Morgunblaðið - 27.06.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 27.06.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 9 Frá Póststofunni í Reykjavík Póstútibúið Reykjavík-5 flytur á Rauðarárstíg 27-29 mánudaginn 29. júní nk. Póstmeistarinn í Reykjavík. Fyrir viðskiptavin okkar auglýsum við til sölu Mercedes Benz 300 TD Turbo diesel, árgerð 1985. Litur: Grænn metallic. Sjálfskiptur, sóllúga, rafm.rúður, litað gler, hljómtæki, aukasæti afturí, sportfelgur. Upplýsingar í símum 33705 og 985-20882. Ræsir hf. Aðeins þetta eina skipti á Suðurlandi! Stuðmenn og Látúnsbarkaleitin á Hótel Örk, Hveragerði í kvöld. í kvöld verður Látúnsbarki Suðurlands valinn á Hótel örk og mun sigurvegarinn síðan taka þátt í lokakeppni í sjónvarpssal 5. júlí. Sérstakur gestur kvöldsins: Addi rokk. Af sérstökum ástæðum er þetta eina skiptið sem Stuðmenn koma fram á Suðurlandi í sumar. Mætið tímanlega. H VERAGERÐI Skoðanakúgun íVíetnam í næstu viku er liðinn áratugur frá því Norð- ur- og Suður-Víetnam voru formlega sameinuð í eitt ríki undir stjórn kommúnista í Hanoi. Fanganefnd PEN-klúbbsins, al- þjóðasamtaka rithöfunda, hvetur til þess að rithöfundar um heim allan noti afmælis- daginn til að setja fram kröfur um að víetnamskir rithöfundar, sem eru í fangelsi fyrir skoðanir sínar, verði látnir lausir. Skyldi marga hafa órað fyrir því á hádögum Víet- nam-stríðsins, þegar fjölmiðlar lýstu skæruliðum og hersveitum kommúnista sem frelsissveitum, að eftir valdatöku þeirra yrði Víetnam fátæktarland ánauðugra þegna fámennrar valdastéttar? 0 Iánauð Hinn 2. júlí næstkom- andi eru liðin tiu ár frá því Norður- og Suður- Víetnam voru sameinuð f eitt ríki undir stíórn valdhafa í Hanoi. Arið áður höfðu skæruliðar Þj óðfrelsisfylkingarinn- ar borið stjómarhersveit- ir í Suður-Víetnam ofurliði. Á fyrstu valda- dögum Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar hrifsuðu kommúnistar innan hennar öll völd i sinar hendur og samheijar þeirra, sem trúðu þvi að tímabil lýðræðis og at- hafnafrelsis væri að renna upp, voru fangels- aðir. F framhaldi af valdaráni kommúnista voru settar á laggimar umfangsmiklar „cndur- hæfingarbúðir" fyrir tugþúsundir stjómarand- stæðinga. Búðir þessar vom í raun fangelsi og þrælkunarvinnubúðir svo sem skýrslur Am- nesty Intematíonal á undanfömum árum em til marks um. Kommúnistar i Víet- nam höfðu sem kunnugt er notíð mikils stuðnings menntamanna á Vesturl- öndum og ef til viU réð það úrslitum um lyktír átakanna í landinu. Vest- rænir menntamenn, ekki sist skáld og rithöfundar, og fjölmiðlungar lýstu skændiðunum í Suður- Víetnam sem „föðurland- svinum" og „frelsissinn- um“ og gerðu óspart gys að þeim „kaldastriðsá- róðri" að þeim væri stjómað frá Hanoi, þar sem kommúnistar réðu ríkjum. Það þótti hámark fjarstæðunnar á þessum árum að voga sér að fuU- yrða að skæruUðar mimdu ekki koma á lýð- ræði og frelsi í Suður- Víetnam, hvað þá að fátækt almennings og almenn kjör mundi versna. Því miður hefur þetta allt gengið eftir. En það sem er einna athygiisverðast er að