Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Ályktunin bindur okk- ur ekki á nokkurn hátt - segir Halldór Asgrímsson ÉG ER mjög óánægður með þessa niðurstöðu og tel að hún sé komin vegna þess að Banda- rikjamenn unnu mjög ákveðið að því að Alþjóða hvalveiðiráðið tæki slíka afstöðu" sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráð- herra um samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins í gær um að ís- lendingar afturkalli leyfi til veiða í vísindaskyni. Halldór sagði að Bandaríkjamenn hefðu ekki talið mögulegt að breyta stofnskrá samtakanna eða sam- þykktum þess heldur kusu þeir að flytja ályktunartillögu sem er and- stæð upphaflegum samþykktum Alþjóða hvalveiðiráðsins. „Það eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir okkur íslendinga að ríki sem við teljum okkur hafa haft vinsamleg samskipti við í langan tíma skuli kjósa að fara slíka leið. Ymis önnur ríki sem eru nánir bandamenn Bandaríkjanna í ráðinu og mynda þar ákveðna blokk ráða því að mestu leyti hver verða úrslit í Al- þjóða hvalveiðiráðinu ef að meiri- hlutasamþykkt þarf til. En hér er um ályktunartillögu að ræða sem ekki bindur okkur á neinn hátt vegna þess að hún á sér ekki stoð í samþykktum eða stofn- samningi ráðsins. Á hinn bóginn er hætt við að Bandaríkjamenn muni nota þessa ályktun til að beita okkur þrýstingi eftir öðrum leiðum og það er hinn alvarlegi hluti máls- ins“. Halldór sagði að ljóst væri að íslendingum hefði ekki tekist að telja nægilega mörgum ríkjum trú um hvað íægi að baki samþykkt- inni. „ÉG held að utanríkisráðu- neytum þeirra Norðurlanda sem studdu Bandaríkjamenn í þessu máli og kenna sig við hlutleysis- stefnu sé ekki alveg ljóst hver bakgrunnur tillögunnar er, þ.e.a.s. iöggjöf í Bandaríkjaunum. Við bentum rækilega á þetta í okkar máli, en það er ljóst að í þessum löndum er slíkur þrýstingur frá svo- kölluðum umhverfísverndarsinnum að sá þrýstingur hefur orðið meira ráðandi“. Sagðist Halldór eiga þama við Svíþjóð og Finnland, en Danir sátu hjá vegna ólgu innan neftidarinnar. Hann sagði að engin leið væri að segja til um framhaldið nú. Hann taldi að þær þjóðir sem þama væru að verki væm að koma í veg fyrir að rannsóknir ættu sér stað á hvala- stofnunum í framtíðinni, þótt þær viðurkenndu það ekki. Þau náttúm- vemdarsamtök sem mest áhrif hafa væm að beijast fyrir því að hvala- stofnamir verði aldrei framar nýttir. „Við höfum hins vegar lagt áherslu á skynsamlega nýtingu þeirra um alla framtíð þannig að það sé sem mest jafnvægi í höfun- um umhverfis ísland. Hér er um andstæð sjónarmið að ræða sem ekki hefur tekist að brúa. Ég hafði vonast eftir því að Alþjóða hvalveið- iráðið myndi komast að þeirri niðurstöðu að rétt væri að brúa þetta bil en niðurstaða þessa fundar er vitnisburður um að það hefur ekki tekist" sagði Halldór. „Við eigum að ráða ráðum okkar meðal annarra þjóða, sem hafa svip- aða afstöðu, þ.e.a.s. að þessir dýraistofnar séu nýtanlegir eins og aðrir stofnar í hafínu og dýrastofn- ar á landi og ég mun gera mitt besta til að leyta samstöðu hjá þess- um þjóðum". Halldór sagði að þegar væri ákveðið að fara í þær rannsóknir sem hafnar em í sumar. Þær fæl- ust ekki eingöngu í veiðum dýra, heldur væm átta skip nýfarin af stað til rannsókna og fljótlega fæm þrjár flugvélar einnig af stað í þeim tilgangi. Ekki væri mögulegt að stöðva allar þessar rannsóknar, en þessi staða yrði metin á næstunni afstaða tekin um framhald málsins. Halldór sagði að ef niðurstaða málsins yrðu sú að að mönnum tækist að koma í veg fyrir áfram- haldandi vísindarannsóknir þá hefðu íslendingar ekkert að gera í Alþjóða hvalveiðiráðinu. „Mér sýn- ist að það sé að verða niðurstaðan, en ég tel rétt að taka góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun og hafa náið samstarf við aðrar þjóðir um þá ákvörðun. Einnig kemur til greina að stofna samtök þessara þjóða. Á