Morgunblaðið - 27.06.1987, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987
Búist til ferðar úr Hrútafirði. Morgunblaðið/Magnús Gtalason
Ævintýrferð með Ar-
inbirni á Brekkulæk
Stað í Hrútafirði.
FERÐIR á hestum með Arinbimi Jóhannssyni, sem farnar eru frá
Brekkulæk í Miðfirði, eru sífellt að verða vinsælli meðal útlend-
inga. Enn er aðeins einn íslendingur búinn að panta ferð í sumar.
Þegar fréttaritari átti nú á dög-
unum leið fram hjá Hrútatungurétt
var hópur fólks að búa sig til ferð-
ar með fjölda hesta. Hér var á ferð
ferðahópur með Arinbimi á
Brekkulæk. Ferðafólkið hafði feng-
ið að geyma hesta sína í safngirð-
ingunni við réttina yfír nóttina.
Arinbjöm hafði ekið fólkinu i nátt-
stað á Brekkulæk þar sem ferðin
hófst.
Fólkið var langt að komið til
þess að fara þessa ferð með Arin-
bimi, íjórir Þjóðverjar, sex Sviss-
lendingar og einn frá Bandaríkjun-
um.
Ferðinni er þannig háttað að frá
Hrútafírði er haldið yfír Haukadals-
skarð til Dala, tjöld og vistir sendir
Arinbjöm með litlum hópferðabíl
sem hann á og er hann kominn að
Svarfhóli í Miðdölum þegar ferða-
fólkið kemur þangað á hestunum,
mátulega lúið eftir níu klukku-
stunda ferð. Næsta dag er áætlað
að fara með fólkið á hópferðabíl
um Snæfellsnes og skoðaðir athygl-
isverðir staðir, gist verður á
Amarstapa. Næsta dag verður ekið
að Svarfhóli og þar gist í tjöldum
næstu nótt.
Þá eru hestamir búnir að fá sína
hvfld og er lagt á næsta dag og
haldið til Hrútafjarðar og síðan
þaðan heim að Brekkulæk. Arin-
bjöm fer síðan með hluta af
hópnum á Fjórðungsmótið á Mei-
gerðismelum. Er hann kemur
þaðan leggur hann enn upp frá
Brekkulæk með nýjan hóp fólks
og þá til Húsafells en þangað fer
hann þijár ferðir á sumri. Hver
ferð þangað tekur níu daga, fram
og til baka. í Fljótadrög á Amar-
vatnsheiði fer hann tvær ferðir sem
taka sjö daga hver ferð.
Þetta er níunda sumarið sem
Arinbjöm er með ferðir um hún-
vetnsku heiðamar. Segist hann
ætla að halda upp á tíu ára tíma-
mótin í ferðaþjónustunni á næsta
sumri. Vonaðist hann til að sami
rauði klárinn sinn myndi fylgja sér
tíunda sumarið. Uppgjöf virðist
ekki vera hjá þeim.
Enn mun vera eitthvað af lausum
plássum í ferðunum í sumar og
athygli vekur að aðeins er einn
íslendingur búinn að panta. Leiðir
landans virðast liggja á aðrar slóð-
ir þó enginn þurfi að flýja sólarley-
sið liðið vor eða það sem af er
sumri.
-m.g.
Innsýn í Víti
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó: Platoonúúúú
Leikstjórn og handrit: Oliver
Stone.
Tónlist: George Delerue.
Framleiðendur: John Daly og
Derek Gibson.
Aðalleikendur: Tom Bereng-
er, William Dafoe, Charlie
Sheen, Kevin Dillon, Keith
David.
Bresk-bandarísk. Hemdale
Films Corporation/Orion
Pictures 1986.
Nítján ára, bláeygur piltur er
kominn á blóiðvöllinn í Víetnam,
til að beijast fyrir föðurlandið.
Strax við komuna mætir hann
grimmd og miskunnarleysi
stríðsins, það fyrsta sem vekur
athyglina eru landar hans á
heimleið — pakkaðir í svarta
plastpoka. Fallnir.
