Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Víetnam: Skálmöld í uppsiglingu? EINN af málaliðum filippseyskra plantekrueigenda fyllir hér farangursgeymslu bifreiðar af vopnum, sem flytja á til einkaher- sveita plantekrueigendanna. Eigendur sykurplantekra í héraðinu Bacolod á Filippseyjum sunnanverðum hafa skipulagt sínar eigin hersveitir vegna fyrirætlana Corazon Aquino, forseta, um að hrinda í framkvæmd hugmyndum sínum um réttlátari skiptingu jarðeigna á eyjunum áður en þingið kemur saman þann 27. júlí. Áhugi á samstarfi við Bandaríkin Hanoi, Reuter. NGUYEN Dy Nien, aðstoðarut- anríkisráðherra Víetnams, ítrek- aði fyrri fullyrðingar Hanoi stjórnarinnar í viðtali við frétta- mann Reuters, um að áhugi væri á að bæta samskipti við Banda- rikin. Hann sagði einnig, að æskilegt væri að meiri tengsl væru við stjórn Kína og almennt við ýms lönd í Suðaustur-Asíu. Ráðherrann sagði, að það lægi ekkert lífið á. Víetnamar væru þol- inmóðir og þrautseigir og þeir myndu ekki flana að neinu, hvað þetta snertir. Það hefur komið fram í fyrri fréttum um þetta mál, að stjómin í Hanoi muni ekkert aðhafast, fyrr en eftir að Ronald Reagan er hætt- ur í starfi Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Víetnams, Nguyen Co Thach sagði á dögúnum, að sú ákvörðun Víetnartia stæði óhögguð, að fara á braut frá Kamp- útseu árið 1990 með herlið sitt, hvort sem pólitísk lausn hefði þá fundizt eður ei. Það yrði auðvitað að búa svo um hnútana að Rauðu kmeramir kæmust ekki til áhrifa á ný. Víetnamir ráðamenn hafa undan- farið veitt mörgum bandarískum þegnum leyfl til að koma til lands- ins. Þeir segja, að burtfluttir Víetnamar séu velkomnir í heim- sóknir til ættmenna sinna. í fréttum Reuters um þetta er bent á, að um ein milljón víetnamskra flótta- manna búi nú í Bandaríkjunum og heyrzt hafí að þeir hafí hug á að þrýsta á stjómvöld um að auka samskipti við Hanoistjómina og að koma á ræðismannsskiptum við Víetnam innan tíðar. Reagan vill ving- ast við Assad Washington, Reuter. TALSMAÐUR Hvíta hússins skýrði frá því í gær, að Ronald Reagan, Bandarílqaforseti, hefði sent Assad, Sýrlandsforseta, bréf í síðustu viku og látið í ljós vilja til að vingast við Sýrlendinga. Embættismaður Bandaríkja- stjórnar sagði, að bréfið hefði fengið góðan hljómgrunn. Aftur á móti hafa Sýrlendingar ekki staðfest, að Assad hafi móttekið bréf þetta né heldur hvemig undirtektir það hafi fengið. í Reuterfrétt segir að bréf Reag- ans hafí verið sent skömmu eftir, að spurðist um ránið á bandaríska blaðamanninum Charles Glass. Allt bendir til að Sýrlendingar hafí reynt að fá hann leystan úr haldi, en þegar þetta er skrifað hefur það ekki borið árangur. Óstaðfestar fréttir Reuters segja, að Bandaríkjastjóm stefni að því að sendimaður fari til Sýrlands að ræða við Assad og aðra áhrifamenn um það, hvemig að því skuli staðið að draga úr stirfni milli þjóðanna. Muni Richard Murphy, sem fer með málefni Austurlanda fjær og nær, sennilega halda þangað innan tíðar. Bandaríkjastjóm álítur, að það sé í þágu beggja aðila, að einhvers konar samkomulag