Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 35 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Orrustan um ráðherra- stólana í algleymingi Forseti Islands vill að úr- slit ráðist nú um helgina ÞAÐ SÆTIR lítilli furðu að fréttaskrif og fréttafrásagnir fjölmiðlanna um stjórnarmyndunarviðræðurnar að undan- förnu hafi orðið grínteiknurum hugmyndabanki, eins og ágætt þankastrik Gísla J. Ástþórssonar í Morgunblaðinu í gær ber vitni um. Það myndi æra óstöðugan að rifja upp allar þær sveiflur í bjartsýnis- og svartsýnisátt, sem átt hafa sér stað undanfarnar þijár og hálfa viku, eða frá þvi að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, fékk umboð forseta íslands til stjórnarmyndunar. Enn ein sveiflan hefur nú átt sér stað, niður á við. Það gerðist í kjölfar tilboðs Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í fyrradag þess efnis að falla frá kröfunni um forsætisráðherraembættið. Við brotthvarf hans úr forsætisslagnum gerðist það eitt að ágreiningsefni Framsóknar og krata kristölluðust, einkum og sér í lagi ágreiningurinn um það hvor þeirra Jóns Bald- vins og Steingríms eigi að verða forsætisráðherra. Sjálfstæðismenn telja þennan málflutning heldur klénan og benda á að þessi rökstuðningur krata hafí ekki heyrst, þegar um það var rætt að Þorsteinn yrði forsætisráðherra. Þá hafí kratar gengið út frá því sem vísu að þeir fengju bæði fjármála- og viðskiptaráðuneytið í sinn hlut. Þá kom fram á fundi þeirra Jóns Baldvins og Steingríms að þeir geta illa sæst á verkaskipt- ingu sín í milli. Báðir vilja þeir verða forsætisráðherra, en hvor- ugur getur hugsað sér hinn í stólinn og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þeir eru því komnir á þá skoðun, samkvæmt upplýsing- um úr röðum Framsóknar og krata, að þeir þurfí hugsanlega að segja við Þorstein að þar sem tilboð hans sé óaðgengilegt, þá telji þeir að hann verði að opna máhð á nýjan leik, þ.e. að verða málamiðlunarleiðin til samkomu- lags og taka að sér forsætisráðu- neytið. Þeir munu jafnframt telja að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki reynast nógu samstæður og traustur stjómarflokkur, nema forsætið sé í hans höndum. Einn kratinn sagði við mig í gær: „Verður Sjálfstæðisflokkurinn nokkum tíma til friðs, eins og ástandið er þar innan dyra, án þess að fara með forystuna?“. Þá heyrast sjónarmið úr röðum krata og Framsóknar að Sjálf- stæðisflokknum sé ekki treyst- andi til þess að sitja lengi í stjóm, ef forystan verði ekki á hans hendi. Úr herbúðum Framsóknar heyrist aftur á móti að Steingrím- ur hafi persónulega getað hugsað sér að sætta sig við Jón Baldvin sem forsætisráðhema og því hafí hann kannað hljóðið í sínum mönnum. Niðurstaða þeirrar könnunar mun hafa verið öll á einn veg: Að slíkt kæmi aldrei til greina, og segja sumir fram- sóknarmenn meira að segja að Steingrími muni „vart sjálfrátt að kanna möguleikann á slíkri fásinnu", þannig að ekki em framsóknarmenn reiðubúnir til þess að gleyma öllu tali Jóns ðilar eru þeirr- ar skoðunar að málefnaleg samstaða sé komin í lyki- lundirstöðu- málum, en þeir Leru jafnframt sammála um að það dugi ekki til. Enn sé ágreiningurinn um stóla- skiptin óleystur og að líkindum illleysanlegur. Þegar Þorsteinn bauðst til þess að falla frá kröfunni um forsætið í ríkisstjóminni greindi hann þeim Jóni Baldvin og Stein- grími frá því að Sjálfstæðisflokkur- inn gerði tilkall til fjármála-, viðskipta-, menntamála-, iðnaðar- og dómsmálaráðuneytis og fjögurra ráðherraembætta. Þeir Steingrímur og Jón Baldvin kváðust mundu skoða þetta tilboð, en það er ljóst að þeir komu af fjöll- um, þegar Þorsteinn lagði tilboðið fram. Þeir brugðust hins vegar illa við þegar Þorsteinn greindi okkur fréttamönnum frá því í fyrrakvöld að Sjálfstæðisflokkurinn félli frá kröfunni um forsætið og sögðu það hafa verið fastmælum bundið að segja ekkert um efni þessa fundar. Sjálfstæðismenn segja aftur á móti að Þorsteinn hafi í engu brugðist trúnaði, þar sem hann hafí efnislega ekki fjallað um umfjöllunarefni fundarins, heldur einungis greint frá þessu „prinsip“atriði með for- sætisráðuneytið, sem hafí verið mjög nauðsynlegt til þess að þjóðin fengi rétta mynd af stjómarmynd- unarviðræðunum. Stöðug- funda- höld í gær Jón Baldvin og Steingrímur hittust síðan fyrir hádegi í gær á skrifstofu Jóns Baldvins í Skjaldbreið. Þar varð, samkvæmt mínum heimildum, sameiginleg niðurstaða þeirra, að tilboð Þor- steins væri óaðgengilegt fyrir flokka þeirra. Rökstuðningur þeirra fyrir því mun vera í þá veru, að efnahagsleg og fjármála- leg stjómun landsins verði í þriggja flokka stjóm að vera þríhliða, þ.e. að forsætisráðuney- tið