Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Afmæliskveðja: * Leó Arnason frá Víkum í skrúðgarði mannlífsins gætir margra grasa. Þar getur að líta blóm sem eru gul, græn eða blá eða þá rauð og hvít. Þessi litadýrð blindar stundum augað og erfitt verður þá að lesa þau blóm sem bera af, eru sérstæðust og fegurst. Svo kemur það til að litarskyn okkar er breyti- legt, smekkurinn sjaldan sá sami hjá tveimur. '' Hið sama gildir í rauninni um okk- ur mennina. Sérhver maður er fæddur með ákveðnum eigindum, sérstöku eðli sem hann hefur hlotið í vöggugjöf. Maðurinn er því eins og blómið, hann ber sinn ákveðna lit, hefur sitt eigið og sérstæða yfir- bragð, hann bregst við áreiti og umhverfí sínu samkvæmt eðlislægri tilhneigingu og fær í rauninni minna um það ráðið hver viðbrögð hans verða en almennt er haldið og haft fyrir satt. Afmælisbamið Leó Ámason, frá Víkum á Skaga norður, sem í dag er sjötíu og fímm ára, er tilefni þess- ara hugleiðinga. Hann hefur ávallt verið sérstakur maður, blóm eða baðmur á akri mannlífsins, sem eftir hefur verið tekið enda að útliti og í athöfnum einstakur maður. í kvæði sínu um Sæmund Magnússon Holm segir Bjami Thorarensen: „Því hann batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn." Þessar ljóðlínur koma ósjálfrátt í hugann þegar um Leó er fjallað, Það var sumarið 1938, á tímum mikillar pólitískrar spennu á Islandi og Evr- (^jjpu allri, sumarið sem Chamberlain samdi við Hitler í Múnchen, að ég kynntist Leó fyrst. Þetta sumar byggði hann húsið Svalbarða fyrir föður minn og var ég allt þetta sum- ar vikadrengur hjá honum. Eins og ungum forvitnum pilti er oftast farið, fylgdist ég vel með öllum athöfnum byggingarmeistarans, bæði seint og snemma. Leó var mér allt þetta sumar ein- staklega góður og hlýr maður, við mig níu ára strákinn talaði hann af skilningi og sanngimi. Það vil ég þakka honum fyrir í dag. Leó Ámason er fæddur 27. júní 1912 í Víkum á Skaga í Austur- Húnavatnssýslu, eins og áður segir. Foreldrar hans voru Ámi Anton Guð- rrfriundsson, Bjamasonar, bóndi í Víkum, og Anna Lilja Tómasdóttir, Markússonar frá Flatey á Skjálfanda. Ámi og Anna í Víkum áttu tíu böm, tvær dætur og átta sonu. Leó Anton var sjöundi í röðinni, en elstur var Guðmundur, sem bjó á Þorbjargar- stöðum í S-Þingeyjarsýslu, en þar dvaldist Leó ungur maður. Annað bam þeirra var Vilhjálmur, líka bóndi. Þriðja var Fanney Margrét, fjórði Karl Hinrik, sem enn er bóndi í Víkum, fímmta Sigurlína Sigríður, sem var bóndakona að Svanavatni í Skagafírði. Hilmar bóndi á Hofí á Skaga var sá sjötti. Áttundi var drengur sem dó sex mánaða, óskírð- ur. Hjalti bóndi að Skeggjastöðum á Skaga var sá níundi, en Láms verk- stjóri Skagaströnd tíundi. Leó var heima í föðurgarði til fímmtán ára aldurs. Hann naut fræðslu í farskóla á Örlygsstöðum á aldrinum 10—14 ára en fer síðan að Þorbjamarstöðum í Laxárdal til Guð- mundar bróður síns. í Hólaskóla er hann veturinn 1932-’33 en heldur seinna áfram skólagöngu í Héraðs- skólanum á Laugarvatni og sest þar í eldri deild. Námið heldur síðan áfram í 3ja bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar en þaðan fer Leó í þriðja bekk Iðnskólans á sama stað og lýk- ur þar prófí i húsasmíðum. Sveinn í þeirri iðn verður hann 1937 og hú- sameistari 1943. Hann var því nýorðinn húsasmiður þegar hann kemur á