Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987
Júgóslavíumót-
ið hefst í dag:
Páll
Olafsson
meiddur
Leikmenn
vara við of
mikilli bjartsýni
Frá Stelnþóri QuAbjartssyni, bladamanni
MorgunbiaAsins í Prilep í Júgósiavfu.
' t*ÁLL Ólafsson tognaði í kvið-
vöðva í fyrsta leiknum gegn
Dönum á dögunum, hefur enn
ekki náð sér og verður ekki með
gegn Sovétmönnum f dag f fyrsta
leik Júgóslaviumótsins f hand-
bolta.
Aðrir leikmenn eru tilbúnir í
slaginn og er hugur í mönnum.
Lágmarkskrafa er að sigra Norð-
menn, en leikmenn gera sér ekki
of miklar vonir gegn Sovétmönn-
um og Júgóslövum.
„Það er skýlaus krafa að sigra
Norðmenn, en Júgóslavar og Sov-
étmenn eru með gífurlega sterk
lið. Samt höfum við sigraö þau og
ég held að þetta verði spurning
i%m dagsformið," sagði Þorgils
Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska
liðsins.
Þorgils sagði einnig að fólk yrði
að muna að allur undirbúningur
miðaðist við Ólympíuleikana og
mestu máli skipti að ná toppi á
réttum tíma rétt eins og í Sviss í
fyrra, „en við reynum ávallt að
gera okkar besta".
Sovétmenn erfiðastir
Guðmundur Guðmundsson var
sammála fyrirliðanum, en sagði að
Wteið væri í toppæfingu og undir-
búningurinn í júní hefði miöast við
aö standa sig vel á mótinu. „Það
veröur erfiðast að leika gegn Sov-
étmönnum, sem eru gífurlega
sterkir, og þar reikna ég ekki með
sigri, en við reynum hvað við get-
um. Júgóslavar eru á heimavelli,
en okkur hefur gengi vel gegn
þeim og við veitum þeim harða
keppni," sagði Guðmundur.
íslenska liðið æfði mjög stíft
fyrstu þrjár vikurnar í mánuðinum,
þá komu þrfr landsleikir gegn Dön-
um sællar minningar og síðan var
æft á mánudag og þriðjudag í
þessari viku. Strákarnir fengu frí
frá handbolta miðvikudag og
“i»fimmtudag, og í gærkvöldi stjórn-
aði Guðjón Guðmundsson fyrstu
æfingunni á keppnisstað, en hóp-
urinn kom hingað til Prilep um
hádegi í gær eftir langt og erfitt
ferðalag.
í hópnum eru 16 leikmenn, en
líklegt er að auk Páls hvíli Guð-
mundur Hrafnkelsson, Jakob
Sigurðsson og Þorbjörn Jensson í
fyrsta leiknum. Eftirtaldir leikmenn
skipa því liðið í dag:
Einar Þorvarðarson, Brynjar Kvar-
an, Þorgils Óttar Mathiesen, Geir
Sveinsson, Júlíus Jónasson, Guð-
mundur Guðmundsson, Sigurður
Sveinsson, Kristján Arason, Alfreð
Gíslason, Sigurður Gunnarsson,
- Atli Hilmarsson og Karl Þráinsson.
Hótelherbergin
lítil og óhrein
LEIKMÖNNUM brá heldur betur
í brún þegar þeir komu inn á
herbergl sfn hér á hótel Lipa í
Prilep f gær þvf þau eru bæði Iftil
og óhreln.
„Maður hefur kynnst ýmsu, en
þetta er botninn," sagði Guð-
mundur. „Ég held aö ég taki
sólgleraugun ekki niöur, því þá sé
ég síður hvernig þetta lítur út,“
sagði Guðjón Guðmundsson liðs-
stjóri og viðbrögð annarra voru
ámóta.
Að öðru leyti er ekki yfir neinu
að kvarta nema talsambandinu,
en erfiðlega hefur gengið að ná
sambandi heim.
Símamynd/Júlíus Sigurjónsson
• Þeir komast ekki til Seoul f ágúst, á myndinni eru þeir á leiðinni á fyrstu æfinguna í Prilep í gærkvöldi fyrir Júgóslavíumótið sem hefst í dag.
Á myndinni eru, frá vinstri, Alfreð Gfslason, Páll Ólafsson, Sigurður Sveinsson, Kristján Arason, Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnarsson.
Fellur æfingaferðin til
Seoul í ágúst niður?
Lykilmenn komast ekki þangað á þeim tíma
Frá Stelnþóri Guðbjartasynl, blaðamanni
Morgunblaðaina f Prilap f Júgóalavfu.
UÓST er að HSÍ getur ekki sent
sitt sterkasta landslið f fyrir-
hugaða keppnisferð til Seoul f
Suður-Kóreu f byrjun ágúst.
Fimm leikmenn komast ekki og
óvíst er með þann sjötta.
Einar Þorvarðarson og Sigurður
Gunnarsson fara í uppskurð, þegar
þeir koma aftur til Islands. Báðir
hafa átt við þrálát meiðsli að stríða
í rúmt ár, Einar á ökkla og Sigurð-
ur í hné, en aðgerðum hefur ávallt
verið frestað. Um minni háttar
aðgerðir er að ræða, en þeir verða
engu að síður frá keppni í nokkrar
vikur eftir læknismeðferðina.
