Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 33 lUÐI útbreiðslu alnæmis. Þegar Páll postuli sagði að betra væri að ganga í hjónaband en fuðra upp í vítislog- um var hann óafvitandi að spá fyrir um hlutskipti nútímamannsins. Betra er að fylgja reglum einkvæn- is heldur en njóta kynlífsbyltingar- innar til fullnustu og eiga á hættu sýkingu og hugsanlega dauða. Jafnvel þeir sem ekki hafa fund- ið sér maka eru teknir að hallast að því að betra sé að láta kynlíf eiga sig þar sem sú hætta er fyrir hendi að Eros leiði menn á fund Þanatosar. Þrátt fyrir allt er unnt að lifa iífinu án þess að njóta kynlífs. Það gera prestar og nunn- ur. Þau höft sem gyðingdómur og kenningar kristninnar lögðu í ár- daga á kynlífið virðast nú vera skynsamleg þó svo samhengi og rökstuðningur sé nú annar. Vakningarprédikarar og jafnvel menn biskupakirkjunnar hljóta að eiga erfitt með að standast þá freistingu að hrópa út yfir lýðinn að reiði Guðs hafi steypst yfir synd- arana í formi alnæmis. Og ef ekki sé um reiði Guðs að ræða þá sé sjúkdómurinn andsvar móður nátt- úru. En hafa verður í huga að kyn- sjúkdómar tengjast kynhvötinni fyrir tilviljun eina. Kynmök eru ein- göngu hættuleg þar sem ýmsir líkamsvessar svo sem sæði, munn- vatn og jafnvel blóð, losna úr læðingi. Því er í raun ekki viðeig- andi að leggja alnæmi og það sem nefnt hefur verið óeðlilegt sam- ræði, svo sem endaþarmssamfarir, að jöfnu í siðferðislegu tilliti. Sýkingarhættan er vissulega mikil þegar menn hafa þann háttinn á. En stúlku sem svipt er meydóm- inum blæðir — og raunar eru þess háttar blóðblettir taldir óyggjandi merki um siðferðisþrek í hjóna- sængum Sikileyinga — og hún kann því að vera í sömu hættu og nautna- belgimir sem gengið hafa syndinni á hönd. Vera kann að einhver hulin tengsl sú milli siðferðis ogsjúkdóma „Hefðbundnar kenn- ingar gyðinga og krist- inna manna virðast hafa ýmislegt til síns ágætis þegar tekið er tilllit til gífurlegrar aukningar sárasóttar- tilfeUa og herpes—sýk- inga svo ekki sé minnst á ógnvænlega út- breiðslu alnæmis. Þegar Páll postuli sagði að betra væri að ganga í hjónaband en fuðra upp í vítislogum var hann óafvitandi að spá fyrir um hlutskipti nútímamannsins. Betra er að fylgja reglum ein- kvænis heldur en njóta kynlífsbyltingarinnar til fuUnustu og eiga á hættu sýkingu og hugs- anlega dauða.“ en það er ekki sérlega uppbyggilegt að leita þeirra þegar rætt er um sárasótt eða alnæmi. Sárasótt berst milli manna við samfarir en svipaður sjúkdómur, himbeijasótt, gerir það ekki. Sjúk- dómur þessi er fremur óalgengur í löndum þar sem loftslagið er tempr- að en ég hef séð ótalmörg tilfelli hans í Suðaustur-Asíu. Gormlaga sýkill veldur himbeijasótt og sams konar örvera veldur sárasótt. En fyrmefnd sóttin er bundin við lönd þar sem saman fer hiti, raki, skítur og mannmergð. Þetta er hræðilegur sjúkdómur sem veldur hrömun augna og útlima og mjög erfitt er að sigrast á honum. Fjölmargir sýklar geta hmndið af stað faraldri og fæstir þeirra berast á milli manna með amors- brögðum. Malaría er enn réttnefnd plága. Ég þjáist af henni sjálfur við áveðin veðurskilyrði. Fyrsta konan mín sáluga þjáðist af hitabeltissjúk- dómi sem nefnist beinbrunasótt, eða „flugnaveiki“. Faraldur sem lagðist á Evrópubúa og rottur bám á milli tilheyrir nú sögunni. Þessi sjúk- dómur hjó skörð í raðir Lundúna árið 1665 og þó svo prestar þmm- uðu um syndina og refsivendi englaskara gátu þeir ekki sagt til um samhengið milli sjúkdómsins og lystisemda holdsins. Sárasótt er sögð vera gjöf nýja heimsins til hins gamla. Hún var kölluð „fransós" en Shakespeare og samtímamenn hans nefndu hana „morbus Gallicus". En Fracastorio- us frá Veróna (það er skondin tilviljun að einmitt þar eiga þau Rómeó og Júlía hið forboðna ástar- ævintýri sitt) orti kvæði um hirð- sveininn Syphilis, sem sýkist af sárasótt og þaðan kemur alþjóðlega heitið á þessum sjúkdómi. Sárasótt hefur verið nefnd „sjúk- dómur höfðingja" og svo virðist sem þeir séu fáir hefðarmenn fortíð- arinnar sem þjáðust ekki af henni, svo ekki sé talað um listamennina. Shakespeare, Beethoven, Schubert, Keats, Flaubert, Baudelaire, Delius — þetta er langur listi. Sjúkdómur- inn hafði hrömun og dauða í för með sér en hann skaðaði ekki list- ina. Og ef sýkingin hefði ekki verið bundin við kynmök kynni náttúran að hafa fundið aðrar leiðir. Ég er einfaldlega að reyna að koma orðum að því að það er ekki unnt að segja að sárasótt hafi verið þeim Keats eða Schubert mátuleg refsing fyrir að hafa eytt nótt með vændiskonu. Fyrst mönnum tókst að vinna