Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 16

Morgunblaðið - 27.06.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Hárið tekið til annarrar hliðar í rúllu. Skrautklemma ofan á koll- inum. Hárið fléttað á fallegan hátt og síðan fest upp með þar til gerðum böndum. Hárið er höfuðprýði 50 ára afmælispeningur sambands norrænna myntsafnara. Slegin voru 100 eintök í bronsi og örfá í 99,9% silfri. Peningurinn vegur um 200 grömm og er 70 mm í þvermál. Nýr minnispeningnr BLÓM VIKUNNAR 56 Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir HEIMILISHORN Bergljót Ingólfsdóttir Því verður ekki á móti mælt, að fallegt hár er prýði hverrar konu, það sama má reyndar segja um karlmenn líka, og því ærin ástæða til að hugsa vel um og fara vel með hár sitt. Heilbrigt, ræktarlegt, hreint og glansandi hár er alltaf jafn fallegt, en það hefur ekki alltaf þótt nóg, um það vitna tilraunir manna til að breyta og bæta hár sitt með ýmsum tilfæringum og þekkt er í öllum þjóðfélögum frá fyrstu tíð. Nálægt okkur í tíma eru himin- háar „túperingar" á hári, en sú hártíska heltók kvenþjóðina, allt niður í smástelpur, hérlendis eins og um allan hinn vestræna heim. Myndir af konum með slíka hár- greiðslu vekja nú almennan hlátur ________Mynt____________ Ragnar Borg Norræna myntsafnarasambandið hefir gefíð út minnispening, sem er dálítið sérstakur, því á honum er reynt að sýna norrænt landslag með eldgíg, §öllum, jöklum, skógi- klæddum fjallshlíðum, jökulöldum, fjörðum og vogum. Á framhlið pen- ingsins eru nöfn landanna, sem í sambandinu eru. I miðju er st. Hans-krossinn, sem er tákn um söfnun. Þennan sama kross er t.d. að finna á minnispeningi um Þjóð- minjasafn íslands. Það var Kanada- maður, sem búsettur hafði verið lengi í Danmörku, sem hannaði pening þennan, sem sleginn er hjá konunglegu dönsku mjmtsláttunni. Upplag peningsins er lítið og er hann að verða uppseldur. Myntsafn- arafélagið getur afgreitt örfáa peninga enn. Þeir kosta um 1.800 krónur. í maí síðastliðnum var haldið þing Norræna myntsafnarasam- bandsins í Málmey. Myntsafn Seðlabanka íslands og Þjóðminja- safns gerðist þar aðili að samband- inu. Myntsafnarafélag íslands fól mér að bjóða að næsti fundur sam- bandsins yrði haldinn í Reykjavík sumarið 1989. Um leið var svo um samið, að einn fremsti myntfræð- ingur Svía, Lars O. Lagerkvist, kæmi hingað til lands til fyrirlestra- halds á hausti komanda. Hið nýja og glæsilega myntsafn Seðlabank- ans og Þjóðminjasafnsins gefur tilefni til aukinna samskipta við norræna (erlenda) myntfræðinga, sem auðvitað eru hér aufúsugestir. Gætu þeir ef til vill hjálpað okkur við að varpa ljósi á myntsögu ís- lands frá því um 1000—1700, en saga þessa tímabils er enn ekki ljós. Mánaðarfundum og uppboðum Myntsafnarafélagsins er nú lokið á þessu starfsári. Myntsafn Seðlabankans og Þjóð- minjasafnsins verður opið í sumar á sunnudögum, milli klukkan 2 og 4. Þeir sem þangað hafa komið eru sammála um ágæti safnsins. Álfakollur frostavetrum og sjálfsagt er að skýla því lauslega ef sólskin er mikið og heitt á daginn en frost um nætur. Herdís Pálsdóttir Fornliaga, Hörgárdal Álfakollur Stachys macrantha Álfakollurinn er ein af okkar harðgerðustu garðplöntum. Eg held að