Blönduós og byggir húsið Svalbarða. En Leó hafði auk húsasmíða lagt stund á húsgagnasmíð sem kom sér vel þegar hann átti einn að reisa íbúð- arhús í hólf og gólf. Á þessum ámm var Leó með af- brigðum afkastamikill, hugurinn og maðurinn bókstaflega hentust um landið þvert og endilangt. Eftir 1940 gerist hann verslunar- og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hann stofnaði þá verslunina Ámi Leósson & Co. að Laugavegi 38, en samhliða versluninni rak hann pijóna- og saumastofu. Þá starfsemi flutti hann seinna til Hveragerðis. Það sem hann framleiddi vom peys- ur, sokkar og fatnaður á böm og fullorðna. Á þessu tímabili störfuðu á vegum hans um fímmtíu manns. Það er á þessum ámm sem hann segist hafa verið ríkur a.m.k. í eitt ár. Og það var á þessum ámm sem auglýsing birtist frá honum í blöðun- um, sem var á þessa leið: „Á Laugavegi 38 fæst allt/úr íslenskum lopa/boðið og falt. En langbest af öllu/líkar mér þó/loðin peysa frá Leó og Co.“ Leó þurfti ekki á ráðgjöf frá aug- lýsingaþjónustu að halda til þess að fínna leið að eyrum kaupandans enda gekk verslunin mjög vel á þessum ámm. Sauma- og pijónastofan hafði bókstaflega ekki undan. Það er svo á hinum frægu haftaámm eftir 1950, á tímum innflutningsráðsins, sem undan fer að halla í verslunar- og verksmiðjurekstrinum. Á Selfoss flytur Leó 1953 þar sem hann reisir sér hús við Þóristún. En þó að fjölskyldan sé nú sest að á Selfossi er athafnavettvangur Leós landið allt, sem áður. Hann reisir á miðjum sjötta áratugnum fjölbýlishús með 48 íbúðum. Hann rekur veitinga- staðinn Isborg í Austurstræti 12 í fjögur ár, en eigendur vom Pálmi í Hagkaup, Steingrímur forsætisráð- herra og Ásbjöm borgardómari. Þá var smíðuð hin fræga ísblöndunarvél í Landsmiðjunni, samkvæmt fyrir- mynd frá Bandaríkjunum en forstjóri Landsmiðjunnar þá var núverandi hitaveitustjóri Reykjavíkur, Jóhannes Zoega. Þessi fmmstæða vél er enn til. Og fleira er gert. Stofnað er til saltverkunar á Selfossi 1963 og stendur það hús enn hér við Eyrar- veginn og er nú bifvélaverkstæði Sérleyfísbíla Selfoss. Það gefur auga leið að ekki hefur verið létt fyrir konur að beisla Leó. Hann hefur verið tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Valgerður Austmar Sigurðardóttir frá Akureyri. Með henni átti hann tvær dætur, þær Maríu Austmar og Önnu Lilju. Seinni kona Leós var Herdís Jónsdóttir frá Nautabúi í Skagafírði. Þeirra börn urðu sex. Jón, Ámi, Sólveig, Ketill, Katla og Sigríður Herdís. Leó býr nú hjá tengdadóttur sinni Halldóru Gunnarsdóttur og syni sínum Áma á Skólavöllum hér á Sel- fossi. Nýtur hann umhyggju þeirra og ástúðar. Leó Ámason er fæddur þar sem sól rekur nóttina á flótta, nokkra daga sumars. Á Skaga er þó kalt bæði sumar og vetur, en þar er og var reki, æðarvarp og fuglatekja. I Víkum rak margan kjörvið að landi, smíðavið sem bókstaflega flaut upp í hlaðvarpann. Það var því ekki und- arlegt þó að þeir frændur norður þar gerðust hagir á tré. Þeir fundu köllun sína í því að smíða og byggja hús sem skýldi gegn norðangarranum og gerði fólkinu á Skaga það mögulegt að búa á einum kargasta hluta landsins. Það er hald mitt að þessa eðlis- ávísun hafí Leó erft í ríkum mæli. Hann var ódeigur athafnamaður, óhræddur og hugmyndaríkur, víllaus og velviljaður og er það enn. Ég sendi honum og Ijölskyldu hans allri mínar ámaðaróskir