Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 11 Hópatriði úr „Carmen“ árið 1984 Úr „Leðurblökunni" 1985 vega sjálfur, hvað við ætlum að gera næst, þótt ég hafi ekki sagt það. En staðan er svo slæm núna að ég hef ekki hugboð um það. Hinsvegar gerði ég, að beiðni Sverris Hermannssonar, áætlun til fimm ára, frá og með 1. janúar 1988. í þessari áætlun kennir margra grasa. Þar eru þtjár óperur, að með- altali, yfir árið. Kostnaður á ári er innan við 20 milljónir vegna gerð þessara ópera og vepia reksturs Islensku óperunnar yfirleitt. Hvað verður um þessa áætlun, hvað verður um okkur og hvort Sverrir nær því að veita okkur pen- inga til að standa við þessa áætlun, veit ég ekki. Þetta er líklega daprasta viðtal sem ég hef átt við blaðamann um framtíð íslensku óperunnar og ég vona að ég eigi aldrei eftir að endur- taka það. Ég hef alltaf verið bjart- sýnn og jákvæður einstaklingur, en ég hef líka alltaf verið raunsær. í allri bjartsýninni hef ég aldrei getað horft framhjá þeirri ábyrgð að hrinda einhverju af stað og þurfa síðan að standa við það. Við höfum, ár eftir ár, sett upp góðar sýningar. Sýningar sem hafa farið fram úr öllum vonum þeirra sem hafa fylgst með okkur og stað- ið við bakið á okkur. Sýningar sem hafa egnt til reiði þá menn sem hafa aldrei trúað á okkur. Sýningar sem kunnáttumenn um óperu, utan lands frá, gagnrýnendur og tónlist- armenn, hvort sem það eru gesta- hljómsveitastjórar hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands, eða okkur, standa á öndinni yfir. Þeir skilja ekki afhveiju þessir söngvarar eru hér. Þjóðin hefur fylgst með okkur í gegnum II Trovatore í sjónvarpinu og veit að það sem ég er nú að segja er rétt. Þetta eru ekki fleipur. Og það er vegna þessara óendanlegu möguleika okkar, og þess sem hefur verið gert, að ég er með kökk í háls- inum. Hyldýpi óvissunnar Mér er þungt fyrir brjósti að tala svona um framtíð þessa fyrirtækis. Akkúrat nú, á hápunktinum getum við ekki sagt, „við erum i höfn og getum haldið áfram." Okkar bíður ekkert annað en hyldýpi óvissunnar sem virðist vera að gleypa okkur Ég skal segja þér smásögu. Guð- mundur gamli Guðjónsson, tenór- söngvar hér á árum áður, kom á tónleika í óperunni um daginn. hann tók mig tali og sagði, „Gæi minn, mikið ofsalega er ég hrifinn af þessu framtaki ykkar. Ég skal segja þér að þegar ég kom á sýningu hjá ykk- ur um daginn, þá verð ég að segja, að fyrirfram hélt ég að þetta væri ekki hægt, ég meina Aida. Þegar ég gekk inn í óperuna og sá sviðið hugsaði ég, Guð minn almáttugfur, Aida hérna inni. Að lokinni sýningu var ég klökkur og ég sveif heim. Ég hafði aldrei upplifað neitt svona stórkostlegt. Kannski var það afþví ykkur hafði tekist að búa til eitthvað stórkostlegt úr næstum engu, við ómögulegar aðstæður." Það má segja að þetta sé grobbsaga, en ég læt hana fljóta með. Framtíðin. Veistu ég kann engin ráð. Það verður eitthvað mikið að koma til, annars er þetta búið. Vlðtal: Súsanna Svavarsdóttlr