Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Atriði úr „II Trovatore“ árið 1986. Úr sýningn íslensku óperunnar á „Míkadóinn“ 1983 Ég kann engin ráð -segir Garðar Cortes, óperustjóri STARFSÁRI íslensku óperunnar er nú að ljúka. Sem kunnugt er hefur Aida, viðamesta óperusýn- ing á íslandi til þessa, verið á fjölum hússins í vetur. Sýningar á Aidu hafa verið alls 32 og að sögn Garðars Cortes, hefur alltaf verið uppselt, utan tvisvar sinn- um. „Annars er hugtakið fullt hús nokkuð afstætt," sagði Garð- ar, „því fullt hús þýðir ekki endilega fullar tekjur. Það er vegna þess að við veitum afslátt af miðaverði i vissum tilfellum, til dæmis veitum við hópafslátt og aldraðir fá einnig afslátt. Það þýðir tekjur af fullu húsi, mínus afsláttur, þvi það koma margir hópar á sýningar og mikið af eldri borgurum, sem betur fer. Astæðan fyrir því að ég nefni þetta, er að ef við værum með fullt hús og óskerta innkomu, þá þyrftum við ekki að sýna nema 100 sýningar af Aidu til að standa undir kostnaði, þannig að við hefðum þurft að sýna hana miklu lengur en við gerðum. Nú sýndum við ekki nema 32 sinnum, þannig að það er þriðjungur af því sem við þurftum. Stefnuleysi Ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta er sú að svona stefnuleysi gengur ekki. Óperan hefur sannað tilverurétt sinn og sannað hann á tvennan hátt. Fyrst og fremst getum við sett hér upp góðar sýningar. Sett þær upp af frábæru fólki, sem við höfum fengið til liðs við okkur, söngvaramir hafa sannað tilverurétt sinn, þvi þeir hafa skilað þessum operum mjög vel. Ef þetta á ekki að vera vöggudauði, lognast út af þegjandi og hljóðalaust, verður eitt- hvað að koma til hjá þeim sem ráða menningarmálum. Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra hefur komið ansi vel fram við okkur. Hann hefur talað okkar máli trekk í trekk, bæði á almannafæri, í blöðum, í sjónvarpi og á umræðufundum um framtíð óperunnar. Hann hefur talað um að íslenska óperan megi ekki deyja og það verði að skjóta undir hana stoð- um. Hann hefur heitið okkur aðstoð sinni og það væri hart, núna, ef sá angi vonar sem við eygðum á síðasta ári dvínaði og við yrðum að bytja upp á nýtt með breyttum mönnum í nýrri stjórn. Ég vona bara að breyttir menn í breyttum stöðum séu jafnvel þenkjandi og Sverrir. Við eigum nákvæmlega engan pening og svo miklu, miklu minna en það. Við erum í mikilli skuld. Við höftim alltaf reynt að borga laun. Við höfum fengið styrk frá ríki, aukafjárveitingu frá ríki og lán frá bönkum vegna vilyrðis um aukafjár- veitingu. Við reynum að borga allar lausar skuldir, þannig að ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið illa út úr viðskiptum við okkur, en það hefur stundum tekið langan tima að greiða skuldir. Við höfum greitt vexti ef þess hefur verið krafist af okkur, en oft hafa fyrirtækin fellt þá niður vegna velvilja til okkar, eða veitt okkur þá sem styrk. En það breytir því ekk að skuld- imar sem við stöndum í eru geyg- vænlegar. Við skuldum rúmar 14 milljónir, auk hallans sem verður á Aidu. Fyrir heiðarlegt fólk, eins og við erum og viljum vera, er ægilegt að skulda. Það er ákaflega erfítt fyrir okkur sem störfum hér dags- daglega að hætta að hugsa um skuldimar þegar við fömm upp á svið að syngja. í einfaldleika mínum fínnst mér þetta ekkert mál, því þessar 14 millj- ónir, sem em ægilega miklir penirig- ar fyrir mig og þetta fyrirtæki, em engir peningar ef litið er á heildina. Þessi staða hefði aldrei átt að koma upp. Það sem við erum að gera hér í augnablikinu, er að brúa bil þessar- ar listgreinar sem búið er að iðka í heiminum í 400 ár, nema hér. En það gengur erfíðlega að koma undir hana fótunum, fjárhagslega séð. Ég veit að maður talar oft um stjóm- málamenn með þreytu í röddinni, en ég skil ekki að það skuli taka þá ennþá lengri tíma, en ópemna að sanna sig, að átta sig á því að hún er þess virði að gera vel við hana og halda henni lifandi. ViA fáum ekki að vera söngvarar Söngskólinn byijaði á þennan hátt. Eftir fímm ár var hann kominn í höfri. Átti sitt eigið húsnæði, tvö hús við Hverfísgötu, skuldlaus og sneri sér af óskiptum krafati að því að búa til söngvara. Þar er aldrei neinn skuggi yfir því að geta ekki greitt laun. Ríkið greiðir laun tónlist- arkennara hér á landi. Söngkennarar geta lifað af því að vera söngkennar- ar. En hveijir em þessir söngkennar- ar. Það emm við söngvaramir sem viljum ekkert endilega vera söng- kennarar. Við emm söngvarar, en