í dag. Megi þingeyskt þel og húnvetnsk hreysti lifa með honum og ætt hans allri. Brynleifur H. Steingrímsson „Ég fer létt með að lifa önnur sjötíu og fímm ár,“ sagði hann nýve- rið, en hann er líka tæplegar mennskur, ekki síður en Noel John- son, sá sem er orðinn áttatíu og sjö og keppir í maraþonhlaupi og hnefa- leikum vð sér langtum yngri menn. En hann Leó Ámason, sem er sjötíu og fímm í dag, lifír hins vegar ekki á hollustu og frævlum, reykir ennþá eins og skorsteinn og fær sér bragð en er eins og glóðarköggull af hreysti. Ja, þvílík orka. Leó kemur fyrir hugskotssjónir frá löngu liðnum tíma sem best klæddi maðurinn á Akureyri. Hann ku hafa sjálfur saumað á sig fötin, sem vom með ítölsku sniðu ellegar í suðrænum stíl, þannig man maður fyrst eftir honum gangandi upp Eyrarlandsveg- inn framhjá gamla skólanum á leið inn í Lystigarðinn, afar dökkur mað- ur og spengilegur, vanalegast í ljósteinóttum flannelsfötum með hvítan fedorahatt á höfði og reyrprik í hendi og í skjöldóttum skóm með gammosíur. Og eitt atvik er í fersku minni: við Hótel Gullfoss, þegar nokk- ur síldarskip lágu inni við Krossanes á björtu sumarkvöldi og dixieland- tónamir bámst út úr veitingasalnum og mjöður og mungát höfðu gert mönnum heitt í hamsi. Þar stóð Leó utandyra í sundinu sunnan við hótel- ið og hver rafturinn á fætur öðmm lagði til atlögu við vininn, stundum nokkrir í senn. Þetta var fyrr en varði orðin fólkormsta og fór jafnframt óneitanlega að líkjast nautaati, þegar sá suðræni Don, vinur minn og frændi, Leó Ámason frá Víkum á Skaga, lék sér að mótheijunum eins og slyngur matador. Ef lfka nokkuð hefur minnt á beztu karatekvikmynd- ir í listrænum stfl, var það í þetta sinn, þegar Leó ýmist lá láréttur í loftinu ellegar stökk hæð sína og með léttri sveiflu þeytti árásarmönnunum hveijum á fætur öðmm þvert yfír götuna ellegar lagði þá gjörsamlega að velli. Einhver viðstaddra taldi fímmtán í valnum. Þvílík leikni og þvflíkur elegans. Stundum sté hann dansspor eins og fjörhestur (í þessu tilfelli reyndist hann austur-hún- vetnskur). Þegar hann kom í heiminn norður á Víkum er sagt að móðir hans hafi látið þau orð falla, þá hún leit svein- bamið: „Hann er alveg eins og lítið ljón“ því var hann nefndur Leó. Hann hefur sannarlega risið undir því. Síðan hann kom í heiminn hefur hann lifað sjötíu og fímm ólgumikil ár. Hann hefur alltaf fallið illa inn í skandinavískt umhverfí. Vinur hans, síra Sigurður Pálsson vígslubiskup á Selfossi, metur Leó mikils og sagði eitt sinn um hann, að hann hefði allt annað tilfínningalíf og taugakerfí og aðra sálarbyggingu en flestir aðrir íslendingar. Leó er alltaf jafn snögg- ur að skipta yfir í hæsta gír í háþrýstu kerfí sínu. I ládeyðu hversdagslegs hugarfars og skandinavísks umhverf- is em slík viðbrögð litin homauga og oft skilin á versta veg. Einhvem veginn er eðlilegt að hugsa sér, að Leó félli vel inn í Soho í London og ekki síður í gömlu Bloomsbury ell- egar í Greenwich Village í New York. Þar fínnast bragðsterkir persónuleik- ar eins og Leó, ofnir úr ýmsum þáttum skapgerðar. Leó er nefnilega óbeizlaður náttúmkraftur og hann hefur miðað allt sitt líf við eigin inn- blástur, og þvflík tíðni. Hann er byggingarmeistari að mennt, sem byggði hús á mettíma. Mörgum er kunnugt um, að hann á sínum tíma byggði villu vestur á Isafírði á