Fyrirlestur um vistfræði og hegðun silungs- og laxaseiða FYRIRLESTUR verður á vegum Líffræðifélags íslands á morgun. Þá fjallar dr. David L.G. Noakes um vistfræði og hegðun silungs- og laxaseiða. Fyrirlesturinn sem nefnist „Early Behaviour of Salmonids" verður í húsnæði Liffræðistofnunar Háskóla ís- lands að Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst kl. 20.30. Dr. David L.G. Noakes er doktor í vistfræði og atferli fiska og er pró- fessor við Dýrafræðideild Háskólans í Guelph Ontario Kanada. Rannsóknir dr. Noakes og nem- enda hans hafa aðallega beinst að vistfræði og atferli bleilqu- og laxa- seiða. Sem dæmi um verkefni mætti nefna fæðunámsatferli bleikjuseiða í ám, viðbrögð og áhrif mengunar á seiði og atferli kviðpokaseiða með tilliti til ljóss og fleiri umhverfís- þátta, þ.e. á þvi tímaskeiði sem þau byija að taka fóður. Rannsóknimar hafa bæði farið fram í náttúrunni og einnig sem skipulegar tilraunir í eldiskerjum. í fyrirlestrinum mun dr. Noakes einkum flalla um atferli kviðpoka- seiða og viðbrögð þeirra við hinum ýmsu umhverfísþáttum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Mynd Ásgrims: Á Þjórsárbökkum. Hekla í kvöldskini (1918). Sumarsýning' Ásgrímssafns Sumarsýning Ásgrímssafns hefur verið opnuð og eru flestar myndirnar landslagsmyndir. Sýnd verða olíumálverk og vatnslitamyndir frá ýmsum tíma- bilum á ferli Ásgríms Jónssonar. Landslagsmyndimar eru frá eftir- lætisstöðum málarans svo sem Þingvöllum, Húsafelli, Kaldadal og Krýsuvík. Á sýningunni er lítil vatnslita- mynd máluð í Róm árið 1908 og sýnir eldgos og fólk á flótta í for- grunni. Þetta er ein fyrsta eldgosa- mynd Ásgríms en hann málaði mikla myndaröð með þessu mynd- efnj. Ásgrímssafn er í Bergstaða- stræti 74 og sýningin verður opin júní, júlí og ágúst kl. 13.30 - 16.00 alla daga nema laugardaga. Að- gangur er ókeypis. Sauðfjárveikivarnir; Skera niður 50.000 fjár á tveimur árum vegna riðu ÁÆTLAÐ er að um 25.000 fjár verði skorin niður í haust vegna riðuveiki. Unnið er að samninga- gerð við bændur á Norður- og Austurlandi vegna áætlunar sem spannar tvö ár og ætlað er að útrýma veikinni í sauðfé hér á landi. Að sögn Kjartans Blöndal framkvæmdastjóra sauðfjár- veikivama var upphaflega gert ráð fyrir að skera niður 40.000 kindur alls, en vegna eindreg- inna óska bænda er líklegt að sú tala hækki í 50.000. Með þessum hætti verður fargað öllu fé á 200 bæjum og er sauðfjárrækt ekki leyfð þar í 2-5 ár. Þau svæði sem tekin verða fyrir í haust eru báðar Húnavatnssýsl- umar, báðar Múlasýslurnar, Eyja- fjarðarsýsla og Skagafjarðarsýsla. Sauðijárveikivarnir hafa markað fjögur hólf sem falla undir áætlun- ina. Það fyrsta nær frá Miðfjarðar- girðingu að Blöndu, annað frá Blöndu að Héraðsvötnum, þriðja frá Hælshreppi í Skagafírði að Ár- skógsströnd í Eyjafirði og það fjórða frá Hlíðarhreppi að Geit- heldnahreppi á Austurlandi. Bændur fá umtalsverðar bætur fyrir það fé sem þeir þurfa að farga. Í haust verður greitt