Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 39 Sólrún Bragadóttir Dúr og moll Nú í sumar lýkur Sólrún Braga- dóttir, sópransöngkona, masters- prófí frá háskólanum í Blooming- ton. í nóvember síðastliðnum söng hún fyrir umboðsmann í Þýzka- landi, söng aríu Mimiar úr La Bohéme. Umboðsmaðurinn sendi hana hið snarasta í óperuhúsið í Kaiserslautern, því þar vissi hann að þeir voru á höttunum eftir Mimi. Sólrún söng á mánudegi og var ráðin á þriðjudegi, fékk samning til tveggja ára. Þetta er óperuhús í um 100 þúsund manna bæ og þarna eru margir ungir söngvarar, sem byrja við þessa óperu og halda svo áfram í öðrum húsum. Venjulega byrjar húsið starfsárið með vinsælli óperu, svo Sólrún bjóst við að bytja á Mimi, en annars er hún ráðin til að syngja tvö önnur hlutverk fyrsta árið. Sólrún tekur til starfa í Kais- erslautem í ágúst. Út og suður EIN af þeim mörgn sem útskrifast úr tónlistarskólanum þetta vorið er Halla Bryndís Magnúsdóttir. Hún er fædd 1964, byrjaði 6 ára að læra á píanó hjá Guðmundi H. Guð- jónssyni í Vestmannaeyjum, fór í Tónlistarskólann 1978 og hefur verið hjá Jónasi Ingimundarsyni þar. Síðustu þrjú árin var hún í píanókennaradeild og útskrifaðist nú bæði með kennara- og einleikarapróf. Hún sótti um bæði í Guildhall School of Drama and Music og eins í Royal Academy, fékk inni á báðum stöðunum, en hefur jafn- framt augastað á Vín. Hún sendi einum kennara þar upptöku, fékk jákvæð svör frá honum og hyggst fara þangað í september til að taka inntökupróf inn í skólann. Gangi allt að óskum, verður hún væntanlega við nám í Vín næsta vetur. Ekki er ónýtt að heyra hvað íslenzkir tónlistamemendur virðast eiga auðvelt með að kom- ast inn í skóla erlendis, því það em sannarlega margir sem knýja dyra þar. listarskólanna hugsi sinn gang? Það væri mun ánægjulegra fýrir tón- leikagesti að eiga kost á nemenda- tónleikum allan veturinn. Það kostar auðvitað að skólamir endur- skipuleggi þennan hluta starfsem- innar og fari að gera ráð fyrir að fleiri hafi áhuga á þeim en nánustu aðstandendur nemendanna. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að minna áhugaverðir atburðir drukkni í maíflóðinu. Tónleikar Roy Samuelsen í íslenzku óperunni voru ómaklega illa sóttir og aðeins um 120 manns voru svo heppnir að drífa sig á síðustu tónleika Tónlist- arfélagsins. Tónleikahrinan núna virðist sem betur fer hafa gengið fram af ýms- um og tónlistarunnendur dæsa og stynja. Vonandi verður ekki skammtað svona ríflega næsta vor. Hafliði M. Hallgrimsson Erling Blöndal Bengtsson Fjórða fulltrúaþing Kennarasambands Islands: Sjálfstæði skóla til að setja sér eigin markmið verði aukið FJÓRÐA sambandsþing Kenn- arasambands íslands var haldið 1.-4. júní sl. og sóttu það um 1G0 kennarar víðsvegar að af landinu. Á þinginu var m.a. sam- þykkt heildarstefna í skólamál- um sem tekur til innra starfs skóla, ytri aðstæðna skólastarfs og uppbyggingar skólakerfisins. Einnig voru samþykktar voru ályktanir um m.a. kjara- og lífeyrismál. samræmi við rauntekjur". Þeirri hugmynd að taka upp virðisauka- skatt var hafnað af þinginu “nema tryggt verði fullkomið eftirlit með innheimtu hans og að skatturinn valdi ekki hækkunum á nauðsynja- vörum". Fulltrúaþingið mótmælir einnig tillögum „endurskoðunamefndar lífeyriskerfisins" að því er lýtur að lífeyrisrétti opinberra starfsmanna, „þar sem tillögurnar gera ráð fyrir að feila úr giidi iög um iífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og að samtök ríkisstarfsmanna semji við ríkis- valdið um lífeyrisréttindi, sem nú eru lögbundin og náðst hafa' með áratuga baráttu". Þess er krafist að lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins verði haldið fyrir utan frumvarpið. Kennarasamband íslands er sam- band