heyri einum flokki til, fjár- málaráðuneytið öðmm og viðskiptaráðuneytið þeim þriðja. *HVB©R FRÉTT NOTUM VIÐ HFTUR F1! LHUGflRPöGUM*?" Þankastrik Gísla J. Ástþórssonar frá því í Morgunblaðinu i gær segir raunar allt sem segja þarf um þær sveiflur sem átt hafa sér stað í stjórnarmyndunarviðræðunum undanf arnar vikur. Baldvins um „Framsóknarfjós" og „Framsóknarflór" þó að þeir séu reiðubúnir til þess að geyma slíkt með sér. Eftir þessa könnun er talið borðleggjandi að Steingrímur muni ekki gera til- lögu um það í þingflokki sínum að Framsókn gerist aðili að ríkis- stjóm undir forsæti Jóns Bald- vins. Kratar segja aðra sögnu Kratar em ekki sammála þess- ari ffásögn framsóknarmanna, þar sem þeir telja sig hafa áreið- anlegar heimildir fyrir því úr þingflokki Framsóknarflokksins að andstaðan við Jón Baldvin í forsætisráðherrastól sé hreint ekki svo römm. Krötum líst afar illa á að fjár- málaráðuneytið komi í hlut Sjálfstæðisflokks, þar sem þeir telja að Sjálfstæðisflokknum sé ekki treystandi til þess að hrinda í framkvæmd og bera ábyrgð á þeirri viðamiklu endurskoðun skattakerfísins, sem fyrirhuguð ríkisstjóm myndi beita sér fyrir. Eftir hádegi í gær hittust þeir Steingrímur og Þorsteinn á skrif- stofu Steingríms í stjómarráðinu og þar reyndi Steingrímur að fá Þorstein til þess að falla frá kröf- unni um fjármálaráðuneytið, en fékk fálegar undirtektir. Þar reyndi Steingrímur einnig að fá hann til þess að falla frá kröf- unni um viðskiptaráðuneytið, en fékk sömuleiðis neikvæð svör við þeirri málaleitan. Steingrímur og1 forsetinn ræddust við Að því búnu átti Steingrímur fund með frú Vigdísi Finnboga- dóttur forseta íslands. Forsetinn mun hafa sagt Steingrími að tími sá sem stjómmálamennimir hefðu til þess að ganga frá stjóm- armyndun styttist óðum. Er talið að hún sé orðin óþolinmóð eftir því að niðurstaða fáist í þessari stjómarmyndunartilraun og að hún ætlist til þess að slík niður- staða fáist nú um helgina. Framsóknarmenn segjast geta hugsað sér að bjóða upp á þrenns konar valkosti varðandi skiptingu ráðuneyta: í fyrsta lagi vilja þeir bjóða upp á að Framsókn fái for-. sætisráðuneytið, Alþýðuflokkur- inn fjármálaráðuneytið og Sjálfstæðisflokkurinn utanríkis- og viðskiptaráðuneyti. Annar kosturinn er að Framsókn fái forsætisráðuneytið, Sjálfstæðis- flokkurinn utanríkis- og fjár- málaráðuneytið og Alþýðuflokk- urinn viðskiptaráðuneytið. Þriðji kostur Framsóknar er sá að Sjálf- stæðisflokkurinn fái forsætis- ráðuneytið, Framsókn fái utanríkis- og viðskiptaráðuneytið og Alþýðuflokkurinn fái fjár- málaráðuneytið, en skipting ráðherrastóla verði jöfn, þ.e. að hver flokkur fái þijá ráðherra. Fjrri kostimir tveir, sem Þor- steinn hefur báðum hafnað, gera hins vegar ráð fyrir því að Sjálf- stæðisflokkurinn fái 4 ráðherra. Jón Baldvin gekk svo á fund Þorsteins í fjármálaráðuneytinu síðdegis í gær og mun hann hafa farið þess sama á leit við Þor- stein og Steingrímur gerði fyrr um daginn, en fengið sömu svör Nei. Það hefur margoft komið fram að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki sætt sig við færri en fjóra ráðherra í ríkisstjóm þessara þriggja flokka og sjálfstæðis- menn segja að í þeim efnum hafí engin breyting orðið í þeirra röð- um. Það verði ekki borin upp tillaga í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins þess efnis að flokkurinn gerist aðili að ríkisstjóm, þar sem hann fái einungis þrjá ráðherra- stóla. Líf þessarar fyrirhuguðu ríkisstjómar hangir því á blá- þræði, eða tilurð hennar öllu heldur og það sem væntanlega kemur til með að ráða úrslitum um það hvort hún verður mynduð er spumingin annarsvegar hvort Jóni Baldvin tekst að ssétta Steingrím Hermannsson við þátt- töku í ríkisstjóm undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fái alls Qóra ráðherrastóla, en hinir flokkamir þijá. Hin spumingin sem gæti ráðið úrslitum er sú hvort Jóni Baldvin og Steingrími tekst að semja við Þorstein á þeim nótum að hann gefí eftir viðskiptaráðuneytið en fái þess í stað heilbrigðisráðuneytið. Jón Baldvin ræddi við Stein- grím í gærkveldi, en ekki náðist neitt samkomulag þeirra í mill- um. Búist er við því að formenn- imir eigi með sér fund í dag og þá hafa þingflokksfundir einnig verið boðaðir. Hins vegar hefur enginn flokkanna þriggja boðað til flokksráðs- eða miðstjómar- fundar, sem er jú vísbendingin um að stjómarmyndun sé á loka- stigi, þannig að það gæti tekið lungann úr helginni að fá úr því skorið hvort slíkir fundir verða boðaðir eða ekki. Verði slíkir fundir ekki boðaðir má allt eins búast við því að utan- þingstjóm líti dagsins ljós í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.