnar tegundar. Wagner lét reisa timburhöll í kring- um tónsmíðar sínar og þar em þær enn sýndar undir vemdarvæng af- komenda hans. Sögusögnum ber ekki saman. Sumir segja að það verði að hugsa fyrir Bayreuth-ferð löngu fyrirfram, því miðamir séu seldir mörg ár fram í tímann. Aðrir segja þetta ýlq'ur, alltaf sé hægt að verða sér úti um miða rétt í þann mund sem sýningar hefjast. Reyni hver fyrir sig í júlí og ágúst. Ömgglega botnlaus ánægja fyrir óperaákafa. í Berlín er haldin listahátíð hvert haust, en í ár em nánast stórvið- burðir allt árið, vegna afmælishátíð- ar borgarinnar. Þama hefur bæði eldri og yngri tónlist verið gert hátt undir höfði. Og það er ekki hægt að skilja við Þýzkaland án þess að nefna eina hátíð í róm- antísku umhverfí, svo sem hátíðina í Heidelberg um ágústleytið. Þar em fluttar ópemr og haldnir tón- leikar í Heidelberg-kastaia, bæði innan dyra og í kastalagarðinum. Það er af nógu að taka en látum þetta gott heita. Ferðaskrifstofur á hveijum stað ættu að hafa allar upplýsingar á takteinum, þegar þið mætið á staðinn, hungmð og þyrst í fallega tónlist I ljúfu umhverfí, eftir letilíf á strönd eða þreytandi hraðbrautarkeyrslu. fS£ H ' 2Onde ! mrdiska V— i istoriker Ijf fwnqressen WM iSl 10-14 aug 1987 TTnrn i Rcykjavá Á.r um talar Vésteinn Ólason um miðaldaheimildir, Gunnar Karlsson um þjóðemisminnihluta og Gísli Gunnarsson og Magnús S. Magnús- son um lífskjör. Hliðarefnin em hvorki fleiri né færri en sex. Valdastaða á 17. öld, hemaðarsaga, Norðurlönd og stór- veldin eftir seinni heimsstyijöld, bændasamfélag þriðja heimsins í umróti nútímans, skriftarkunnátta og fráhvarf frá kirkjuveldi, ljós- myndir og kvikmyndir sem sagn- fræðiheimildir. Islenzkir fyrirlestrar, sem halda óháða fyrirlestra em þeir Svein- bjöm Rafnsson, Ingi Sigurðsson, Olafur Ásgeirsson og Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Eins og sjá má verður víða kom- ið við og af mörgu að taka. Þeir sem hafa áhuga, jafnt lærðir sem leikir, geta innritað sig á ráðstefn- una með því að hafa samband við undirbúningsnefndina eða ritarann. Dúr og moll Nýlega lék sinfóníuhljómsveit- in nokkur íslenzk verk inn á geisladisk á vegum íslenzku tón- verkamiðstöðvarinnar. Finnski stjómandinn Petri Sakari, sem hefur stjórnað hljómsveitinni af fítonskrafti á tónleikum, stýrði henni í gegnum upptökuraar. Væntanlega bregður Einar Jó- hannesson klarínettuleikari sér í nýtt hlutverk og hefur umsjón með upptökum, verður það sem kallast pródúsent á útlenzku. Erling Blöndai Bengtsson leikur einleik í sellókonsert eftir Jón Nor- dal og Sigrún Eðvaldsdóttir í Poemi Hafliða Hallgrímssonar. Svo skemmtilega vill til að Hafliði skrif- aði verkið fyrir kennara Sigrúnar, Jamie Laredo. Auk þess verða á disknum eitt eða fleiri verk í viðbót. Ef einhver kann að spyija hvers vegna verkin séu bara gefin út á geisiadiski, þá er því til að svara að hér er ekki sízt verið að huga að erlendri dreifingu, þar sem gömlu plastplötumar em alveg að verða undir. Aðrar upptökur em í deiglunni. Hamrahlíðarkórinn tók upp nokkur sönglög síðla vetrar og heldur vænt- anlega áfram í sumar eða haust. Þetta em meðal annars lög eftir Hjálmar H. Ragnars, Jón Nordal og fleiri. Nú undir vorið komu út fjórar plötur á vegum miðstöðvarinnar, sem verður fjallað nánar um hér seinna. Ef þið leitið að gjöfum handa íslenzkum eða erlendum tón- listaráhugamönnum, þá liggur alveg þráðbeint við að komast yfír Sigrún Eðvaldsdóttir Jón Nordal plötur tónverkamiðstöðvarinnar handa þeim. Ætli það láti ekki nærri að í maí hafí verið haldnir hátt á annað hundrað tónleikar í Reykjavík. Ofan á venjulega tónlistarlífíð bætast nefnilega tónleikar tónlistarskól- anna, sem útskrifa nemendur sem óðast um þetta leyti, og liður í út- skriftinni em tónleikar. Er ekki kominn tími til að forráðamenn tón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.