sautján dögum fyrir Ásberg Sigurðsson, frænda sinn, þáverandi forstjóra fyrir ísfírðingi hf. og síðar borgardómara í Reylqavík. Tvær for- sendur þess, að Ásberg hafði ekki byggt fyrr en Leó kom til skjalanna vom þær að steinn var í lóðinni, álaga Afmæliskveðja: Arni Sæmundsson, Bala, Þykkvabæ í dag, 27. júní, er 90 ára frændi minn, Ámi Sæmundsson. Mig langar að minnast þessara tímamóta í lífi hans með nokkmm orðum. Það má segja um þennan öldung, Áma, að hann hafí lifað tímana tvenna, umbylting á öllum sviðum hefúr orðið í landinu frá því hann Ieit dagsins ljós í Lækjarbotnum í Landsveit árið 1897, þar sem foreldr- ar hans bjuggu, Sigríður Pálsdóttir og Sæmundur Sæmundsson. En á þessu langa lífshlaupi Áma hefur hann fylgst með og tekið þátt í hinu stórbrotna ævintýri, sem hefur átt sér stað í íslenzku þjóðfélagi og hó okkur fínnist kannske í dag, að það sem við höfum sé sjálfsagður hlutur, þá er það fyrir þrautseigju og baráttu fyrri kynslóða að þessi árangur hefur náðzt og á aldamóta- kynslóðin eflaust þar dijúgan hlut að máli. Það má segja, að líf og starf Áma í Bala hafí verið hliðstætt margra í landinu. Hann hóf búskap ungur að ámm með konu sinni, Margréti Lofts- dóttur, á jörðinni Snjallsteinshöfða- hjáleigu á Landi og bjó þar um átján ára skeið og þar fæddust böm þeirra. Þau fluttu að Bala í Þykkvabæ 1938 og hafa verið þar síðan og unað hag sínum vel með bömum og bamaböm- um og í góðu samfélagi við sveitunga sína og samferðamenn. Það þarf vart að minna á hversu mikil breyting hefur orðið á því tíma- bili frá því að Ámi flutti í Þykkvabæ, þá vom hand- og hestaverkfæri not- uð, nú er það vélvæðingin, sem hefur haldið innreið sína á öllum sviðum, aukið þar með framleiðslu, sem erfítt er að afsetja og veldur mörgum áhyggjum um framvindu þeirra mála. Afmælisbarnið ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessum hlutum, hann hefur skilað sínum hlut með sóma. Til marks um það má geta þess, að Árni er enn virkur. Hann flytur sveitungum sínum póstinn og ekur þá á nýjum jeppa um vegi í Þykkvabæ með bundnu slitlagi og það heim á hvern bæ, og mun það vera eini sveitahreppurinn á landinu, sem getur státað af slíku. Þetta er árangur elju og dugnaðar sveitunga Árna í Bala, sem ég veit að hann kann vel að meta. Nú á þessum tímamótum sendum við Árna í Bala beztu afmælisóskir, við vitum að hann á góða daga með afkomendum sínum, sem munu nálg- ast að vera um 80 talsins. Þetta er vænn hópur, sem gleður afmælis- barnið á þessum tímamótum, frænd- fólk og vinir munu einnig fylla þennan hóp. Beztu afmælisóskir, Sæmundur Jónsson eftir tali eldri manna, og hin, að úr fjallinu gæti hrunið gijót eða fann- kyngi. Leó sagði, að vöm gegn þessu tvennu skyldi uppbyggð aðeins sem ein: „Látum fjallið koma.“ Reisti hann síðan upp þakkið að framan í formi hússins, byggði þar þijár súlur sem mótvöm við fjallið 0g fór fram á það við Ásberg vin sinn, að nú skyldu þeir hneigja sig mót formum þessum báðum, þvi fjallið væri af guði gjört, en húsið væri af þeim gjört, hér tveim litlum drengjum, sem þeir skyldu segja, að væm guðs böm. Leó hefur alla tíð verið bam sinnar samtíðar, sem aldrei hvikar frá guði sínum og er álíka heittrúaður og viss- ir þjóðflokkar fyrir botni Miðjarðar- hafs, eins og t.a.m. í Lebanon. Hann les í Heilagri ritningu sýknt og heil- agt og talar við