grunnskólakennara, fram- haldsskólakennara og tónlistar- kennara. Félagsmenn KÍ eru 3193. Framsóknarfélag Reykjavíkur: Þátttaka Framsóknar flokksins í ríkisstjórn gæti verið vafasöm í heildarstefnu félagsins í skóla- málum er lögð áhersla á sjálfstæði skóla til að setja sér eigin markmið og skipuleggja starf sitt og að ríkis- valdið standi undir öllum kostnaði við skólastarf í landinu. KÍ lítur á kennarastarfið, starfs- aðstæður og kjör kennara sem órjúfanlega heild, og í stefnuyfirlýs- ingunni er tekið á ýmsum málum er varða vinnutíma kennara og laun. Meginkröfur sambandsþings KÍ í kjaramálum eru hækkun kennara- launa, full verðtrygging launa, lækkun kennsluskyldu, auknir möguleikar á framhalds- og endur- menntun, bætt vinnuaðstaða í skólum og aukið fjármagn til náms- gagnagerðar. Sú krafa kom fram, í umræðum um skattamál, að skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verði hækk- uð, þannig að tekjur til framfærslu verði skattlausar, og einnig er þess krafíst að skattalögum verði breytt þannig að þeir sem stunda sjálf- stæðan atvinnurekstur og fjár- magnseigendur „beri. skatta í Framsóknarfélag Reykjavíkur samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 22. júni sl.: „Stjóm Framsóknarfélags Reykjavíkur harmar hve viðræður um myndun nýrrar ríkisstjómar hafa dregist á langinn, en nær 9 vikur eru nú liðnar frá kosningum. í þeim stjómarmyndunarviðræð- um, sem nú eiga sér stað milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks, hefur nokkur skriður komist á samninga um fyrstu aðgerðir í efnahags- og ríkisfjármálum, en ljóst e.r þó, að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ganga eins rösklega til verks og nauðsynlegt er. Er það furðulegt í ljósi þeirrar staðreyndar, að staða ríkissjóðs er miklum mun verri en fjármálaráðherra gerði þjóðinni grein fyrir í kosningabaráttunni. Stjóm Framsóknarfélags Reykjavíkur telur vafasamt, að Framsóknarflokkurinn eigi að taka þátt í ríkisstjóm, sem ekki telur sér fært að undirbúa framhaldsaðgerðir í efnahags- og ríkisfjármálum sam- hliða brýnustu aðgerðum strax. Án slíkra aðgerða er teflt í tvísýnu þeim árangri, sem ríkisstjómin náði á síðasta kjörtímabili. Verðbólgu- draugurinn er á næsta leiti og náist ekki viðunandi samkomulag um að kveða hann niður er ljóst, að ríkisJ stjóm þeirra briggja flokka, sem nú ræðast við um stjómarmyndun, yrði skammlíf.“ NÚ FER AD HITNA I KOLUNUM Þaö er tilhlökkunarefni aö byrja grillveislurnar aftur. Góður matur, fjör og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel sjálft grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Á næstu Essostöð finnur þú allt sem þarf . . . nema grillmatinn! Grillkol 2,3 kg Grillkol 4,5 kg Grillvökvi 0,51 Grillvökvi 1,01 Grill 225 kr. 434 kr. 75 kr. 120 kr. frá 2076 kr. Grillahöld og gríllbakkar i urvali. Olíufélagið hf HUSEIGANDI GOÐUR! Enunmnn Á VWHUMNO? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? • Alkaií-skemmdir # Vaneinangrun • Frost-skemmdir # Sprunguviðgerðir • Lekir veggir • Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti sfö-utanhúss-klæðningarinnar: Sto-klæðningin er samskeytalaus. Sto-klæðningin er veðurþolin. Sto-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. Sto-klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. Sto-klæðningin leyfir öndun frá vegg. Sto-klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. StO-klæðninguna er unnt að setja beint á veag, plasteinangrun eða steinull. StD-klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aldurs eða lögunar. sfc -klæðningin endist — Vestur-þýsk gæðavara Opið laugardag og sunnudag Gódandagim! VEGGPRYDIf Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík Sími 673320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.