bug á eitlabólgu hlaut eitt- hvað annað að koma í staðinn. Einhver sjúkdómur þarf ávallt að vera til staðar til að hræða úr okk- ur líftóruna. Þetta er hlutskipti mannsins og því tilgangslaust með öllu að blanda reiði Guðs eða synd og upplausn í málið. Sagan sýnir að spádómar Thom- as Maltus um þróun fólksfjölgunar, sem hapn fjallaði um í ritgerð sinrii í upphafí 19. aldar, voru skynsam- legir en Malthus reyndist einnig hinn versti gleðispillir. Hann sagði réttilega að fæðubirgðir veraldar- innar myndu ekki nægja þeim fjölda sem byggði hana og því yrði að halda fólksfjöldanum í skefjum ann- að hvort með beinum aðgerðum í þá veru eða með því að sætta sig við náttúruhamfarir ýmiskonar sem yrðu fjölda fólks að fjörtjóni. Malthus taldi m.a. jarðskjálfta og plágur til þess fallnar að tryggja jafnvægi milli fæðuframboðs og fólksijölda. Mennimir sjálfir létu síðan sitt ekki eftir liggja og fyndu sér reglulega ástæður til að heyja stríð (raunar virðast þau vera hluti af manneðlinu, miðað við hversu oft þau hafa verið háð í mannkyns- sögunni). Þar sem hann var Guðsmaður hvarflaði aldrei að hon- um að getnaðarvamir gætu komið að notum. Skyldan bauð mönnum að ganga seint í hjónaband og stunda hófsamlegt lífemi fram að því og eftir að sáttmálinn hafði verið staðfestur. Væri Malthus á meðal vor myndi hann áreiðanlega telja útbreiðslu kynsjúkdóma vera aðferð náttúmnnar til að hefta of- fjölgun. Hann var of mikill rök- hyggjumaður til að trúa því að Guð refsaði mönnum fyrir lauslæti með því að hella yfir þá drepsóttum. Móðir náttúra takmarkar sjálf framgang lífsins og alnæmi kann að vera ein aðferð hennar. Nú um stundir virðist hommum (sem ég neita að kalla „hýra“, þar sem ég sé ekki mikla gleði meðal þeirra) verða betur ágengt en okkur hinum í að hefta útbreiðslu alnæm- is. Þeir nota smokka, sem voru til löngu áður en pillan og aðrar getn- aðarvamir komu til sögunnar. Smokkar rifna en tveir slíkir eru ömggari en einn og þeir em líklega ömggasta aðferðin sem okkur mun gefast til að samræma kynferðis- legar nautnir og fyllsta hreinlæti. Þeir em eina raunhæfa svarið við útbreiðslu alnæmis, sárasóttar og annarra kynsjúkdóma. Því virðist ljóst að svarið er ekki að finna i ströngum siðferðiskröfum. Ekki veit ég hvort að flokkast undir siðferðisprédikun að halda því fram að kynlífsbyltingin hafi verið mikil mistök vegna þess að hún tók frá okkur nokkuð sem Fom-Grikkir töldu vera sérstaka reynslu sem nyti blessunar guðanna. Inntak kynlífsins er að engu gert ef litið er á það sem sjálfsagðan hlut líkt og kóksopa eða hamborgara. Þegar best lætur er kynlífið líkamleg tján- ing takmarkalausrar væntumþykju. Þessu myndi ég einnig halda fram þótt kynsjúkdómar væm óþekkt fyrirbrigði. Það eina sem er glæpsamlegt við vellíðan er að telja hana sjálfsagða. Faðir minn gekk oft tíu mflur til að hlýða á orgelleik. Nú á dögum verða menn strax leiðir á plötusafninu og því þarf að leita hjálpar í geislaspilumm og stafrænum upptökum til þess að unnt sé að njóta tónlistar að nýju. Kynlífíð er svo sjálfsagt að það gefiir sér enginn tíma til að vegsama það. Þess vegna leita menn til amorsfræða hindúa og fletta upp í Kama Sutra til að kynna sér hvaða nautnir em í boði. Með tilkomu alnæmis er hvorki Guð né náttúran að refsa mönnun- um fyrir að hafa vanhelgað kynlífíð. Ef sjúkdómurinn minnir okkur á að kynferðislegu frelsi okkar em settar ákveðnar skorður þá er sú áminning tilviljun ein. Þegar lækn- ing finnst verður alnæmi sett á bekk með sárasótt. Sjúkdómurinn verður ekki sorgarefni en litið verð- ur svo á að hann sé nokkuð sem beri að varast. Þá mun nýr sjúk- dómur gera vart við sig og svo framvegis allt til enda veraldarinn- ar. Höfundur er einn virtasti ríthöf- undur Breta. Morpunblaðið/Helgi Benediktsson i á Hrútfellstinda í Oræfajökli. Á leið niður Skaftafellsjökul í kvöldsólinni. Þessa leið skíðuðu sautjánmenning- amir í síðari áfanga. Þyrlan flutti þá af Skaftafellsjökli upp á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk (2.119 m). „Allir vom komnir upp rétt fyrir miðnætti þegar síðustu sólargeislamir lýstu upp tindinn. Við vomm um þrjá tíma á leiðinni niður með hæfílegum hléum. Menn verða að vera vanir á skíðum, því eins og kom á daginn má búast við allskonar skíðafæri. Við urðum svo að ganga á mannbroddum síðasta spölinn að jaðri Svínafellsjökuls, þar sem bílamir vom. Þetta er stórkostlega gaman og menn em ákveðnir í að halda þessu áfram næsta vor, en besti tíminn er í apríl og maí,“ sagði Helgi. JVÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.