í myndinni Platoon, einni
áhrifaríkustu stríðsádeilu síðan
Remarque skrifaði Tíðindalaust
á vesturvígstöðvunum, rekur
Oliver Stone reynslu sína af
stríði og það einu því óhugnan-
legasta sem nokkru sinni var
háð. Ungir, óreyndir Banda-
ríkjamenn voru settir umvörpum
niður í fjarlægu, óviðkomandi
landi til að beijast fyrir þreyttum
málstað sem sífellt varð óljósari.
Við hinar djöfullegustu aðstæð-
ur; frumskóga, fen, illþolandi
hitamollu og raka, sjúkdóma,
eiturkvikindi. Á útivelli við út-
smogna fjandmenn, eitt af
meginvandamálum bandaríska
hermannsins í Víetnam var að
þekkja vin frá óvin í röðum inn-
fæddra.
Flestir sem létu lífíð í Víetnam
voru nýliðar á fyrstu dögum.
Ef menn komust yfír þann hjalla
og náðu að ganga í gegnum
eldskím hryllingsins, drepa í
stað þess að verða drepnir —
breytast úr mönnum í níðinga —
lamaðir af hinum gjörsamlega
ómannúðlegu aðstæðum, var
aðeins ein leið fær: að þrauka
Burðarásarnir þrír í Platoon: Elias, ímynd hins góða, til vinstri,
Bames, persónugervingur hins illa, til hægri, og í miðið sögumaður-
inn, Taylor-Stone. Engin rómantík — aðeins raunveruleiki.
árið út í helvíti og komast heim.
Styrkur Platoon felst ekki síst
í að Stone liggur á hjarta að
segja frá atburðum nákvæmlega
eins og þeir gerðust. Því kveður
hér við nýjan tón. í Platoon eru
engar hetjur, né ramborembur,
heldur venjulegir menn sem smá
ummyndast í drápsmenn sem
með hveijum deginum sem liður
glata æ meir mannlegri reisn
og kostum. Stríðshremmingin,
eilífur óttinn, limlestingamar,
dauðinn og þreytan og þorstinn,
glæðir þá ekki einungis hatri á
umhverfínu og óvininum heldur
og samheijum. Áður vituð stað-
reynd sem hljótt hefur verið um.
Og hér eru heldur engin fansífrí
frá drápunum á sólbökuðum
pálmaströndum við safírbláan
sæ í unaði fagurra kvenna. Eng-
in rómantík. Engar konur aðrar
en grátandi fómarlömb vitfírr-
ingarinnar. Aðeins hörmungar,
skelfíng og vopnagnýr.
Já, Stone tekst að koma til
skila hnitmiðaðri ádeilunni sem
á svo sannarlega erindi til allra.
í þættinum í gær var greint frá
góðri veiði manna í Hvítá í Ames-
sýslu fyrstu veiðidagana. í kjöl-
farið bárust fregnir frá enn einni
stangaveiðijörðinni, Gíslastöðum,
þar veiddust fyrir þremur dögum
hvorki fleiri né færri en 18 laxar
sama daginn og misstu veiðimenn
að minnsta kosti annað eins. Þetta
voru gríðarlega vænir laxar, frá
12,5 pundum þeir minnstu og upp
í 25 pund, „þetta var lygasögu
líkast, þama var sú stærsta laxa-
torfa sem ég hef augum litið og
góð tíðindi bæði fyrir þá sem veiða
á Gíslastöðum á næstunni svo og
þá sem ofar veiða, því mikið af
þessu rennur í gegn“, sagði Gunn-
laugur Þór Pálsson starfsmaður
hjá Ríkisútvarpinu sem var þama
að veiðum ásamt félögum sínum,
Guðbergi Davíð Davíðssyni og
Friðrik Þór Friðrikssyni kvik-
myndagerðarmanni, en sá síðast
nefndi veiddi 11 laxa. Þetta var
allt veitt á spón, mest á svartan
Tóbí og var lukkan ótrúlega hlið-
holl Friðriki, það var sama hvar
spónninn lenti hjá honum, hann
var alltaf með ’ann á og svo var
hann orðinn svo þreyttur að fór
að segja í hvert skipti, „ég vona
að hann sé lítill". En enginn þeirra
var það,“ sagði Gunnlaugur að
auki. Hann bætti við að flestir
hefðu laxamir vegið 13—16 pund
og auk 25 pundarans sem hann
veiddi sjálfur hefðu þeir félagar
fengið 22 og 20 punda laxa.