fullt afurða- verð fyrir hvem dilk, sem nam 3.098 krónum á síðasta ári. Tvö næstu haust fá þeir greiðslu sem nemur 65% af skilaverði fyrir sama fjölda af dilkum. Kjósi bóndi fjár- leysi fjórða árið í röð ber honum greiðsla sem nemur 45% af skila- verði. Á núvirði yrðu þetta því 8.523 krónur fyrir hveija kind úr riðu- veikri hjörð, sem deilast á fjögur ár. Að þessu tímabili loknu býðst bónda að gera samning um að taka ekki upp sauðfjárrækt að nýju í 2-3 ár og á hann þá rétt til þess að ieigja fullvirðisrétt sinn fyrir upp- hæð sem ákveðin er í búvömsamn- ingi. Dýralæknar í hveiju héraði hafa eftirlit með slátmn riðuveika fjár- ins. Kjöt af þeim kindum sem sýna Arsrit Torfhildar komið út TORFHILDUR, félag bók- menntafræðinema við Háskóla íslands, hefur gefið út fyrsta tölublað ársrits, sem inniheldur greinar um bókmenntafræðileg efni, sögur og ljóð. Allt efni ritsins er eftir nemendur sjálfa. Því er dreift ókeypis til nem- enda og kennara í bókmenntafræði, en er einnig selt í bókaverslunum. Allur ágóði af sölu tímaritsins renn- ur til útgáfu annars tölublaðs. Ritið er 113 bls. í A5-broti, fjöl- ritað hjá Stensli hf. en tölvusett hjá Riti sf. Sérhæð í Lækjarhverfi Til sölu er fyrsta hæð hússins Brekkulækur 6. Húsið er að grunnfleti 126,4 fm og hæðin skiptist í 5 her- bergi, eldhús, þvottahús og tvennar svalir. Á jarðhæð er sér geymsla auk sameiginlegrar geymslu. Hæðinni fylgir sér bílskúr og bílastæði. Allt sér: inngangur — hiti — bílskúr o.s.frv. íbúðin er laus strax og á að kosta 5,8 millj. Upplýsingar í síma 621110 að deginum en 35656 á kvöldin næstu daga. ekki merki veikinnar er talið hæft til manneldis, að sögn Kjartans. Þær kindur sem þykja veikindaleg- ar verða hinsvegar urðaðar. VITASTÍG 13 26020-26065 VESTURGATA. 2ja herb. 40 fm íb. tilb. u. trév. V. 1,4-1,5 millj GRETTISGATA. 2ja herb. 50 fm jarðhæð. V. 1,2 millj. BLIKAHÓLAR. 3ja herb. góð íb. auk bílsk. V. 3,8 millj. LYNGMÓAR GBÆ. 3ja herb. auk bílsk. V. 3,6-3,7 millj. NJÁLSGATA. 3ja herb. góð 70 fm íb. á 1. hæð. Steinsteypt hús. V. 2,6 millj. ESKIHLÍÐ. 115 fm endaíb. Mik- ið útsýni. V. 3,5 millj. FÍFUSEL. 4ra-5 herb. 130 fm glaesil. íb. auk bílskýlis. V. 4,2 millj. HRAFNHÓLAR. 4ra-5 herb. 117 fm. V. 3,5 millj. DVERGHAMRAR. 120 fm íb. Tvíb. Selst tilb. u. trév. Suður- garður. V. 3,5 millj. RJÚPUFELL. 140 fm glæsil. raðhús auk bílsk. Suðurgarður. V. 5350 þús. ENGJASEL. 210 fm endarað- hús auk bílsk. V. 5,8 millj. URRIÐAKVÍSL. 220 fm einb. 35 fm bílsk. Selst fullklárað að ut- an, tilb. u. trév. að innan. HLAÐBÆR. 160 fm einb. 40 fm bilsk. Garðstofa. Suðurgarður. JÓRUSEL. 288 fm einb. Bílsk. Fokh. að innan. Tilb. að utan. SÖLUTURN VESTURBÆR. Mikil velta. Hagst. verð og leiga. Uppl. á skrifst. Vegna mikillar sölu vantar okkur allar gerðir eigna á skrá Skoðum og verðmetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., ÍSSl Gunnar Gunnarsson, s. 77410, Valur J. Ólafsson, s. 73869.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.