náist þeirra í millum, ekki hvað sízt með tilliti til stríðsins milli írans og íraks og ástandsins á Persaflóa. Suður-Kórea: Linnulausar götu- óeirðir og mótmæli Reuter I^ögregla í Suður-Kóreu hefur beitt táragasi tö að dreifa mann- fjölda sem safnast hefur saman til að mótmæla stjórnarháttum Chuns Doo Hwan forseta. Myndin sýnir Kim Young Sam, einn helsta leiðtoga stjómarandstæðinga, bregða klút yfir vit sér í miðborg Seoul í gær. Seoul, Reuter. ÓEIRÐIRNAR í Suður-Kóreu blossuðu skyndilega upp þann 10. júní og hefur ekkert lát orðið á þeim. Námsmenn og almenningur hafa mótmælt ein- ræðislegum stjórnarháttum Chuns forseta og krafist breyt- inga á kosningalögjöfinni í landinu og viðtækra stjórnar- skrárbreytinga. Hér á eftir fer yfirlit yfir atburðarásina. 10. júní. Lýðræðislegi réttlætis- flokkurinn, flokkur Chuns Doo Hwan forseta, leggur blessun sína yfir þá ákvröðun forsetans að út- nefna Roh Tae Woo, fyrrum hershöfðingja, eftirmann sinn. Þúsundir manna mótmæla þessu og saka forsetann um einræðis- lega stjómarhætti. Tilkynnt er að námsmaður, sem daginn áður fékk táragashylki í höfuðið, hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 11. júni. Sveitir lögreglumanna skjóta táragasi að um 400 náms- mönnum sem leita skjóls í dómkirkju í miðborg Seoul. 3.800 manns handteknir. 12. júní. Stjómvöld hafa í hót- unum við námsmenn. Almenning- ur tekur þátt í mótmælum námsmanna og krefst fíjálsra kosninga. Mikil reiði grípur um sig vegna táragasárása lögreglu- manna. 13. júní. 13 helstu skipuleggj- endur mótmælanna þann 10. júní handteknir þeirra á meðal vara- formaður Lýðræðislega samein- ingarflokksins, helsta stjómar- andstöðuflokksins, nokkrir prestar og félagar í mannréttinda- samtökum. Orðrómur kemst á kreik um að stjómvöld hyggist setja neyðarlög. 14. júní. Lögreglumenn sem setið hafa um dómkirkjuna í mið- borg Seoul draga sig í hlé eftir að kirlq'unnar menn komast að samkomulagi við stjómvöld um að námsmennimir fái að yfírgefa hana óáreittir. 15. júní. Námsmennimir yfír- gefa kirlquna eftir að yfírvöld heita því að refsa þeim ekki. 60.000 manns beijast við sveitir lögreglu víða um landið. 16. júni. Stjómarandstæðingar vísa umbótatillögum Chuns for- seta á bug og leiða hjá sér sérstakan þingfund um ástand mála. 17. júní. Stjómvöld flýta sum- arleyfi námsmanna í þeirri von að þannig megi draga úr óeirðun- um. Námsmenn heita áframhald- andi baráttu. 18. júní. Gífurlega óeirðir og götubardagar bijótast út þegar almenningur víða.um landið mót- mælir beitingu táragass. Stjóm- völd segja að í nokkmm borgum ríki nánast upplausnarástand. 19. júní. Lee Han Key segir að gripið verði til neyðarástand- slaga ef framhald verði á átökun- um. Lögreglumaður lætur lífíð í borginni Taejon þegar vörubifreið er ekið inn í raðir lögreglumanna. 20. júní. Þúsundir Suður-Kóre- ubúa virða hótanir forsætisráð- herrans að vettugi og láta til sín taka á götum úti. Búddamunkar hvetja til mótmæla gegn stjóm Chuns forseta. 21. júní. Ráðamenn Lýðræðis- lega réttlætisflokksins koma saman og ræða umbótatillögur I því skyni að forða allsheijar neyð- arástandi og setningu herlaga. 