Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Gengið um gamlar þjóðleiðir í Kjósinni eftirÞórunni Lárusdóttur Þegar komið er niður úr Svína- dalnum á hinni gömlu þjóðleið um Svínaskarð og halda skal ferðinni áfram yfir Reynivallaháls er sveigt af Kjósarskarðsvegi skammt frá brúnni yfír Laxá og er þá komið í Vindáshlíðina. Vindáshlíðin liggur austan undir Sandfellinu og enda Reynivallaháls. Hér er afar hlýlegt um að litast, kjarrivaxin hlíð og hér standa sumarbúðir KFUK. Það var 1947, sem KFUK hóf starf sitt hér, um 1950 reisti félagið fyrsta húsið og síðna hefur það aukið við húsakost sinn eins og sjá má. Er hér staðarlegt um að litast. Hér er kirkja, lítil og snotur, gamla kirkjan frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem flutt var hingað 1957 og end- urvígð ári síðar. Gamla þjóðleiðin yfír Reynivalla- háls lá hér og enn sést gatan allvel, enda er þessi leið farin iðulega bæði af ríðandi mönnnum og gang- andi. Leiðin liggur fyrst upp holtið frá þjóðveginum og upp með Sand- fellinu og er þetta lengsta og bratt- asta brekkan á allri leiðinni yfír hálsinn. Hér gnæfir Sandfellið yfir, 395 m hátt. Sjálfsagt er að skreppa upp á það og litast um, það tekur ekki langa stund. Af Sandfellinu er mikið útsýni, til austurs sér yfír austasta hluta Kjósarinnar, Kjölur- inn blasir við í norðaustri,_ Kjósar- skarðið, Sauðafellið, írafellið, Hádegisfellið og sér inn í Svínadal- inn. I suðri er Möðruvallahálsinn og Meðalfellið. Laxárdalurinn blasir við í allri sinni dýrð, grösugur og fagur dalur. Laxáin liðast í sveigum niður dalinn miðjan eins og silfur- band og í vestri sér út á Hvalfjörð- inn og Akrafjallið. Laxárdalurinn er breiður dalur, sunnan við dalinn er Meðalfellið og norðan við hann er Reynivallaháls- inn. Hér niður undan er Vindás, síðan sjáum við Þorláksstaði og eyðibýlið Hurðarbak, sem stendur undir Meðalfellinu austarlega. Nið- ur á sléttlendinu, sunnan Laxár, eru Káranes og Káraneskot. Úr Meðal- fellsvatni rennur á, sem Bugða nefnist, er hún 3 km á lengd og fellur í Laxá niður undan skólahús- inu Ásgarði. Laxá og Bugða eru með bestu laxveiðiám landsins. Skammt hér niður undan Sandfell- inu er kirkjustaðurinn Reynivellir, ein af bestu jörðum sveitarinnar. Hér hefur verið kirkja og prestsetur svo lengi sem menn vita. Á Reyni- völlum er staðarlegt, kirkjan og íbúðarhúsið standa uppi í hlíðinni og blasa við frá veginum. Hér var lengi þinghús sveitarinnar og hér var fyrsti bamaskólinn. Var hann stofnaður um 1880. Þá var prestur á Reynivöllum sr. Þorkell Bjama- son, hann var mikill menningar- postuli, ritaði m.a. Islandssögu, sem kennd var í skólum landsins um árabil. Eftirmaður hans var sr. Halldór Jónsson, sem þjónaði sem prestur í Kjósinni í 50 ár, frá 1900 til 1950. Núverandi kirkja var byggð 1859 og var endurbyggð um það leyti sem hún var 100 ára. Sr. Halldór var merkisprestur og lét málefni sveitarinnar mjög til sín taka. Hann var tónskáld gott og lét söfnuðinn iðulega syngja lög eftir sig við messur. Hann var áhuga- samur um búskap og skógrækt og gróðursetti tré í reit fyrir ofan kirkj- una. Hann ritaði endurminningar sínar, sem em jafnframt merkar heimildir um það fólk, sem átti heima í Kjósinni á þeim tíma. End- urminningar sínar nefndi hann „Ljósmyndir 1 og 2“. Næsti bær utan við Reynivelli er Sogn, þar var áður tvíbýli, en hefur nú verið gert að einni jörð. Síðan eru Valdastaðir og Grímsstaðir, en þeir voru byggð- ir úr landi Valdastaða. Við höldum nú áfram norður yfír Reynivallaháls. Leiðin liggur í dal, sem segja má að sé milli Reynivalla- háls og Kjalarins. Þessi leið var kölluð þjóðleið eða þjóðvegur, til aðgreiningar frá öðrum gönguleið- Á fjöru við Bryiyudalsvog. um yfír hálsinn. Önnur fjölfarin leið var Kirkjustígurinn, sem lá uppfrá kirkjustaðnum og yfír að Fossá. Ein gata enn var farin yfir hálsinn, var það Gíslagata, en hún lá upp með Gíslalæk, sem er skammt fyrir vestan Vindas, Gísalagatan samein- aðist þjóðveginum skammt fyrir norðan Dauðsmannsbrekkur. Þar segir þjóðsagan að Magnús á Fossá hafí setið fyrir ferðamönnum og rænt þá eða jafnvel drepið. Þar þótti reimt