Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 27 Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna: V erðlaunagrip- irnir úr íslensku bergi vekja athygli Mclgerðismelum, frá Valdimar Kristinssyni EKKI verður annað sagt en veðrið leiki við aðstandendur fjórðungsmótsins hér á Mel- gerðismelum. Það hefur verið fram að þessu eins og það gerist best hér í Eyjafirði, sól og blíða. í gærmorgun voru á svæðinu tæplega eitt þúsund manns en búist var við tölu- verðum fjölda fólks með kvöldinu. Að sögn Jónasar Vigfússonar framkvæmda- stjóra mótsins var vonast til að milli þijú og fjögur þúsund manns myndu koma en það færi að sjálfsögðu mikið eftir veðrinu. Stóðhestar voru dæmdir í bæði einstaklingsflokki og einnig með afkvæmum í gær. Þá voru afkvæmahryssur einnig leiddar fyrir dómnefndina. Heldur fóru kynbótadómamir fram úr áæt- luðum tíma og var greinilegt að dómnefndin gaf sér betri tíma til starfa sinna en tíðkast hefur á slíkum mótum. Töldu menn ástæðuna ef til vill þá umræðu og gagnrýni sem komið hefur fram á vinnubrögð dómnefnda undanfarinna ára. Verðlaunagripimir sem veittir verða í mótslok hafa vakið verð- skuldaða athygli en þeir eru úr íslensku bergi sem er skorið og slípað og verðlaunapeningar límdir á. Einnig er grafínn texti á steinana. Gæðingadómaramir sem hér dæma koma víða að, bæði úr Norðlendingafjórðungi og öðmm landshlutum. Hefur nokkuð borið á ósamræmi milli einstakra dóm- ara. Hefur munurinn verið í mörgum tilvikum einn heill og í eitt skiptið munaði rúmlega þremur heilum. Sölusýning var haldin hér í gær og einnig var farið í sameiginlegan útreiðartúr. í dag hefst dagskrá með undanr- ásum kappreiða og verður þá veðbanki starfræktur. Ræktun- arbú koma fram með sýningar- hópa og kynbótahross verða sýnd samkvæmt skrá og verður dóm- um lýst. Þá keppa unglingar til úrslita í báðum flokkum. Að víða- vangshlaupi loknu verður haldin kvöldvaka. Verðlaunagripirnir, sem veittir eru á Fjórðungsmótinu, eru úr íslensku basalti, þykja nokkuð sérstæðir. Fjórðungsmótið á Melgerðismelum: Jöfn og spennandi keppni í A-flokki Nýtt númerakerfi á kynbótahrossin Melgerðismelum, frá Valdimar Kristinssyni. í gær voru A-flokksgæðingar dæmdir og var keppni þar mjög spennandi. Lengi vel leit út fyr- ir að Neisti frá Gröf yrði hæstur eftir forkeppnina en Seifur frá Keldudal skaust yfir hann. Ekki var þó munurinn mikill því Seifur fékk 8,44 i einkunn en Neisti var með 8,43. Knapi á Seifí var Eiríkur Guð- mundsson en Neista sat Herdís Einarsdóttir. Eins og í B-flokki Hestamót á Gaddstaðaflöt: Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU 26. júní þar sem sagt var frá hestamótinu á Gaddstaðaflöt var ekki rétt nafn á eiganda Flugars frá Flugumýri. Hið rétta er Konráð Auðunsson og knapi var Þórður Þorgeirsson. Flugar varð í 4. sæti A-flokks gæðinga og í 1. sæti stóðhesta 6 vetra og eldri. Beðist er velvirðingar á þessu. fara átta í úrslit en hinir sex eru Stjarna frá Flekkudal, 8,33, síðan koma jafnir með 8,28, Kveikur frá Keldudal, Eðall frá Stokkhólma, Orri frá Höskuldsstöðum og Tappi frá Útibleiksstöðum. í áttunda sæti varð svo Freisting 5518 frá Bárðartjöm. Sem sjá má er allt útlit fyrir jafna keppni í úrslitun- um í A-flokki á sunnudag. Vakið hafa athygli mótsgesta ný ættbókamúmer sem eru á sum- um kynbótahrossunum. Eru þessi númer tilkomin vegna tölvuskrán- ingar og er þeim ætlað að koma í stað gamla númerakerfisins. Em þetta átta stafa tölur sem fela í sér ákveðnar upplýsingar svo sem hvaða ár hrossið er fætt og í hvaða héraði. INNLENT Meðal stóðhesta, sem komu fyrír dóm á föstudag var Otur 1050 frá Sauðárkróki, en hann hlaut háa einkunn fyrir hæfileika í vor. Knapi er Eiríkur Guðmundsson. LAPPLAND 2 m. kr. 4.800 og 11.100,- 3 m. kr. 5.698, 7.355 og 13.620,- 4 m. kr. 19.500,- ____________ JALDASÝNING verður um helgina á nýju sýningarsvæði okkar við hlið Seglagerðarinnar. Hústjöld, göngutjöld, Ægistjöld og allt í útileguna. Einnig mikið úrval af sólhúsgögnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.