guð og yrkir um hann. Lífshlaup Leós er ekkert venju- legt. Hann hefur stundað iðnað, rak sokkaverksmiðju í Hveragerði, hótel í Reykjavík og greiðasölu, fískverkun á Selfossi. Ennfremur var hann fram- kvæmastjóri ísborgar, sem þeir ráku saman, Pálmi í Hagkaup, Steingrím- ur Hermannsson og Ásberg Sigurðs- son, en ísborg var fyrsti ísbarinn á íslandi. Hann var fyrstur til að setja upp „físh and chips" fyrir Bretana fyréta hemámsárið norður á Akur- eyri. Það var alltaf líf og fjör í kringum Leó og bissnessinn fékk á sig fram- andlegan en sterkan blæ í höndum hans. Fólk, sem vann hjá honum, unni honum, hann var mannlegur og hlýr við fólk. En listin beið hans á næsta leiti og heillaði hann eins og þokkadís. Listin og fangbrögð við hana em Leó jafn eðlileg og kollegum hans, Salvador Dali og Picasso. Hann hefur víða verið, víða búið og er á sífelldri hreyfíngu eins og listin sjálf. En Leó er eins og barómeter með öllum veðmm. Hans listræna sveifla virðist ekki hafa verið stíluð til að skipuleggja þessi listrænu vinnu- brögð hans sem skyldi. Hann vakti hins vegar óskipta athygli og að- dáun, þegar hann fyrir sautján ámm sýndi í liðsforingjaklúbbnum á Keflavíkurvelli, en þar var honum boðið að sýna málverk sín með popm og pragt. Hann mætti þar í O-Club í kjól og hvítt, með silfraða festi um hálsinn eins og borgarstjórinn í Lissa- bon, suðrænn í fasi, mælandi ekki orð á enska tungu, en með sterka nærvem og auk þess fylgdarmann og túlk, undirskráðan, sem varð að þýða allt jafnharðan allt, sem fór á milli kúnstnersins og Commander Rush og fleiri pótintáta, sem litu hrifnir á Leó, er óhikað kallaði sig Ljón Norðursins „Lion of the North“. Ameríkönum féll þetta vel í geð, framganga ljónsins, ljóðin, sem hann hellti yfír þá með hrynjandi og varð að þýða að bragði. Fjölmiðlar kan- anna á vellinum kynntu Ljónið dag og nótt og kölluðu hann, „Mr. Leo Amason the World Famous artis from Víkur on Skagi". Það var nú meira fúttið. Og alltaf heldur Leó áfram að mála og yrkja. Hann orti sex ljóð án þess að hafa sleitur á í gestabók undirskráðs í Eden nýverið ... Og alltaf er hann að leita að húsi fyrir innblástur sinn og alltaf er í honum sama óþreyjan, sami lífsþorst- inn. Eitt sinn var hann inntur eftir því, hvemig persónu hans væri háttað til lífs hans og listar, þá var hann tæplega sextugur. „Tamning fyrir eftirfarandi, miðað við aldur minn, lárétt lína, lóðrétt lína. . . tíminn án þess að hafa klukku við höndina . . . og það er að vita, hver þú ert, hvort sem þú ert ungur eða aldinn, og félagslega séð stillt upp þessum málshætti, sem hljóðar þannig: „Að betra er að detta í drullupoll en að lenda í slæmum félgsskap, sökumþess að líkamleg óhreinindi má af sér þvo, en smánina ekki“ . . .“ Þér hefur tekist, kæri vinur og félagi, að varðveita þína innri virð- ingu, persónuleika án smánar, svo að allir, sem þér hafa kynnst, geta verið stoltir af því að hafa þekkt þig. Þú er alltaf sami heiðursmaðurinn sem raunar má ekki vamm sitt vita í einu eða neinu. Þú kemur til dy- ranna eins og þú er klæddur, þannig nálgastu guð og menn. Ég hlakka til að heilsa upp á þig, þegar þú leyfir. Lifðu alltaf. Að Hæðardragi, Steingrímur SLTh. Sigurðsson (Afmælisbamið er búsett á Skóla- völlum 7 á Selfossi, en verður að heiman í dag.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.