Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 Fiskverð hefur hækkað um 10% á Vestfjörðum FISKVERÐ á Vestfjörðum hefur hækkað um 10% frá því að það var gefið frjálst nú í mánuðinum. Konráð Jakobsson, formaður Félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessi hækkun samsvaraði nánast þeim kröfum, sem fulltrúar sjómanna og útvegsmanna settu þá fram í Verðlagsráði. „Mín skoðun er sú að Verð- lagsráð hafi hlaupið frá málinu með því að gefa fiskverðið frjálst svona snemma; það hefði átt að bíða með það þangað til í haust til að sjá hvaða reynslu fískmark- aðimir leiddu í ljós,“ sagði Konráð jafnframt því sem hann sagði að ekki hefðu komið fram neinar hugmyndir um stofnun fískmarkaðs á Vestfjörðum. „Framkvæmdastjórar hér á Vestfjörðum komu sér saman um að lágmarksverð á físki í 1. flokki, og öllum vinnsluhæfum físki, skyldi hækka um 10% en verð á öðrum físki hækkaði ekk- ert. Sjómenn hér eru nokkuð von- sviknir því þeir höfðu greinilega gert nokkrar væntingar til ftjálsa fískverðsins og gerðu gagntilboð um 15-34% hækkun. Hins vegar er á það að líta að okkar ákvörð- un er nánast alveg sú sama og fulltrúar þeirra gerðu í Verð- lagsráði og því töldum við að hægt væri að sætta sig sæmilega við þetta verð,“ sagði Konráð Jakobsson að lokum. Morgunblaðið/KGA Sænsku konungshjónin farin Opinberri heimsókn Karls XVI Gústafs Svíakon- Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Myndin var tekin ungs og Silvíu drottningar lauk í gær. Áður en þegar forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir kvaddi þau yfirgáfu landið skoðuðu þau Flugstöð Leifs konungshjónin. I/EÐURHORFUR í DAG, 27.06.87 YFIRLIT á hódegi í gæn Yfir Skandinavíu er 1005 millibara djúpt lægðasvæði en 1032 millibara hæð yfir noröaustanverðu Græn- landi. Um 1200 km suðvestur í hafi er 989 millibara lægð sem þokast norður. SPÁ: Hægviðri eða austan gola. Skýjað og sums staöar skúrir um sunnan- og austanvert landið en léttskýjað annars staðar. Hiti á bilinu 10 til 16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Austlæg átt og fremur hlýtt í veðri. Skýjað og dálítil súld við suöur- og suðausturströndina en annars staðar þurrt og víða léttskýjað. TÁKN: o x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. y El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR 1fÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hhl 16 13 veóur léttskýjað skýjsð Bergen 13 skýjaö Helsinkl 16 skýjaö Jan Mayen 6 lóttskýjað Kaupmannah. 13 rlgnlng Narssarssuaq 17 skýjað Nuuk 12 þoka í gr. Osló 14 skýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 26 helðskfrt Amsterdam 16 skýjað Aþena 31 lóttskýjað Barcelona 24 skýjað Berlfn 20 skýjað Chlcago 18 heiðskfrt Feneyjar 26 skýjað Frankfurt 18 rignlng Glaskow 16 skýjað Hamborg 17 skúr Las Palmas 26 lóttskýjað London 17 rignlng Los Angeles 16 mlstur Lúxemborg 16 skýjað Madrfd 31 lóttskýjað Malaga 26 helðskfrt Mallorca 29 lóttskýjað Miaml 28 léttskýjað Montreal 20 skýjað NewYork 17 súld París 17 akúr Róm 27 heiðskfrt Vfn 26 lóttskýjað Washington 22 mlstur Winnlpeg 10 lóttskýjað Akranes: Samið um 15% verð- hækkun á þorskinum Sjómenn neituðu að sigla fyrr en samið hefði verið SAMNINGAR náðust í gær á Akranesi um 15% hækkun þorskverðs miðað við síðasta verð Verðlagsráðs og um 13% hækkun almenns fiskverðs að jafnaði. Sjómenn á togurum Akraness neituðu að fara út fyrr en samið hefði verið. Samn- ingurinn gildir út ágúst. Fjórir togarar af fímm voru inni í gær, en þeir hafa verið að koma inn þessa viku. Sjómennimir neit- uðu að fara út, fyrr en samið hefði verið um fískverð. Samningar náð- ust í gær milli útgerðarmanna og fískkaupenda og féllust sjómenn á það samkomulag á fundi í gær og var ætlunin að flestir togaramir færu út um kvöldið. „Það hefur nú verið afskaplega mikið rugl á þessum málum og við verið illa undirbúnir undir fijálsa verðið," sagði Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmdastjóri Haralds Böðvarssonar & Co. „Skagamenn eru baráttuglaðir menn og vilja alltaf vera á toppnum. Það á einn- ig við um fískverð," sagði Harald- ur. Framleiðnisjóður kaupi 1001 af ung- hænum í refafóður FRAMLEIÐNISJÓÐUR hefur nú til umfjöllunar beiðni frá sláturhúsum um kaup á 100 tonna lager af ung- hænum i refafóður. Engin ákvörð- un hefur verið tekin hvað þetta varðar, en Framleiðnisjóður hefur óskað eftir umsögn alifuglabænda vegna þessa máls. Unghænur hafa verið illseljanlegar að undanfömu þrátt fyrir lágt verð, sem verið hefur um 70 krónur á kíló út úr sláturhúsunum. Þau sitja uppi með 100 tonna lager sem ekki selst og hafa því farið þess á leit, að Fram- leiðnisjóður kaupi lagerinn í refafóður á sama hátt og ákveðið var með nauta- kjöt nú nýverið. Háskóli íslands: Jón Sigtryggsson út- nefndur heiðursdoktor JÓN Sigtryggsson fyrrverandi prófessor við tannlæknadeild Háskóla íslands verður i dag út- nefndur heiðursdoktor við deild- ina. Jón, sem er fæddur 10. apríl 1908, lauk embættisprófi frá læknadeild Háskóla íslands 1937 og kandidatsprófi í tannlækningum tveimur árum síðar frá Tannlækna- háskólanum í Kaupmannahöfn. Jón var skipaður dósent í tann- læknisfræði við læknadeild H.í. og árið’ 1951 var hann skipaður pró- fessor í tannlæknisfræðum og var hann lengi vel eini prófessorinn við deildina. Jón vann mikið að undir- búningi og skipulagningu tann- læknakennslu og hafði í fjölda ára einn með höndum alla fræðilega og verklega kennslu í klínískum tann- læknafræðum. „Hann er því rétt- nefndur faðir íslenskrar tannlækna- kennslu," sagði Guðjón Axelsson forseti tannlæknadeildar í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón er fyrsti heiðursdoktorinn frá Jón Sigtryggsson tannlæknadeild. Hann var útnefnd- ur heiðursfélagi Tannlæknafélags íslands 1977 og hlaut riddarakross Fálkaorðunnar árið 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.