Félögin í Vestur-Þýskalandi
byrja yfirleitt að æfa aftur 3. ágúst
og Gummersbach og Essen tóku
Símamynd/Júlíus Sigurjónsson
• Það var vel tekið á á æfingunni í gærkvöldi. í byrjun var fjöldi
fólks sem horfði á, en höllin er stutt frá hótelinu og tekur 2.300 manns
í sæti.
ekki í mál að Kristján Arason og
Alfreð Gíslason færu til Seoul í
byrjun undirbúningstímabilsins, en
Alfreð talaði síðast við forráða-
menn Essen í fyrrakvöld og Krist-
ján við sína menn einnig í vikunni.
Óvíst er með Pál Ólafsson, en
hann sagði í gær að útlitið væri
ekki sem best.
Þá kemst Sigurður Sveinsson
ekki í fyrirhugaða ferð, þar sem
hann gengur í hjónaband á sama
tíma.
HSÍ hafði ákveðið að taka þátt
í móti í Seoul í ágúst, en breyttar
aðstæður hljóta að raska þeirri
áætlun, því ekki þjónar neinum til-
gangi að senda hálft liðið og fylla
upp í töluna með leikmönnum,
sem ekki verða með á Ólympíuleik-
unum.
Alfreð Gíslason:
Geri allt sem
ég get til
að vera með
„ÉG HEF fullan hug á að vera
með í undirbúningnum fram að
Ólympíuleikunum og geri allt sem
ég get til að svo geti verið, en
Þjóðverjarnir eru stífir og því
miður gengur dæmið ekki alltaf
upp,“ sagði Alfreð Gíslason að-
spurður um landsliðið, undirbún-
inginn og verkefnin, sem fram
undan eru.
Alfreð æfði ekki með liðinu fyrir
leikina gegn Dönum og sagði hann
þrjár ástæður fyrir því. „Ég hef
ekki fengið neina hvíld í 11 mánuði
og hef spilað fullan leiktíma í öllum
leikjum Essen. Hásinarnar á mér
eru slæmar, ég bólgna allur eftir
mikið álag og læknir minn hrein-
lega skipaði mér að hvíla eftir
tímabilið, en síðasti leikur okkar
var fyrir mánuði.
í öðru lagi fór liðið til Spánar í
byrjun júní og stjórn félagsins
heimtaði að við færum allir með
til að kynnast nýjum leikmönnum.
í þriðja lagi sagði ég upp vinn-
unni, svo ég gæti sinnt landsliðinu
betur, en varð að skila af mér
þannig að annar gæti tekið við."
Essen tók ekki í mál að Alfreö
færi til Seoul í ágúst. „Félagið ger-
ir nánast allt fyrir leikmenn, en á
móti eru gerðar gífurlega miklar
kröfur til okkar og við eigum að
verja titilinn á næsta ári. Því verða
allir að vera með frá byrjun og
engar undanþágur veittar. Eini
möguleikinn er að einhverjar þjóð-
ir hætti við þátttöku á Ólympíuleik-
unum, þannig að Vestur-Þjóðverj-
ar komist inn og ég lifi í voninni
að svo verði," sagði Alfreð.
Símamynd/Júlíus Sigurjónsson
íslenskir dómar-
ará mótinu
Frá Steinþóri Qudbjartssyni f Júgóslavíu.
GUNNAR Kjartansson og Rögn-
vald Örn Erlingsson dæma á
Júgóslavíumótinu ásamt þremur
öðrum dómarapörum.
Þjálfarar liðanna sem keppa hér
tilnefndu dómarana, en síðan eru
þeir bestu valdir úr. „Við höfum
dæmt marga leiki erlendis í vetur,
en landsleikir Danmerkur og Nor-
egs í febrúar voru okkar fyrstu
karlalandsleikir, þarsem ísland var
ekki annað liðið," sagði Rögnvald
við Morgunblaðið í gær. Myndin
af þeim félögum var tekin í Júgó-
slavíu í gær.
Vilja Sovét-
menn sjá rautt
eða hvítt?
Frá Steinþóri QuAbjartssyni blaAamanni
MorgunblaAsina í Júgóalavíu.
ÁÐUR en Júgóslavíumótið íhand-
bolta hefst í dag verður ákveðið
íhvaða búningum þjóðirnar leika.
Ólympíulið íslands vill leika í
hvítum búningum gegn Sovét-
mönnum í dag, í þeim bláu á
morgun gegn Norðmönnum og í
rauðu búningunum gegn Júgóslöv-
um.
Venjan er að lið, sem fyrr er
skráð, ráði og þar sem Sovétríkin
og Júgóslavía eru talin upp á und-
an gegn fslandi, er valið þeirra, en
íslenska liöið er „heima" gegn
Norðmönnum.
fsland og Sovótríkin lóku síðast
landsleik í Eystrasaltsmótinu í vet-
ur og þá varð jafntefli í eftirminni-
legum leik. Island lék í hvítu
búningunum og nú er spurningin,
hvort Sovétmenn vilji frekar sjá
rautt eða hvítt í dag.