óformlegum fundi sem haldinn var að loknum ársfundinum var lögð áhersla á að við vildum vera í samstarfí við ákveðnar þjóðir um framhald málsins". Morgunblaðið-Sverrir Þorsteinn Jónsson (lengst t.h.) undirritar 20 þúsund króna ávísun til kaupa á eigin myndum. Með honum á myndinn eru Ragnar Aðal- steinnsson lögmaður, fyrir miðju, og Ornólfur Arnason hluthafi í ------------------- Kvikmyndafélaginu Óðni. Kvikmyndirnar Atómstöðin og Punkturinn á uppboði: Slegnar fyrri eigend- um á 20 þúsund krónur KVIKMYNDIRNAR Atómstöðin og Punktur, punktur, komma, strik voru, eftir kröfu skiptarétt- ar Reykjavíkur, boðnar upp í dómssal embættisins í Reykjavík föstudaginn 26. júní s.l. Til sölu voru eignir þrotabús Kvikmyndafélagsins Óðins hf. en þar á meðal voru kvikmyndimar Atómstöðin og Punkturinn með öll- um þeim réttindum sem tilheyra framleiðendum skv. ál.grein höf- undalaganna. Ennfremur vom seld 6 sýningareintök af Punktinum, þar af eitt með enskum texta, og 4 ein- tök af Atómstöðinni, þar af eitt með enskum texta og annað með frönskum texta. Á uppboðið mættu þrír af fjórum hluthöfum í Kvikmyndafélaginu Óðni, þeir Þorsteinn Jónsson, Orn- ólfur Ámason og Jón Ragnarsson ásamt Ragnari Aðalsteinssyni lög- manni. Jónas Gústavsson borgar- fógeti gerði grein fyrir kröfum á hendur fyrirtækinu og sagði að eig- ur þess yrðu allar seldar í einu. Þorsteinn Jónsson, einn af hluthöf- unum, bauð 20 þúsund krónur í eignimar og vom þær slegnar hon- um án þess að önnur boð kæmu fram. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður, tjáði Morgunblaðinu að Kvik- myndafélagið Óðinn hf. hefði verið lýst gjaldþrota 10. febrúar 1986 og lýstar kröfur á hendur því þá num- ið 8,4 milljónum íslenskra króna, 48 þúsundum sænskra króna og 673 þúsundum þýskra marka. Þorsteinn Jónsson, sem var aðal- leikstjóri beggja myndanna, sagði að þrátt fyrir þetta áfall myndu aðstandendur fyrirtækisins ekki gefast upp og væm nú þegar farn- ir að huga að nýjum verkefnum. Hluthafar kvikmyndafélagsins em ábyrgir fyrir 75% af skuldum þess persónulega og em fasteignir í þeirra eigu veðsettar fyrir þeim. Ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins lokið Endurmat íslendinga á aðild að ráðinu ítrekað f slandi ráðlagt að afturkalla vísindaveiðileyf i Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morfjunblaðsins i Boumemouth: GUÐMUNDUR Eiríksson form- aður íslensku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins minnti i Ioka ávarpi sínu í gær á yfirlýsingu Halldórs Ás- grimssonar sjávarútvegsráð- herra á fyrsta degi fundarins um að ísland myndi endurmeta áframhaldandi veru sina í ráðinu í ljósi þess hvort tillaga Banda- rikjamanna um leyfi til vísinda- veiða yrði samþykkt. Sú tillaga var samþykkt á fimmtudag og í gær var samþykkt tillaga um að ráðið mæltist til þess við íslensku ríkissljórnina að afturkalla þau leyfi sem hún hefur veitt til vísindaveiða. Guðmundur Eiríksson sagðist í ávarpi sínu einnig vilja koma á framfæri þakklæti íslensku sendi- nefndarinnar fyrir persónulegt samband og vináttu sem meðlimir hennar hefðu fundið fyrir síðustu Viðskiptaþvingana í Bandaríkjunum hefur ekki enn orðið vart ÍSLENSKU fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa ekki ennþá orðið vör við viðskiptaþvinganir af neinu tagi, en í samtali við Morgunblaðið vildu þeir Magnús Gústafsson, framkvæmdastjóri Coldwater, og Eysteinn Helga- son, framkvæmdastjóri Icelandic Seafood, sem minnst um málið segja og taldi hvorugur rétt að fjalla nánar um það fyrr en öll kurl væru komin til grafar. Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, benti á að enn sem komið væri hefðu þeir engar aðrar fréttir en þær sem komið hefðu fram í íjölmiðlum um þetta alvarlega og viðkværna mál. Vonaðist hann ein- ungis til að stjómvöld tryggðu að viðskiptasamböndum okkar Islend- inga yrði ekki stefnt í voða. árin. Einnig sagðist hann vilja koma á framfæri þakklæti íslensku ríkis- stjómarinnar til dr. Gambell framkvæmdastjóra ráðsins og að- stoðarmanna hans fyrir starf þeirra í þágu samtakanna. Guðmundur vildi á eftir ekkert útskýra nánar hvaða skilning ætti að leggja í þessi orð hans. íslenska sendinefndin hitti full- trúa nokkurra landa óformlega í gær eftir að ársfundinum lauk en Halldór Ásgrímsson sagði í ávarpi sínu á mánudag að ísland myndi beita sér fyrir stofnun nýrra sam- taka um stjómun á nýtingu hvala í því tilfelli að ísland segði sig úr ráðinu. Síðasti dagur fundarins í gær hófst með því að samþykkt var tillaga Bandaríkjamanna um að þótt ráðið virti sjálfsákvörðunarrétt þjóða um vísindaáætlanir, sam- kvæmt stofnsamningi ráðsins, fél- list það ekki á að vísindaveiðaáætl- un Kóreumanna uppfyllti skilyrði þau sem sett eru um sérstök leyfi til vísindaveiða. Tillagan var sam- þykkt með 19 atkvæðum gegn 3, en 9 sátu hjá, þar á meðal ísland. Ástralía lagði næst fram svipaða tillögu um vísindaveiðar Íslendinga. Sú tillaga var upphaflega nær sam- hljóða tillögunni um Kóreu, en hafði nú verið breytt í þá átt að segja að íslendingar uppfylltu ekki full- komlega skilyrði um leyfi til vísindaveiða og hefðu ekki gefið fullnægjandi upplýsingar um gildi veiðanna. Einnig var lagt til að ríkisstjóm íslands afturkalli leyfi til sérstakra vísindaveiða þar til vísindanefnd ráðsins hefði fengið nægjanlega skýr svör við spuming- um og efasemdum sem þar hefðu vaknað. Einnig var setning í tillög- unni þar sem íslendingum var hrósað fyrir rannsóknimar, sem nú standa yfir á Norður-Atlantshafi. ísland lagði fram breytingartil- lögu við tillöguna sem gerði ráð fyrir að ráðið frestaði að taka af- stöðu til vísindaáætlunar íslands fyrr en á næsta ársfundi. Þessi breytingartillaga var felld með 17 atkvæðum gegn 9, en 5 sátu hjá. Tillagan sjálf var síðan samþykkt í tveimur hlutum. Fyrst var kosið um þann hluta sem miðaði _að því að ráðið féllist ekki á áætlun íslend- inga og var sá hluti samþykktur með 16 atkvæðum gegn sex, en 9 sátu hjá. Afgangurinn af tillögunni var síðan samþykktur með 19 at- kvæðum gegn 4, en 8 sátu hjá. Að þessu loknu fékk vísindaáætl- un Japana svipaða afgreiðslu og eftir það benti formaður japönsku sendinefndarinnar, T. Saito, á að sjö þeirra landa sem hefðu greitt atkvæði á móti vísindaáætlununum ættu ekki fulltrúa í vlsindanefnd ráðsins og hefðu ekki lagt þar fram nein gögn. Hann yrði að fræða þjóð sína um þessi vinnubrögð ráðsins. Á eftir var haft eftir einum jap- önsku fulltrúanna að nú yrði mikill þrýstingur almennings í Japan á japönsku stjómina að segja sig úr ráiðinu. ísland lagði loks fram tillögu um að lögfræðinganefnd fjallaði um til- lögu Bandaríkjamanna og skilaði áliti um lögmæti hennar fyrir næsta ársfund. Þessi tillaga var felld í svipuðum hlutföllum og aðrar tillög- ur. Hins vegar féllst fundarstjórinn, Ian Stewart, frá Nýja Sjálandi, á að beina þessu álitamáli til vinnu- hóps, sem stofnaður var á fundinum nú til að endurskoða stofnsamning ráðsins og skila áliti fyrir næsta ársfund. Eru að sjálf- sögðu vonbrigði 7 segir Matthías A. Mathiesen, ut- anríkisráðherra „ÞAÐ eru mér að sjálfsögðu von- brigði hvernig ársfundur Al- þjóða hvalveiðiráðsins fór,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, er hann var inntur álits á samþykkt ráðsins í gær. Matthías sagði að niðurstöðu fundarins, og þau viðbrögð sem þar komu fram, yrði að meta vandlega. „Utanríkisráðuneytið og sjávarút- vegsráðuneytið, sem unnið hafa að undirbúningi ársfundarins, munu halda starfí sínu á þessii sviði áfram," sagði hann. „Þegar búið er að meta málið og gera tillögur um framhald þess þá verður það tekið fyrir af ríkisstjóm íslands." Utanríkisráðherra sagðist ekki vilja leiða getum að því hvort sam- þykktin hefði áhrif á samband Islands og Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.