hann geti verið til augna- yndis hvar sem er á landinu, sé ofurlítið um hann hugsað. Það er nefnilega ekki sama hver lífskjör honum eru búin fremur en öðru sem lifir og grær. Álfakollur verð- ur aldrei fallegur í rökum jarð- vegi og skugga og ekki má hann heldur hafa mjög kröftuga mold (þ.e. mikinn áburð), því þá vill blaðvöxtur verða feikimikill, blómin verða færri og koma seinna. En sé honum valinn sólrík- ur staður, t.d. ofarlega í hallandi beði getur blómskrúðið orðið ótrú- lega mikið — og golu þolir álfa- kollurinn betur en mörg önnur blóm. Hann nýtur sín best í þyrp- ingu, einnig fallegur í röð. Álfakollur er meðal þeirra blóma sem afar auðvelt er að fjölga með skiptingu. Jarðstöngl- arnir eru láréttir og má — ef vill — búta þau mjög smátt. Það er því óþarft að fá sér margar plönt- ur í einu. Hann er líka fallegri ef honum er skipt, ætti ekki að standa óhreyfður lengur en 4—5 ár. Blómin á álfakollinum eru nokkuð stór, rauðfjólublá og sitja í stuttu axi á stöngulendanum. Hann er mjög skrautlegur í blómi og ef vel tekst til með ræktun standa blómin nokkuð lengi. Blómin henta vel til afskurðar. Álfakollur er af varablómaætt. Náskyld honum er Hulduljós og Lambseyra en sjaldséðari í rækt- un. Lambseyra er ræktað vegna blaðanna sem eru þykk og mjúk- hærð ljósgrá á lit og bera nafn með rentu. Það hefur viljað týna tölunni hér nyrðra í snjólausum felKÍM GffifC Umsjónarmaöur Gísli Jónsson Málfátækt af því tagi, sem ég hef kallað stagl („Fróðársel- ur“), er enn áberandi í fréttum. Dæmi gæti hljóðað svo: í Banda- ríkjunum hafa menn nú vaxandi áhyggjur af útbreiðslu eyðni í Bandaríkjunum. Þama þyrfti auðvitað að breyta til í síðara sinnið og segja „þar vestra", „þar í landi“ eða eitthvað þvílíkt, í stað þess að tvítaka forsetning- arliðinn: í Bandaríkjunum hafa menn nú vaxandi áhyggjur af útbreiðslu eyðni þar í landi. Þá hef ég tekið eftir því, að jafnvel algengustu og auðveld- ustu fomöfn eiga í vök að veijast gagnvart staglinu. Tilbúið dæmi: Bflstjórinn sagðist ekki hafa séð konuna. Bflstjórinn bætti því við o.s.frv. Þama ætti að setja hann í upphafi seinni setningarinnar. ★ Þómnn Guðmundsdóttir í Reykjavík vekur í bréfí til þátt- arins athygli á svipaðri málfá- tækt, þeirri sem er til komin vegna ofnotkunar vissra orða- sambanda. Ég ætla að gefa henni orðið um sinn: „Ég vil benda á þá fábreytni, sem mjög er ríkjandi. Menn nota sama orðalagið sí og æ, eins og annað sé ekki til. Eg vil fyrst nefna stakkinn, sem búist er, bakið sem stutt er við, og grasið sem bömin vaxa úr. Menn stagl- ast á þessu stirðnaða myndmáli, eins og ekki sé hægt að orða hugsunina öðmvísi. Ekki alls fyrir löngu hættu menn að hafa álit eða skoðun á hlutunum. Einhver sagði: „að mínu mati“, og viti menn! Nú heyrist ekki annað. Ég vandist að segja „auðvitað" um sjálf- sagða hluti. Einhver sagði: „að sjálfsögðu", og nú er ekkert auðvitað lengur. Menn em líka alveg hættir að vera óánægðir. Nú em allir óhressir. Menn em steinhættir að segja: „að minnsta kosti“, í stað þess er komið „allavega" eða „allaveg- ana“, sem var allt annarrar merkingar. Sólskinið er týnt og tröllum gefið. Menn sitja og liggja í sólinni. Ef til vill liggja menn líka í tunglinu. Menn ganga gegnum hurðir, sem