22. júní. Roh, formaður Lýð- ræðislega réttlætisflokksins, \ ræðir við Chun forseta sem sam- þykkir að eiga fund með Kim Young Sam, einum helsta leiðtoga stjómandstæðinga. 23. júní. Gaston Sigur.háttsett- ur bandarískur embættismaður, kemur til Seoul til viðræðna við ráðamenn og stjómarandstæð- inga. 24. júní. Chun forseti ræðir við Kim og fellst á að aflétta banni við umræðum um breytingar á fyrirkomulagi kosninga í Suður- Kóreu. Chun samþykkir einnig að leysa Kim Dae Young, þekktasta leiðtoga stjómarandstæðinga, úr tveggja mánaða stofufangelsi. 25. júní. Stjómarandstæðingar vísa málamiðlunartillögum Chuns forseta á bug og kreíjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um fyrirkomulag kosninga. Seoul, Reuter. HUNDRUÐ manna voru hand- tekin í miðborg Seoul í gær er sveitir lögreglu létu til skarar skríða gegn stjómarandstæð- ingum sem gengust fyrir fjöimennri „friðargöngu" í borginni. Að sögn sjónarvotta mddust lögreglumenn vopnað- ir bareflum inn í raðir mótmælendanna og létu höggin dynja á þeim. Táragasský lagð- ist yfir miðborgina. Nokkrir þeirra sem vom handteknir vora dregnir á hárinu inn í lög- regubifreiðir. Kim Young Sam, einn helsti leiðtogi stjómarandstæðinga, var 26. júni. Mótmælaalda ríður yfír landið að undirlagi stjómar- andstæðinga. 60.000 manna lögreglulið reynir að hindra íjölda- handtekinn skammt frá skrifstofu sinni en hann hugðist ávarpa göngumenn, sem höfðu heitið því að grípa ekki til ofbeldisverka að fyrra bragði. Hann þráðist við en var að lokum dreginn inn í lög- reglubifreið. Honum var sleppt skömmu síðar við heimili sitt, að sögn aðstoðarmanna hans. Kim Dae Young, þekktasti leiðtogi stjómarandstæðinga, var á ný hnepptur í stofufangelsi eftir að hafa verið fíjáls maður í nákvæm- lega 31 klukkstund. Kim var tjáð að honum yrði leyft að fara ferða sinna í dag, laugardag. Fréttir herma að rúmlega 200 virkir stjómarandstæðingar hafí verið samkomur. Kim Dae Jung er aftur hnepptur í stofufangelsi og honum er þannig meinað að taka þátt f mótmæluum. handteknir víða um landið. í Seoul grýttu stjómarandstæð- inga lögreglumenn sem svöruðu með táragasskothríð. Bílstjórar þeyttu flautur sínar og fólkið hrópaði: „Niður með einræðis- herrann". Margir höfðu táragas- grímur meðferðis og settu þær upp er lögreglumenn hófu að skjóta gasinu. Þeir sem ekki höfðu verið svo fyrirhyggjusamir bmgðu plastpokum yfír höfuð sér til að skýla augum og vitum fyrir tárag- asinu. Verslunareigendur lokuðu fyrirtælq'um sínum og samgöngur röskuðust þar sem bílstjórar áttu í erfíðleikum með að stjóma bif- reiðum sínum. Strætisvagnabíl- stjórar óku um með klúta fyrir vitum sér og tár streymdu úr augum farþeganna sem hóstuðu og köstðu upp er gasskýið lagðist yfír miðborgina. Gífurlega harðir götubardagar bratust út í Kwangju í suðvesturhluta lands- ins og varpaði fólkið eldsprengjum að lögrelusveitunum. Stjórnarandstæðingar handteknir víða um land Harðir götubardagar í Seoul og víðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.