fáum ekki að vera það. Við verðum að skapa okkur vinnu sjálf. Við verð- um sjálf að sækja um styrki til að geta greitt fólkinu, sem við fáum til liðs við okkur, laun. Þau laun em svo lág að þau em í rauninni ekki til umræðu sem laun, heldur fá söngvarar hér þóknun fyrir að leggja það á sig að koma hingað á kvöldin og syngja. Eins og ég sé dæmið, þá á fyrir- tækið íslenska óperan sitt eigið heimili. Við eigum hús sem er nægi- lega stórt og gæti, með breytingum, verið nægilega stórt fyrir okkur um langa framtíð, ef ríkið veitti þessu fyrirtæki lífsvon með því að leggja til peninga. Óperan er til Ég held að ekkert ríki í heiminum sé svona heppið. Óperan er til. Þeir þurfa ekki að byggja undir okkur hús. Eina sem þeir þurfa að gera er að leggja til lífgjafann, það er peningana. í þessu húsi eru óendan- legjr möguleikar til að stækka áhorfendasvæði, til að búa til stórt og gott nýtískusvið. Hér getum við byggt nýja æfíngasali, fullkomna aðstöðu í kjallaranum fyrir fólkið. Þetta kostar peninga, en það kost- ar ekki einn og hálfan milljarð, eins og nýtt hús til ópemflutnings myndi kosta. Allar þær breytingar sem við þurfum, myndu kosta innan við 150 milljónir, en ekki 1500 milljónir. Ég held að tími sé kominn fyrir ráðamenn að vakna upp við þann góða draum að hér getum við haft alvöm ópem, með alvöru listamönn- um, í alvöru húsi, án þess að ríkið skapi sér alvarleg, alvöru vandamál með því að fara út í fjárfrekar að- gerðir." Ekki vanþakka ég góöar hugsanir Hvað sýnist þér um framtíð Islensku óperunnar í ljósi þessa? „Framtíðin er óljós, svo óljós að það liggur við að ég hætti þessu. Ég fæ engar rósir út á þetta og það er allt í lagi. En þótt það sé ekki ætlun mín að gráta yfír nokkmm hlut í ópemnni, þá segi ég eins og er, ég get tekið gagnrýni fyrir söng og fyrir stjómun á fyrirtækinu, en ég get ekki tekið þögn og andvara- leysi þeirra sem áttu að gera, það sem við emm að gera núna, fyrir að minnsta kosti 70 ámm. Fyrir þann tíma held ég að kotmennskan hafí verið of mikil á íslandi til að þetta væri hægt. Ég get ekki tekið því að það sé klappað á bakið á mér og sagt: „Þú stendur þig vel vinur, við hugsum til þín.“ Ekki vanþakka ég góðar hugsanir og ég fer að venjast þeim slæmu. En þetta er eins og með hjálparsveitarmálið sem ég hef oft sagt frá. Ég heyrði á tal tveggja borgarráðsmanna, og þetta er satt. Annar var að segja frá beiðni hjálp- arsveitarinnar á ijárlögum. Hinn sagði, „nei, það borgar sig ekki fyr- ir okkur að hjálpa þeim, við skulum láta þá gera þetta af áhuga, þvi þá verður eitthvað gert.“ Áhugann vantar ekki hjá okkur, en þrekið fer dvínandi. í rauninni er minnsta málið að hætta. Ríkið yfirtekur þessar 14 milljónir, við eigum húsið. Það em sjö manns fastráðnir við húsið. Þeir gætu fundið sér aðra vinnu. Söngv- arar mundu trítla sér upp í Söng- skóla, halda áfram að kenna og sæjust heima hjá sér á kvöldin. Garðar Cortes, óperustjóri Sögnvarar hafa ekki fláA feitan gölt Á þessum ámm höfum við velt milljónum króna, skapað hundmðum listamanna atvinnu, en enginn söngvaranna hefur fláð feitan gölt hér. Þetta er ekki gert peninganna vegna. Ég hef til dæmis ekki, frá upphafí, þegið krónu í nokkurri mynd fyrir stjómunarstörf hér. Ég skýt þessu hér inn, því það virðist vera trú manna að ég sé hér á full- um launum sem ópemstjóri, auk þess að vera skólastjóri Söngskól- ans, og svo framvegis. Það er sérkennileg tilfínning að tala um að hætta, og niðurdrep- andi. Ég er svo hræddur um að ef ég hætti, sé enginn nógu klikkaður til að halda starfínu áfram. Það myndi enginn §ármálamaður láta sér detta í hug að standa hér og gera þessa hluti. Hann myndi kíkja í budduna, segja „ég á þetta mikinn pening," og síðan dela því niður og gera eitthvað smátt. Þurfum aA koma tll móts viA vilja fólksins En það þýðir ekkert að bjóða ís- lendingum eitthvað smátt. Þeir vilja sjá þessar miklu ópemr sem þeir hafa hlustað á 5 útvarpinu í gegnum tíðina. Til að sanna tilvemrétt okk- ar, þurfum við að koma til móts við þennan vilja. Annars verðum við bara kaffærð." Þetta eru grimm orð og kannski þrákelkni í mér að krefj- ast svara um framtíðina, en hvað er næst á döfinni hjá ykkur ef landið rís? „I fyrsta skipti í sögu ópemnnar get ég ekki svarað þessu. Ég veit ekki hvort peningamir koma eða hvort við fáum einhveija hjálp. Við fömm alltaf af stað með sama lága styrkinn og ég hef alltaf vitað, alla- FRAMTÍÐ ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.