hlýt- ur að vera óþægileg aðferð við að komast inn í hús ..." Þómnn kveður hér óþarflega fast að orði, en hefur þó nokkuð til síns máls, og hefur sumt af því komið fram áður hér í þátt- unum. En hún hafði spurningar að leggja fyrir mig, í fyrsta lagi um orðið undorn. Hún man eft- ir orðinu úr Völuspá, úr bæjar- nafninu Undirfell Undornfell og staðhæfír að undorn hafi verið til í talmáli út 19. öld. í öðm lagi spyr Þómnn um orðið miðmundi og „húfínn“ í orða- sambandinu að sitja eða vera heill á húfi. Um leið og ég reyni að svara þessu, þakka ég Þór- unni góðar kveðjur. ★ Undorn kemur einnig fyrir í gerðunum undarn og undurn. Það merkir „millitími" og hefur sérstaklega verið haft um mál- tíðir klukkan 9 að morgni eða 3 að degi (= nón). Ég fæ ekki betur séð en orðið sé samgerm- anskt, þótt séð hafi ég þá tilgátu að það væri keltneskt tökuorð. Ég finn fjölmargar samsvaranir í öðmm germönskum málum, en auðvitað mætti hugsa sér að það væri tökuorð af keltneskum upprana í þeim öllum. í norskum mállýskum þýðir undorn máltíð kl. 3, í gotnesku er undaúrni- mats = „millimáltíð", morgun- verður, og í engilsaxnesku er undern tíminn um kl. 9 f.h. Er þá margt ótalið sem svipað er. Jan de Vries telur þetta reyndar skylt undir, sem gat haft merk- inguna „á milli“ og lat. internus = innri. Johan Fritzner telur að und- orn = dagmál komi fyrir í Bjarkeyjarrétti hinum norska og orðmyndina undurn tilfærir hann úr einu handriti Ólafssögu helga: „um morgonenn at und- umi“. Sveinbjöm Egilsson hefur einvörðungu gerðina undurn í Lexicon poéticum og vitnar til 393. þáttur dróttkvæðaskáldsins Óttars svarta (10.—11. öld) og Kráku- mála (12. öld), en höfundur þeirra er ókunnur. í þessum kveðskap er farið með undurn yfir í merkinguna æti, bráð hræ- dýra, hvort heldur sem er fast eða fljótandi. „Öm drekkur und- um“, segir Óttar svarti, en höfundur Krákumála: Hjuggu vér með hjörvi heldr var eg ungr, þá skífðum austr í Eyrarsundi undum frekum vargi. Skáldið var ungt að ámm, er það hjó sundur (skífði) bráð handa frekum úlfí í Eyrarsundi. Miðmundi getur líkt og und- om merkt „millitími". En það getur líka þýtt „millistaða", eink- um er það þó haft um tímann mitt á milli hádegis og nóns, þ.e. hálftvö. Telja má víst að orðið sé dregið af mund = tími, sbr. í það mund, í þann mund eða um þær mundir. Þá er einnig til atviks- orðið miðmunda = mitt á milli. „Þá er sól er miðmunda norðurs og landnorðurs", stendur í gömlu lögbókarhandriti. Enn er svo þess að geta að miðmundi er til í merkingunni „það sem veitir persónu eða hlut þýðingu eða virðingu". í Sturl- ungu er á einum stað: „Þeir guldu allir nökkuð, er þar höfðu verið og nökkur miðmundi var að.“ Hér mætti þýða miðmundi með mannsmót eða mannsbragur. Húfurinn verður að bíða betri tíma. ★ Ég held að Hlymrekur handan sé nú dauður eða liggi fyrir dauð- anum að minnsta kosti. En bróðursonur hans, Eyjólfur aust- an, sendi mér svo stórort bréf að ég treysti mér ekki til að birta það, nema þetta limrugrey sem flaut með í lokin hjá honum: Þegar Randiður rogast upp stigana, ætla rassþyngslin alveg að sligana. Hún rær, hana svimar við svignandi rimar; segir Emil í Kró allavegana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.