Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 25 Horft ofan af Reynivallahálsi utan Grímsstaða. lauginni notað til baða og þvotta. Hér er fallegur hvammur og kjörið að setjast niður og taka upp nestið og njóta útsýnisins um leið og hvílst er um stund. Hér er mikil nátt- úrufegurð. Brynjudalurinn endar í þrengslum eða allmiklu gljúfri, sem sannarlega er skoðunar vert. Héðan sér inn á Leggjabijótsleið, gamla þjóðleið, sem lá milli Hvalíjarðar og Þingvalla og var fjölfarin áur fyrr, enn er þessi leið mikið farin af ferðafólki, sem hefur yndi af að feta í fótspor feðranna. Hríshálsinn er austasti hluti Múlafjallsins og greiðfær gangandi fólki. Heppilegast er að halda að- eins til hægri yfir hálsinn og er þá komið á götuslóða, sem liggur upp úr Botnsdalnum. Botnsdalurinn er gróinn og grösugur eins og Brynju- dalurinn. Hér hefur landeigandi gróðursett allmikið af trjáplöntum og eru víða komnir fallegir lundir. Ætíð skyldi fara með gát þar sem gengið er um land, sem gróðursett hefur verið í og engin ástæða til að ganga þar sem gróður er við- kvæmur. Hvalfellið gnæfir yfir er Geirshólmi, sem kunnur er úr Harðar sögu Hólmveija, en þaðan er sagt að Helga Haraldsdóttir hafi synt með syni sína tvo, þegar byggðarmenn höfðu drepið bónda hennar og félaga hans. Lítum okkur nær, leiðin niður með Fossánni er falleg og í ánni eru smáfossar og flúðir, neðst niður undir vegi er fallegur foss, sem Sjávarfoss heitir. í Fossárdal er gömul fjárrétt um 250 m frá steypta veginum. Neðar er svo önnur fjár- rétt í svonefndum Kálfadal, skemmtilega hlaðin og mun vera friðlýst. Jörðin Fossá er nú í eyði og er í eigu skógræktarfélaga Kópavogs og KJósarsýslu. Þar hef- ur verið gróðursett mikið af tijá- plöntum. Leiðin liggur áfram eftir svo- nefndum Reiðhjalia, fram hjá Þrándarstöðum og inn í Brynjudal, breiðan og grösugan dal, eftir daln- um miðjum rennur Brynjudalsá, sem á upptök sín í hálendinu austan við Kjölinn. Þrír bæir eru í Brynju- dalnum, Þrándarstaðir, sem áður er nefndur, Skorhagi og Ingunnar- staðir innst. Áður var búið í Hrísakoti, sem var innan við Ing- unnarstaði, en nú er þar aðeins sumarbústaður. Landgræðslusjóður á 3/4 hluta af Ingunnarstöðum og hefur plantað þar um 80 þúsund tijáplöntum. Við Ingunnarstaði hefjum við gönguna á ný og göngum inn grasi- grónar áreyrar. Fyrir botni dalsins rísa Botnssúlumar tignarlegar og er vel þess virði að ganga á þær, en til þess gefst ekki tími að þessu sinni. Þegar komið er inn fýrir skóg- ræktargirðinguna liggur leiðin upp á Hríshálsinn, upp með litlum læk, Laugalæk, sem dregur nafn af HlllÍ volgri laug, sem er ofarlega í hlíðinni. Vatnið í henni er um 33 stiga heitt. Áður fyrr var vatnið í botni dalsins og bak við það leynist Hvalvatnið, næstdýpsta vatn lands- ins, 160 m á dýpt. Skarðið milli Hvalfellsins og Botnssúlna nefnist Hvalskarð og þaðan kemur Hvalskarðsá, lítil á sem sameinast Botnsánni neðar í dalnum. Botnsáin kemur úr Hval- vatni og fellur niður með Hvalfellinu að vestanverðu, í henni er hæsti foss landsins, „Glymur", 198 m hár. Fellur hann niður í afar þröngt og djúpt gljúfur og er illmögulegt að sjá hann allan í einu, þó er það hægt af klettsyllu austan við gljúfr- ið, en ekki er það fyrir lofthrædda eins og segir í vísunni, sem Sig- valdi skáldi Jónsson kvað. „Á hinn himinháa Glym, hver sem kimar lengi, fær í limu sundl og svim, sem á rimum héngi.“ Heim undir túni á Stóra-Botni er göngubrú á ánni og er sjálfsagt að fara þar yfir. Tveir bæir voru í Botnsdalnum, Stóri-Botn og Litli- Botn. Mörg ár eru síðan Litli-Botn fór í eyði, en ekki nema nokkur ár síðan Stóri-Botn var í byggð. Hér við Botnsána eru sýslumörk Kjósar og Borgarfjarðarsýslu og hér eru einnig fjórðungaskil. Hér hefur verið stiklað á stóru og farið fljótt yfir sögu. Reynt hef- ur verið að lýsa leið, sem forfeður okkar fóru meðan ferðast var fót- gangandi eða á hestum. Þettta eru léttar gönguleiðir, sem vel flestir geta gengið ef rólega er farið og enginn kynnnist landinu betur en sá, sem leggur land undir fót og öðlast þannig hlutdeild í náttúrunni og þeim margbreytileik, sem hún er svo auðug af. Sá, sem einu sinni hefur gegnið í fótspor feðranna á gömlum þjoðleiðum og skynjað þannig söguna, kann betur að meta landið eftir það og leitast við að kynnast fleirum af gömlu leiðunum sem gengnar voru meðan ferðast var fótgangandi og á hestum. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands. Fyrir 11.780 krónur geturðu skellt þér til LUX < I Vegna mikillar ásóknar á LUX-leiðinni höfum við ákveðið að auka sætaframboð á SUPER APEX fargjöldum og bjóðum þér farið, fram og til baka, fyrir aðeins 11.780 krónur. Við höfum náð afar hagstæðum samningum við bílaleigu þar í borg og getum útvegað þér Ford Fiesta, Fiat Uno eða Opel Corsa fyrir 6.540 krónur Þetta er ekki prentvilla, verðið er 6.540 krónur og miðast við heila viku. Hringdu sem fyrst - ferðirnar eru fljótar að fyllast. FLUGLEIDIR Nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Upplýsingasími 25100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.