Við áttum næsta dag í landi
Kiðjabergs sem Stangaveiðifélag
Reykjavíkur er með. Vorum orðn-
ir þreyttir og tókum það rólega.
Við fengum samt 3 laxa þar og
misstum fleiri og meðal þeirra
sem við misstum var sjóbirtingur
sem var að minnsta kosti 6—7
pund. Hann var svo sterkur á
færi, að ég hélt lengst af að ég
væri með stóran lax á hjá mér.
En svo hrökk úr honum," bætti
Gunnlaugur við.
Laxveiðin gengur merkilega
vel í Laxá í Aðaldal þrátt fyrir
að áin sé nú orðin 17 gráðu heit
eftir sólarveður og úrkomuleysi.
Að sögn Þórðar Péturssonar
veiðivarðar settu menn t.d. ný-
lega í 9 laxa. á einu síðdegi á
Laxamýrarsvæði efra og náðu
5. Sjálfur var hann þar ásamt
Hilmari Valdemarssyni um
morguninn og þegar þeir fundu
hvar laxinn lá á annað borð stóð
ekki á tökunni, þeir settu í þijá
á þeim nauma tíma sem eftir var
og náðu tveimur. Allt er þetta
fluguveiði. „Það eina sem við
höfum áhyggjur af, er að það
gengur lítið af laxi um þessar
mundir og engu er líkara en að
allur sá snemmgengi lax sem
hefur verið að veiðast óvenjulega
snemma um alla á, sé sá fískur
sem hefði undir venjulegum
kringumstæðum verið að ganga
inn núna þessa dagana. En við
sjáum til hvað setur. Annars er
laxinn óvenjulega fallegur núna,
svo þykkur og bústinn að hann
er oft tveimur pundum þyngri
eða svo en lengdin býður upp á,“
sagði Þórður í samtali í gær.
Hjá Þórði fengust þær upplýs-
ingar, að milli 250 og 260 laxar
væru komnir á land af svæðum
Laxárfélagsins, á annan tug laxa
af Núpasvæðinu og á þriðja tug
laxa af Nesveiðunum. Eitthvað
hefur svo slitist upp á Hraun-
sveiðunum og víðar í efri ánni.
Stærsta laxinn til þessa veiddi
Ólafur Benediktsson á Flösinni á
maðk. Var það 24 punda hængur.
Áður en yfírstandandi laxa-
vertíð hófst voru veiðimenn með
miklar vangaveltur um það hvort
annað eins myndi veiðast af stór-
um stórlöxum og siðasta sumar,
en þá veiddist meira af 20 punda
fiskum og stærri og víðar en í
mörg herrans ár. Svo virðist sem
spumingunni verði að svara ját-
andi, því nú þegar hafa borist
fregnir af níu 24—28 punda löx-
um og þegar hefur fjöldi 20—23
punda físka veiðst, meira að
segja sumir þeirra á ólíklegum
stöðum eins og Laxá í Kjós sem
gaf tvo slíka laxa á opnunardag-
inn. Vatnsdalsá er drottningin
enn sem komið er með 29 punda
og 25 punda laxa og á annan tug
laxa sem losa 20 pund. Miðfjarð-
ará sækir fast á með 26 og 25
gunda laxa stærsta og Hvítá í
Amessýslu hefur einnig skilað
25 pundara. 24 punda fiskar
hafa hins vegar vegist stærstir
úr Laxá i Aðaldal, Laxá í Dölum
og Víðidalsá. Er mjög spennandi
að fylgjast með stórlaxamálum
þessar vikumar því hvenær sem
er má búast við að 29-punda
metið úr Vatnsdal verði slegið.
Nú þegar hafa stærri fískar sést
í ýmsum ám og er greinilegt að
mikið ætlar að vera í sumar af
stærstu löxunum.