göngugarpar Vfetnam- nefndanna virðast ekki hafa veitt þessu athygU. Nú em engar Vietnam- nefndar starfandi sem áhyggjur hafa af velferð alþýðunnar i Indó-Kfna. En það er tæpast tilviþ'un að í staðinn höfum við fengið E1 Salvador-nefnd sem styður skæruUða er beijast gegn löglegri ríkisstjóm landsins. Og það er vafalaust heldur ekki tilvilj un að sumir helstu göngugarpar og málsvarar E1 Salvador- nefndarinnar em jafn- framt fyrrverandi forystusauðir Vfetnam- nefndarinnar sálugu. Afskipti PEN Innan PEN-klúbbsins, alþjóðlegra samtaka rit- höfunda, er starfandi sérstök fanganefnd („Writers in Prison Com- mittee" heitir hún á ensku) og er hlutverk hennar að fá rithöfunda, sem em i fangelsi fyrir skoðanir sinar látna lausa. Nýverið sendi formaður nefndarinnar, Thomas von Vegesack, frá sér lista yfir nær hundrað rithöfunda sem em í haldi í „endurhæf- ingarbúðum" f Vietnam. Sumir hafa verið þar aUt frá þvi kommúnistar ko- must tíl valda árið 1975, en aðrir hafa verið skemmri tíma. Allir búa þeir við slæma aðstöðu og sumir i algjörri ein- angrun, þar sem þeir sjá ekki dags(jósið og verða að þola matarskort. Það er tillaga Vegesack (sbr. bréfin hér að ofan) að PEN-félagar um heim allan samhæfi aðgerðir til að knýja á um lausn þessara mnnna úr haldi með þvi að hafa samband við sendiráð eða ræðis- menn Vfetnama í landinu sfnu og vekja athygU fjöl- miðla á málinu. Hann minnir á að 2. júU sé af- mælisdagur sameining- arinnar og ef til viU sé það heppUegur tími fyrir hinar samhæfðu aðgerð- ir, þar sem oft sé mönnum veitt sakarupp- gjöf á tylUdögum ríkja. Væri ekki úr vegi að islenskir PEN-félagar létu heyrast myndarlega i sér á þessum degi. Hætt við fund Athygiisverð er sú frétt að Samtök banda- rískra lögfræðinga (ABA) hafi ákveðið að hætta við þátttöku í ráð- stefnu um mannréttíndi í Riga f Lettlandi f ágúst næstkomandi, en fyrir- hugað var að halda hana í samstarfi við Samtök sovéskra lögfræðinga (ASL). Akvörðun þessi var teltin eftir hörð mót- mæU margra félaga f ABA sem tðldu slika þátt- töku vera lftílsvirðingu á ibúum Lettlands sem ásamt íbúum Lithauga- lands og Eistlands hafa búið við sovéska hersetu frá þvi i siðari heims- styijöldinni. Á það var bent í mót- mælabréfum til ABA að innlimun ríkjanna þriggja í Sovétríkin væri gróft brot á alþjóðalög- um og hefði enn eklti verið viðurkennd af vest- rænum ríkjum. Samtök sovéskra lögfræðinga væru ekki fijáls félaga- samtök, heldur opinber samtök, rekin og fjár- mögnuð af sovéska ríkinu og sem slik fulltrúi þeirrar lögleysu sem framin hefði verið gagn- vart íbúum Eystrasalts- ríkjíinna. Stjóm ABA féllst á þessi rök og taldi eklti viðeigandi að ráðstefnan yrði haldin í Lettlandi. Sú ákvörðun sýnir að þar fara samtök sem hafa kjark til að standa fast á gnmdvallaratriðum. < MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ Rerklev Trilene NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst f nœstu sportvöruverslun. Einkaumboð I. Guðmundsson & Co hf Sfmar: 91-11999-24020

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.