og stóð mönnum stugg- ur af að fara þar um í myrkri. Reynivallaháls er allmikið fjall, um 10 km á lengd og svo breiður að hvergi sér út af honum til suðurs eða norðurs í einu. Hann er 425 m á hæð þar sem hæst ber, þar heita Grenshæðir. Víða er hálsinn með klettabeltum, sérstaklega að norð- vestan, upp af Hvammsvík, þar verpti öm lengi vel á fyrrihluta þessarar aldar, en hefur ekki sést þar í áratugi. Leiðin liggur ekki eftir dalbotninum heldur aðeins vestan við hann. Þegar komið er norður fyrir svonefnda Hryggi fer að sjá niður að Seljadal, grösugt dalverpi austan í dalnum, enn sér móta fyrir rústum og landið er grænna þar sem túnskikinn var heldur en annars staðar. Gísli Ein- arsson bjó í Seljadal frá 1897 til 1921 með fjölskyldu sinni. Vetarríki er á Seljadal og einmanalegt mun hafa verið þar svo óralangt frá öðr- um bæjum. Ekki hefur verið búið þar síðan. Á norðurbrún Reynivallaháls opnast mikið útsýni. Handan Hval- fjarðar blasir við Skarðsheiðar fjalllendið með Blákolli vestast, nær sér yfír Þyrilinn, Hvalfellið og Botnssúlurnar. Þyrlisnesið skagar fram í fjörðinn og skammt frá landi Sumarferð Varðar farin riæsta laugardag: Snæfellsnesið mjög áhugavert tQ skoðunar - segir Höskuld- ur Jónsson aðal- fararstjóri Landsmálafélagið Vörður fer í hina árlegu sumarferð sína laugardaginn 4. júlí næstkom- andi og er förinni að þessu sinni heitið í Snæfells- og Hnappa- dalssýslu. Aðalfararstjóri verður Höskuldur Jónsson for- stjóri ÁTVR og forseti Ferðafé- lags Islands. Lagt verður af stað frá Valhöll klukkan 8.00 og er áætlaður komutími til baka til Reykjavíkur um klukkan 20.00. Fólk hefur með sér eigið nesti. Þátttökugjald er 1150 krónur. Morgunblaðið kom að máli við Höskuld Jónsson aðalfararstjóra og bað hann að segja svolítið frá ferðinni. Hann sagði tilgang sum- arferða Varðar vera af tvennum toga. Annars vegar þann að treysta samheldni félagsmanna, hins vegar að leiða huga þeirra að því landi sem um er farið og gera þeim kleift að fara sjálfír síðar og kanna nánar þá staði sem áhuga vöktu, tengja þá iandinu, sögu þess og náttúru. „Að mínu mati er Snæfells- og Hnappadalssýsla það svæði á Is- landi sem hvað áhugaverðast er. Hún er stórmerkileg sögulega allt frá landnámi til okkar tíma sem og þau náttúruundur sem líta má á þessum slóðum," sagði Höskuld- ur. Hann sagði að því miður yrði ekki hægt að skoða alla náttúr- usmíðina í dagsferð þar sem svo margt væri að líta, en sjást myndi til Eldborgar í Eldborgarhrauni, til Rauðamelskúlnanna, til Gerðu- bergshamra með sína fögru stuðla og meðfram sjó væru þær óra- löngu sandfjörur er nefndar hafa verið Löngufjörur Eldborg í Eldborgarhrauni. Ætlunin er að snæða árbít við Langá, stutt frá Borgamesi. Þar mun Jónas Bjamason formaður Varðar flytja ávarp. Höskuldur lýsti ferðinni á eftir- farandi hátt: Á ferð okkar munum við reyna að tengja sögu við bæi, ijöll og ár eftir því sem tilefni gefst, en sýslan er jú sögusvið Eyrbyggju og að hluta til Grettis- sögu, auk þess sem miklir sagna- þulir eins og séra Ami Þórarinsson hafa dvalið á Snæfellsnesi, og ekki má gleyma því að fleiri draug- ar munu hafa átt þar samastað en í flestum öðrum sýslum þessa lands. Ljósmynd/HRB Við ætlum að borða aðalnesti okkar á Búðum. Búðahraunið er skrýtt fjölskrúðugum burkna- gróðri og á Buðum má líta fallega kirkju sem er söfnuði sínum til sóma. Þar mun Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpa ferðafélagana. Frá Búðum höldum við yfir Fróðárheiði, norður fyrir nesið. Við komum að Breiðafírði skammt fyrir utan Fróðá og þar gefst enn eitt tækifærið til að ri§a upp þau undur sem Eyrbyggja telur að gerst hafi á Fróðá endur fyrir löngu. Þaðan verður haldið austur með ströndinni, um Grundarfjörð og yfir Hraunsfjörðinn og næst höfð viðdvöl í Berserkjahrauni. Síðdegiskaffi verður drukkið í Berserkjahrauni. Þar mun Sigríð- ur Þórðardóttir, oddviti á Grundar- fírði, flytja tölu og fræða ferðalanga um sögu og staðhætti. Heim þarf að ná fyrir dagslok og eftir dvölina í Berserkjahrauni verður haldið suður Kerlingar- skarð á heimleið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.